Dagblaðið Vísir - DV - 24.05.1991, Qupperneq 3
FÖSTliJD&GlfR;24'. iM'AÍj 1991.[
3S
I>V
Fréttir
Skall í bakkann og rotaðist
- segir Sigtryggur Jónsson sem bjargað var frá drukknun 1 sundlauginni á Akureyri
Gylfi Kristjánsson, DV, Akureyii:
„Ég tel mig alveg vita hvað þarna
gerðist þar til ég skall með höfuðið í
laugarbakkann en síðan vissi ég ekki
Sigtryggur Jónsson á gjörgæslu-
deild Fjórðungssjúkrahússins á Ak-
ureyri í gær. DV-mynd gk
Ránmorðið:
fyrir að eyða
ránsfé
Sambýliskonur þeirra Guð-
mundar Helga Svavarssonar og
Snorra Snorrasonar, sem dæmd-
ir hafa verið fyrir að ræna bens-
instöð Esso við Stóragerði og
bana Þorsteini Guðnasyni bens-
ínafgreiðslumanni að morgni 24.
apríl í fyrra, voru dæmdar í 4 og
6 mánaða skilorösbundið fangelsi
i sakadóml
Sambýliskonurnar voru
ákærðar fyrir hylmingu og fyrir
að hafa tekiö þátt í að eyða ráns-
fénu sama dag og næstu daga á
eftir. Önnur sambýliskvennanna
neitaði i upphafi allri vitneskju
um atburðínn í Stóragerði en við-
urkenndi síðar fyrir dómi að hafa
vitað af fyrirætlunum Guðmund-
ar Helga og Snorra um að ræna
bensínstööina. Viðurkenndi hún
að hún og meöákærða hefðu tekiö
þátt í að eyöa því fé sem Guö-
mundur Helgi og Snorri rændu
umræddan morgun, þrátt fyrir
að heirni hafi þá verið ljóst að
þeir hefðu banað afgreiðslu-
manninum. Þau fiögur hefðu öll
farið saman út þennan sama dag,
keypt sér föt í verslun í bænum
og síðan haldið í Kringluna, stein-
snar frá bensínstöðinni, þar sem
keyptur var meiri fatnaöur. Síð-
an borðuöu þau saman á veit-
ingastaö í Kringlunni.
Hin sambýliskonan vissi ekki
af fyrirætlunum Guðmundar
Helga og Snorra en tók þátt í aö
eyða ránsfénu þá vitandi hvaö
hafði gerst umræddan morgun.
Ingibjörg Benediktsdóttir saka-
dómari kvað upp dóminn. -hlh
RAUTT LJOS
RAUTT UÓS/
IFERÐAR
af mér fyrr en ég vaknaði hér á
sjúkrahúsinu á mánudaginn," segir
Sigtryggur Jónsson, Reykvíkingur á
fertugsaldri sem bjargaö var frá
drukknun í sundlauginni á Akureyri
síðastliðinn laugardag.
„Ég fer ávallt í heitan pott áður en
ég fer í sund til að mýkja vöðva og
hita mig upp,“ sagði Sigtryggur í
samtali við DV í gær. „í þessu tilfelli
áttaði ég mig ekki á því að sundlaug-
in hér á Akureyri snýr öfugt miðað
viö það sem laugar gera yfirleitt. Ég
taldi mig vera að fara niður í grynnri
enda laugarinnar og hef ávallt þann
háttinn á aö ég stekk út í laugina,
held hendinni í bakkann, fóta mig
og spyrni mér síðan frá bakkanum.
Þetta ætlaði ég að gera en þar sem
ég var í dýpri enda laugarinnar fót-
aði ég mig ekki, rak höfuöið í laugar-
bakkann og rotaðist. Þetta er það síð-
asta sem ég man og svo vissi ég ekki
af mér fyrr en um tveimur sólar-
hringum síöar.
Ég tel að þrjú atriði hafi ráðið
mestu um þaö hversu vel tókst til. í
fyrsta lagi skjót og góð viðbrögð Þor-
steins Þorsteinssonar sundlaugar-
varðar og Jóhanns Jónssonar sund-
laugargests sem blés í mig hfi. I öðru
lagi mjög góð viðbrögð og umönnun
starfsfólksins á gjörgæsludeild
sjúkrahússins. Og í þriðja lagi tel ég
mig vera í mjög góðu líkamlegu formi
enda syndi ég mjög mikið. Mig langar
til þess í lokin að koma á framfæri
þakklæti til þessara aðila, þeirra Þor-
steins og Jóhanns og starfsfólksins á
gjörgæsludeild sjúkrahússins."