Dagblaðið Vísir - DV - 24.05.1991, Síða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 24.05.1991, Síða 2
Fréttir FÖSTUDAGUR 24. MAÍ 1991. DV Skoðánakönnun DV um fylgi flokkanna: Alþýðubandalagið tekur mikið af krataf ylginu Stjómarandstaðan hefur sótt í sig veðriö samkvæmt skoðanakönnun, sem DV gerði í gær- og fyrrakvöld. Einkum er áberandi hvemig Alþýðu- bandalagið hefur unnið mikið fylgi á kostnað Alþýðuflokksins. Fram- sóknarflokkurinn hefur einnig unn- ið á. Skekkjufrávik í könnuninni eru 3-4 prósentustig hjá flokkunum. Úr- takið var 600 manns og var jafnt skipt milli kynja og jafnt milli höfuðborg- arsvæðisins og landsbyggðarinnar. Spurt var: Hvaða lista mundir þú kjósa ef þingkosningar fæm fram nú? Af öllu úrtakinu sögðust 7 prósent mundu kjósa Alþýðuflokkinn. Fram-. sókn sögðust 15,7 prósent úrtaksins mundu kjósa. Sjálfstæðisflokkurinn fær 28,7 prósent úrtaksins. Frjáls- lynda nefna 0,2 prósent. Alþýðu- bandalagið hlýtur 13,3 prósent af úrtakinu. Öfgasinnaöa jafnaöar- menn nefna 0,2 prósent. Kvennalist- inn fær 6 prósent. 0,3 prósent nefna Grænt framboð og 0,3 prósent Þ-lista, llmmælifólks íkönnuninni „Ég var bölvað íhald þegar ég var yngri en svo vitkaðist ég og gerðist róttæk. Síöan þá hef ég alltaf kosið Framsóknarflokkinn. Það er ég viss um að þessir gaur- ar, sem nú stjóma landinu, myndu ekki hika við að seþa landið andskotanum ef þeir teldu sig græða á því. Ég bið til almætt- isins að þeir fari frá sera fyrst," sagði eldri kona á Norðurlandi vestra. „Ég myndi kjósa Alþýðu- flokkinn. Þeir sem þar ráða ríkj- um horfa til framtíðar,“ sagði ungur maður f ReyKjavík. Karl í Reykjavik kvaðst aldrei aftur ætla að kjósa Sjálfstæöisflokkinn: „Þeir vita ekki hvaö þeir em aö gera fólkinu í landinu með því að hækka vextina," sagði hann. „Ég treysti því að Alþýðubanda- iagiö hagi sér af ábyrgð í stjómar- andstööunni. Geri flokkurinn það mun ég styðja hann meö ráðum og dáöum," sagöi kona á Akur- eyri. „Þessir flokkar virðast allir hafa það aö markmiði aö aflífa . bændur. Ég veit svo sannarlega ekki hvað ég á að gera,“ sagði bóndi á Suðurlandi. -kaa Hún er fallvölt gæfan í pólitíkinni. Nú rétt ríflega mánuði eftir síðustu alþing- iskosningar leiðir skoðanakönnun DV í Ijós fylgishrun hjá Alþýðuflokki. Þrátt fyrir lítilsháttar fylgisaukningu hjá Sjálfstæðisflokki dugar það ekki ríkisstjórnarflokkunum til meirihlutafylgis hjá kjósendum. Stjórnarandstöðu- flokkarnir, þó einkum Alþýðubandalagið, auka hins vegar fylgi sitt. DV-mynd GVA Þjóðarflokksins og Flokks mannsins. prósent vilja ekki svara. 25,8 prósent eru óákveðnir, og 2,5 Þetta þýðir að af þeim sem taka Fylgi þingflokkanna — miðað við þá sem tóku afstöðu í könnuninni — Alþýflu- Framsóknar- Sjílfstæðls- Frjálslyndir Alþýflu- Kvennalisti flokkur flokkur flokkur bandalag afstöðu nefna 9,8 prósent Alþýðu- flokkinn, sem er tap upp á 5,7 pró- sentustig frá kosningunum. 21,9 pró- sent segjast mundu kjósa Framsókn- arflokkinn, sem er aukning um 3 prósentustig frá kosningunum. Sjálf- stæðisflokkurinn fær 40 prósent, sem er aukning um lítil 1,4 prósentustig. Fijálslyndir hljóta 0,2 prósent, sem er minnkun um eitt prósentustig. Alþýðubandalagið hlýtur 18,6 pró- sent, mikla aukningu, upp á 4,2 pró- sentustig. Öfgasinnaðir jafnaðar- menn hljóta 0,2 prósent, höfðu 0,3 prósent í kosningunum. Kvennalist- inn fær nú 8,4 prósent, sem er aukn- ing um 0,1 prósentustig frá kosning- unum. Grænt framboð fær 0,3 pró- sent, sama og í kosningunum, og Þ- listinn fær 0,3 prósent, sem er minnk- un um 1,5 prósentustig. Ef þingsætunum 63 er skipt í beinu hlutfalli við fylgi samkvæmt þessari könnun, fengi Alþýöuflokkurinn 6 og tapaði 4. Framsókn hlyti 14, ynni einn. Sjálfstæðisflokkurinn fengi 26 sem fyrr. Alþýðubandalagið fengi 12 í staö 9. Kvennalistinn fengi 5 sem fyrr. -HH Niðurstöður skoðanakönnunarinnar urðu þessar (í %): Alþýðuflokkur 7,0 Framsóknarf lokku r 15,7 Sjálfstæðisflokkur 28,7 Frjálslyndir 0,2 Alþýðubandalag 13,3 Öfgas.jafnaðarmenn 0,2 Kvennalisti 6,0 Græntframboð 0,3 Nisti 0,3 Óákveðnir 25,8 Svaraekki 2,5 Ef aðeins eru teknir þeir sem tóku afstöðu eru niðurstöðurnar þessar (í %): kosn. nú Alþýðuflokkur 15,5 9,8 Framsóknarflokkur 18,9 21,9 Sjálfstæðisflokkur 38,6 40,0 Fijálslyndir 1,2 0,2 Alþýóubandalag 14,4 18,6 Öfgasinnaðir jafnaðarmenn 0,3 0,2 Kvennalisti 8,3 8,4 Græntframboð 0.3 0,3 Þjóðfl.-R.manns. 1,8 0,3 Ef þingsætum er skipt i réttu hlutfalli við úrslit skoðanakönnunarinnar verða niðurstöður þessar: kosn. nú Alþýðuflokkur 10 6 Framsóknarflokkur 13 14 Sjálfstæðisflokkur - 26 26 Alþýðubandalag 9 12 Kvennalisti 5 5 Formaður EFTA í Vín um fjárfestingar útlendinga: Fyrirvari Islands staðfestur - Jón Baldvin vísar á bug fréttum um tvíhliða viðræður um sjávarútvegsmál íslendinga Á ráðherrafundi EFTA í gær lýsti Wolfgang Schussel, formaður EFTA, því yfir að þaö væri sameiginlegur skilningur hans og forseta EB að fyr- irvari Islendinga gegn fjárfestingum erlendra aðila í íslenskum sjávarút- vegi væri varanlegur. Þetta rök- studdi hann á þann veg að engin andmæli hefðu komið fram gegn fyr- irvaranum þegar Jón Baldvin Hannibalsson lýsti honum á samn- ingafundi EB og EFTA í Brussel þann 13. maí síðastliðinn. Því væri það skilningur beggja aöila að fyrir- varinn væri samþykktur. Að sögn Jóns Baldvins eru þetta mestu tíðindin fram til þessa af fundi utanríkisráðherra EFTA-landanna sem fram fer í Vín. Hann segir EB hafa verið ófáanlegt fram til þessa að staðfesta þennan fyrirvara. „Viðræðurnar hafa gengið dável fram til þessa. Hins vegar hefur kom- ið í ljós að það eru ýmsar tröllasögur í gangi um að þær séu að fara út um þúfur. Því fer þó fjarri og ef eitthvað er þá ríkir nú aukin bjartsýni á að þetta takist.“ Jón Baldvin vísar alfariö á bug þeim sögusögnum að Norömenn og jafnvel Islendingar hafi ákveðiö að hefla tvíhliöa viðræöur viö EB um sjávarútvegsmál. Hið rétta væri að á mánudaginn hæfust viöræður milli EFTA og framkvæmdastiómar EB þar með aðalsamningamönnum ís- lands og Noregs. „Hitt er þó ljóst,“ segir Jón Baldvin, „að í næstu viku hefja Norðmenn sínar árlegu tvíhliða viðræður við EB um endurskoðun á þeim rammasamningi sem þeir hafa haft við bandalagiö allt frá 1985. Þær viðræður eiga ekkert skylt við EES- viðræðumar.“ Aö sögn Jóns Baldvins hefur ekk- ert EFTA-ríki enn sem komið er hafnað þátttöku í þeim sjóði sem fyr- irhugað er aö stofna tU að styrkja fátækari lönd EB. Hins vegar hafi Finnar lýst því yfir að þeir ættu í erfiðleikum með aö borga mikið í þennan sjóð þar sem þeir hafi tapað um 12 prósentum af utanríkisvið- skiptum sínum í kjölfar þess efna- hagslega hrans sem átt hefur sér stað í Sovétríkjunum. Aðspurður segist Jón Baldvin telja minni líkur en áður á að Sviss dragi sig út úr viöræðunum um EES. Hins vegar séu ýmis teikn á lofti sem bendi til að þeir muni fyrr en seinna sækja formlega um aðild að EB. Þetta seg- ist hann meöal annars hafa merkt af ræðu Jean-Pascal Delamuraz, ut- anríkisráðherra Sviss, á ráðherra- fundinum. Jón Baldvin segist ekki geta útilok- að að ísland kunni að hætta þátttöku í viðræðunum um EES. Það muni alfarið ráðast af því hvort kröfu EB um aögang að auðlindum verði hafn- að eða ekki. „Afstaða íslands er skýr í þessu máli og hana þekkja allir. Það ætti að koma í ljós síðar í næsta mánuði hvort af þátttöku okkar verður," seg- ir Jón Baldvin. -kaa

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.