Dagblaðið Vísir - DV - 27.05.1991, Qupperneq 16
16
MÁNUDAGUR 27. MAÍ1991.
SMÁAUGLÝSINGASÍMINN
FYRIR LANDSBYGGÐINA:
99-6272
DV
GRÆNI
SlMINN
DV
-talandi dæmi um þjónustu!
Bíltæki
Sáttasemjarar verðs og gæða
ECD8000 - tækið með Öllu. Geislaspilari,
2x25 vatta magnari og útvarp með LW/MW/FM.
Beinn útgangur fyrir kraftaukamagnara, aðskilinn
bassi og „discant“, „Pre-fader“. Útvarp með 36 stöðva
minni, sjálfvirkum stöðvaleitara, styrkstilli á bestu
tíðni, langbylgju fyrir ferðalagið og sér umferðarrás
„SDK“, með geislaspilara.
Kr. 45.570,- stgr.
r/-""_ - - ■ ^
— f * SA/tYO , L7* ”
/S ^ J L sWTas h "sí 1 : / f W Imf. W MT $ <á Mtt G - ^
FX01 - útvarps- og segulbandstæki.
Bíltæki sem sameinar allt það helsta og frábært verð,
2x7,5 W magnari með stillingu fyrir há- og lágtíðni,
segulband sem spilar báðum megin, útvarp með sjálf-
virkum stöðvaleitara, 36 stöðva minni og fallega upp-
lýstu stjórnborði.
Kr. 17.955,- stgr
FX21 - bíltæki með 2x25 W magnara.
Kraftmikill magnari með útgangi fyrir fjóra hátalara,
„Fader“, aðskildum bassa og „discant“, útgangi fyrir
„Sub-Woofer“, segulband sem spilar beggja vegna með
Dolby B, útvarp með 36 stöðva minni, sjálfvirk leitun
á mesta styrk, innbyggt í sleða „Quick release“ o.fl. o.fl.
Kr. 25.935,- stgr.
FX31 - 100 vatta tækið. 4x25 W magnari
með aðskildum bassa og „discant“, beinum útgangi
fyrir annan kraftmagnara, „Fader“, útgangi fyrir
„Sub-Woofer“, sjálfvirku“ Loudness“, segulbandi með
Dolby B, lagaleitari, spilar beggja vegna, velur milli
Cr02/metal og normal bands. Útvarp með 36 stöðva
minni, sjálfvirkum leitara, SDK, mæli fyrir útsending-
arstyrk, truflanaeyði og sjálfvirka leitun á bestu tíðni.
Stafrænt og vel upplýst stjómborð, innbyggt í sleða
o.fl. o.fl.
Kr. 32.400,- stgr.
Gunnar Ásgeirsson hf.
Suöurlandsbraut 16 • Sími 680780
Menning
Orðaleikir og
útúrsnúningar
Veruleikinn ómálaöur
uppmálaöur
útmálaöur
gengur ekki upp
ekkert frekar en kapallinn
Mitt púsluspil er þúsund banabitar
hvergi dansar ar nema í krossgátum
Þannig farast ljóömælanda orð í ljóðinu Dægraleng-
ing (bls. 16-17) í nýjustu ljóðabók Þórarins Eldjárns,
Hin háfleyga moldvarpa. Endurspegla þessi orð að
mörgu leyti önnur ljóð bókarinnar þar sem höfundur
er upptekinn af að lýsa takmörkunum tungumálsins
og baráttu mannsins við að skilgreina sjálfan sig og
aöra. í einu ljóðinu á fætur öðru leikur hann sér að
Bókmenntir
Sigríður Albertsdóttir
orðum og hinum ýihsu möguleikum tungumálsins
þannig að útkoman verður oft bráðskemmtileg og
smellin en stundum helst til flöt og kuldaleg. Best tekst
höfundi upp í þeim Ijóðum þar sem hann lætur orða-
leikina að mestu lönd og leið og leyfir tilfinningunum
að flæða hreinum og tærum eins og t.a.m. í ljóðinu
Mansöngur:
Man ég man þig
Man ég þig á mussutíð
frelsið helsið
man ég þig á larfatíð
man ég þig á tuskutíð
man ég þig á gljátíð
og núþálegra fas hafði engin
meðan sú var öldin
Man ég man þig (bls. 26).
Hér gætir vissrar hlýju sem kemst ómenguð tii skila
því lýsingin er laus við þann hálfkæring sem er svo
sterkt einkenni á ljóðum Þórarins. Svipaða sögu má
segja um
Bamið og baðvatnið:
Of lengi lék barnið sér í baði
Of lengi
með önd úr plasti
og gulan bát
Of lengi streittist barnið á móti
Of lengi
uns það náðist hrollkalt upp úr
Þá var það vissulega orðið hreint
en horfði skelkað
á soðnar gamalmennishendur sínar tvær
og tæmar eins og tíu fölar rúsínur
Bamið sá í hendi sér
hve vort skeið er stutt
það heyrði bernskuna
ropþrúgast með baðvatninu niður
um svelginn
og hryllti sig í herðum
(bls. 30).
Hér lýsir höfundur því, með skemmtilegri og um
leið einfaldri líkingu, hve breytilegt og afstætt lífið er
og fléttar það einni af mörgum uppgötvunum bamsins
um flókna og skelfilega tilvist. Ljóð í þessum anda em
nokkur, en þó allt of fá. Ljóð þar sem dregnar eru upp
einfaldar myndir sem segja meira en mörg orö, t.a.m.
Hjá Yngvari ^fa, Hunang og blóð, Mynd Durers af
nashymingnum, Storesamir em að hverfa og Speglar.
Þrátt fyrir góða spretti geldur bókin þess hve oft
höfundur fellur ofan í gryfiu orðaleikja og útúrsnún-
inga því í mörgum ljóðum verður útkoman gjarnan
sú að meira er lagt upp úr „skemmtilegri" niðurröðun
orða en hugmyndunum að baki þeim. Orðin detta flöt
niður í tilraunum sínum til að komast á blað, flækjast
hvert um annað og neita að túlka tilfinningar ljóðmæl-
enda. Höfundur virðist upptekinn af að koma aðalþem-
um bókarinnar, einmanaleika, tilgangsleysi og fiar-
lægð, til skila í gegnum þetta „orðaleysi" þar sem lagt
er upp með sterka tilfinningu sem verður ekki túlkuð
til enda. í ljóðinu Dægralenging (bls. 16-17), gefst fióð-
mælandi upp á að lýsa upplifun sinni en í staðinn týn-
ir hann sér í orðum sem segja í sjálfu sér ekkert en
sýna samt vel hugarástand hans.
Við hituöum naglann
og áttum súpuna
Átum súpuna
og hittum naglann á höfuðiö
Sifium í súpunni
og fengum naglann í höfuðið
Þórarinn Eldjárn.
Djúpur diskur grynnist
grunnur diskur dýpkar ekki
Heit súpa kólnar
köld súpa hitnar ekki
(bls. 16-17).
Svipað er uppi á teningnum í Ljóðabréfi úr sveitinni:
Nú er hörgull
á
þér
hér
hjá
mér...
... segir í upphafi ljóðsins en fyrr en varir tapar
bréfritari tökum á sjálfum sér og eigin tilfinningum
og missir sig út í botnlaust orðagjálfur sem lýsir síður
en svo ást og óuppfylltri þrá en undirstrikar þeim mun
betur hve orð eru lítils megnug:
Eins og hamstur í hjóli
sárfættur dansari
áttavilltur spretthlaupari
straujárn sem brennir eigin snúru
Æ skal ég vera þér
lóðbolti í tin
þér diskur í drif
deig þér í skál
Ég vil leka því til þín
hvað ég elska þig
og kinoka mér við
að kynoka þig
(bls. 27).
Ljóðmælandi reynir hvað hann getur að túlka ná-
lægðina sem hann þráir, er mikið niðri fyrir en þvæl-
ir sér út í endalausar líkingar sem eru óneitanlega
skemmtilegar og sniðugar en skilja tilfinningamar
eftir hjá bréfritara sem getur ekki betur.
„Málleysi“ ljóömælenda er sterkt og áhrifamikið stíl-
bragð en hitt er aftur verra ef það er ofnotað á þann
hátt aö ein myndin tekur við af annarri í bók sem
hefur aö geyma 40 ljóð. Þegar á heildina er litiö er
hætt við lesandinn drukkni í oröunum, tapi áttum og
gefist upp með Ijóðmælendum.
Þórarinn Eldjárn,
Hin háfleyga moldvarpa,
Forlagið 1991