Dagblaðið Vísir - DV - 15.05.1991, Side 19
18
MIÐVIKUDAGUR 15. MAI Í99L1
MÍÖVÍÍájÓAGI® iV.'íííAÍ
39
Iþróttir
Iþróttir
Sport-
stúfar
Einn leikur fór fram í
úrslitakeppni NBA-
deildarinnar 1 körfu-
knattleik í fyrrinótt.
Meistararnir í Detroit lögðu þá
Boston að velli, 104-97, á heima-
velli sínum. Staöan eftir flóra
Ieiki er 2-2 og næsti leikur fer
fram á heimavelli Boston. í>að lið
sem fyrr vinnur fjóra leiki kemst
áfram.
Barcelona og Man. Utd
leika i kvöld til úrslita
. Úrslitaleikurinn í Evr-
ópukeppni bikarhafa í
// # knattspyrnu fer fram í
..... Rotterdam í Hollandi í
kvöld. Þá eigast við Manchester
United frá Englandi og Barcelona
frá Spáni. Gary Pallister einn af
lykilmönnum Man. Utd á við
meiðsli að stríða, tognaöi á vööva
í leik gegn Crystal Palace á laug-
ardaginn, og líkumar að hann
spili í kvöld eru 50%. Hins vegar
er líklegt að Les Sealey leiki í
marki United en hann meiddist
illa á hné í úrslitaleik Man. Utd
og Sheffield Wednesday í vor.
Barcelona leikur án markvarðar-
ins Zubizarreta og sóknarmanns-
ins Amor sem báðir eru í leik-
banni og ekki er enn vitaö hvort
búlgarski markahrókurinn
Christo Stoichkov geti leikið
vegna meiðsla.
Miklar varrúðaráðstafnir
í Rotterdam vegna leiksins
Það eru miklar varúðaráðstafan-
ir að hálfu lögregluyfirvalda í
Rotterdam vegna leiks Manch-
ester United og Barcelona í kvöld
og ekki færri en 1500 lögrelgú-
menn verða við gæslu á leikvang-
inum meðan á leiknum stendur.
f kvöld leikur enskt lið í fyrsta
sinn til úrslita á Evrópumótun-
um í knattspymu eftir harmleik-
inn mikla á Heysel leikvangnum
i Belgíu. Þar létu 39 áhorfendur
lífið þegar Liverpool og Juventus
léku til úrslita árið 1985. Búist er
við 20 þúsund stuðningmönnum
Manchester United á leikinn og
hefur íþróttamálaráðherra Breta
beðið þá um að haga sér vel því
komi til óláta má búast við að
enskum liðum verði meinuð þátt-
faka aftur á Evrópumótunum.
Lewis og Johnson mætast
á hlaupabrautinni 1. júlí
—j Spretthlauparamir
gte, Ben Johnson og Carl
Lewis munu hittast á
—* hlaupabrautinni á
Grand Prix frjálsíþróttamóti 1.
júlí næstkomandi og verður þaö
í fyrsta sinn síðan á ólympíuleik-
unum í Seoul árið 1988 sem þeir
keppa hvor gegn öðrum. Þeir
kappar munu keppa i 100 metra
hlaupi og fer keppnin fram í Par-
ís. A ólympíuleikunum í Seoul
sigraði Johnson, hljóp á tímanum
9,79 sekúkndum sem var nýtt
heimsmet en það var tekið af
honum og hann dæmdur í keppn-
isbann þegar í ljós kom að hann
haföi neytt ólöglegra lyíja.
Heimsmet Carl Lewis stendur því
enn og er það 9,92 sekúndur, sett
í sama hlaupi. Ben Johsnon segist
hlakka mikið til að mæta Lewis
og stefnir að því að sigra og bæta
heimsmet Lewis.
Sigur hjá Marseille
í bikarkeppninni
Marseílle er komiö i undanúrslit
í frönsku bikarkeppninni i knatt-
spymu eftir sigur á Nantes, 1-2,
í 8 liöa úrslitunum í gær. Pierre
Papin skoraði fyrra mark Mars-
eille en Basile Boli þaö síöara í
framleningu. Önnur úrslit urðu
þau að Rodez sigraði Sochaux,
2-1, og Gueugnon sigraöi Niort,
1-0.
KA á lu&sta tímabili?
• Samstarfssamningur Knattspyrnusambands íslands og samtaka 1. deildar liða annars vegar og Samskipa h/f hins vegar var undirritaður í aðalstöðv-
um Samskipa h/f á Kirkjusandi í gær. Á myndinni eru frá vinstri: Stefán Eiríksson frá Samskipum h/f, Eggert Magnússon, formaður KSÍ, og Halldór B.
Jónsson, formaður samtaka 1. deildar liða.
DV-mynd Brynjar Gauti
Nú eru talsverðar líkur á að Sigurður
Sveinsson handknattleiksmaður
komi heim eftir keppnistímabilið á
Spáni og leiki með íslensku félagi á
næsta vetri. Samningur Sigurðar við
Atletico Madrid rennur út eftir þetta
keppnistímabil en þetta er annað
tímabil hans hjá félaginu. Sigurður
lék hér á landi árið 1989 og varð ís-
landsmeistari með Val það ár.
,JÉg hef verið í viðræðum við forr-
áðamenn Atletico Madrid en ekkert
er komið á hreint ennþá með framtíð
mína. Eins og staðan er í dag þá eru
mestar líkur á að ég komi heim og
mun þá leika með mina gamla félagi
í Val eða ég held norður yfir heiöar
og leik með KA,“ sagði Sigurður
Sveinsson í samtali við DV í gær-
kvöldi.
Atletico Madrid hefur verið á hött-
unum efdr Geralda sem leikur með
Granollers og leikur hann í sömu
stöðu og Sigurður. Geralda er einn
aflykilmönnum Granollers þó svo að
hann sé aðeins 23 ára gamall. Hann
er mjög öfiug skytta og góður vamar-
maður
„Það er nokkuð ömggt að Geralda
þessi gangi til liðs við Atletico Madrid
og fari svo að hann komi til liðsins
þá kem ég heim,“ sagði Sigurður.
■ Sigurdur Sveinsson.
Höfum rætt þennan
möguleika, segir Alfreð
Eins og kunnugt er þá mun Alfreð
Gíslason þjálfa og leika með KA
næsta vetui’ eftir að hafa leikið 7 ár
í atvinnuhandbolta. Alfreð var
spurður hvort Sigurður Sveinsson
væri á leið i KA.
„Ég neita þvi ekki að við Sigurður
höfum rætt þennan möguleika og
hann er ævinlega velkominn til liðs
við KA. Ég lifi í voninni um að Sig-
urður komi heim til íslands og leiki
með IíAog það y rði félaginu gífurleg-
ur liðsstyrkur ef svo færi að hann
kæmi,“ sagði Alfreð Gíslason í sam-
tali viö DV.
Alfreð kemur í byrjun júní og
reiknar raeð að hefa æfmgar hjá KA
um mánaðamótin júlí/ágúst. Alfreð
mun leika með KA og hefur Friðjón
Jónsson verið ráöinn aðstoðarmaður
hans. Alfreö og félagar hans í Bid-
asoa leika síðari úrslitaleik sinn gegn
Milbertshofen í Evrópukeppni bikar-
hafa í þýskalandi á mánudaginn.
Bidasoa vann fyrri leikinn með 5
marka mun og er Alfreð bjartsýnn á
að liðinu takist að vinna titilinn.
-GH
Hvað segja fulltrúar liðanna um Islandsmótið í knattspymu:
Flestir búast við
jöf nu og fjörugu móti
- 80. íslandsmótið í knattspymu hefst á mánudaginn
£
Fulltrúar 1. deildar lið-
anna í knattspyrnu og
skipafélagið Samskip
komu saman til fundar í
gær í tilefni af því aö íslandsmótið
hefst á mánudaginn kemur, annan í
hvítasunnu. í sumar mun 1. deildin
bera nafnið Samskipadeildin en
skipafélagiö mun í sumar verða aðal-
stuðningsaðili deildarinnar.
Fulltrúar liðanna
eru varkárir
Fulltrúar liðanna voru varkárir um
gengi síns liðs i deildinni í súmar en
það kom þó fram í máli þeirra allra
að stefnan væri að gera sitt besta.
Íslandsmótið í sumar er það 80. í röð-
inni og er það hald margra að mótið
í ár komi til með að verða jafnt og
skemmtilegt. Liðin æfa mun mark-
vissara en áður, enda mikið í húfi
fyrir liðin aö ná sem bestum árangri.
Fulltrúar eöa fyrirliðar hvers liðs
héldu stutta tölu og spáöu í spilin um
mótið í sumar.
Sigurður Gústafsson, Víði:
„Við erum ánægðir meö að vera
komnir á nýjan leik í 1. deild. Það
er að sjálfsögðu undir okkur sjálfum
komið hvernig við stöndum okkur í
deildinni í sumar. Við vitum þó að
heimavöllurinn á eftir að verða okk-
ar sterkasta vopn. Það verður spenn-
andi að taka á móti KR-ingum í fyrsta
leik en þeir hafa ekki riðiö feitum
hesti frá fyrri viðureignum liðanna,"
sagði Sigurður Gústafsson, formaður
knattspymudeildar Víöis, sem eru
nýliðar í deildinni.
Guðni Kjartansson, KR:
„Við fórum út í alla leiki með það
að leiðarljósi að sigra. Það verður
eflaust hart barist um stigin í sumar
og okkar bíður erfiður leikur í Garð-
inum ef ég þekki nábúa mína rétt.
Það er mín trú aö íslandsmótið í
sumar verði skemmtilegt,“ sagði
Guðni Kjartansson, þjálfari KR-inga,
en þetta er fyrsta árið hans sem þjálf-
ari liðsins.
Hörður Hilmarsson, UBK:
„Þaö er markmið okkar í sumar að
leika góða og árangursríka knatt-
spymu. Við teljum að viö höfum
mannskap svo að það megi ganga
eftir. Við höfum fengið til okkar
nokkra sterka leikmenn og erum því
alls óhræddir að takast á við hlutina
í sumar," sagði Hörður Hilmarsson,
þjálfari Breiðabliks, sem kom upp
með Víði í 1. deild.
Ásgeir Elíasson, Fram:
„Það hefur gengið upp og ofan hjá
okkur í vor en ég tel að þetta sé allt
á réttri leið. Ég vona bara að við verð-
um á toppnum á réttum tíma,“ sagði
Ásgeir Elíasson, þjálfari íslands-
meistara Fram.
Steingrímur Birgisson, KA:
„Við KA-menn erum ævinlega bjart-
sýnir. Þó hefur þaö háð okkur hve
mannskapurinn er dreifður á undir-
búningstímabilinu en liðiö hefur ver-
ið að pússast æ betur saman á síðustu
dögum. Við ætlum að reyna að gera
betur en á síðasta keppnistímabiii og
hvort það tekst verður tíminn að leiða
í ljós. Ég hef trú á fjörugum leik þeg-
ar Eyjamenn koma í heimsókn til
okkar á Akureyri,“ sagði Steingrímur
Birgisson, fyrirliði KA-liðsins.
Sigurlás Þorleifsson, ÍBV:
„Við mætum þokkalega undirbúnir
til leiks. Það hefur komið niður á
undirbúningi okkar hve stór hluti
liðsins dvelst yfir vetrartímann á
Reykjavíkursvæðinu. Okkur hefur
gengið misvel í leikjunum í vor en
við eigum eftir að gera betur þegar
á hólminn er komið. Það verður er-
fitt að fylgja eftir árangrinum frá því
í fyrra en markmiðið er aö leika opn-
an og skemmtilegan bolta,“ sagði
Sigurlás Þorleifsson, þjálfari og leik-
maöur Eyjamanna.
Jóhannes Atlason, Stjarnan:
„Við vorum á fyrsta ári í 1. deild í
fyrra og lentum í 5. sæti en það er
mín skoðun að annað árið sé mun
erfiðara. Auðvitað er takmarkið
samt að gera betur í ár en í fyrra.
Undirbúngurinn hefur verið nokkuð
skrautlegur því að margir leikmenn
hafa átt við meiösli að stríða og hefur
þetta ástand óneitanlega komið niður
á leik okkar,“ sagði Jóhannes Atla-
son, þjálfari Stjömunnar.
Guðmundur Kjartansson, Val:
„Valsliðinu hefur vegnaö vel í vor-
leikjunum en það er spurningin
hvort það sé slæmur fyrirboöi eða
ekki. Það hafa orðið litlar breytingar
á liðinu hjá okkur og við væntum
mikils af ungu strákunum sem hafa
komið vel út í vorleikjunum. Við ósk-
um öllum liðum góðs gengis á mótinu
í sumar,“ sagði Guðmundur Kjart-
ansson, formaður knattspyrnudeild-
ar Vals.
Logi Ólafsson, Víkingi:
„Það hafa orðið töluverðar breyting-
ar á liðinu en markmiðið er að gera
betur en í fyrra. í vorleikjunum höf-
um við leikiö vel í mörgum leikjum
en miður í öðrum. Ég hlakka til leiks-
ins gegn FH í fyrstu umferð og von-
andi verða úrslit þar hagstæð okk-
ur,“ sagði Logi Ólafsson, þjálfari Vík-
ings.
Ólafur Jóhannsson, FH:
„Við komum sæmilega undirbúnir
til leiks fyrir þetta íslandsmót. Okk-
ur gekk ekki vel í fyrstu leikjunum
í vor en þetta hefur verið að skána
að undanfómu. Það veröur bara að
koma í ljós hvernig okkur reiðir af á
mótinu í sumar," sagöi Ólafur Jó-
hannsson, þjálfari FH-liösins.
-JKS
• „Við Framarar vonumst til að
verða á toppnum á réttum tíma,“
sagði Ásgeir Elíasson, þjálfari ís-
landsmeistara Fram.
• Hilmar Björnsson KR-ingur hefur hér betur í baráttu við Valsmennina Ágúst Gylfason og Jón S. Helgason í úrslitaleik
liðanna á Reykjavíkurmótinu í knattspyrnu í gær. DV-mynd GS
KR-ingar Reykjavíkur-
meistarar 4. árið í röð
- þegar liöið vann Val 1 úrslitum, 1-0, á gervigrasinu í Laugardal í gær
KR-ingar fögnuðu sigri á Reykjavíkur-
mótinu í knattspyrnu í fjórða skiptið í
röð þegar félagið vann sigur á Val, 1-0,
í úrslitaleik Reykjavíkurmótsins á gerv-
igrasvellinum í Laugardal í gærkvöldi.
Þetta er 30. Reykjavíkurmeistaratitill
KR-inga frá upphafi.
Sigur vesturbæjarliðsins var sann-
gjarn. Staðan í leikhléi var staðan jöfn,
O-O. Á fyrstu mínútu síðari hálfleiks
skoraði Rafn Rafnsson, sem kom inn á
sem varamaður í hálfleik fyrir bróöir
sinn, Bjöm Rafnsson. Hann fékk stungu-
sendingu inn fyrir vörn Vals og renndi
knettinum framhjá Bjarna Sigurðssyni,
markverði Vals. Þetta reyndist sigur-
markið í leiknum en KR-ingar voru
klaufar að skora ekki íleiri mörk því lið-
ið fékk góð marktækifæri.
Leikurinn var í heildina frekar bragð-
daufur en leikmenn sýndu þó á köflum
góða takta en báðum þessum liðum er
spáð velgengni á íslandsmótinu sem
hefstámánudaginnkemur. -Hson/GH
Samskip hf. styrkja 1. deildina
Knattspyrnusamband íslands og
samtök 1. deildar liða í knattspyrnu
annars vegar og Samskip hf. hins veg-
ar skrifuðu í gær undir sarastarfs-
samning vegna 1. deildar keppni ís-
landsmótsins í knattspyrnu i sumar.
Markmið samstarfs þessara aðila í
fyrsta lagi er að auka áhuga, kynn-
ingu, umfjöllun og þar með aösókn að
leikjum islandsmótsins í sumar. í öðru
lagi að Samskip hf. fái sem mesta
kynningu, umfjöllun og auglýsinga-
gildi í tengslum við samninginn.
Samskip hf. munu greiða veglega
fjárupphæð til félaganna tíu sem skipt-
ist milli, þeirra eftir frammistöðu
þeirra í mótinu. Það lið sem hreppir
fyrsta sætið fær 500 þúsund krónur en
liöið sem hafnar í 10. sæti fær í sinn
hlut 300 þúsund krónur. Forráöamenn
Samskipa hf. upplýstu á blaðamanna-
fundinum í gær að stuðningur fyrir-
tækisins viö deildina í sumar myndi
nema nálagtfjórum milljónum króna.
• Auk þessa munu Samskip hf. kynna
deildina með ýmsum hætti og verð-
launa meöal annars leikmann, þjálfara
og dóma hvers mánaðar í samvmnu
við íþróttadeild DV.
Samskipadeildin og allt íslandsmótið
verðar sett með formlegum hætti í
Kaplakrika rétt fýrir leik FH og Víkings
nk. mánudag, 20. maí, kl. 16. ->JKS
Handknattleikur:
Stjarnan leitar að
sovéskum leikmanni
- til að leika með félaginu á næsta keppnistímabili
Svo gæti farið að handknattleikslið
Stjörnunnar úr Garðabæ tefli fram
sovéskum leikmanni í liði sínu á
næsta keppnistímabili. Forráöa-
menn Stjörnunnar settu sig í sam-
band fyrir nokkru við sovéska hand-
knattleikssambandið og báðu það um
að reyna að útvega sér leikmann sem
gæti leikið með liðinu á næsta keppn-
istímabili.
Stjörnumenn hafa ekkert heyrt frá
Sovétmönnunum ennþá en þeir eru
að svipast um eftir sterkum leik-
manni sem gæti fyllt skarð Sigurðar
Bjamasonar sem fyrir nokkru gerði
samning við þýska félagið Groswall-
stadt. Þá er nokkuð öruggt að Einar
Einarsson, sem lék með Vogelpum-
pen í Austurríki í vetur, kemur heim
og klæðist Stjörnubúningnum að
nýju.
Skúli og Hafsteinn
þurfa í uppskurð
Svo gæti farið að Hafsteinn Braga-
son, homamaðurinn knái, geti ekki
leikið með Stjömumönnum fyrr en
eftir áramót. Hafsteinn hefur átt við
meiðsli að stríða í hné og aö öllum
líkindum er hann með slitið kross-
band sem þýðir aö hann verður frá í
6 mánuði. Þá hefur Skúli Gunn-
steinsson fyrirliði átt við þrálát
meiðsli að stríða í öxl og þarf senni-
lega að gangast undir uppskurð.
Eyjólfur Bragason mun þjálfa hð
Stjörnunnar á næsta keppnistímabili
eins og í vetur.
-GH
Aðgerðin á Guðmundi
tókst vel í alla staði
Kristján Bemburg, DV, Belgíu:
Aðgerðin á Guðmundi Benedikts-
syni drengjalandsliðsmanni í knatt-
spymu tókst vel í alla staöi að sögn
Dr. Martens, sem sá um aö fram-
kvæma skurðagerðina á honum.
Martens sagði í viðtali við blaða-
mann DV að Guðmundur gæti farið
að æfa eftir 6 mánuði. Krossband í
hné Guðmundar var slitið og var
grætt nýtt krossband úr trefjum í
stað þess sem ónýtt var.
Guðmundur var nokkuð hress þeg-
ar blaðamaður DV ræddi við hann í
gær. Hann hafði að vísu sofið illa
nóttina eftir aðgerðina og kvaðst
hafa fundið nokkuð til í fætinum sem
er með öllu eðlilegt að sögn lækna.
Hann fór á stjá í gærmorgun og var
látinn framkvæma léttar æfingar
sem Dr. Martens hefur samið og fær
Guðmundur sérstakt æfingapró-
gramm til að fara eftir.
Reiknað er með að Guðmundur
haldi heimleiðis til íslands um eða
eftir næstu helgi en forráðamenn
Ekeren í Belgíu hafa gert allt til aö
Guðmundi liði sem best og þá hefur
það komið sér vel fyrir Guðmund aö
faðir hans hefur verið með honum
til trausts og halds.
Það er því ljóst að Guömundur leik-
ur ekkert á íslandsmótinu í sumar
og ekki er enn ljóst til hvaða félags
Guðmundur heldur í haust. For-
ráðamenn Ekeren gera sér góðar
vonir um að hann komi til Belgíu
þegar hann hefur náð sér af meiðsl-
unum og gerist leikmaður með Eik-
eren.
• Guðmundur Benediktsson er
einn efnilegasti knattspyrnumaður
íslands. Nú er Ijóst að hann verður
frá knattspyrnu næstu 6 mánuðina.
KR spáð sigri á Islandsmótinu
- KA og Víði spáð falli í árlegri spá forráðamanna 1. deildar liða
Á fundinum, sem samtök 1. deildar það ár hreppti KA íslándsmeistara- l.KR 268
liðanna og Samskip h/f efndu til í titilinn í fyrsta skipti. 2.Fram 249
gær, var birt niðurstaða í hinni ár- í spánni að þessu sinni er KR- 3. Valur 243
legu spá um niðurröðun liðanna sem ingum spáð sigri en 23 ár eru síðan 4. Víkingur 174
formenn og fyrirliöar taka þátt í. Spá liðið vann síðast íslandsbikarinn. 5.ÍBV 156
þessi er þó meira til gamans gerð en Fram er spáð öðru sæti og Valsmönn- 6.FH 139
hún hefur þó oftast gengið eftir hvað um þriðja sætinu. Víði og KA er spáð 7. Stjaman 133
meistarana áhrærir þegar upp er falli í 2. deild. 8.Breiðablik 97
staðið á haustin. í þessari spá var mest hægt að fá 9.KA 88
Aðeins einu sinni gekk spáin ekki upp en 1989 var Fram spáð sigri en 290 stig. Niðurrööunin lítur annars þannig: 10. Víðir 48 -JKS 'j