Dagblaðið Vísir - DV - 27.05.1991, Qupperneq 22

Dagblaðið Vísir - DV - 27.05.1991, Qupperneq 22
22 MÁNUDAGUR 27. MAÍ 1991. Sviðsljós___________________ Stór, sænskfjölskylda: Ellefta bamiðá leiðinni Þau eru 33ja ára, sænsk hjón og eiga nú von á ellefta barni sínu. Móðirin, Mait Sjöberg, sagðist reyndar ekki ætla aö eiga fleiri börn þegar fyrsta barnið fæddist fyrir þrettán árum. „Mér fannst svo erfitt að fæða fyrsta barnið að ég hét því að eiga ekki fleiri," segir hún. „ En það fer ekki allt eins og maður ætlar,“ bætir þessi margra barna móðir við. Hún á von á ell- efta barninu innan tíðar. Mait var bara tvítug þegar hún átti fyrsta barniö og fæðingin gekk afar illa. Þó leið ekki nema um eitt ár þangað til Mait sá stallsystur sínar aka bamavögnum og langaði þá í eitt nýfætt sjálfa. „Næsta fæð- ingin gekk líka mjög vel,“ bætir eiginmaðurinn Hasse inn í. í eina skiptiö sem eitthvað hefur verið að var þegar Veronica fæddist en þá var naflastrengurinn svo stuttur að hjartað hætti að slá í fæðingunni en læknar gátu bjargað því. Fjölskyldan flakkaði um tíma milli leiguíbúða en hefur nú fundið draumahúsið, sjö herbergja hús þar sem er nægt pláss fyrir alla. Heimilið er eins og barnaheimili en þau hjálpast að við öll heimilis- störfin. Þau vilja líka vera sem minnst frá börnunum. Elsta barnið er Mikael, 13 ára, en yngstur er Jimmy sem er arsgam- all. Þar á milli em: Daníel, 11 ára, Tommy 10, Veronica 9, Marie og Madeleine 7, Tobias 5, Dennis 3ja og Mikaela 2ja ára. Þau hjónin segja að líklegast veröi væntanlegt barn þaö síðasta en vilja þó ekki slá því föstu. „Fólk heldur að við séum að eignast svona mörg börn af trúarástæðum en svo er ekki. Einnig halda marg- ir aö það sé til aö geta fengið sem mest út úr kerfinu en það verður enginn ríkur á því að eiga mörg böm. Við einfaldlega erum mjög hrifm af bömum og viljum hafa þau í kringum okkur," segja þau. Það kostar mikla peninga að reka svo stórt heimili. Á einum degi eru drukknir tíu lítrar af mjólk, einn pakki af smjöri hverfur ofan á fimm heil brauð fyrir utan allt álegg og matinn. Fyrir utaij matar- kostnaðinn þarf að klæða allan skarann og það þarf oft að halda upp á afmæhsdaga. Fjölskyldan á þó sína skemmtilegu daga og á sumrin fer hún oft niður á strönd en á veturna á skíði. „Við erum hamingjusöm fjöl- skylda og þökkum fyrir að ekkert slæmt hafi hent okkur," segir hin stolta móöir. Þetta er engin smáfjölskylda, mamma, pabbi og tiu börn og það ellefta á leiðinni. \ NÝTT NÝTT NYTT Bjóðum góða þjónustu, undir fjögur augu, á vœgu verði. Litgreining og andlitsfórðun. HcÁti^rbXotíii^ Nútíð, Faxafeni 14, 108 R. Símar: 68 74 80 / 3 61 41 Sly Stallone er hér ásamt Jennifer Flavin og tískuhönnuðinum Karl Lagerfeld fyrir eina tiskusýninguna. Sly Stallone ástfanginn Sly Stallone, sem er þekktastur fyr- ir leik sinn í myndunum Rocky og Rambo, er nú í París og þræðir tísku- húsin. Það mun þó ekki vera vegna þess að hann hafi tekið algjörum hamskiptum og breyst úr því hörku- tóh sem hann er þekktur fyrir í ein- hverja „tískudrós" heldur er það ein af sýningarstúlkunum sem hann elt- ir á röndum. Stallone, sem nú er fjörutíu og fjög- urra ára, er ástfanginn af Jenrúfer Flavin, sem er tuttugu og eins árs sýningarstúlka. Fjölmiölar í París segja að Jennifer hafi veriö ráðin til að sýna hjá flest- um stærstu sýningarhúsunum í Par- ís vegna þess að Stallone hafði lofað að mæta á hverja sýningu sem hún kemur fram í og sýningarhúsin telja að hann muni draga að marga sýn- ingargesti. En á meðan Stahone er í tískuhús- unum í París eru lögfræðingar hans að höfða meiðyrðamál í London gegn tímaritinu „The Spectator“. Einn af Ljósmyndarar og blaðamenn kepptust við að mynda og ná tali af Stailone þegar hann mætti á tískusýningarnar. „Það hefur sjaldan verið eins vel mætt á sýningu hjá okkur,“ sagði einn af aðstandendum Dior sýningarinnar. blaðamönnum þess kahaði Stallone um hann, vegna þess að hann hefur „aumingja“, í grein er hann ritaði aldrei gegnt herþjónustu. Sll ' - WSM'&k ; ; : ’ ‘ ' ; : Tom Crusie sem kvæntist Nicole Kidman í desember sl. var spurður fyrir stuttu hvort hann mælti með giftingum. „Já, alveg tvímælalaust," sagði hann um leið og hann faðmaði konu sína. „Tvö hundruð prósent."

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.