Dagblaðið Vísir - DV - 27.05.1991, Page 2

Dagblaðið Vísir - DV - 27.05.1991, Page 2
2 MÁNUDAGUR 27. MAÍ 1991. Fréttir Rúta með 20 konum valt við Blönduvirkjun: „Það var guðs mildi að ekki fór verr“ Magnús Ólafssan, Sveinsstödum; „Það var guðs mildi að ekki fór verr,“ sagði Elín Pétursdóttir hjúkr- unarfræðingur í samtali við DV. Elín varð fyrst á slysstað þegar rúta með 20 kvenfélagskonum frá Blönduósi valt við Blönduvirkjun um kl. 14.30 á laugardag. Rútan, sem var með konurnar í skoðunarferð, var rétt ókomin inn á stíflugarð Kolkustíflu þegar hún mætti öðrum bíl Og þurfti að víkja. Vegkanturinn lét undan og bifreiðin valt á hliðina. 17 kvenn- annna sem í rútunni voru meiddust meira eða minna og þrjár þeírra voru fluttar á sjúkrahús á Blönduósi og Sauöárkróki og ein þeirra þaöan með sjúkraflugi til Reykjavíkur. Elín starfar hjá Hagvirki, sem annast framkvæmdir á virkjunarsvæðinu, og þar er einnig staðsettur sjúkrabíll sem fór ásamt bílum frá Blönduósi og Skagaströnd fyrstu ferðina með slösuðu konumar til byggða en um 25 kílómetrar eru frá slysstaönum ofan að Eiðsstöðum sem er efsti bær í Blöndudal. Þaðan eru síðan um 30 kílómetrar á Blönduós. „Rútan valt út í moldarbarð," sagði Elín. „Tveimur bíllengdum lengra var grjóturð. Það var mjög gott veður þegar þetta gerðist þannig að það má segja að þetta hafi farið betur en á horfðist." „Vegurinn er hár þarna eða um þrír metrar og það leið því dágóð stund áður en skriðið stöðvaðist en þá kom högg á bílinn sem lagðist á hliðina. Það brotnuðu margar rúður og konurnar, sem sátu vinstra meg- in, köstuðust ofan á okkur sem sát- Húshitimarkostnaður: Niðurgreiðsl- urauknar Ríkisstjómin hefur fallist á til- lögur iðnaöarráðherra inn aukn- ar niðurgreiðslur á orku til hús- hitunar íbúðarhúsnæðis. Um leið og niðurgreiðslurnar eru auknar er viðmiðun þeirra breytt þannig að f staö þess að greiða niður allt að 40.000 kílóvattstundir á ári á ibúð verður nú miðaö við 30.000 kílóvattstundir. Þetta er gert til að tryggja eölilega hvatningu til hagkvæmrar orkunotkunar. í stefhuyfirlýsingu ríkisstjóm- arinnar er rætt um að lífskjör í landinu verði jöfnuð meðal ann- ars með lækkun húshitunar- kostnaðar, þar sem hann er hæst- ur. Iðnaðarráðherra telur aö breyttar niðurgreiðslur ríkis- sjóðs muni lækka hitunarkostn- aö vísitölufjölskyldunnar á köldu svæðunum miðaö við algengasta húshitunartaxta lýá Rafmagn- sveitum ríkisms. Kostnaðurinn fari úr um það bil 90 þúsund krónum á óri niður i 80 þúsund krónur. Þetta er fyrsti áfengi af þremur sem fyrirhugaðir em á tveimur árum samkvæmt tUlögum orku- jöfhunamefndar. Niöurgreiðslur hjá rafkyntum hitaveitum munu hækka til sam- ræmis viö hækkun níður- greiðslna á beina rafhitun. Þá mun iðnaðarróðuneytið iáta gera úttekt á fiárhagsstööu jarð- varmaveitna þar sem kostnaöur- inn við hitun íbúðarhúsnæðis er hærri en meö raíhitun. -S.dór - þrjár konur fluttar á sjúkrahús Margrét Ásmundsóttir á sjúkrahúsinu á Blönduósi. Hjá henni er Elínborg Guðmundsdóttir sem var einna elst kvennanna í ferðinni. DV-mynd MÓ um hægra megin. Konumar voru mjög rólegar en þetta tók það langan tíma að ég gat tekið af mér gleraugun og náð góðu taki áður en bíllinn valt,“ sagði Margrét Ásmundsdóttir, ein kvennanna sem flutt var á sjúkrahúsið á Blönduósi, í samtali við DV. Hjúkmnarfræðingur, sem var með í fórinni, hóf hjálparstarf ásamt hjúkrunarfræðingi sem er á virkjun- arsvæðinu. Fljótlega kom síðan læknir frá Blönduósi á staðinn. Margrét vildi koma á framfæri þökkum til allra sem aðstoðuðu á slysstað og vildi lýsa sérstakri að- dáun á bílstjóra rútunnar sem gerði sitt til þess að halda henni á réttum kili meðan kanturinn gaf sig. „Það hefði getað farið verr ef við hefðum lent á toppnum," sagði Margrét að lokum. -Pá/MÓ Ráðstefna Bandalags íslenskra lelkfélaga: Ráðuneytið skrópaði - erum ofsareiðir, segir Haukur Ágústsson „Eg er bæði sár og gramur, raunar ofsareiður yfir þeirri lítilsvirðingu sem menntamálaráðuneytiö sýnir Bandalagi íslenskra leikfélaga með því að fulltrúi þess afboðar komu sína hingað með svo skömmum fyr- irvara. Hingað er komiö fólk víös vegar af landinu til þess að ræða um stuðning hins opinbera við áhuga- leikhús og hvers viö megum vænta í framtíðinni en ráðuneytið hefur engan til að senda þrátt fyrir gefin loforð þar um,“ sagði Haukur Ág- ústsson á Akureyri á ráðstefnu sem Bandalag íslenskra leikfélaga hélt á Blönduósi síðastliðinn sunnudag. Á ráðstefnunni voru hátt á níunda tug manna víða að af landinu og var mikil hiti í mönnum vegna þess að fulltrúi ráðuneytisins afboðaði komu sína á laugardag. Ástæðan var sögð sú að þessi fulltrúi þyrfti aö sækja fund í Genf í Sviss. „Við virðumst vera mun þróaðri í ráðstefnuhaldi en þeir í Sviss,“ sagði einn fulltrúinn á ráöstefnunni. „Okkar var undirbúin og skipulögð með margra vikna fyrirvara og fyrir löngu var komið loforð um aö full- trúi ráðuneytisins mætti hér. En þeir í Sviss virðast boða til sinnar ráð- stefnu með dags fyrirvara og þá hef- ur hiö háa ráðuneyti engan annan til að senda.“ Annar var illkvittnari og hélt að ráðuneytismenn hefðu átt von á meiri veisluhöldum í Sviss en a Blönduósi. Annar frummælandi á ráðstefn- unni átti að vera Stefán Baldursson þjóðleikhússtjóri sem átti að ræða ujn stuðning Þjóðleikhússins við áhugaleikfélögin en hann afboðaöi einnig komu sína með dags fyrirvara og bar við miklum önnum. Frum- mælendur á ráðstefnunni voru því heimamennimir Haukur Ágústsson, Akureyri, Einar Njálsson, bæjar- stjóri á Húsavík og fyrrverandi for- maður Bandalagsins, og Valgarður Hilmarsson, oddviti á Fremstagili og stjórnarmaður Bandalags íslenskra leikfélaga. Steingrímur Hermannsson um söluna á Útvegsbankanum: Kæmi ekki á óvart þó þrír milljarðir féllu á ríkið „Það kæmi ekki á óvart, eftir aö salairá Útvegsbankanum hefur verið gerð upp, að það féllu á ríkið hátt í þrír milljarðar.“ Þessi orð lét Stein- grímur Hermannsson falla á opnum fundi Framsóknarflokksins sem haldinn var í Keflavík í vikunni. Steingrímur segir Jón Sigurðsson viðskiptaráðherra ekki hafa lagt fram fullnaðaruppgjör vegna sölu bankans í síðustu ríkisstjóm, þó svo að um það hafi margoft verið beöið. Hann segist hins vegar byggja þetta mat sitt á þeim tölum sem hafi verið nefndar þegar þessi mál hafi verið rædd. „Lokauppgjörið fengum við ekki. Ég nefndi það oftar en einu sinni við hann að það þyrfti að leggja þetta fullnaðaruppgjör fyrir ríkisstjómina en það kom ekki. Reyndar tafðist verkið eitthvað þar sem Bank^eftir- litið þurfti að framkvæma visst end- urmat á söluverðinu að beiöni kaup- enda. En uppgjörið hlýtur að liggja fyrir núna,“ segir Steingrímur. -kaa þeirra starfsmanna Þjóðleik- hússins sem sagt hafði verið upp störfum að uppsagnir þeirra væru ógildar," segir Gísli Al- freðsson þjóðleikhússtjóri. Á fóstudag úrskurðaði mennta- málaráöherra á gmndvelli um- sagnar ríkislögmanns að Gísli færi með húsbóndavaldið í Þjóð- leikhúsinu til 1. september og ákvarðanir á breytingum á mannahaldi því í hans verka- hríng. - Þú hefur veriö gagnrýndur fyr- ir að hafa ekki mótmælt uppsögn- unum þegar þær voru til umræðu í þjóðleikhúsráði, þaö hafi ekki verið fyrr en búið var að segja fólkinu upp aö-þú lést í þér heyra. „Það er rétt, ég mótmælti þessu ekki, enda lá það ekki á borðinu hvað um væri að ræða. Það var skýrt frá þvi að Stefán Baldurs- son hefði í hyggju að gera áherslubreytingar í mannahaldi og hann myndi ræða ítarlega við það fólk sem um væri að ræða. Hann vildi ekki gefa upp hvaða fólk þetta væri og eða hversu margir. Ég sá ekki ástæðu frekar heldur en þjóðleikhúsráð til að mótmæla svo óljósum hlutum. Ég áleit að það hlyti að koma í Ijós hverjir þetta væru. Þegar Stefán fór þess svo á leit við mig að ég undirritaði þessi uppsagnarbréf með honum án þess að ég vissi hverjum ætti að segja upp en hann hélt því leyndu fyrir mér þá neitaði ég því. Það voru mín fyrstu mótmæli. Á þjóð- leikhúsráðsfundi tíu dögum síðar mótmælti ég þessu. Það var búið að senda út uppsagnimar til jsessa fólks án þess að ég vissi hverjum væri verið að segja upp eða hversu margir það voru.“ - Mun þetta mál ekki valda sam- starfsörðugleikum innan leik- hússins á næsta ári? „Það er alveg augljóst að leik- húsið er komið í vanda vegna þessa máls sem tekur Jangan tima að leysa. Þaö verða miklir erfið- leikar í Þjóðleikhúsinu út af þess- um uppsögnum um langan tíma.“ -J.Mar „Torfærumenn“ ölvaðirogmeð óspektir Gylfi Kristjánsson, DV, Akuieyri: Óvenjumikil ölvun var á Akur- eyrí í fyrrinótt og sagði varðstjóri hjá lögreglunni að nóttin hefði verið mjög erilsöm og mikið um alls kyns leiðindi. Hann sagði að mikið af því sem lögreglan þurfti að hafa afskipti af mætti rekja til torfærukeppni sem haldin var í bænum á laugar- dag. Ekki hefðu þó ökumennimir sjálfir verið til vandræöa, þeir hefðu ekki sést, en alls kyns lið sem er í kríngum keppnina og titlar sig sem aðstoöarmenn hefði látið öllum illum látum. Meðal annars var hópur þeirra í bifreið sem ók niður umferöar- Ijós viö Þórunnarstræti. Allir sem voru í bifreiöinni voru undir áhrifum áfengis og allir neituðu að hafa ekiö. Þá lentu þessir menn í ryskingum í bænum og „voru víst að gera upp sakir í sambandi viö keppnina", eins og varðstjóri orðaði það. Eitthvað var um rúðubrot í miöbænum og það var komið fram á morgun þegar lögreglan var að reyna að fá þá til að róa sig niður á tjald- stæðinu. ölvaður maður féU í stigagangi í húsi við Hjallalund og kvartaði hann um sársauka í höfði.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.