Dagblaðið Vísir - DV - 21.05.1991, Side 4

Dagblaðið Vísir - DV - 21.05.1991, Side 4
ÞRIÐlftíÍAGuMi'ffiffiðfííí Fréttir Kvartað yf ir hækkuðum farmgjöldum Flugleiða - svar samgönguráðuneytis var ljósrit af bréfum forstjóra Flugleiða „Þetta er í raun ekkert svar frá samgönguráðuneytinu heldur fáum við ljósrit af bréfum frá forstjóra Flugleiða," segir Stefán Guðjónsson, viðskiptafræðingur hjá Félagi ís- lenskra stórkaupmanna. Samgönguráðuneytið hefur sýnt furðuleg vinnubrögð í máli því þegar fjórtán innflytjendur kvörtuðu í febrú- ar síöastliðnum til samgönguráðuneyt- isins og héldu því fram að farmgjöld Flugleiða í íraktflutningum hefðu hækkað um tugi prósenta og þjónustu- gjöld hefðu hækkað enn meira. Félag stórkaupmanna gerði í kjöl- farið könnun meðal - félagsmanna sinna og komst að niðurstöðu sem staðfesti kvörtun fjórtán-menning- anna í meginatriðum. Félagið gerði síðan fyrirspum hinn 4. mars í bréfi til samgönguráðuneytsins um hækk- anir á gjaldskrá Flugleiða í fraktflugi á síðasta ári. Könnun stórkaupmanna leiddi stórhækkun í Ijós „Við gerðum lauslega könnun hjá félagsmönnum okkar um það hvern- ig þessi mál stæðu. Sú könnun benti til þess að frakttaxtar hefðu hækkað verulega eða um allt að 37 prósent. Þá benti könnun okkar til þess að hækkun á afgreiðslugjöldum Flug- leiöa, eins og fyrir akstur, hefðu hækkað enn meira eða um allt að 60 prósent.“ Stefán segir ennfremur að stjóm Félags íslenskra stórkaupmanna hafi ekki fundað um þetta svar sam- gönguráðuneytisins. Þjónustugjöld í fraktflugi hafa hækkað um 59 prósent „Það er varla hægt að segja að við höfum fengiö beint svar við bréfmu, við höfum fengið ljósrit af bréfum frá forstjóra Flugleiða. í svarinu segir hann að afgreiðslugjöldin hafi hækk- að um 59 prósent og farmgjöldin um 22 prósent í hæsta lagi.“ Halldór Kristjánsson, skrifstofu- stjóri samgönguráðuneytisins, segir aö ráðuneytið hafi ekki svarað flórt- án-menningunum heldur látið duga í svari forstjóra Flugleiða, Sigurðar Helgasonar, segir að félagið hafi hækkað farmgjöld í fraktflugi um mest 22 prósent og þjónustugjöld um 59 prósent. að svara Félagi íslenskra stórkaupa- manna í kjölfar þeirrar fyrirspurnar. - Var erindi Félags íslenskra stór- kaupmanna þaö sama og fjórtán- menninganna? „Það var mjög svipað. Við tókum það því sérstaklega fyrir.“ - Hver var niðurstaöa ráðuneytis- ins í málinu gagnvart Félagi ís- lenskra stórkaupmanna? „Ég tel viturlegra að þú hafi bara beint samband við félagið og fáir svar okkar. Við vorum að svara félaginu." Hvers vegna sendið þið svar forstjóra Flugleiða? - Nú þurfa Flugleiðir að sækja um samþykki samgönguráðuneytisins til að hækka gjaldskrár. Þið hafiö þar með nákvæmar upplýsingar um hækkun gjaldskrárinnar. Hvers vegna svarið þið stórkaupmönnum með því að senda þeim greinargerð Flugleiða? „Þetta mál var tekið í flugeftirlits- nefndinni sem ráðuneytið hefur komið á fót til að fjalla um svona mál. Niðurstaða nefndarinnar var sú aö bréf forstjóra Flugleiða yrði sent Félagi íslenskra stórkaupmanna sem svar ráðuneytisins." - Ég fæ ekki botn í þetta. Það koma menn til ykkar í samgönguráðuneyt- inu og kvarta um farmgjöld Flug- leiða. Hvers vegna svarið þið ekki mönnunum beint? Er ekki óeðlilegt að þið látið forstjóra Flugleiða, sem á hlut að deilumálinu, svara fyrir hönd hins opinbera? „Við svörum þessum aðilum, sér- staklega félaginu sem við teljum að sé málsvari þessara manna.“ - En hvers vegna látið þið Flug- leiðir svara þegar þið hafið gjald- skrár Flugleiða hjá ykkur? „Það má segja að það hafi verið fyrst með stofnun flugeftirlitsnefnd- ar í byijun síðasta árs sem ráðuneyt- ið fór almennt að skoða þessi mál að einhverju ráði. Þessi nefnd hefur skoðað kvartanir vegna farmgjalda. Fyrst og fremst hefur nefndin þó skoðað hækkanir á fargjöldum. Þetta erindi stórkaupmanna var tekið fyrir í nefndinni og sent ráðuneytinu með bréfi sem við sendum síðan aftur til stórkaupmanna.“ -JGH Séra Vigfús Þór Árnason tekur hér fyrstu skóflustungu að Grafarvogskirkju i Reykjavík um hvítasunnuhelgina. Stefnt er að þvi að taka fyrsta hluta kirkj- unnar í notkun árið 1994. DV-mynd GVA Um 1500 unglingar í Logalandi: „Lítið eyðilagt í hús- inu og lítið slegist“ „Þetta gekk allt saman mjög vel. Það var lítið eyðilagt í húsinu og lítið slegist. Starfsmenn stóðu sig frábær- lega í að kæfa öll svoleiðis mál í fæð- ingu,“ sagði Magnús Magnússon í Birkihlíð, forsvarsmaður Ung- mennafélags Reykdæla sem rekur Logaland. „Inn á þessa tvo dansleikina borg- uðu sig um 1700, rúmlega 700 á fyrra ballið og um 1000 á sunnudagskvöld- ið. Það var hvergi leyft að tjalda enda stóð það aldrei til að það yrði neitt meiriháttar samkomuhald hér, þetta voru bara venjuleg sumarböll. Á svæöinu var mun fleira en þeir sem borguðu sig inn, kannski um 1500 manns hvort kvöldið. Þetta gekk vel á sunnudagskvöldið. Krakkarnir voru betur uppfrædd um það að þetta væri ekkert annað en ball. Þá komu þau án tjalda og tiltölu- 'légá fáir sem urðu eftir sem stranda- glópar. Það var meira um það á fóstu- daginn. Bæði var að það voru yngri krakkár á fóstudeginum og verr drukknir. Þeir höfðu tjaldað hérna hjá húsinu. Þegar mest var var þetta um 100 manns en þetta leystist smám saman á laugardeginum. Það var tal- að við krakkana sem voru búnir að tjalda og þeir tóku flestir upp sín tjöld og restin á sunnudegi." -pj Heiftin á heilsubælinu Enn magnast ófriðurinn kring- um rekstur heilsuhælisins í Hvera- gerði. Vistfólk á hælinu er farið að nöldra og telur að öll þessi átök hafl slæm áhrif á andlega og líkam- lega heilsu sína. Fram til þessa hefur þó enginn orðið til þess að ásaka dvalargesti opinberlega um að hafa kveikt þann ófriöareld sem þarna logar. Þeir hafa verið ljúfir sem lömb og borgað orðalaust alla reikninga sem að þeim hafa verið réttir á hælinu, hvort heldur verið var að rukka aukadaggjöld ellegar meðul. Það er því ekki með góðu móti hægt að kenna sjúklingunum um hvemig komið er. En af fréttum að dæma ganga margir með verð- andi magasár vegna heilsuhælis náttúrulækningamanna. Meðlimur fyrrverandi stjómar Náttúrulækningafélagsins reiddist af því að hann fékk ekki að sjá ráðningarsamning framkvæmda- stjórans og kærði hælisreksturinn til heilbrigðisráðuneytisins. Þá reiddist stjórnin og hætti að boða stjómarmanninn á fundi. Þeir í heilbrigðisráðuneytinu urðu illir yfir þessum látum í náttúrulækn- ingamönnum og fleygöu málinu í Ríkisendurskoðun. Þegar hér var komið sögu vom læknar hælisins orðnir öskuillir yfir því aö verið væri að lækna fólk þarna á hælinu með alls konar grösum og baunum í stað þess að gefa því almennilegar mixtúrur og töflur. Þeir sögðu því upp í fússi en í Læknafélaginu urðu menn afar reiöir yfir því að aðrir væru að lækna fólk en læknar. Því auglýsti Læknafélagið að hver sá læknir, sem sækti um vinnu á heilsuhælinu, skyldi hafa verra af. Sögðu læknar að þarna væri stund- að alls konar kukl sem læknar ættu ekki að koma nálægt. Enda væri vitavonlaust að nokkur fengi bata við einu eða neinu hjá hælisfúskur- um. Var nefnt sem dæmi að akfeitt fólk kæmi þarna í megrun í nokkr- ar vikur á kostnað þjóðfélagsins og færi svo í burtu slank og elegant. En svo væri þetta fólk komið aftur eftir árið alveg jafnfeitt og í upp- hafi. Þetta varð til þess að forsvars- menn hælisins þrútnuðu af bræði. Helltu úr skálum reiði sinnar yfir lækna sem gerðu allt hvað þeir gætu til að sölsa undir sig heilsu- hælið. Aldrei skyldi þetta vígi heilsubótar falla í hendur þeirra sem einir teldu sig geta líknað og læknað en kynnu ekkert til nátt- úrulækninga. Hjúkmnarstjóri hælisins varð svo reið að hún hótar læknum málsókn hvar sem til þeirra næst. Mitt í því aö hæhsfólk stóð í hávaðarifrildi við læknana skellti Ríkisendurskoðun skýrslu sinni á borðið og finnur að hinu og þessu í rekstrinum. Framkvæmdastjórinn talar of mikiö í símann og er alltaf úti að aka á rándýrum bíl. Starfsfólkið er betur launað en gengur og gerist á hælum og spítulum. Þá em sjúkl- ingar látnir borga aukadaggjöld og líka rukkaðir um peninga fyrir meðul. Þetta sé ólöglegt því fólkið eigi ekki að borga eitt né neitt sjálft. Ríkið eigi að borga allt saman. Svo segir Ríkisendurskoðun líka að hælismenn kunni ekki að færa bókhald. Þess vegna sé rekstrar- halli í fyrra talinn vera 36 milljónir en efþeir færðu bókhaldið öðruvísi hefði gróðinn orðið 52 milljónir. Má af þessu sjá að það getur skipt sköpum í afkomu fyrirtækja að kunna að færa bókhald. Fram- kvæmdastjóri hælisins sagðist raunar hafa séö þetta allt saman fyrir og löngu vitað að hitt og þetta mætti betur fara í rekstrinum og því þyrfti Ríkisendurskoðun ekk- ert að vera aö gera sig breiða. Svo héldu náttúrulækningamenn landsfund um helgina og ræddu hvað gera skyldi í stöðunni. Með einhveiju móti þyrfti að kippa málunum í lag. Menn veltu vöng- um yfir þessu og lausn virtist ekki liggja á lausu þegar einhverjum datt það snjallræði í hug að reka bara allt starfsfólkið á heilsuhæl- inu. Þar með væri málið leyst eða svoleiðis. Þetta var samþykkt með lófataki. Fóra fundarmenn svo til síns heima eftir að hafa þegiö veit- ingar í formi gulrótar og blávatns. En Sighvatur handleggsbrotni varð hinn reiðasti þá hann spurði tíðind- in og viröist nú allt stefna í að heift- in magnist enn á ný meðal heilsu- verndarmanna. Dagfari

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.