Dagblaðið Vísir - DV - 11.06.1991, Side 9

Dagblaðið Vísir - DV - 11.06.1991, Side 9
ÞRIÐJUDAGUR 11. JÚNÍ 1991. 9 dv Útlönd Risaveldin: Leiðtogafundur líklega í júlí Litlar líkur eru á því aö Bandaríkj- unum og Sovétríkjunum takist aö komast að samkomulagi um niöur- skurð á langdrægum kjarnaflaugum fyrr en á miðju sumri, að því er emb- ættismenn í Hvíta húsinu sögðu í gær. Þeir árétta þó að ekkert sam- band sé á milli þeirra viðræðna og beiðni Gorbatjovs Sovétforseta um efnahagsaðstoð. Vonir stóðu til að Bush Bandaríkja- forseti og Gorbatsjov mundu undir- rita svonefnt START-samkomulag síðar í þessum mánuði en nú eru meiri hkur á að það verði ekki fyrr en seint í næsta mánuði, eftir fund sjö helstu iðnríkja heimsins sem fram fer í London dagana 15.-17. júlí. Gorbatsjov' mun fara fram á aöstoð leiðtoga ríkjanna sjö á fundinum. „Það hefur aldrei verið sett sam- band á milli þessara tveggja málefna í neinum viðræðum," sagði Marlin Fitzwater, talsmaður Bandaríkjafor- seta, í gær um afvopnunarviðræð- urnar og bágt efnahagsástand í Sov- étríkjunum. Fitzwater ítrekaði aö það mundi engin áhrif hafa á viðræður Gorb- atsjovs við leiðtoga iðnríkjanna sjö þótt ekki tækist að komast að sam- komulagi sem miðar að því að fækka langdrægum kjarnaflaugum risa- veldanna um þriðjung. Bush hefur verið að velta vöngum yfir ýmsum leiöum sem hann gæti farið til að létta á efnahagskreppunni í Sovétríkjunum. Gorbatsjov hefur beðið stjómvöld í Washington um eins og hálfs milljarðs- dollara lán til matvælakaupa og Bush hefur íhugað að veita Sovétmönnum viðskipta- ívilnanir. Reuter ÍRLAND Heillandi áfangastaður á ótrúlega hagstæðu verði FLUG AÐEINS FRÁ KR. 19800,- Engin aukagjöld GLÆSILEGIR GISTISTAÐIR Veröld hefur tryggt sér glæsilega gistingu á írlandi fyrir farþega sína i sumar. Stórkostleg náttúrufegurö og heillandi menning bíða þín á írlandi i sumar. VERÐ FRÁ KR. ^ O C A TVÆR VIKUR * Verð m. v. hjón og 2 börn, 2-15 ára, 21. júní Brottför: 21.júni-5.júlí 19.júlí-2. ágúst og 16. ágúst (vikuferð) fiBOHI osimiN AUSTURSTR/ETI 17 - SÍMI 622200

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.