Dagblaðið Vísir - DV - 27.05.1991, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 27.05.1991, Blaðsíða 4
'4 -^ÁlteÓAGÍÚR^/ívíÁÍ 1991. Fréttir x>v Þjóðarsáttarsamningarnir renna út 1. september: Vandasömustu samningar allra tíma framundan „Eg þori að fullyrða að kjarasamn- ingamir í haust, þegar þjóöarsáttar- samningamir renna út, eru vanda- sömustu kjarasamningar sem ís- lensk verkalýðshreyfmg hefur staðið frammi fyrir í áratugi ef ekki frá upphafi. Vandinn er sá að eftir að tókst að ná verðbólgunni niöur með þjóðarsáttinni skilja alhr hvaða gildi það hefur að verðbólgan sé eins stafs tala. Og alhr vilja að svo verði áfram. Lág verðbólga er hka einhver besta kjarabót sem fólk getur fengið. Á sama tíma blasir sú staðreynd við að hinir lægst launuðu færðu ákveöna fórn til þess að markmiö þjóðarsáttarinnar mætti takast. Og þess vegna tókst það sem stefnt var að. Viðskiptakjörin hafa batnað og verðbólgan er minni en dæmi eru um í áratugi. Þess vegna hljóta þeir sem fórnuðu að krefjast þess að upp- skera nú eins og þeir sáðu. Vandinn er hins vegar sá að enda þótt menn vilji bæta kjör hinna lægst launuðu og það verður að gerast, er hætt við að það verði erfitt vegna þess að allir aðrir og betur settir heimti þaö sama. Þá er allt komið til andskotans og verðbólguhjólið er farið af stað og verður varla stöðvaö aftur,“ sagði Guðmundur J. Guðmundsson, form- aður Verkamannasambandsins og guðfaðir þjóðarsáttarinnar ásamt Einari Oddi Kristjánssyni, formanni Vinnuveitrendasambandsins, þegar DV ræddi við hann um það sem framundan er í kjarasamningum. Að varðveita stöðugleikann Þama hittir Guðmundur J. nagl- ann á höfuðið. Það vilja ahir varð- veita þann stöðugleika og þá lágu verðbólgu sem náðist með þjóðar- sáttarsamningum þeirra Guðmund- ar J. og Einars Odds. Þeir sem lægst hafa launin tala líka allir um að þeir verði að fá bætur og allir virðast sammála um að svo verði að vera. En hvemig á að framkvæma það án þess aö allir aðrir heimti það sama? - seglr Guðmundur J. Guðmundsson, formaður Verkamannasambandsins Eins og Einar Oddur sagði í ræðu sinni á aðalfundi Vinnuveitenda- sambandsins á dögunum heimta hin- ir betur settu sömu hækkun og þeir Fréttaljós: Sigurdór Sigurdórsson lægst launuöu fá. Shkt hefur ahtaf gerst. Ekkert einasta dæmi er til um annað. Karl Steinar Guðnason, varafor- maður yerkamannasambandsins og aiþingismaður, sagði á fundi um þjóðarsáttina í vikunni, að ahir, ekki bara atvinnurekendur og launafólk, heldur allir landsmenn, yrðu að leggjast á eitt um að varðveita þann stöðugleika sem áunnist hefur með þjóðarsáttarsamningunum. Hann minnti jafnframt á að óróleiki væri á vinnumarkaði um þessar mundir. Finna yrði leiðir til að setja hann niður með því að bæta kjör þeirra lægst launuöu. Fimm milljarða úr kerfinu Bjöm Grétar Sveinsson, formaður Verkalýðsfélagsins Jökuls á Höfn, segir að hjá launajöfnun verði ekki komist. Bjöm Grétar segir þetta hægt í gegnum skatta- og trygginga- kerfið. Hann segir að í gegnum þessi kerfi þurfi að ná í 5 mihjarða til að bæta kjör hinna lægst launuðu. Einar Oddur Kristjánsson, formað- ur Vinnuveitendasambandsins við- urkenndi í ræðu, sem hann hélt á Hótel Borg í vikunni, að bæta þyrfti kjör hinna lægst launuðu, en hvem- ig? spurði hann. Einar benti á að kaupmáttur væri að aukast um 2 til 2,5 prósent. Það þyrfti að sjá til þess í næstu kjara- samningum að svo yrði áfram. Það yrði hins vegar ekki gert með því að hækka laun um 10 til 20 prósent. Þá Hér er rætt við Hauk Halldórsson formann Stéttarsambands bænda að lo.'t- inni undirskrift þjóðarsáttarsamninga og þeir Ásmundur Stefánsson og Ein- ar Oddur fylgjast með. Eftir er að sjá hvort aðilum vinnumarkaðarins tekst að endurtaka þjóðarsáttarsamninga við kjarasamningagerð i haust. færi verðbólgan á flug og árangur síðustu tveggja ára væri fyrir bí og við komin í sama gamla verðbólgu- hjólfarið og fyrr. Semja yrði th þriggja ára, með þaö að leiðarljósi að verðbólga hér á landi yrði ekki meiri en 3 til 4 prósent eins og í OECD löndunum. Pólitísk átök Á ummælum þessara manna sést að mikih vhji er fyrir því aö varð- veita þann stöðugleika sem áunnist hefur með þjóðarsáttarsamningun- um. Þaö er einnig ljóst að allra leiða verður leitað til þess að svo megi verða áfram. Menn mega hins vegar ekki gleyma því að framundan eru meiri póhtísk átök á vinnumarkaði en voru á síðasta kjörtímabili. Ólafur Ragnar hefur skorað á aha andstæð- inga ríkisstjómarinnar th baráttu gegn henni. Hve langt vhja menn ganga í baráttunni við ríkisstjóm- ina? Menn mega ekki gleyma því að Alþýðubandalagið á sterk ítök í verkalýðshreyfingunni. Það skyldi enginn vanmeta þau, jafnvel þótt þau hafi einhvern tímann verið sterkari. Alþýðuflokkurinn á einnig sterk ítök í verkalýðshreyfingunni. Og það er einmitt það fólk sem snúið hefur baki við flokknum vegna ríkisstjóm- armyndunarinnar, eins og komið hefur fram í viðtölum við þetta fólk og í skoðanakönnun DV sem birt var síðastliðinn fóstudag. Þetta fólk myndi ekki gráta aukna erfiðleika ríkisstjómarinnar. Vegna þessa er full ástæða til aö bera kvíðboga fyrir kjarasamnings- gerðinni í haust. Vissulega er von th þess að hinir sterku menn aðila vinnumarkaöarins eins og Einar Oddur, Guðmundur J., Þórarinn V. Þórarinsson, Karl Steinar, Björn Grétar og Öm Friðriksson nái að semja nýjan þjóðarsáttarsamning. Ovinsæl vaxtahækkun Hvort sem menn telja vaxtahækk- vrn rikisstjómarinnar nauðsynlega eöa ekki er það enginn spuming að hún hefur hleypt hlu blóði í marga verkalýðsleiðtoga. Það var ekkert gamanmál á ferðinni hjá Guðmundi J. þegar hann tók sjóði Dagsbrúnar út úr íslandsbanka á síðasta hausti til að mótmæla forystu bankans í vaxtahækkunum. Þótt ákvörðun Guðmundar J. væri fyrst og fremst táknræn er hann mikih andstæðing- ur vaxtahækkana. Björn Grétar kah- ar vaxtahækkun ríkisstjórnarinnar ohu á eld verðbólgunnar og mótmæl- ir henni. Alþýðusambandið á erfið- ara um vik að mótmæla af alvöru vaxtahækkunum. Það er undir stjórn Ásmundar Stefánssonar, bankaráðsmanns og fyrrum for- manns bankaráðs íslandsbanka, bankans sem Guðmundur J. sagði að hefði forystu um vaxtahækkun. Það er á verkalýðsleiðtogum að heyra aö sú vaxtahækkun sem ríkis- stjórnin hefur haft forgöngu um, geti torveldað gerð nýs þjóðarsáttar- samnings í haust. Guðmundur J. sagði í samtali við DV að hann væri undrandi á Einari Oddi að leggja blessun sína yfir vaxtahækkunina. Hann sagðist ekki trúa því að Einar talaði þar af sannfæringu. Óvissa Að öhu þessu samanlögðu er alveg ljóst að samningagerðin í haust verð- ur erfið og flókin. Það segjast alhr vhja varðveita stöðugleikann. Það segja alhr að bæta þurfi kjör hinna lægst launuðu. Það segja hka alhr að þaö sé ekki hægt, hinir sem betri kjör hafa muni heimta það sama. Ofan á aht saman bætist svo póhtisk óvissa. Það er þvi ekki nema von að Guðmundur J. segi að aðila vinnu- markaðarins bíði flóknari, erfiðari og vandasamari kjarasamningagerð en nokkru sinni fyrr. -S .dór í dag mælir Dagfari_______________________ Að reka eða ekki reka Það ætlar seint að takast að koma lagi á brottreksturinn úr Þjóðleikhúsinu. Eins og menn muna ákvað Stefán Baldursson að hreinsa út eitthvað af eldra leikara- og leikstjóraliði hússins þegar hann kom sem þjóðleikhússtjóri við hhð Gísla Alfreðssonar. Stefán sendi nokkrum hópi uppsagnar- bréf og segja má að síðan hafi íjand- inn verið laus í leikhúsinu. Brott- reknir leikarar og leikstjórar reiddust heiftarlega sem og makar þeirra og nánustu ættingjar. Þeir töldu í fyrsta lagi að þeir sem eitt sinn hefðu verið ráðnir að Þjóðleik- húsinu ættu rétt á að starfa þar til ævhoka og ef við einhveijum ætti að hrófla þá væri svo mikið víst að ekki hefði Stefán Baldursson neina heimhd th þess. Stefán taldi sig hins vegar mega reka þá sem hon- um sýndist og það væri fyrir löngu kominn tími á marga sem hefðu verið við leik og leikstjórn í Þjóð- leikhúsinu áratugum saman. Eflaust er Stefán þeirrar skoðunar að það sé ekki nóg að endumýja sah og svið leikhússins ef ahtaf er svo boðið upp á sömu gömlu leikar- ana. Þó hafa ýmsir af gömlu leikur- unum lengi getað sinnt sínum bú- skap eða öðru tómstundagamni á fullum launum frá leikhúsinu án þess að hvekkja leikhúsgesti með þvi að sýna sig á sviðinu. Hefur shk thhtssemi verið vel þegin og orðið th þess að nokkur hópur fólks sækir ehn sýningar hússins. En nú rann upp gósentími lög- fræðinga því fariö var að spyija Þá áhts. Lögfræðingar hafa fyrir löngu komist upp á lag með að guh- tryggja atvinnu sína með því aö vera ósammála í hveiju máh. Burt- reknir leikarar leituðu th lögfræð- inga sem sögðu uppsagnimar vera kolólöglegar. Einn lögfræðinganna gekk svo langt að hann vhdi láta stinga Stefáni í svartholið í tvö ár. En Stefán fékk líka lögfræðilegt áht sem sagði að hann mætti reka fólk eins og hann lysti og lagapró- fessor gaf vottorð um vald Stefáns th að ráða og reka. Þá skhuðu lög- fræöingar leikstjóranna brott- reknu áhti þess efnis að Stefán hefði ekki neitt vaid th að segja fólki upp. Fréttir birtust þess efnis að leikstjórafélagið væri hlynnt þessum brottvikningum en daginn eftir hermdu fréttir að leikstjórafé- lagið hefði ekki ályktað um þetta efni. Einhver fjórða eða fimmta dehd leikara samþykkti að mæla með brottrekstrinum enda em atvinnulausir leikarar í þessari dehd. Aðstandendur hinna burtreknu skrifa í blöðin. Nú síðast um helg- ina skrifaði Ömólfur Ámason napra grein í Moggann, en kona hans er eimmitt í hópi þeirra leik- ara sem var gert að taka pokann sinn. Ömólfur lætur sér ekki nægja að atyrða Stefán fyrir uppsagnirn- ar heldur einnig fyrir að vera kvæntur Þómnni Sigurðardóttur, leikstjóra og leikskáldi. Ömólfur upplýsir að Þómnn sé þekkt fyrir að tala mikið og hún sé ráðrík. Enda hafi hún nú þegar selt Þjóð- leikhúsinu leikrit eftir sig fyrir eina mihjón króna. Leikritið hafi hún skrifað fyrir Borgarleikhúsið og verið á launum þar á meðan. Þá æth hún sér að stjórna þessu leikriti sjálf og líka leikstýra öðru verki og því sé bersýnhegt að leik- hússtjórafrúin æth að hafa á þriðju mhljón út úr Þjóðleikhúsinu svona th að byija með. Ekki höfðu þessar upplýsingar fyrr birst en Ólafur mennntamála- ráðherra segir ríkislögmann þeirr- ar skoöunar að Stefán hafi ekki vald th að reka fólk fyrr en í haust er hann hafi alfarið tekið við af Gísla. Hinn nýi leikhússtjóri er því í miklum vanda staddur. Nú er spumingin sú hvort þeir sem voru reknir en hafa fengið thkynningu um að þeir hafi ekki verið reknir verði reknir enn og aftur eða hvort þeir sem vom reknir og ekki rekn- ir reyni að láta reka leikhússtjór- ann. Dagfari

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.