Dagblaðið Vísir - DV - 15.05.1991, Page 11

Dagblaðið Vísir - DV - 15.05.1991, Page 11
MIÐVIKUDAGUR 15. MAÍ1991. 11 Meiming Háskólabíó - í ljótum leik: ★★ 'A Ekki bara mafían Horft á þegar lik vinar er fiskað upp úr höfninni. Sean Penn, Robin Wright og Gary Oldman í hlutverkum sínum. í New York er er alræmt hverfi sem geng- ur undir nafninu Eldhús helvítis. Þar réðu rikjum til skamms tíma alræmdir glæpa- flokkar sem skipaðir voru írskættuðum mönnum. írskir glæpamenn eru ekki eins áberandi eða jafn voldugir og þeir sem til- heyra ítölsku mafíunni, enda fjallar í ljótum leik (State of Grace) að hluta til um valda- töku mafíunnar í þessum borgarhluta. Að öðru leyti fjallar myndin um fíölskyldu- og vinatengsl innan írska glæpahringsins. Terry Noonan (Sean Penn) kemur eftir margra ára fíarveru á heimaslóðir. Þar hittir hann fyrir vin sinn Jackie Flannery (Gary Oldman) sem er einfaldur og miskunnarlaus glæpamaður, en þykir þó ofurvænt um vini og fiölskyldu. Hann tekur Terry opnum örm- um og býður honum þátttöku í glæpaflokkn- um sem bróðir hans, Frankie (Ed Harris) stjómar. Áður en Noonan veit af er hann orðinn þátttakandi í myrkraverkum flokks- ins. Noonan er aftur á móti ekki í einu hlut- verki eins og áhorfendur komast að. Þá eyk- ur það spennuna í honum að hann endumýj- ar kynni sín við æskuunnustu sína Kathleen Flannery (Robin Wrigth) sem helst vill slíta öll tengsl við bræður sína. Það er dálítið erfitt að melta í ljótum leik. Phil Jonaou tekst með góðri aðstoð aðalleik- aranna að skapa áhrifamikla og sterka mynd sem þó vantar frumleika. í langri mynd býð- ur hann okkur upp á vel gerð atriði sem oft hafa sést áður og áhrifin frá Guðföðurs- myndum Francis Ford Coppola leyna sér ekki, sérstaklega í dramatísku lokaatriði þar sem uppgjörið fer fram. Þetta atriði sem sýnt er í „slow-motion“ verður því miður of langt með þeirri aðferð og missir að hluta til marks. Styrkur myndarinnar í ljótum leik liggur í sterkum leik, sérstakiega þeirra Sean Penns og Gary Oldmans sem fá einnig langmest til Kvikmyndir Hilmar Karlsson að moða úr. Sean Penn þarf fiölbreytni í leik til að skila persónunni á sannfærandi hátt og það tekst honum. Það má kannski segja um hann eins og Gary Oldman að þeir séu orðnir sérfræðingar að leika þau hlutverk, sem þeir leika, en það þarf kunnáttu til að vel takist. Jackie í meöfórum Oldmans er bæði barnalegur og ógnvekjandi. í raun barn sem ekkert hefur þekkt nema ofbeldi. Það er fyrirferð í leik Oldmans sem skilar sér vel. í minni hlutverkum eru Ed Harris og Rob- in Wright. Wright fer vel með hlutverk Kat- hleen sem lendir á milli tveggja aðila sem báðir vilja höndla með hana. Viðbrögð henn1 ar í lokin eru skiljanleg. Hún hreint og beint lokar fyrir dyr og skilur alla eftir úti, hvort sem hún elskar þá eða hatar. Frank Flann- ery er kannski sú persóna sem einna verst kemst til skila. Harris finnur sig greinilega ekki í hlutverkinu og það stendur í raun aldr- ei sú ógn af persónunni sem gefið er til kynna. Phil Jonaou, (U2: Rattle and Hum) sem aðeins er tuttugu og átta ára, nær ekki alveg að gera áhrifamikinn söguþráð að mikilli mynd. Eins og áður sagði hefur hann orðiö að leita í smiðju annarra leikstjóra eftir hug- myndum sem hann að vísu vinnur vel úr. Úr verður kvikmynd sem er góð í einstaka atriðum en verður fyrst og fremst minnis- stæö vegna afreka leikaranna. í LJÓTUM LEIK (STATE OF GRACE) Leikstjóri: Phil Jonaou. Handrlt: Dennis Mclntyre. Tónlist: Ennio Morricone. Aðalhlutverk: Sean Penn, Ed Harris, Gary Oldman og Robin Wright. Deborah Harry And Blondie - The Complete Picture: The Rolling Stones - Flashpoint: Hin gömlu kynni gleymast ei í dægurtónlist síðari hluta áttunda áratugarins voru sterkar andstæð- ur. Annars vegar diskóið, danstónlist sem hóf diskótekin til vegs og kannski einhverrar virðingar líka sem aðalskemmtistaðina á Vestur- löndum. Hins vegar hljómaði nýbylgjurokkið hrátt og frumstætt. Báðar þessar tískubólur höfðu mikil áhrif á tísku og lífsstíl svo að nokkuð sé nefnt. Hins vegar hjöðnuðu þær þegar tímar liðu eins og flestum bólum er tamt. Blondie var ein af nýbylgjusveit- unum sem náðu miklum vinsæld- um. Þó var hljómsveitin ekki dæmigerð sem slík og náði til dæm- is mun betur til fíöldans en sveitir eins og Clash, Buzzcocks, Damned og fleiri. Sumir vilja jafnvel ekki flokka Blondie með nýbylgjusveit- um en því verður ekki á móti mælt að hún tók út þroskann með Romo- nes, söngkonunni Patti Smith og fleiri framvörðum bandarísku ný- bylgjunnar um miðjan áttunda ára- tuginn. Fyrst og fremst átti Blondie vin- sældir sínar söngkonunni Debbie Harry að þakka. Lengst af var líka tahð að hljóðfæraleikararnir í hljómsveitinni væru aðeins undirleikarar söngkonunnar. Þeir féllu algjör- lega í skuggann og það varð raunar banabiti hljómsveitarinnar. Á The Complete Picture eru velflest þekktustu lög Blondie allt frá Den- is til Rapture. Þá eru þar einnig nokkur lög af sólóplötum Debbie Harry. Debbie Harry, hefur ekki gengið sem best sem sólósöngkonu. Hljómplötur Ásgeir Tómasson Hún er reyndar búin að leggja gælunafninu og vill nú láta kalla sig De- borah. Hins vegar er hætt við að henni gangi illa að láta það festa sig í sessi. Ferill Debbie Harry tekur af öll tvímæli um mikilvægi annarra liðs- manna Blondie á sínum tíma. Eftir að hljómsveitin leystist upp hefur henni gjörsamlega mistekist að vekja á sér athygli sem söngkonu. Hins vegar gleymast seint lög eins og Sunday Girl, The Tide Is High, Heart Of Glass og Call Me svo að nokkur séu nefnd. Tíu ár eru nú liðin síðan safnplatan The Best Of Blondie kom út. Þaö var því fyllilega kominn tími á aðra. á The Oomplete Picture eru allir stærstu smellir hljómsveitarinnar. Til viðbótar fáum við svo nokkur lög af sólóplötum Deborah Harry. Það var gaman að renna yfir The Comp- lete Picture, það er að segja Blondiehlutann, og rifía upp gömul kynni. Því miður verður hinn hlutinn að flokkast sem uppfylling og er áheyrileg- ur í samræmi við það. Góður minjagripur Um sex milljónir komu til að heyra og sjá hljómsveit- ina The Rolling Stones á síðasta hljómleikaferðalagi hennar. Ferðin hét reyndar tveimur nöfnum, fyrst Steel Wheels og síðan Urban Jungle. Segja mætti mér að þorri þessara sex milljóna taki Flashpoint tveimur höndum sem vel heppnuðum minjagrip um tveggja klukkutíma ánægjustund með frægustu og að margra mati bestu rokkhljómsveit heimsins. Bróðurpartur Flashpoint, fíórtán lög, er tekinn upp á fyrrnefndri hljómleikaferð. Tvö lög eru síðan ný af nálinni og áður óútgefin og þá er aðeins ógetið svolít- ils búts af laginu Continental Drift sem fékk að hljóma sem síðasta lag áður en hljómsveitin geystist fram á sviðið í hljómleikaferðinni sem fyrr var getið. Hljómplötur Ásgeir Tómasson Alls taka þessi sextán lög og búturinn að auki um klukkutíma og kortér í flutningi. Flashpoint telst því vera vænn skammtur af Stonestónlist. Og sem betur fer er tónlistin jafnframt áheyrileg. Sem einn úr hópi milljónanna sex, sem sáu Stones, get ég fúslega vottað að ánægjulegar endurminningar rifíuðust upp eina ferðina enn: kröftugar sprengingar í upphafi tónleik- anna, er Jagger taldi vitlaust inn í Ruby Tuesday, gítar- sólóin hjá Richards og Wood, svokallaður söngur Ric- hards, ótrúlegur kraftur og úthald gömlu hetjanna sem ýmist eru komnar langt á fimmtugsaldur eða nokkuð yfir í sextugsaldurinn. Auðvitað hefði ég kosið að Flashpoint hefði orðið tvöfaldur diskur. Þá hefðu komist með eftirminnileg- ustu lög tónleikanna. Það er að segja Almost Hear You Sigh, Gimme Shelter og 2000 Light Years from Home sem glæsilega var tvinnað saman við Simpathy for the Devil, bæði í tónum og myndum á risasjónvarpsskjám. Hygg ég að Stonespælurunum hefði þótt fengur að því að fá það lag í hljómleikaútgáfu í safnið. 2000 Light Years from Home kom fyrst út á plötunni Their Sat- anic Majesties Request árið 1967 en það var fyrst í Steel Wheels/Urban Jungle ferðinni sem lagið var leik- ið á hljómleikum. Flashpoint er fimmta hljómleikaplata The Rolling Stones. Still Life kom út árið 1982 og var því svo sann- arlega kominn tími á nýja. Eftirtektarvert er hversu þess var vandlega gætt að hafa ekki sömu lög á Flash- point og voru á Still Life. Hins vegar eru á Flashpoint nokkur lög sem áður hafa komið út á hljómleikaplöt- unum Got Live if You Want It, Get Yer Ya Ya’s Out Rolling Stones á hljómleikum í vetur. og Love You Live og er bara gaman að bera nýju út- setningarnar saman við þær gömlu. Nýju lögin á Flashpoint eru Highwire og Sex Drive. Hið fyrra er hressilegur rokkari af gamla, góða skólan- um. Kannski ekki alveg í fremstu röð en vel fyrir ofan meðallag. Sex Drive getur í besta falli flokkast undir uppfyllingu. Hins vegar get ég ekki skilið hvaða erindi uppfylling á á plötu á borð við Flashpoint. Að lokum er aðdáendum The Rolling Stones bent á að fylgjast vel með smáskífuútgáfum á næstunni. Vel getur verið að athyglisverðir bútar frá Steel Whe- els/Urban Jungle ferðinni slæðist þar með á B-hliðum. Þá hefur því verið fleygt að myndband í allt aö því fullri lengd frá ferðinni góðu sé væntanlegt með haust- inu. Þá verður loksins hægt að taka yfir hljómlei- kaupptökuna frá Barcelona sem Sjónvarpið sýndi í vetur!

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.