Dagblaðið Vísir - DV - 27.05.1991, Blaðsíða 24

Dagblaðið Vísir - DV - 27.05.1991, Blaðsíða 24
36 Fréttir Framkvæmdir stöðvaðar við Fljótsdalsvirkjun Wíimili . .•■... •/ •m Munninn að aðkomugöngunum að stöðvarhúsi Fljótsdalsvirkjunar. Framkvæmdum hefur nú verið frestað um sinn. DV-myndir Sigrún Strandir: Grásleppan f arin að gef a sig Regína Thorarensen, DV, Gjögri: Að sögn Ásbjörn Þorgrímssonar, Djúpuvík hefur verið reytings grá- sleppuveiði að undanfórnu. Hann var búinn að fá 30 tunnur af fullverk- uðum hrognum 21. maí. Hann rær á 6 tonna báti, Báru, og eru þeir 2-3 á veiðum saman með geysimörg net. Lýður Hallbergsson á Skagaströnd kemur tii Djúpuvíkur á vorin og fisk- ar þar yfir sumartímann. Hann er meö 20 tonna dekkbát og er búinn að fá 60 tunnur. Þórður Magnússon, sem kemur frá Akranesi, er búinn að fá 10 tunnur. Talsvert var um bil- anir á bát hans svo hann tók það ráð aö taka ráðskonu sína meö sér á sjó- inn og þá fór það að lagast. Allir þessir grásleppukarlar verka sín hrogn sjálfir. Verðið er um 40 þúsund krónur fyrir tunnuna en verða 36 þúsund þegar búiö er að draga frá kostnaö og koma tunnun- um til Reykjavíkur. Þrir Færeyingar kenndu heimamönnum að fara með borinn sem leigður var frá Færeyjum. Þeir eru á myndinni ásamt manni frá Klæðningu hf. i Kópavogi. Sigrún Björgviiisdóttir, DV, Egilsstööum: Framkvæmdum við gerð aðkomu- ganga að stöðvarhúsi Fljótsdcdsvirkj- unar hefur nú verið frestað og verður ekki aöhafst þar meir að sinni, að sögn Hreggviðs M. Jónssonar, eftir- litsmanns Landsvirkjunar á staðn- um. „Þegar séð varð að samningar um byggingu álvers myndu ekki verða til lykta leiddar í sumar var fram- kvæmdum hætt, nema hvað göngin verða klædd innan með steinsteypu eftir því sem það efni, sem til er á staðnum, endist,“ sagöi Hreggviður. Tæki verða flutt til síns heima en þarna var bor sem leigður var frá Færeyjum og lofthreinsibúnaður og fleira frá Danmörku. Upphaflega voru göngin boðin út í þrennu lagi í nóvember -100 metrar, 500 metrar og 1000 metrar. Sameign- arfélagið Fljót sf., bauð í 100 metrana og fékk það verk. Fjögur fyrirtæki mynda Fljót sf„ Hojgaard og Shultz í Danmörku með 70% eignaraðild, Gunnar og Guðmundur sf„ Klæðn- ing hf. og Ármannsfell sf. Undirbúningur hófst um áramót en sprengingar við sjálf göngin hóf- ust um miðjan febrúar. Þegar komn- ir voru 100 metrar var ákveðið að halda áfram og ef til vill ljúka við 500 metrana. Þegar komnir voru 50 metrar i viöbót var verkið stöðvað og ljóst er að ekki verður meira unn- ið þarna í sumar. Þó verða göngin klædd eins og efni á staðnum hrekk- ur til. Einnig verður unnið áfram við vegalagningu uppi á heiðinni. Stykkishólmur: Vöruflutningar tilogfrá Reykjavik Ingibjörg Hinriksdóttir, DV, Stykkishólmi: Jóhann Rafnsson hefur hafið vöru- flutninga á leiðinni Stykkishólmur- Reykjavíkur-Stykkishólmur. Hann festi nýlega kaup á vöruflutningabif- reið og hóf reglubundinn akstur 2. maí sl. Ferðir verða þrisvar í viku. í Reykjavík leggur hann upp frá Vöruleiðum, Skútuvogi 13, en í Stykkishólmi hefur hann engan sér- stakan viðkomustað en ekur heim með vörurnar. Jóhann sagði í viðtali við DV að hann mundi kappkosta að veita sem besta þjónustu. RENAULT Bilaumboðiö hf Krokhalsi 1, simi 686633, Reykjavik. •rcr a kostuni RENAULT NEVADA 4x4 ... fjórhjóladrifínn skutbíll í fullri stærð Framdrif, afturdrif og læst mis- munadrif að aftan gerir Renault Nevada að cinstökum fcrðabíl við allar aðstæður, Renault Nevada er búinn 2000 cc 120 ha. vél með bcinni innspýtingu, lúxusinnrétt- ingu, 5 gíra gírkassa, fjölstillanleg- um sætum, rafdrifnum rúðum, fjarstýrðum samlæsingum, vökva- stýri, farangursgrind og farang- urshillu. Vcrö frá kr. 1.539.000,- SOLARHLOÐUR fyrir sumarbústaði Allar stærðir á mjög hagstæðu verði. 4 W - 12 W og 51 W. POLAR EINHOLTI 6, SÍMI 618401

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.