Dagblaðið Vísir - DV


Dagblaðið Vísir - DV - 24.05.1991, Qupperneq 11

Dagblaðið Vísir - DV - 24.05.1991, Qupperneq 11
FÖSTUDAGUR 24. MAÍ 1991. 11 Utlönd Veitingastaður í miðbæ Kópavogs "~"TT 32S Sovétrikin hafa farið fram á gifurlega fjárhagsaðstoð frá Vesturlöndum til þess að geta komið efnahag landsins á réttan kjöl. Teikning Lurie Gorbatsjov biður Bandaríkin um lán: Umbætur skilyrði fyrir láni Tilbod vikunmr Sérríbœtt krabbasúpa Nautafillet með rauðvínssveppasósu, grænmeti og bakaðri kartöflu. Kr. 1.390 Einar Logi við píanóið um helgina. Hringið, pantið og takið með heim. Veisluþjónusta Hamraborg 11 — sími 42166 \ George Bush Bandaríkjafórseti hefur geíið sterkt í skyn að forsenda þess að Bandaríkjamenn veiti Sovét- ríkjunum lán og samþykki að Gor- batsjov taki þátt i fundi iðnríkjanna sjö í sumar sé að Sovétmenn sýni. fram á áætlun um gagngerar umbæt- ur í Sovétríkjunum. „Ég er mjög spenntur að sjá hvað Primakov hefur fram að færa,“ var svar Bush þegar hann var spurður hver væru skilyrði þess að Gorbat- sjov fengi að sitja fundinn. Von er á Jevgení Primakov, helsta ráðgjafa Gorbatsjovs, til Washington í næstu viku. Sovétríkin hafa farið fram á 90 milljarða króna lán frá Bandaríkjun- um til kaupa á korni þaðan og fyrr í þessari viku fór Gorbatsjov fram á sex þúsund milljarða styrk frá Vest- urlöndum tilað rétta efnahag lands- ins við. Fyrirhugað er að halda árlegan fund sjö helstu iðnríkja heims í Lon- don í júlímánuði og hefur Gorbatsjov að þessu sinni farið fram á að fá að sitja fundinn til þess að ræða hugsan- legt samstarf Sovétríkjanna og Vest- urlanda. Háttsettir bandarískir embættis- menn segjast hika við að bjóða hon- um á fundinn þar sem þeir vita ekki hvort tilgangur hans sé eingöngu sá að koma sér á framfæri til að sækja um lán eða hvort honum er alvara með að vilja rétta efnahag Sovétríkj- annavið. Reuter z u k i S w i f t SPARNEYTINN OG ÓDÝR í REKSTRI 1 Framdrif / sídrif (4x4) 1 Beinskiptur / sjálfskiptur 1 Eyðsla frá 4 I. á 100 km. Til afgreiðslu strax. Verð frá 688.000,- kr. ^SUZUKI SUZUKIBÍLAR HF SKEIFUNNI 17 - SlMI 685100 Sovéskir hermenn ráðast til atlögu á ný: Landamæraverðir nið- urlægðir og stöðvar þeirra brenndar Vopnaðir hermenn úr sérsveitum sovéska innanríkisráðuneytisins, svokallaðar Svarthúfur eða OMON, réðust í gær á landamærastöðvar á landamærum Lettlands og Litháens og kveiktu í þeim. Alls lögðu þeir eld að níu landa- mærastöðvum en áður höföu þeir neytt landamæraverðina til að af- klæðast, barið þá og bundið síðan nakta við næstu girðingu. í sameiginlegu símskeyti, stíluðu á Sovétforseta og innanríkis- og varn- armálaráðuneyti Sovétríkjanna, for- dæmdu ríkisstjórnir beggja land- anna þennan atburð og kölluðu hann árás „ræningja." Atburðurinn er talinn geta ýft upp fyrri deilur Eystrasaltsríkjanna við Sovétstjórnina en Eistland, Lettland og Litháen hafa lengi barist fyrir því að fá sjálfstæði sitt á ný eftir að það var tekið af þeim í seinni heimsstyrj- öldinni. Gorbatsjov hefur haldið því fram að öllum fimmtán lýðveldum Sovét- ríkjanna sé frjálst að fara úr ríkja- sambandinu en setur það sem skil- yrði að það gerist í samræmi við fimm ára áætlun sovésku stjórnar- skrárinnar. Ríkisstjórnir Eystra- saltsríkjanna hafa hafnað þessu. Reuter Bretland: Horf ur ekki góðar fyrir John Major í nýlegri skoðanakönnun, sem birt var í Bretlandi í gær, kemur fram að Verkamannaflokkurinn hefur enn unnið verulega á og er nú með 44% fylgi, þremur prósentum meira en í síðasta mánuði. íhaldsflokkurinn missti hins vegar töluvert fylgi og nýtur nú einungis trausts 36% landsmanna. Ef svipuð úrslit kæmu út úr næstu þingkosn- ingum ynni Verkamannaflokkurinn öruggan sigur með a.m.k. fjörutíu og eins sætis meirihluta á þingi. íhaldsflokki Johns Major, forsætis- ráðherra landsins, hefnist fyrir slæman efnahag landsins og sívax- andi áhyggjur fólks af stefnu ríkis- stjórnarinnar í velferðarmálum. Af þeim rúmlega sextán hundruð kjös- endum, sem spurðir voru í síðustu viku, sögðu 44% þeirra aö áhyggjur af heilsugæslu í landinu og endur- bætur á henni kæmu til með að hafa áhrif á atkvæði sitt. John Major verður að boða til kosninga ekki síðar en um miðjan júlí árið 1992 og hefur hann því nóg að gera á þessum stutta tíma ef hann ætlar að ávinna sér traust fólksins á ný. Reuter verðtraKr.v^ Ó .W • Flísasýiiiiis* Ó.M. I»i1u>ai*iuiiai* steudui* yfii* alla liclgma, þar sem bodid vcrður upp á glæsilegt limal gólf- og vcggflísa, ásanit kafii og mcðlætír |li W CF.RAMICHE fMARAZZI PORŒLANOSA CERAMICA DEITERMANN . Quality and Service ^ ftld ***** Laugardag: kl. 10-18 Sunnudag: kl. 10-16

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.