Dagblaðið Vísir - DV - 21.05.1991, Síða 44
F R ÉTTASKOTIÐ
fiO • OC • OK
Hafir þú ábendingu eða vitneskju um Fyrir besta fréttaskotið í hverri viku
frétt, hringdu þá í síma 62-25-25. Fyrir greiðast 5.000 krónur. Fullrar nafn-
hvert fréttaskot, sem birtist eða er notað leyndar er gætt. Við tökum við frétta-
í DV, greiðast 2.000 krónur. skotum allan sólarhringinn.
Ritstjórn - Auglýsingar - Áskrift - Dreifing; Sími 27022
Viðræður launþega og vinnuveitenda héldu áfram í morgun:
Litlar líkur a
samkomulagi
„Um það er ekki deilt að við- nú enda væri kveðið á um það í Skal þeirri endurskoðun vera lokið
skiptakjarabati upp á einhver pró- samningunum að þetta væri sam- fyrir 20. maí“.
sent hefur átt sér stað. Eigi hins komulagsatriði. „Þettaerágreiningurumhvenær
vegar að vera möguleiki að fram- í þeirri bókun sem samið var um og hve mikið eigi að greiða vegna
lengja stööugleika samninga í við endurskoðun þjóðarsáttar- viðskiptakjarabatans. Það er okkar
liaust þegar þjóðarsáttarsamning- samninganna 24. nóvember síðast- skoðun að það séu þessi 2,5%. Það
arnir renna út þýðir ekki að taka liöinn og viðræðurnar nú byggja á verður hjakkað í því i dag. Þaö er
þetta allt út núna. Ef svo væri gert segir: ómögulegt að segja hver verður
verður ekkert eftir í haust Við „Vegna þeirrar sérstöku óvissu niðurstaða fundarins en það er
værum að ávísa fyrirfram á það um þróun viðskiptakjara sem leitt fundaö meðan von er. Við vísum í
efnahagslega svigrúm sem er til hefur af olíuverðshækkunum eru kjarasamninginn sem segir að taka
samninga í haust. Mér er til efs að aðilar sammála um að taka við- eigi tillit til viðskiptakjara. Menn
nokkur myndi þá samþykkja skiptakjörin til sérstakrar skoðun- gerðu þennan kjarasamning í
samninga upp á kannski eítt til tvö ar í febrúar og í maimánuði. Hafi trausti þess að menn sýndu ekki
prósent, en þannig yrði staöan ef þau þá batnað meö marktækum óbi]girniþegartilkastannakæmi,“
efnahagskjarabatinn yrði allur hætti umfram forsendur samning- sagði Karl Steinar Guðnason í
greiddur út nú,“ sagði Þórarinn anna munu aðilar í sameiningu morgun.
V. Þórarinsson, framkvæmdastjóri taka afstöðu til þess á hvern veg í morgun funduöu launanefndir
Vinnuveitendasambandsins, í launafólki verði bættur sá við- BSRB og ASÍ í húsakynnum Al-
morgun. skiptakjarabati sem verða kann þýðusambandsins. Sanmingafund-
Hann sagðist ekki eiga von á umfram forsendur samninganna á ur fulltrúa ASÍ og VSÍ átti að hefj-
neinum átökum vegna þessa máls síðari hluta samningstímabilsins. astklukkanll. -S.dór/pj
ÞRIÐJUDAGUR 21. MAÍ 1991.
Björgunarafrek 1 sundlauginni á Akureyri:
Hættur að anda
ogorðinnblár
CJylfi Kristjánsson, DV, Akureyri:
„Ég er í björgunarsveit hér á Akur-
eyri, í deild sem sérhæfir sig í björg-
un á sjó, og því vissi ég hvernig átti
að bregðast við,“ segir tvítugur Ak-
ureyringur, Jóhann Jónsson, en
snarræði hans og kunnátta er talin
öðru fremur hafa orðið til að bjarga
karlinanni frá drukknun í sundlaug-
inni á Akureyri á laugardag.
Þorsteinn Þorsteinsson sundlaug-
arvörður segir að þegar uppgötvaðist
að maður lá líflaus við botn laugar-
innar hafi starfsmaður þar stungið
sér eftir manninum og komið með
hann að bakkanum. Þegar maðurinn
var dreginn upp á bakkann kom Jó-
hann þar að en hann var gestur í
lauginni. Jóhann tók strax til við að
blása lífi í manninn sem sýndi fljót-
lega lífsmark. „Maðurinn var með-
vitundarlaus, hættur að anda og orð-
inn blár en hann kom fljótt til, púls
fannst strax eftir um það bil mínútu
og svo fór hann að anda,“ segir Jó-
hann.
Sjúkrabifreið kom mjög fljótt á
vettvang enda vegalengdir ekki mikl-
ar. Farið var með manninn á sjúkra-
húsið þar sem hann kom til meðvit-
undar síðar um daginn. í morgun
fengust þær upplýsingar á gjör-
gæsludeild sjúkrahússins að maður-
inn, sem er Reykvíkingur á fimm-
tugsaldri, væri úr lífshættu og hon-
um hði vel eftir atvikum.
Tveir settir í varðhald
„Það eina sem ég get sagt er að á
fóstudag og laugardag voru úrskurð-
aðir í varðhald tveir karlmenn til 19.
júní vegna gruns um innflutning á
miklu af hassi,“ sagði Björn Hall-
dórsson, yfirmaður Fíkniefnadeild-
ar, í samtali við DV. Björn vildi ekki
segja hve mikið magnið væri en sagði
að mennirnir hefðu ekki komið áður
við sögu hjá Fíkniefnadeildinni. -pj
Robert De Niro kom hér við hér á hvítasunnudag:
„Hvar eru
rauðu ljósin?“
Leikarinn heimsfrægi Robert De
Niro millilenti einkaþotu sinni um
klukkan ellefu á hvítasunnudag á
Keflavíkurflugvelli á leið sinni frá
kvikmyndahátíðinni í Cannes. Hann
tók leigubifreið fyrir sig og fylgdarlið
sitt og skrapp til Reykjavíkur.
Leiðin lá fyrst á Hótel Holt og þar
fékk De Niro sér humarsúpu og önd
með appelsínusósu. Hann fékk sér
franskt hvítvín, Chablis Grand Cru,
með matnum og dreypti á staupi af
Svarta dauða. í eftirrétt valdi hann
sér kökur af kökuvagninum.
Matreiðslumennirnir Guðmundur
Guðmundsson og Eiríkur Ingi Frið-
geirsson sáu um matseldina og fengu
mikið hrós fyrir hjá leikaranum sem
tók með sér í nesti eina súkkulaðit-
ertu og humar í skel sem hann ætl-
aði að narta í á leiðinni til New York.
Þjónarnir fengu 100 dali í þjórfé og
næst lá leiðin í stutta kynnisferð um
Reykjavík. Fyrst var Leifsstyttan
skoðuð og síðan ekið niður Lauga-
veginn. Þegar Robert De Niro var
_m..m_
LOKI
Rauða Ijósið heillar þá
fleiri en Ólaf Ragnar!
sagt að Laugavegurinn væri aðal-
verslunargata borgarinnar varð
honum að orði: „Hvar eru rauðu ljós-
in?“. Hann varð hissa þegar honum
var sagt aö hér sæjust engin merki
um starfsemi vændiskvenna.
Eftir stutta skoðunarferð um bæ-
inn var haldið beint upp á Keflavík-
urflugvöll. Robert De Niro og fylgd-
arlið ætluðu að bregða sér í Bláa lón-
ið en ekkert varð úr því þar sem
hann eyddi meiri tíma í Reykjavík
en upphaflega var ráðgert. Á leiðinni
til baka á Reykjanesbrautinni spurði
hann leigubílstjórann hvort hann
væri ekki til í að aka greiðar. „Ég
vil aka hratt,“ sagði De Niro.
í viðtali við blaðamann DV kom
fram að De Niro þekkir vel til Jonna
(Sigurjóns Sighvatssonar) og
Propaganda Films. Hann sagðist hins
vegar ekki hafa haft hugmynd um
að Jonni væri íslendingur. De Niro
hélt af landi brott ásamt fylgdarliði
sínu um klukkan 16.
ÍS/Ægir Már
Veðriðámorgun:
Skúrir vest-
anlands en
bjartfyrir
austan
Á morgun lítur út fyrir hæga
vestan- og suðvestanátt á
landinu. Skúrir verða um landið
vestanvert en bjart veður að
mestu austan til. Hiti á bilinu 4-8
stig á sunnanverðu landinu en
8-12 stig norðaustanlands.
Robert De Niro var mjög ánægður með stutta dvöl sína hér á íslandi en myndin var tekin i Flugstöð Leifs Eiríks-
sonar er leikarinn hélt af landi brott. DV-mynd Ægir Már