Dagblaðið Vísir - DV - 27.05.1991, Síða 38
50
MÁNl|D4GtJR27,.IyIAÍ:1991.
Afmæli
Jóhann Kiesel
Jóhann Kiesel stýrimaður, Bjarnar-
hóli 2, Höfn í Homafirði, er fertugur
ídag.
Starfsferill
Jóhann fæddist í Reykjavík og ólst
þar upp til sjö ára aldurs en flutti
þá til Bandaríkjanna þar sem hann
átti heima næstu níu árin. Hann
lauk farmannaprófi frá Stýri-
mannaskólanum í Reykjavík 1974.
Eftir að Jóhann kom aftur til íslands
stundaði hann ýmis almenn störf.
Hann stundaði sjómennsku á árun-
um 1968-79, einkum frá Akranesi,
fyrst sem háseti og síðan stýrimaður
frá 1974. Þá var hann verslunar-
stjóri í Reykjavík og á Homafirði á
árunum 1980-89 en síðustu tvö árin
hefur hann verið stýrimaður á Haf-
ursey SF-36 frá Homafirði.
Fjölskylda
Jóhann hóf sambúð í september
1985 með Vigfúsínu Pálsdóttur, f.
22.8.1960 en hún er dóttir Páls Dag-
bjartssonar, skipstjóra á Homafirði,
og Guðrúnar Magnúsdóttur, hús-
móðurþar.
Sonur Jóhanns og Vigfúsínu er
Jóhann Bergur, f. 12.10.1989. Stjúp-
sonur Jóhanns er Páll, f. 26.2.1982.
Börn frá fyrri hjónaböndum:
Kristján Freyr, f. 27.12.1970, verka-
maður á Akureyri en sambýhskona
hans er Elma Halldórsdóttir og eiga
þau eina dóttur, Rakel Önnu, f. 10.4.
1990; Pétur Ásbjörns, f. 2.10.1975,
nemi á Akranesi; Elsa, f. 5.6.1983,
búsettáAkranesi.
Hálfsystir Jóhanns, sammæðra,
er Áslaug Pétursdóttir, f. 30.4.1953,
gjaldkeri í Reykjavík, gift Kort Ás-
geirssyni verslunarstjóra og eiga
þaufjögurbörn.
Hálfsystkini Jóhanns, samfeðra,
eru Helgi Kristján Sveinsson, f.
27.10.1953, verkamaður á Þingeyri
og á hann eitt barn; Guðmundur
Sigurður Sveinsson, f. 31.5.1955,
netagerðameistari í Reykjavík, og á
hann þijú börn; Sigríður Kristín
Sveinsdóttir, f. 15.5.1957, húsmóðir
á ísafirði, gift Páli Kristjánssyni
húsasmíðameistara og eiga þau fjög-
ur böm; Margrét Sveinsdóttir, f.
23.8.1958, verkakona á ísafirði og á
hún eitt barn; Bjarni Jón Sveinsson,
f. 19.6.1960, nemi á ísafirði; Berglind
Sveinsdóttir, f. 20.4.1963, verkakona
á ísafirði og á hún tvö börn; Svein-
björg Sveinsdóttir, f. 14.7.1964,
verkakona á ísafirði, og á hún tvö
börn.
Foreldrar Jóhanns: Sveinn Jó-
hannsson, f. 13.2.1929, múrara-
meistari í Reykjavík, og Elsa
Bjömsdóttir Kiesel, f. 23.7.1933, d.
7.7.1974, húsmóðir. Jóhann var ætt-
leiddur í febrúar 1958 af Charles
Arthur Kiesel, f. 22.11.1931, d. 20.2.
1974, hermanni í bandaríska flug-
hernum.
Sveinn var sonur Jóhanns Bergs
Guðnasonar, fyrrv. byggingafull-
trúa á Akranesi, og Sigríðar Kristín-
Jóhann Kiesel.
ar Sigurðardóttur. Bróðir Sveins er
Ríkharður, b. í Gröf í Miðdölum í
Dalasýslu.
Elsa var dóttir Einars Björns Vig-
fússonar, verkamanns í Reykjavík
og Áslaugar Sigurðardóttur. Systur
Elsu eru tvær: Anna Björnsdóttir
Johansen, búsett í Noregi, og íris
Björnsdóttir, húsmóðir í Reykjavík.
Snorri Steinþórsson
Snorri Steinþórsson, forstöðumað-
ur mötuneytis borgarskrifstofanna
í Austurstræti 16 og leiðbeinandi við
Hótel- og veitingaskóla íslands, til
heimilis að Engjaseh 69, Reykjavík,
erfertugurídag.
Starfsferill
Snorri fæddist í Reykjavík en ólst
upp í Hafnarfiröi. Hann lauk gagn-
fræðaprófi frá Flensborgarskólan-
um í Hafnarfirði 1968. Sama áriö hóf
hann nám í matreiðslu hjá Sigur-
sæli Magnússyni veitingamanni og
lauk sveinspróíl frá Hótel- og veit-
ingaskóla íslands 1972 en meistara-
réttindi öðlaðist hann 1976.
Snorri starfaði hjá Flugfélagi ís-
lands 1972-73, í Tjamarbúö í Odd-
fellowhúsinu 1973-75 og hjá mat-
stofu Miðfehs 1975-85. Snorri réð sig
síðan th Reykjavíkurborgar 1986 og
í kennslu hjá Hótel- og veitingaskól-
anumsama ár.
Snorri átti sæti í trúnaðarráði Fé-
lags matreiðslumanna 1975-79, sat í
stjóm félagsins og var gjaldkeri þess
1978-79 og situr í stjórn Lífeyrissjóðs
matreiðslumanna frá 1979. Hann
hefur verið félagi í Oddfehowstúk-
unni Þormóði goða í Rvík frá 1981.
Fjölskylda
Snorri kvæntist 1.9.1973 Jónu
Helgu Jónsdóttur, f. 7.9.1952, skrif-
stofustjóra, en hún er dóttir Jóns
J. Bárðarsonar, f. 12.5.1922, d. 21.4.
1981, kaupmanns í Reykjavík, og
Erlu Sigurðardóttur, f. 1.11.1930,
húsmóður.
Dóttir Snorra og Jónu Helgu er
Dröfn Ösp Snorradóttir, f. 9.12.1978.
Bróðir Snorra er VUhjálmur
Steinþórsson, f. 19.2.1945, sjómaður
í Seattle í Bandaríkjunum, og á
hann eina dóttur, Sigurrögnu Vil-
hjálmsdóttur, sem er í sambúð með
Inga Ó. Ingasyni og eiga þau eina
dóttur.
Systir Snorra var Dröfn Stein-
þórsdóttir, f. 31.1.1944, d. 6.6.1959.
Foreldrar Snorra vora Steinþór
Hóseason, f. 6.6.1916, d. 4.6.1968,
vélstjóri í Hafnarfirði, og Sig-
urragna VUhjálmsdóttir, f. 20.6.
1915, d. 25.7.1960, húsmóðir.
Foreldrar Steinþórs voru Hóseas
Ámason og kona hans, Guðrún
Þórðardóttir frá Hóli í Biskupstung-
um.
Foreldrar Sigurrögnu voru VU-
hjálmur Tómasson frá Mjóafirði og
Snorri Steinþórsson.
Guðrún Sigmundsdóttir frá Uppsöl-
um í Vestmannaeyjum.
Eftir að móðir Snorra lést var
hann mikið hjá foðursystur sinni
og manni hennar en þau heita Þór-
hildur Hóseasdóttir og Jóhannes N.
Hallgrímsson, búsett í Hafnarfirði.
Föðurbróðir Snorra var Helgi Hóse-
asson prentari sem lést í fyrra.
Snorri tekur á móti gestum á af-
mæhsdaginn í FélagsheimUi Raf-
magnsveitu Reykjavíkur við Raf-
stöðvarveg mUli klukkan 18 og 20.
Magnús Hafsteinsson
Magnús Hafsteinsson blaðberi,
Vatnsstíg 11 í Reykjavík, er fimm-
cugurídag.
Starfsferill
Magnús er fæddur að Gunnsteins-
stöðum í A-Húnavatnssýslu. Hann
ólst upp í Langadal í A-Hún.
Magnús lauk stúdentsprófi frá
Menntaskólanum á Akureyri árið
1962. Hann fór síðan í Háskóla ís-
lands og lauk prófi í forspjallsvís-
indum 1964.
Magnús starfaði hjá Skattstofu
Reykjavíkur 1965. Hann hóf störf
hjá Loftleiðum 1966 og starfaði hjá
endurskoðunardeUd félagsins til
ársins 1973. Hann starfaði síðan eitt
ár á skrifstofu ByggingavörudeUdar
SÍS. Síðan hefur Magnús unnið al-
menna verkamannavinnu og síð-
ustu árin sem blaðberi.
Magnús hefur aö mestu verið bú-
settur í Reykjavík frá 1962.
Magnús er ógiftur og bamlaus.
Hann átti fimm systkini og em
fjögur þeirra á lífi. Þau em: Pétur
Hafsteinsson, f. 13.3.1924, bóndi að
Hólabæ í A-Hún. Maki hans er Gerð-
ur Aðalbjörnsdóttir og eiga þau fjög-
ur böm á hfi. Pétur er látinn.
Margrét Hafsteinsdóttir, f. 25.9.
1933, sjúkraliði í Keflavík. Maki
hennar er Kjartan Ásmundsson.
Anna Hafsteinsdóttir, f. 9.1.1935,
deildarhjúkrunarfr. á Landspítal-
anum. Hún er búsett í Reykjavík,
ógiftogbamlaus.
Erla Hafsteinsdóttir, f. 25.2.1939,
oddviti Bólstaðarhlíðarhrepps.
Maki hennar er Friðrik Björnsson
og eiga þau fimm böm.
StefánHafsteinsson, 24.12.1943,
verkstjóri á Blönduósi, ógiftur.
Foreldrar Magnúsar em Haf-
steinnPétursson, f. 1886, d. 1961,
bóndi og oddviti, og Guðrún Bjöms-
dóttir húsmóðir. Þau bjuggu lengst
af á Gunnsteinsstöðum í A-Húna-
vatnssýslu.
Ætt
Foreldrar Hafsteins vora Pétur Pét-
ursson og Anna Magnúsdóttir.
Magnús Hafsteinsson.
Systkini hans voru Magnús Péturs-
son, Margrét Pétursdóttir og Þor-
valdurPétursson.
Foreldrar Guðrúnar voru Bjöm
Stefánsson og Sigurbjörg Péturs-
dóttir. Systkini hennar voru Pétur
Bjömsson, Einar Bjömssón, Anna
Bjömsdóttir og Steingrímur Bjöms-
son.
GERUM GÖT Á EYRU
HÁRGREIÐSLUSTOFAN KLAPPARSTfG
SÍMI 13010
,STÓRKOSTLEG
ASKRIFTAR
'l • X sm* mm F
afmælið 27. mai
Rósa Sigfúsdóttir,
Meistaravöllum ll.Reykjavík.
Ingibjörg Steingrímsdóttir,
Þórunnarstræti 97, Akureyri.
Elín Guðmundsdóttir,
Hamarsgötu 23, Fáskrúðsfirði,
Haraldur Torfason,
Hafnarbraut 16A, Höfn í Horna-
firði.
Jón Torfi Snæbjörnsson,
Lónkoti, Hofshreppi.
Esther Gunnarsson,
Framnesvegi 12, Revkjavík.
Ester Árnadóttir,
Laugateigi 21, Reykjavík.
Hólmfríður Garðarsdóttir,
Vöhum, Reykdælahreppi.
Einar Arnórsson,
Langagerði 11, Reykjavík.
Ásta Guðlaugsdóttir,
Vogalandi 2, Reykjavik.
Jóhannes Jóhannesson,
Háteigsvegi 42, Reykjavík.
Þórey Kristjánsdóttir.
Heiðarbrún 98, Hveragerði.
Guðbjörg Jónsdóttir,
Austurvegi 12, ísafirði.
60 ára
Lilja Jóelsdóttir,
Hávegi 58, Siglufirði.
Jóhanna Geirsdóttir,
Norðurfehi 5, Reykjavík.
Þórmundur Skúlason,
Hlíðarbraut 1, Blönduósi.
Hahdóra Þ. Ólafsdóttir.
Rauðagerði 10, Reykjavík.
Guðbjörg Sigurðardóttir,
Bakka 2, Leirár-og Melahr.
Kristín Hjálmarsdóttir,
Stífluseli 4, Reykjavik.
Þóra Ottósdóttir,
Stiklum, Skútustaðahr.
Námskeið og próf
vegna löggildingar
fasteigna- og skipasölu
Fyrirhugað er að efna til námskeiðs og prófa vegna
löggildingar fasteigna- og skipasala sem hefst í sept-
ember nk. ef næg þátttaka fæst.
Fyrirkomulag námskeiðs og prófa verður þannig:
Námskeið Próf
I. hluti september-desember 1991 janúar1992
II. hluti janúar-apríl 1992 maí 1992
III. hluti september-desember 1992 janúar1993
Kostnaður við að taka þátt í námskeiði er nú áætlað-
ur kr. 120 þúsund fyrir hvern námskeiðshluta en
verður ákveðinn þegar fjöldi þátttakenda liggur fyrir.
Kostnaður við þátttöku í prófi er kr. 15.000.
Þeir sem óska eftir að taka þátt í námskeiðinu og/eða
gangast undir próf skulu tilkynna það til ritara próf-
nefndar, Viðars Más Matthíassonar, hæstaréttarlög-
manns, Borgartúni 24, 105 Reykjavík, fyrir 15. júní
nk. Innritunargjald, kr. 5000, skal fylgja tilkynningu.
Gjaldið er endurkræft ef námskeiðið fellur niður eða
tilkynnandi fellur frá þátttöku áður en námskeiðið
hefst.
Nánari upplýsingar veitir dómsmálaráðuneytið, Arn-
arhvoli, sími 609010.
Reykjavík, 23. maí 1991.
Prófnefnd löggiltra fasteignasala.