Dagblaðið Vísir - DV - 21.05.1991, Síða 20

Dagblaðið Vísir - DV - 21.05.1991, Síða 20
Þ'áíÐJlÍÐA'GÚ'R1 S'l’.yMf'lWÍ. 0 Fréttir „Það verður algjör sprenging hér í sumar“ - segir Baldvin H. Sigurðsson, hótelstjóri á Ólafsfirði Gylfi Kiistjánsson, DV, Akureyii: „Þaö má segja aö meö göngunum í gegnum Múlann hafi opnast ný þjóðleið um Noröurland og ég geri ráð fyrir að hér veröi stööugur straumur fólks í sumar. Það verður algjör sprenging hér hvaö varðar ferðamannastrauminn," segir Baldvin H. Sigurðsson, hótelstjóri á Hótel Ólafsflrði. Baldvin segist fullviss um að í sumar muni fólk leggja lykkju á leið sína af hringveginum, aka um Fljót og Lágheiöi og aka síöan um göngin inn Eyjafjörð. „Við erum að búa okkur undir mjög aukinn straum ferðamanna hingað í sum- ar, bæði viö hér á hótelinu og fleiri aöilar í bænum. Við ætlum að bjóða þessum ferðamönnum upp á eitt og annað, ekki bara að það geti fengið sér veitingar hér á hótelinu á leið sinni heldur ætlum við að sýna að það er eitt og annað aö sjá og gera hér. Við ætlum að vera búnir að koma upp flotbryggju hér í vatninu og Baldvin H. Sigurðsson, hótelstjóri á Ólafsfirði. DV-mynd gk leigja fólki bæði árabáta og „sæ- ketti“. Menn gætu þá róiö út á vatn- ið til veiða en í vatninu er hægt aö veiða ýmsar tegundir fiska, s.s. lax, silung, kola og þorsk, svo eitthvað sé nefnt, og það hefur meira að segja veiöst síld í vatninu. Hér við bæinn eru frábærar gönguleiðir, t.d. út á Kleifarnar þar sem fyrsti vísir var að byggð í Ól- afsfirði á sínum tíma. Það er líka skemmtileg gönguleið upp gamla veginn í Múlanum og það er óvíða fallegra að fylgjast með miönætur- sólinni en þar. Við ætlum að bjóða fólki að fara á sjó með trillukörlum og renna fyrir fisk undir Hvanndalabjörgum sem eru hæsta standberg á íslandi, full af fugli. Annað sem ég get nefnt er að hér er frábær sundlaug, nyrsti 9 holu golfvöllur í heimi, tennisvellir og áfram mætti telja. Ferðafólki ætti því ekki að þurfa að leiðast hér, svo mikið er víst.“ Á Hótel Ólafsfirði eru 11 tveggja manna vistleg herbergi með baði, setustofa með sjónvarpi og bar. Þá verður lokið við byggingu sólskála viö hótehð í vor svo unnt veröi að anna þeirri miklu aðsókn ferða- fólks sem Baldvin og fleiri Ólafs- firðingar telja víst að muni eiga sér stað. « HAFNARBAKKI Höfðabakka 1, pósthólf 12460,132 Reykjavík, sími: 676855, fax: 673240 Útleiga og sala á gámum, vinnuskúmm, verkpöllum, og dráttakerrum. Gámar: 8, 20 og 40 feta þurrgámar, kæhgámar og einangraðir gámar til leigu eða sölu. Hentugir sem geymsla til lengri eða skemmri tíma. 20 feta vinnuskúrar: Einangraðir vinnuskúrar með fullkominni innréttingu og rafmagnstöflu fyrir eins og þriggja fasa straum. Viðarklæddir með dúk á gólfum, : : rafmagnshitun og þurrklósetti. Um er að ræða 20 feta gáma sem hafa ‘ verið innréttaðir og er auðvelt að tengja saman tvo eða fleiri gáma. Einnig eru gámamir auðveldir í flutningum. Sérlega hentug lausn fyrir byggingaaðila og verktaka. Vinnupallar: HB vinnupallar eru framleiddir úr áli og hannaðir þannig að þeir eru mjög auðveldir í uppsetningu og meðförum. Efni og frágangur er í mjög háum gæðastaðli og eru pallamir viðurkenndir af Vinnueftirhti Ríkisins. Bjóðum einnig fótstignar lyftur, sem geta náð yfir 9 metra hæð. Dráttarkerrur: Hafnarbakki hf. leigir út dráttarkerrur, bæði eins og tveggja hásinga, með burðargetu allt að tveim tonnum. 13 V Gísli Einarsson, úr bæjarráði, og Jensina Valdimarsdóttir, úr stjórn tónlistar- félagsins, undirrita samning um húsnæðið. DV-myndir Sigurður Akranes: Tónlistarskólinn fær nýtt húsnæði Sigurður Svenissan, DV, Akranesi: Það ríkti sannkölluð hátíðarstemn- ing í berangurslegum húsakynnum Tónhstarskóla Akraness á sumar- daginn fyrsta þegar nýtt húsnæöi að Þjóðbraut 13 var formlega afhent Tónhstarfélagi Akraness. Bæjar- stjóri, bæjarráð og stjórn félagsins undirrituðu við það tækifæri verk- samning, þar sem félaginu er faliö að stjórna framkvæmdum við inn- réttingu hússins. Boðið var upp á mjög fjölbreytta tónlistardagskrá í tilefni dagsins. Þar gat að heyra einleik á hljóðfæri, jafnt ungra sem aldinna, einsöng, kór- söng, hljómsveitarflutning og fleira. Andrea Gylfadóttir flutti nokkur lög viö frábæran undirleik Flosa Ein- arssonar. Langt er um liðið frá því hún söng. á Akranesi en flutningi hennar var forkunnarvel tekið. Samhliða tónlistardagskránni var Andrea Gylfadóttir söng sig inn í hjörtu viðstaddra. boðið upp á kafFi og ijúkandi heitar nýbakaðar vöfflur. Bændaskólinn á Hólum: 23 búfræðingar brautskráðir Þórhallur Ásmundsson, DV, Sauðárkróki: Bændaskólanum á Hólum var slitið við hátíðlega athöfn að viðstöddu fjölmenni í Hóladómkirkju 3.maí. 50 nemendur voru í skólanum i vetur og voru 23 þeirra brautskráðir sem búfræðingar. Tveir nemendur á bú- fræðibraut náðu bestum árangri, þau Valdimar Óskar Sigmarsson frá Sól- heimum í Blönduhlíö og Ásdís Erla Gísladóttir frá Hofsá í Svarfaðardal. Hlutu þau einkunnina 8,9. Á sporð- braut, eins og fiskeldisbrautin kall- ast, varð Sigurdís Samúelsdóttir frá Djúpadal á Baröaströnd efst. Að venju var fjöldi viðurkenninga afhentur fyrir góðan námsárangur í vetur. Þær hlutu fyrir búfræði Ásdís Erla Gísladóttir. Bústjóm, Valdimar Óskar Sigmarsson. Fiskeldi Jón Odd- ur Þórhahsson, Sauðárkróki. Jarð- rækt, Ásdís Erla Gísladóttir. Búfjár- rækt Valdimar Óskar Sigmarsson. Bútækni á fiskeldisbraut Hermann Jónsson frá Þorlákshöfn. Fiskeldi, eldistækni og fiskirækt Sigurdís Samúelsdóttir. Hrossarækt Bjarni Jónsson frá Reykhólum. Nýútskrifaðir búfræðingar úti fyrir dyrum Hóladómkirkju. Komnir út i vorið að loknum skólasiitum. Á minni myndinni eru Ásdis Erla Gísladóttir og Valdimar Óskar Sigmarsson sem voru efst og jöfn. DV-myndir Þórhallur

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.