Dagblaðið Vísir - DV - 21.05.1991, Page 26
&
ÞRIÐJUDAGUR 21. .\1AÍ 1991.
LífsstíU DV
Verðlag á nauðsynjavörum í Bandaríkjimum og á f slandi:
Allt að sexfaldur
FLOTEFNI
Aðeins kr. 1,660.-
25 kg.
cg> ALFABORG i
Byggingarmarkaður
Knarrarvogi 4 - Sími 686755
! 5SS®
i
IIDSŒKl
JAPAN
VIDEOTÖKUVÉLAR
3 LUX
ÞRAÐLAUS
FJARSTÝRING
Dagsetning
Klukka * Titiltextun
3 LUX MEÐ ÞRÁÐLAUSRl FJARSTÝRINGU SEM
GEFUR ÞÉR MÖGULEIKA Á AÐ AFSPILA BEINT
VIÐ SJÓNVARPSTÆKIÐ ÞITT. MEÐ ALLRA BESTU
MYNDGÆÐUM. - 3 LUX ÞVÐA ALLRA BESTU
UÓSNÆMNI A MYNDBANDSVÉLUM A MARK-
AÐNUM I DAG. ÞAÐ ER EKKI BARA NÓG AÐ
TALA UM LINSUOPSTÆRÐ, HELDUR VERÐUR
UÓSKUBBURINN AÐ VERA ÞETTA NÆMUR. -
MACRO LINSA 8xZOOM - SJÁLFVIRKUR
FOCUS - MYNDLEITUN I BÁÐAR ÁTTIR -
SJALFVIRK UÓSSTÝRING - VINDHUÓÐNEMI
- FADER - RAFHLAÐA/HLEÐSLUTÆKI/MILLI-
STYKKI o.Il. - VEGUR AÐEINS l.l KG.
SÉRTILBOÐ KR. 69.950,- stgr.
Rétt verð KR. 90.400.- stgr.
QB Afborgunarskilmálar [g]
VÖNDUÐ VERSLUN
hmöiaco
FÁKAFEN 11 — SlMI 688005 I
munur á verði
- svipað verð á einstaka vöruflokkum
Flestir eru sammála um að verðlag
á nauðsynjavörum sé hátt hér á landi
og telja allt of mikinn hluta teknanna
fara í kaup á þeim. Margir vilja
meina að verðlag sé jafnvel mörgum
sinnum lægra í öðrum löndum og
framfærslukostnaður því miklu
lægri.
Neytendasíðunni bárust upplýs-
ingar um verðlag í smáþorpi í Illino-
isfylki í Bandaríkjunum. Verð voru
kannað í hverfaverslun af venjulegri
stærð á ellefu vöruflokkum. Sé þetta
verð borið saman við verðlag í ís-
lenskum stórmarkaði, Hagkaup í
þessu tilfelli, og hverfaversluninni
Nóatúni 17 kemur margt athyglisvert
í ljós. Flestum finnst verðlag lágt í
Bandaríkjunum á nauðsynjavörum.
En hversu miklu munar á einstökum
vörum? Verðkönnun DV og saman-
burður við Bandaríkin ætti að gefa
einhverja mynd af því.
í sumum tilfellum er verðmunur-
inn gífurlegur og verð mun lægra í
Bandarikjunum. í öðrum tilfellum
er nánast sama verð en í einstaka
tilfellum er íslenska verðið lægra.
Greinilegt er af samanburðinum að
framfærslukostnaðurinn viö kaup á
nauðsynjavörum er miklu minni í
Bandaríkjunum en á íslandi.
Samanburðinn má sjá á töflunni
hér til hliðar. Athygh vekur að gríð-
arlegur munur er á verði á einstök-
um vörum. Verð á svínalæri er hátt
í þrisvar sinnum hærra hér á landi
en í Bandaríkjunum. Kílóverð á ít-
ölskum smábrauðum er 4-6 sinnum
hærra hér á landi. Sambærilegur
munur er á verði á paprikukryddi.
Útreiknað kílóverð er 4-5 sinnum
lægra í Bandaríkjunum. Sömu sögu
er að segja af verði á sætum kartöfl-
um.
Á öðrum vöruflokkum munar
minna. Mjólk er á helmingi lægra
Neytendur
verði í Bandaríkjunum og heldur
meira munar á verði á osti í sneiðum.
Greipsafi, vinber og greipávöxtur
eru á nokkuð lægra verði vestanhafs
en það kemur á óvart að hreinn app-
elsínusafi er á lægra verði hér á landi
en í Bandaríkjunum.
Ef tölurnar eru lagðar saman fyrir
ísland og Bandaríkin kemur í ljós að
verðið á öllum ellefu vöruliðum í
Hagkaup og Nóatúni er um og yfir 5
þúsund krónum. Sömu vöruliðir
kosta hins vegar rétt rúmar 1900
krónur í Bandaríkjunum. Þessi sam-
anburður er þó ekki með öllu raun-
hæfur þar sem meðal annars er mið-
að við kílóverð á paprikukryddi.
Mjög fáir kaupa svo mikið í einu. Þar
munar heilum 13-1500 krónum á
verði. Eftir stendur þó að greinilegt
er að verðlag er snöggtum lægra á
flestum nauðsynjavörum í Banda-
ríkjunum heldur en hér á landi.
ÍS
Vöruteqund VgrsluníUSA Haqkaup Nóatún17
Mjólk, 11 42 67 67
Ostur í sneiðum 17%, 1 kg 496 799 799
Appelsínusafi, 11 103 79 99
Greipsafi, 11 64 115 99
Vínber, 1 kg 200 299 260
Greip, 1 kg 106 115 99
Svínalæri, 1 kg 214 567 579
Sætar kartöflur, 1 kg 93 499 -
ítölsk smábrauð, 1 kg 120 512 688
Gróðurmold, 6 kg 64 139 132
Paprikukrydd, 1 kg 402 1960 1735
Það kemur nokkuð á óvart að verð á hreinum appelsínusafa var lægra hér
á landi en I Bandaríkjunum.
Af hverjum bústað eru greiddar 5 til 12 þúsund krónur í fasteignagjöld, allt eftir stærð og aldri bústaðanna.
DV-mynd e.j.
Sumarbústaðaeigendur:
Óánægðir með þjónustu sveitarfélaganna
„Það hafa veriö stofnuð félög sum-
arbústaðaeigenda sums staðar á
landinu. Það sem menn eru nú að
velta fyrir sér er að stofna ein heild-
arsamtök sem myndu beita sér fyrir
réttindamálum fólks sem á sumarbú-
staði vítt og breitt um landið,“ segir
Trausti Tómasson, sumarbústaða-
eigandi í Rangárvallasýslu.
Sumarbústaðaeigendur segjast
greiða fasteignagjöld af eignum sín-
um til viðkomandi sveitarfélaga án
þess að fá nokkra þjónustu í staðinn.
„Við borgum til þeirra beint en fáum
ekkert til baka,“ segir Trausti.
Nefna þeir sem dæmi að sveitarfé-
lög sjái ekki um sorphirðu né að
snjór sé hreinsaður af vegarslóðum
til þeirra á vetrum.
„Ég á 40 fermetra bústað og af hon-
um greiði ég um 10 þúsund krónur í
fasteignagjöld á ári. í þeim hreppum,
þar sem bústaðir eru margir, er þetta
mikil tekjulind.
Sumarbústaðaeigendur verða
sjálfir að leggja vegi að bústööum
sínum og vatnslagnir og ef þeir vilja
taka inn rafmagn kostar það hundr-
uði þúsunda króna. Það er þó ekki
þetta sem við erum helst aö kvarta
yfir heldur það aö okkur finnst við
eiga rétt á þjónustu frá sveitarfélög-
unum í samræmi við þau gjöld sem
við greiðum til þeirra. Þetta er víst
löglegt en það er hálfsiðlaust," segir
Trausti.
„Við veitum sumarbústaðaeigend-
um ýmsa þjónustu. Hreppurinn er
til dæmis með á sínum snærum
ruslagáma sem dreift er meöfram
vegum í sveitinni og í þá getur fólk
hent rusli sem við sjáum svo um að
hirða,“ segir Þórir Þorgeisson, odd-
viti í Laugardalshreppi.
„Við sjáum einnig um brunavarnir
fyrir sumarbústaðaeigendur þvi að
ef svo illa fer að kviknar í einhverj-
um bústað fórum við og slökkvum í
honum.
Hreppurinn hefur ekki ýkja miklar
tekjur af fasteignagjöldum. í fyrra
námu heildartekjurnar af þeim 5
milljónum króna. Inni í þeirri tölu
eru greiðslur af öllum fasteignum í
hreppnum," segir Þórir.
„Við sjáum sumarbústaðaeigend-
um fyrir brunavörnum en greiðum
þar af leiðandi um 1200 þúsund krón-
ur á ári til brunavarna Árnessýslu.
Upphæðin er aö stórum hluta komin
til vegna þess hversu margir sumar-
bústaðir eru í hreppnum.
Á þremur árum höfum við komið
upp 7 sorpgámum vítt og breitt um
sveitina og kostaði það um 700 þús-
und krónur.
Annar kostnaður hjá sveitarfélag-
inu vegna sumarbústaðaeigenda er
sundlaugin við Ljósafoss. Hún er
rekin með tapi en viö höldum henni
opinni fyrir þetta fólk.
Auk þess má nefna að við höfum
friðað þriðjunginn af öllu sumarbú-
staðalandi sveitarinnar fyrir sauðfé.
Ennfremur höfum við aðeins hjálpað
til viö snjómokstur," segir Böðvar
Pálsson, oddviti í Grímsneshreppi.
í hreppnum eru 1.043 sumarbú-
staðir á skrá og nú eru 200 til 300 í
byggingu. Af hverjum bústað eru
greiddar 5 til 12 þúsund krónur í fast-
eignagjöld en verðið ræðst af stærð
og aldri bústaðanna eins og annars
staðar.
Hreppurinn er einn sá tekjuhæsti
á landinu með um 105 þúsund krónur
á hvern íbúa. „Á móti kemur að við
þurfum að borga í Jöfnunarsjóð
sveitarfélaganna en þar sem tekjur
hreppsins eru svo miklar erum við
svipt öllum styrkjum úr sjóðnum.
Við borgum í hann en fáum ekkert
til baka,“ segir Böðvar.
„Við viljum fyrir hvern mun hafa
gott samstarf við það fólk sem á bú-
staði hér og reynum því að koma á
móts við þarfir þess eftir því sem við
getum."
-J.Mar