Dagblaðið Vísir - DV - 21.05.1991, Side 5
ÞRIÐJUDAGUR 21.. MAÍ 1991,
Fréttir
Dýrafjarðar-
brúin mikil
samgöngubót
Reynir Tiaustascai, DV, Flateyri:
Framkvæmdir viö Dýraíjarðarbrú
eru nú að komast á lokastig. Búiö er
aö hleypa umferð á brúnna og ók
fyrsti bíllinn yfir þann 5. maí við
hátíðlega athöfn.
Að sögn Geirs Sigurðssonar, eftir-
litsmanns Vegagerðarinnar með
framkvæmdunum, verður formlega
opnað fyrir umferð 1. nóvember n.k.
Hann sagði að áætluð verklok við
þverun Dýraíjarðar væru næsta
sumar þegar sett verður klæðning á
veginn. Heildarframkvæmdin sam-
anstendur af brúnni, sem er um 120
metra löng, og 500 metra aðalfyll-
ingu. Vegalagning við þverunina er
alls um 4 kílómetrar. Kostnaður við
verkið er um 300 milljónir króna.
Aðalverktakar eru Klæðning hf. og
Suðurverk hf. auk Vegagerðarinnar.
Leiðin fyrir Dýraíjörð styttist um
rúma 10 kílómetra sem segir þó ekki
allt því í fjarðarbotninum er mikil
ófærð að vetrinum og sjaldnast fært.
Dýrfirðingar sjá því fram á gífurlega
samgöngubót með þessari fram-
kvæmd.
Eftirlitsmaður Vegagerðarinnar tylgist með þegar mokað er að undirstöðum brúarinnar. Straumur i firðinum hefur
verið meiri en reiknað var með og því þarf að styrkja undirstöðurnar. DV-mynd Reynir
• •
M Oruggasta aftursæti í heimi!M
Volvo hannar sína bíla með öryggi allrar fjölskyldunnar í huga,
þess vegna kaupa fjölskyldur Volvo.
Með Volvo'940 og 960 heldur Volvo áfram að ryðja brautina í
öryggismálum.
Nú hefur Volvo fyrstur allra bifreiðaframleiðenda í heiminum
komið fyrir innbyggðum barnabílstól í aftursæti. Auk þess hefur
Volvo komið fyrir þriggja punkta öryggisbelti og höfuðpúða fyrir
þriðja farþega í aftursæti. Þessi búnaður er ekki fáanlegur í
nokkrum öðrum bifreiðum en Volvo 940 og 960 og því má með
sanni segja að hér sé um að ræða öruggasta aftursæti í heimi.
Það verður að teljast hálf einkennilegt að engum hafi dottið í hug
að gera þetta fyrr, en það er aftur á móti ekki einkennilegt að það
skuli fyrst vera Volvo!
VOLVO
- Bifreið sem þú getur treyst!
FAXAFENI 8 • SIMI 91 - 68 58 70