Dagblaðið Vísir - DV - 21.05.1991, Qupperneq 25
MfflÍKffiASTSy&'-. ÍMISM
Fréttir
íþróttahús á Laugarbakka í V-Húnavatnssýslu:
Völundur með lægstu tilboðin
ÞórhaOux Ásmundsson, DV, NorðurL vestra:
Völundur hf. í Reykjavík var með
lægstu tilboð í byggingu íþróttahúss
og kennsluhúsnæðis á Laugarbakka
í V-Húnavatnssýslu, skammt frá
Hvammstanga. Tilboðin byggjast á
tvenns konar fyrirkomúlagi. I fyrsta
lagi þaki sem borið er uppi af lím-
trjám og í öðru lagi þaki með for-
spenntum steypueiningum. Kostnað-
aráætlun Bárðar Daníelssonar arki-
tekts og verkfræðings hljóðaði upp á
1) 36.508 millj. króna og 2). 36.618
millj. króna.
Sex aðilar buðu í verkið og voru tvö
tilboðanna undir kostnaðaráætlun,
bæði frá aðilum í Reykjavík. Völund-
Lionsmenn afhenda Sjúkrahúsi Akraness blóðkornateljarann. Frá vinstri:
Sigurður Ólafsson, forstjóri SA, Elías Rúnar Eliasson, ritari klúbbsins, Þor-
geir Jósefsson, formaður klúbbsins, og Jón Jóhannsson, formaður stjórnar
Áhaldakaupasjóðs. DV-mynd Sigurður
Akranes:
Milljónagjafir
til sjúkrahússins
Sigurður Sverrisscm, DV, Akranesi:
Sjúkrahúsi Akraness hefur að und-
anfömu borist hver stórgjöfm á fæt-
ur annarri, samtals á 4 milljón króna.
Lionsklúbbur Akraness afhenti
sjúkrahúsinu nýjan blóökornatelj-
ara ásamt tilheyrandi prentara i til-
efni af 35 ára afmæli klúbbsins. Verð-
mæti gjafarinnar kr.1.888.926 en þar
sem virðisaukaskattur fékkst endur-
greiddur var kostnaður kr. 1.517.210.
Þá fékk sjúkrahúsið stórgjöf frá
Sambandi borgfirskra kvenna, kr.
1.494.582, til tækjakaupa fyrir endur-
hæfingadeildina. Jafnframt bárust
kr. 300.000 frá öldruöum heiðurs-
manni, Jóni Mýrdal Sigurðssyni.
Selfoss:
Kátir eldri borgarar
eftir daglangt djamm
Regína Thorareusen, DV, Selfossi:
Eldri borgarar í Árnessýslu
komu saman upp úr hádegi sunnu-
daginn 5. maí á Hótel Selfossi. Þetta
er í fjórða sinn sem þeir halda há-
tíð sameiginlega og mættu um 250
manns. Einar Sigurjónsson, for-
maður styrktarfélags EÚdraðra á
Selfossi, kynnti skemmtiatriðin
sem voru óvenjulega fjölbreytt.
Þar söng kór eldri borgara á Sel-
fossi undir stjóm Sigurveigar
Hjaltested. Frú Emma Kolbeins úr
Grímsnesinu flutti frumort ljóð.
Séra Heimir Steinsson flutti kvæð-
ið um Svein Dúfu. Stefán Jasonar-
son sagði frá huldukonum í Ber-
serkjahrauni á Snæfellsnesi. Val-
garð Runólfsson sagði skemmtilega
frá samtíðarskáldum sínum í
Hveragerði. Hlín Pétursdóttir frá
Eyrarbakka söng lög eftir Pál
ísólfsson og Guðrún Guðfmnsdótt-
ir, Stokkseyri, söng lög eftir Maríu
Markan. Þrjú börn úr Þorlákshöfn
önnuðust hljóðfæraleik undir
stjórn Roberts Darling.
Að lokum var stiginn dans. Haf-
steinn Þorvaldsson stjórnaði en
fyrir dansi léku Gísli Brynjólfsson
og Theódór Kristjánsson frá
Hveragerði af miklu fjöri. Þessi
stóri hópur úr Árnessýslu bókstaf-
lega yngdist upp við að vera þama
um daginn og fram undir kvöld-
mat.
Nemendagarðar á Hólastað
Þórhallur Asmundsson, DV, Sauöárkróki:
Stefnt er að því að á næstu árum
rísi nokkrar íbúðir í svokölluðum
nemendagörðum Hólaskóla hér í
Hjaltadal í Skagafirði. í skólaslita-
ræöu Jóns Björnssonar skólastjóra
kom fram að það hefði háð starfsemi
skólans að ekki hefur verið hægt að
veita fjölskyldufólki aðgang vegna
húsnæöisskorts á Hólastað.
Nemendagarðar Hólaskóla vom
stofnaðir nú í vor og að þeim standa
bændaskólinn, nemendafélag skól-
ans og starfsmannafélag Hólastaðar.
Skipulagsskrá félagsins, sem hefur
að markmiði byggingu og rekstur
leiguíbúða fyrir nemendur bænda-
skólans, hefur verið samþykkt af
ráðuneytum dómsmála, landbúnaö-
ar og félagsmála. Vonir standa til að
fyrstu tvær íbúðirnar verði teknar í
notkun strax næsta haust en í bygg-
ingu em tvær litlar íbúðir í parhúsi
á Hólastað.
ur hf. bauð 34.663 og 34.036 milljónir
króna. Næstlægstur var Guðmundur
Hjaltason með 35.750 og 36.302 millj-
Ónir. Hæsta tilboðiö var frá hmmnr
aðilum á Blönduósi, sem buðu 50.212
og 51.031 milljónir í verkin.
Verið er að yfirfara tilboðin. Húsið
skal vera fokhelt og frágangi þess
lokið að utan í október í haust. Alhr
hreppar V-Húnavatnssýslu standa
að framkvæmdinni að Hvamms-
tangahreppi undanskildum.
Hagstæðu flugferóirnar okkar til
London og Kaupmannahafnar
njóta gífurlegra vinsælda
- þegar meira en 5000 bókanir.
Dagflug alla miðvikudaga frá 1. maí til 25. sept. Til Kaupmannahafnar
árdegis (kl .08:00). Til London síðdegis fkl. 16:00).
Fullbókað er í margar ferðir og fá sæti laus í flestar hinna.
BROTTFARARDAGAR:
1.-8. MAÍ-25. SEPT
VERÐ:
1 VIKAKR. 14.700
2 VIKURKR. 15.800
3 VIKURKR. 16.900
MAÍ 15.22. 29.
JÚNÍ5.12.19.26. VERÐ:
JÚLÍ3.10.17. 24.31. 1 VIKAKR. 16.900
ÁGÚST 7.14.21.28 2 VIKUR KR. 17.700
SEPT.4.11.18. 3 VIKURKR. 18.800
KR. 15,800
BROTTFARARDAGAR:
1.-8. MAÍ, 5. JÚNÍ,
25. SEPT.
VERÐ:
1 VIKAKR. 15.800
2 VIKURKR. 16.900
3 VIKURKR. 17.700
MAÍ 15.22. 29.
JÚNÍ12.19. 26.
JÚLÍ3.10.17. 24.31.
ÁGÚST 7.14.21.28.
SEPT. 4.11.18.
VERÐ:
1 VIKAKR. 17.400
2 VIKURKR. 17.900
3VIKUR KR. 18.900
egna stórsamninga okkar við hótel, sumarhús og bílaleigur
njóta farþegar okkar ótrúlega hagstæðra samningsverða.
f
2
*
8
Frá brottför fyrsta hópflugs sumarsins til Kaupmannahafnar. Guðbjörg Árnadóttir
flugfreyja Atlantsflugs býður farþega velkomna um borð. Fólk á biðlista mætti
með ferðatöskur á Keflavíkurflugvöll í von um að einhverjir farþegar tilkynntu
forföll á síðustu stundu.
íslensk, dönsk og bresk flugmálayfirvöld hafa vegna hagsmuna almennings veitt
okkur leyfi fyrir þessum ódyru flugferðum í fimm mánuoi frá 1. maí. Sannkölluð
kjarabót á tímum þjóðarsáttar og frjálsari- viðskipta í samgöngum Evrópuþjóða.
— fi i inFERQiR
=SOLRRFLUC
Vesturgata 12, Símar 620066, 22100 og 15331
Ath. Úll vcrð cru staðgrclðsluvcrð mlðað við gcngi 1. fcbr. 91. Flugvallagjald og forfallatrygging ekki innifalin.