Dagblaðið Vísir - DV - 15.05.1991, Side 16

Dagblaðið Vísir - DV - 15.05.1991, Side 16
16 MIÐVIKUDAGUR 15. MAÍ 1991. G-samtökin í nýju Ijósi Þaö er skelfilega leiðinlegt þegar maöur uppgötvar aö þeir sem maö- ur telur sér vinveitta reynast vera grunnhyggnir eiginhagsmuna- seggir. Ég er vart farinn að trúa því enn að þeir menn er stóðu fyrir smölun á síðasta aðalfund til þess að tryggja kosningar stjómar er héldi starfi mínu áfram, skyldu láta velferö allra skjólstæöinga samtak- anna lönd og leiö vegna væntan- legra eigin hagsmuna. Ruglukollar í riddaraleik Ekki ætla ég aö reyna aö rekja alla þessa sögu hér því það er ekki hægt í stuttri grein. Ef viö hverfum til upphafs ársins 1990 og skoðum umræðu fólks þá um G-samtökin og svo aftur núna er ekki óeðlilegt að spyija þá menn er kappkosta að ata mig auri hvað þeir hafi lagt af mörkum í þágu samtakanna á þess- um tíma. Því miður máttu þeir ekki vera að neinu, hvorki borga félags- gjöldin, kaffið sitt á kaffikvöldum einu sinni í viku eða þrífa eftir sig. Þegar ljóst var að Alþingi hafði veitt þessari starfsemi samtakanna fjárstuðning aö upphæð tvær millj- ónir til þess að greiða rekstrar- kostnað var ég algjörlega ómögu- legur starfsmaður og með vinnu- brögðum sem sæma best undir- heimum var ég flæmdur burt. í fjöl- miðlum er sett af stað ófrægingar- herferð. í útvarpi segja þeir að ég hafi hætt að eigin ósk. I DV segja KjaJIariim Guðbjörn Jónsson ráðgjafi þeir að nýja stjórnin, sem kosin var til þess að halda starfi mínu áfram, hafi sagt mér upp. í Morgunblaðinu segja þeir að ég hafi farið fyrirvara- laust. Ég bíð spenntur eftir næstu út- gáfu því ég hef ekki sagt upp enn- þá, þeir hafa ekki sagt mér upp heldur, en þegar hnýsni í skjöl fólksins var orðin það mikið að ég taldi þeim ekki óhætt á skrifstofu samtakanna, þar sem ég gat ekki læst þau niðri, flutti ég mig í her- bergi á næstu hæð fyrir neðan, en þar gat ég læst skjölin inni ásamt tækjabúnaði mínum. Þaö vakti því óskipta furðu mína þegar þeir sögðu fólki að þeir vissu ekkert hvað hefði orðið af mér og ég væri hættur hjá samtökunum. Þeir hafa meira að segja gengið svo langt að blanda sér í málefni fólks án þess að viðkomandi hafi óskað þess og dæmi er um að þeir hafi nærri klúðrað viðkvæmu máh því þetta eru verk sem þeir hafa ekkert vit á. Stungið af með gögn Eitt það vinsælasta hjá þeim er að segja að ég hafi stungið af með trúnaðargögn frá samtökunum. í bréfi til þeirra 19. mars sl., óskaði ég skýringa á hvaða gögn þetta væru en enn í dag, 25. apríl, hef ég ekkert svar fengið. Þeir segja að ég hafi stungið af meö félagaskrána. Að vísu fékk ég frænku mína til þess að slá inn á hugbúnað í tölv- unni hjá mér félagatal samtak- anna. Fyrir það var ekkert greitt af hálfu samtakanna. Stjómarmenn samtakanna hafa fengið fjölmargar útprentanir af þessari skrá og notuðu hana meðal annars í pólitískum tilgangi í próf- kjöri eins stjórnmálaflokksins. Þeir segja hins vegar að ég hafi notað þessa sömu skrá óleyfilega til þess að hafa samband við félagsmenn samtakanna. Það skrýtna við þetta allt saman er að ég var búinn að lofa að gefa þeim tölvutækt eintak af þessari skrá og getur formaður vitjað þess þegar hann vill. Ég myndi kannski spyrja hann fá- einna spurninga í leiðinni. Eins og til dæmis. Hvers vegna hann sagði við menn í félagsmálaráðuneytinu 11. mars sl. að ég væri hættur en á sama tíma sat ég á skrifstofu félags- ins að vinna í málefnum fólks? Einnig mundi ég spyrja hvers vegna mér hefur ekki enn verið til- kynnt um bréf sem stjómin sendi frá sér 2. mars en þar segir að ég sé hættur og formaður orðinn framkvæmdastjóri og með pró- kúru. Hvernig getur gjaldþrota maður verið með prókúru? Ef for- maður var kominn með prókúru 2. mars, hvers vegna þurfti hann þá 12. mars að kalla gjaldkera úr vinnu frá Hafnarfirði til þess að ná út fjármagni frá ríkissjóði? Hvers vegna mátti þetta fjármagn ekki fara hina venjulegu leið inn á tékkkareikning ráðgjafaþjón- ustunnar? Var það svona mdkið kappsmál að ég vissi ekki af greiðslu fjármagnsins? Það eru margar fleiri spurningar sem væri gaman að spyrja. Þegar kjarkinn vantar Það er slæmt þegar þeir sem ætla að beijast fyrir réttindum annarra treysta sér ekki til þess að standa frammi fyrir eigin aðgerðum. Þeim var nýlega boðið upp á að taka mig í gegn í beinni útsendingu á rás 2. Enginn þeirra haíði kjark. Á fundi með félagsmálaráðherra fyrir kosningar kvartaði formaður undan því að ná ekki sambandi við banka eða stofnanir. Af hveiju? Ekki þarf ég að kvarta. Ekki þorði stjórnin að mæta á félagsfund sem boðaður var til þess að lýsa van- trausti á stjómina. Vantraustið var samþykkt með öllum greiddum at- kvæðum. Guðbjörn Jónsson „Hvers vegna mátti þetta fjármagn ekki fara hina venjulegu leið inn á tékkareikning ráðgj afaþj ónustunnar? Var það svona mikið kappsmál að ég vissi ekki af greiðslu fjármagnsins?“ Framfarir byggjast á vitur- legri notkun reynslunnar í þeirri umræðu, sem hefur átt sér stað í fangelsismálum undan- farið, hefur sú hhð, er að aðstand- endum snýr, nánast gleymst. Við skulum skoða hana aðeins nánar. ísland hefur algera sérstöðu í þeim löndum sem teljast til V- Evrópu, að undanskildum Möltu og Grikklandi sem hafa svipaða aðstöðu og afstöðu til fangelsis- mála. Mörgum er að þessum málum vinna, þar á meðal opinberum starfsmönnum, hefur þótt aftur- kippur í mörgum þáttum þeirra. Hefur dómsmálaráðherra látið þau ummæli frá sér fara aö fangelsi KjaHaiinn Halldór Fannar Ellertsson fangi á Litla-Hrauni sem rúm, skápur, skrifborö og einn stóll skilja eftir um tveggja fer- metra gólfpláss. Litla-Hraun hefur verið á undanþágum frá heilbrigð- islögum í 20 ár. Klefamir standast ekki þær kröfur um lágmarksstærð er Helsinkisáttmálinn segir til um og 7 klukkutíma á viku hafa fangi og aðstandendur hans, maki, böm, „Við ættum að einbeita okkur að því að standa betur að fangelsismálum ef við höfum einhvern áhuga á að geta státað áfram af góðu og friðsælu þjóð- félagi.“ eigi að vera til betrunar, en for- stjóri Fangelsismálastofnunar er á öndverðum meiði hvað þetta varð- ar ef marka má ummæli hans ný- lega. (sbr. Þjóðv. 29.01. sl.) Klefar standast ekki kröfur um lágmarksstærð í öllum löndum V-Evrópu eru lögboðin leyfi sem fangar fá minnst einu sinni í mánuði 24 tíma í senn til að geta notiö samveru viö sína nánustu í heilbrigðu umhverfi. Þær þjóðir sem íslendingar telja sig í hópi með, em Norðurlandaþjóðir. Alls staðar á Norðurlöndunum er gefinn kostur á að vinna sér leyfin inn allt að 24 sinnum á ári, og þá 48 tíma í senn. í þessum leyfum getur íjölskyldan verið saman í því umhverfi sem hún hefur skapað sér en ekki í sex fermetra klefa þar foreldrar, skyldfólk og vinir til að reyna að halda sambandi innilokuð í klefa sem ekki stenst kröfur fyrir einn einstakling. Samkvæmt könnun, sem gerö var, slitnar upp úr yfir 90% sam- banda er áður var til stofnað og eftir situr fangi sem gat ekkert gert til aö viðhalda þeim. Ekkert hefur komið frá Fangelsismálastofnun til aö breyta þessu heldur svarar yfir- maður hennar, Haraldur Jóhann- essen, því til aö fangelsi séu til að refsa mönnum en ekki til að bæta þá. Það eru orðin þónokkur ár síðan Norðurlöndin innleiddu þessi leyfi og hafa haft góða reynslu af. í þess- um leyfum gilda strangar og skýrar reglur hvemig fangi skuli haga sér. Einnig þarf hann að standa sig vel innan fangelsisveggjanna svo sem mæta alltaf til vinnu, vera án lyfja og þess háttar. Ef fangi brýtur eitt- hvað af þessum reglum missir hann réttinn til að fara í leyfi og þá er það aðeins á hans eigin ábyrgð. Þetta stuölar að eigin að- haldi og hjálpar til að útrýma þeim lyfja- og vímuefnavanda sem í fang- elsum er. Hann er opinber stað- reynd. Símamál eru í þeim ólestri að ís- lendingar þurfa að leita til Afríku til að finna sambærilega viðmiðun. Aðstandendur fá þaö fljótlega á til- finninguna að það sé verið að stuðla aö því að einangra fanga frá þeim. Föngum eru skammtaöar ná- kvæmlega 5 mínútur til að ljúka við símtal sem þeim er úhlutað þrisvar í viku hverri og aðstand- endur fá að hringja þrisvar sinnum og þá einnig í 5 mínútur og aðeins á milli kl. 19 og 22 á kvöldin. Þessi símtöl fara öll í gegnum símstöð sem tekur fyrir þetta viö- vik 280 kr. í hvert skipti eða 1400 kr. á viku sem er yfir helmingur af þeim launum sem fangar geta unnið sér inn á viku. Tengsl og sambönd Það segir sig sjálft að á þessum tíma er erfitt að ganga frá þeim. málum sem fangar þurfa að sinna, hvað þá að reyna að útskýra það fyrir börnum að fanginn geti ekki lengur talað við þau, „tíminn sé búinn“. í rammgerðasta fangelsi Banda- ríkjanna, sýslufangelsinu í Los Angeles, sjá fangelsisyfirvöld sér fært aö hafa frjálsan aðgang að síma þó að þar dvelji 6 þúsund fangar aö jafnaði. í öllum fangels- um Norðurlanda hafa allir fangar frjáls afnot af síma og ef þörf þykir er hægt að hlera þá og fanganum þá tjáð þaö. Það hafa mörg sambönd slitnaö vegna þeirrar þröngsýni og þess miðalda hugsanagangs sem hér ríkir í fangelsismálum. Hægt en örugglega missir fanginn tengsl sín við aðstandendur og leitar því á náðir lyfia og fíkniefna sem er því miður algengt hjá þeim sem flýja raunveruleikann. Fanginn hefur ekkert að vinna en öllu aö tapa, sviptur öllu því sem hann átti, fiöl- skyldu, vinum og allri sjálfsvirö- ingu. Viö ættum að einbeita okkur að því að standa betur að fangelsis- málum ef við höfum einhvern áhuga á að geta státað áfram af góðu og friðsælu þjóðfélagi. At- burðir undanfarinna vikna fá mann til aö velta því fyrir sér hvað sé að gerast, hvað valdi því að of- beldi sé orðið eins algengt og raun ber vitni. Gæti hugsast að ef betur væri staðið aö fangelsismálum og ein- staklingurinn byggður upp í stað þess að kippa undan honum fótun- um myndu ekki eins margir og raun ber vitni lenda í sömu sporun- um, það er inni í fangelsi aftur og aftur? Því að möguleikar þeirra úti í þjóðfélaginu eftir að vera sviptir öllu sjálfræði í lengri eða skemmri tíma verða ansi litlir fyrir flesta. Halldór Fannar Ellertsson

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.