Dagblaðið Vísir - DV - 27.05.1991, Blaðsíða 3

Dagblaðið Vísir - DV - 27.05.1991, Blaðsíða 3
MÁNUDAGUR 27. MAÍ1991. Fréttir Könnim Sameinuðu þjóðanna á meðalaldri þjóða: íslendingar langlífastir í Evrópu Japanir lifa lengst allra þjóða sam- kvæmt nýjum tölum frá Sameinuðu þjóðunum. íslendingar eru í öðru sæti og eru því langlífastir í Evrópu. Meðalaldur virðist fylgja efnahag enda er meðalaldur hæstur í iðnríkj- unum. Lífslíkur við fæðingu eru tals- vert lægri í Austur-Evrópu eða um Meðalaldur nokkurra þjóða 79 77 7|| 73 a lí 69 67 65 77,8 5 Q CQ ^ c o < => V) íslenski’ bankar gætu keypt er- lenda banka - segirValurValsson „Eg var spurður að því á lands- þingi JC um hvítasunnuhelginga hvort íslenskir bankar myndu hasla sér völl erlendis í framtíðinni. Ég jánkaði því og sagði að mér þætti það líklegt," segir Valur Valsson, banka- stjóri fslandsbanka. „íslenskar bankastofnanir gætu til að mynda keypt sig inn í erlenda banka eða eitthvað slíkt. Þetta gæti haft allnokkurt gildi fyrir viðskipta- vini bankanna og þess vegna er ekki fjarri lagi að velta þesaji fyrir sér. Við gætum greitt fyrir ýmiss konar þörfum hjá viðskiptavinum okkar í sambandi við lán, millifærslur og annað slíkt sem þeir þurfa að sækja til erlendra banka. íslandsbandi myndi væntanlega vera í þeim hópi sem hugsaði sér til hreyfmgs einhvern tímann á -næst- unni í þessum efnum. Annars er þessi hugmynd bara á umræðustigi núna og hún er ekki komin á neinn rekspöl.“ -J.Mar Þetta farartæki piltanna er greinilega tveggja manna, sparneytið og meng- ar ekki. Sem sagt æskilegt séð frá sjónarhóli umhverfisverndar. Það er þó betra að fara ekki of geyst á þessum grip. DV-mynd GVA Stykkishólmur: Viðræður um sölu hótelsins „Það er rétt að staðið hefur til að bærinn selji hlut sinn í Hótel Stykk- ishólmi. Við höfum verið í viðræðum við ýmsa aðila vegna þessa en það hefur ekki náðst samkomulag enn. Það gæti þó orðiö af þessu í sumar,“ sagði Sturla Böðvarsson, bæjarstjóri í Stykkishólmi. Orörómur hefur verið á kreiki í Stykkishólmi um að Þjóðverjar séu að kaupa hlut bæjarins í hótelinu. Sturla segir að það sé alrangt. Engar viðræður hafi átt sér stað við útlend- inga. Stykkishólmsbær á 77 prósent í Hótel Stykkishólmi. -S.dór og yfir 70 ár. Japanskar konur ná hæstum með- alaldri eða 82,5 árum en japanskir karlmenn lifa að jafnaði sex árum skemur. Samsvarandi tölur fyrir ís- land eru 80,2 ár fyrir konur en 73,2 ár fyrir karlmenn. Þó íslendingar séu langlífasta þjóð í Evrópu eru hvorki íslenskar konur né karlar hin langlífustu. Meðalald- ur kvenna er hæstur, 81,3 ár, í Frakk- landi og Sviss. Hollenskar og sænsk- ar konur verða einnig eldri en þær íslensku. Meðalaldur karla er hins vegar hæstur, 74,3 ár, í Grikklandi. Karlmenn í Sovétríkjun hafa lægstan meðalaldur í álfunni eða 64,7 ár en í Rúmeníu eru lakastar lífslíkur kvenna eða 72,7 ár. í skýrslu SÞ kemur fram að malar- ía er sá sjúkdómur sem dregur flesta til dauða eða allt að tvær milljónir árlega. Að kveikja sér í sígarettu er þó líklega það hættulegasta sem maður getur gert. í þróuðu löndun- um deyja árlega 800.000 manns vegna reykinga. Ungveijar eru þunglynd- astir alla þjóða þar sem 40 sjálfsmorð eru á hverja 100.000 íbúa. í Guatemala verða aðeins 1,5 dauðaslys í umferðinni á hverja 100.000 íbúa. Samsvarandi tölur eru 18,3 í Sovétríkjunum og 18,7 í Banda- ríkjunum en vissulega eru mismarg- ir bílar í löndunum. En hættulegast er þó að keyra í Kúvæt. Þar verða 34,9 dauðaslys' í umferðinni á hverja 100.000 íbúa. -pj ÞU ÞARF EKKI AÐ FAR/ V7 vNNAÐ KASPER kr. 3.330,- UNDINE ADRIA kr. 5.790,- kr. 3.690,- r -i■ 'f p' ‘*$■■■...“1 . ■-'"■'■ ' - r~.> ADRIA kr. 3.690,- MILAN kr. 6.240,- PISA kr. 6.960,- RIVA DALTON BOLOGNA kr. 4.770,- kr. 2.880,- kr. 14.580, VANTAR ÞIG STOLA I DAG? Eldhússtólar og önnur húsgögn í miklu úrvali í stœrstu húsgagnaverslun landsins ■hr 2 BfLDSHÖFÐA 20 -112 REYKJAVÍK - SÍ MI91-681199 - FAX 91-673511

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.