Dagblaðið Vísir - DV - 24.05.1991, Page 5

Dagblaðið Vísir - DV - 24.05.1991, Page 5
FÖST-UDAGUR 24. MAÍ 1991. 5 Viðskipti Mjög gott verð erlendis Síðustu daga hafa yflrmatsmenn sjávarafurða setið á fundi. Fundar- menn eru úr öllum landshlutum og á fundurinn að efla samstarf ríkismatsmanna. Þama verður rætt um fræðslumál og það sem efst er á baugi í fiskmatinu. Þeim er nokkur vandi á höndum vegna þeirra breyttu reglna sem lönd Evrópu- bandalagsins hafa sett. Mikil þörf er á því að menn kynnist því vel hvað þar er á ferðinni en fisksala hefur aukist mjög mikið til ríkja EB. Vonandi verða ekki sýndar myndir af því þegar menn standa á bílpöllum og ganga í fiskkösinni eins og gengið sé á mykjuhaug. Það gengur misjafn- lega að koma mönnum í skilning um að það eru matvæli sem þeir eru með. Bretland Síðustu daga hafa eftirtalin skip selt afla sinn í Bretlandi: Bv. Freyja seldi í Grimsby 20. mai, alls 84 tonn. Þorskur seldist á 173,64 kr. kg, ýsa á 150,38, nokkur kíló af karfa á 59,04 kr. kg, nokkur kíló af ufsa á 75,24 kr. kg, koli á 105,79 og blandað 216,25 kr. kg. Meðalverð 160,28 kr. kg. 17. maí var seldur fiskur úr gám- um, alls 1.167 tonn. Þorskur seldist á 135,00 kr. kg, ýsa 135,95, ufsi 68,42, karfi 75,79, koh 115,25, grálúöa 130,00 og blandað 92,62 kr. kg. Meðalverð var 119,98 kr. kg. Þýskaland Eftirtalin skip hafa selt afla sinn síðustu daga: Bv. Engey seldi í Bremerhaven 21. maí. Þorskin- seld- ist á 145,99 kr. kg, ýsa 198,45, ufsi 116,31, karfi 137,66, grálúða 106,18 og blandaður afli 109,45 kr. kg. Meðalverð var 118,95 kr. kg. Bv. Rán seldi ° afla sinn í Bremerhaven 22. maí, alls 172 tonn. Karfi seldist á 120 kr. kg og ufsi 100,00 kr. kg. Einnig var selt úr gámum og fékkst svipað verð fyrir þann fisk, eða um 114 kr. kg að meðaltali. Bv. Börkur seldi í Bretlandi en fyr- ir aflann fékkst mjög gott verð, eða 160 kr. kg að meðaltali. Rússneski fiskveiðiflotinn Sj ávarútvegsráðherra Sovétríkjanna gaf út tilkynningu 12. mars um að ekki yrði um greiðslur að ræða í erlendum gjaldeyri í er- lendum höfnum. Skipin yrðu að selja af afla sínum til þess að greiða fyrir veitta þjónustu. Eins og fyrr segir áttu skipin aö sjá um sig sjálf. Þann- ig þurftu þau að selja mismikið af aflanum til þess að greiða kostnaðinn. Menn urðu fljótt varir við að ef greiða þurfti háar upphæðir Kaupfélagið Hvammstanga: Hagnaður þráttfyrir gjaldþrot viðskiptavina Þórhallur Ásmuridsson, DV, Norðurl. vestra: Sjö milljóna hagnaður varð af rekstri Kaupfélags Vestur-Húnvetn- inga á Hvammstanga á síðasta ári. Er það nokkur bati frá árinu á undan en þá var útkoman rétt ofan við núll- ið. Félagið kom út með 21 milljón króna í vaxtatekjur sem sýnir betur en nokkuð annað sterka eiginfjár- stöðu og hvað skuldir eru litlar. Samt töpuðust einar 13 milljónir vegna gjaldþrota viðskiptaaðila. Gunnar V. Sigurðsson kaupfélags- stjóri segir ytri aðstæður til reksturs hafa verið mjög góðar á síðasta ári, gengisstefnu hagstæða og lækkun verðbólgunnar komið til góða. Engra róttækra breytinga væri að vænta hvað þetta ár varðaði. „Við göngum ekki með neina stórveldisdrauma, en munum reyna að hlúa að því sem fyrir er hjá okkur“, sagði Gunnar. og mikinn afla þurfti að selja gat komið fyrir að verðið lækkaði veru- lega og þótti fiskimönnum þetta afleitt. Stéttarfélag þeirra mótmælti strax þessu fyrirkomulagi en það bar ekki árangur. Eins og fyrr segir leist sjómönnum ekki á fyrirkomulagið svo þeir gripu til þess ráðs að senda nefnd til Gorba- tsjovs með áskorun um aö breyta umræddri reglugerð. Samkomulag varð um að fiskveiðiflotinn, sem stundaði veiðar á fjarlægum miðum, Fiskmarkaðurinn Ingólfur Stefánsson fengi til ráðstöfunar 40 milljónir rúblna til að greiða í erlendum höfn- um þá þjónustu sem skipin þurftu að fá og 40 milljónir rúblna til matvælakaupa og fiskveiðileyfa- kaupa innan landhelgi ríkja sem selja leyfi til veiða. Fiskveiðarnar voru settar á hsta með þremur mikilvægustu málum í landinu en þar koma á undan landbúnaður og kjarnorka. Auglýsingaskattur Álasund: Lögð hefur verið fram til- laga um að taka gjald af veiddum sem er flutningsmaður tihögunnar, er formaður útflutningsráðs. Segir hann að tillögunni hafi verið vel tek- ið og þessu fyrirkomulag verði komið á áður en hann láti af störfum. Menn eru sammála um að þetta gjald gefi 200 milljónir norskra króna ef af verður. Samtök sjómanna og fisk- fiski sem svarar 15 norskum aurum ^ /verkenda hafa samþykkt gjaldið. kílóið eða um 140 íslenskum kr. kg. " Talað er um að Jann komist á spjöld Peningana skal nota til að greiða útgerðarsögunnar fari svo að gjaldið kostnað við kynningu og auglýsingar komist á. á fiskafurðum erlendis. Jann Holst, Tom Rasmundsen, Fiskaren S^c^orecH S^CRorecH S/joKyrecH^ ^CRorecH ^J^crorech S^c^orecH^ ^CKnecH B<4c;oTecH^j^ororecH B^c^orecH ^ ^CROTeCH Hágæða tölvur - einstakt verð Dæmi um verð: 286 AT20 MHz 386 SX 16 MHz Kr. 117.800. Kr. 139.514,- Innifalið í verði: Virðisaukaskattur, Super VGA litaskjár, 40 Mb harður diskur og MS-DOS 4,01. Greiðsluskilmálar til allt að 30 mánaða Acrotech Einfaldlega betri tölvur og betra verð Balti hf., Ármúla 1, sími (91) 82555 0 0 0 0 0 ^crorecH E>3o;orecH recH E^crorech S^c^orecH S^loxnecHB^owrecH S^orerecHB^ogorecH B^ctonecH 5

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.