Dagblaðið Vísir - DV - 11.06.1991, Síða 28

Dagblaðið Vísir - DV - 11.06.1991, Síða 28
28 ÞRIÐJUDAGUR 11. JÚNÍ 1991. Afmæli Gyða Eyjólfsdóttir Gyöa Eyjólfsdóttir, Háaleitisbraut i Jónssonblikksmíðameistari. 33,Reykjavík,verðursjötugámorg- Þauhjónintakaámótigestumí un. húsnæðiAkoges, Sigtúni3,Reykja- EiginmaðurhennarerGeorg | vík,áafmælisdaginnkl. 17-19. i Menning Exúlterað og júbflerað í menningarmiðstöð Hafnfirðinga, Hafnarborg, var aldeilis sungið drottni til dýrðar sl. sunnudagskvöld. Kantorinn á staðnum, Helgi Bragason organisti, hafði safnað saman myndarlegu úrvah af kirkjumúsík Moz- arts fyrir yfirstandandi listahátíð í Firöinum og gott til þess að vita að slíkt falli ekki í grýttan jarðveg því að salur Hafnarborgar var bókstaflega troðfullur. Eini gallinn á þeirri njarðargjöf var að hinn líflegi hljómburður Hafnarborgar dofnaði merkjanlega og dró við það nokkuð úr æskilegum ómtíma, þó ekki til stórskaða, enda heyrðist vel i öllun nema kannski fá- liðaðri karladeild kórsins. Flest voru verkin frá aðalkirkjutónUstarskeiði Moz- arts fram að 1782 þegar hann þjónaði kirkjuhöfðingj- unum í Salzburg, Schrattenbach erkibiskuRi og eftir- manni hans á stólnum, Hieronymusi CoUoredo, sem mun álíka vel þokkaður af tónsagnfræðingum og Sadd- am Hussein er nú í Washington. Leiddist Úlfgangi Amadeusi svo vistin að kirkjutónsköpun hans datt nánast upp fyrir þegar hann fór að vinna sjálfstætt í Vínarborg, til mikillar ánægju fyrir konsert-, sinfóníu- og kammermúsíkunnendur æ síðan. Þykjast sumir geta rakið bæði þetta áhugaleysi gagnvart andlegum tóngreinum og sinnuleysi Austurríkiskeisara gagn- vart snilhngnum unga til hins síðartalda erkiklerks, með því að Colloredo var vandamaður Jóseps II. og ku hafa borið pilti Ula söguna. Hvað sem nú er hæft í þessu þá voru kirkjuverkin á tónleikaskránni öll mjög áheyrileg og brá víöa fyrir snUldarneista þó að vantaði eitthvað á þá dýpt er ein- kennir sams konar verk höfuðsniUinga barokktímans og gildir það reyndar um megnið af vínarklassísku kirkjumúsíkinni: hún verkar dulítið eins og glamp- andi skel utan um holrými. „Exultate, jubilate" (Fagnið, gleðjist) er bravúra- númer fyrir sólósópraninn. Aðalstjarna kvöldsins, Sig- Tónlist Ríkarður Örn Pálsson ríður Gröndal, sýndi fáguð og sannfærandi tilþrif og það svo áreynslulaust að flest tæknivandamál virtust liðin tíð. Aðeins raddfegurð, mýkt og innlifun skiptu máli. í verkunum á eftir, Ave verum corpus, Sancta Mar- ia, mater Dei, Laudate Dominum, Alma Dei Creatoris og í lokanúmerinu - Krýningarmessunni í C-dúr (K 317) beindist athyglin aö kórnum sem átti marga fall- ega spretti, dyggilega studdur af 17 manna kammer- sveit úr Sinfóníuhljómsveit íslands. Þetta er fallegur og vaxandi kór sem fylgir vel röggsömum stjórnanda sínum og framlag einsöngvaranna, sem auk Sigríðar voru Guöný Ámadóttir, Þorgeir J. Andrésson og Ragn- ar Davíðsson, dró síður en svo úr ánægju hlustenda af þessum skemmtilegu og hnökralitlu tónleikum. Einsöngvarar og stjórnandi Mozart-tónleikanna, talið frá vinstri: Ragnar Davíðsson, Guðný Árnadóttir, Helgi Bragason, Sigriður Gröndal og Þorgeir Andrésson. Nauðungaruppboð þríðja og síðasta á eftirtöldum fasteignum: Borgartún ÍB, þingl. eig. Eggert Þór Sveinbjömsson, fer fram á eigninni sjálfri fimmtud. 13. júní ’91 kl. 15.00. Uppboðsbeiðendur eru Guðjón Ár- mann Jónsson hdl. og Gjaldheimtan í Reykjavík. Miðstræti 3A, 3. hæð og rishæð, þingl. eig. Guðni Kolbeinsson og Lilja Berg- steinsd., fer fram á eigninni sjálfri fimmtud. 13. júní ’91 kl. 15.30. Upp- boðsbeiðendur eru Veðdeild Lands- banka fslands og Gjaldheimtan í Reykjavík. Sörlaskjól 40, hluti, þingl. eig. Grund- arkjör hf., fer fram á eigninni sjálfri fimmtud. 13. júní ’91 kl. 16.30. Upp- boðsbeiðendur eru Gjaldheimtan í Reykjavík, Fjárheimtan hf., Eggert B. Ólafsson hdl. og Veðdeild Lands- . banka íslands. B0RGARFÓGETAEMBÆTT1Ð í REYKJAVÍK Aðalskipulag Reykjavíkur 1990-2010 Tillaga að Aðalskipulagi Reykjavíkur 1990-2010, greinargerð og landnotkunarkort auglýsist hér með samkvæmt 17. og 18. gr. skipulagslaga nr. 19/1964. Tillagan ásamt þemakortum og öðrum uppdráttum og skýringarmyndum, sem tengjast aðalskipulaginu, er almenningi til sýnis frá og með 13. júní til 31. júlí 1991 hjá Borgarskipulagi Reykjavíkur, Borgar- túni 3, 4. hæð, frá kl. 8.30-16.15 nema þriðjudaga þá er sýningin opin til kl. 18.00. Starfsfólk Borgar- skipulags svarar fyrirspurnum. Athugasemdum eða ábendingum skal skila skriflega til Borgarskipulags eigi síðar en kl. 16.00 8. ágúst 1991. Þeir sem eigi gera athugasemdir innan tilskilins frests teljast samþykkir tillögunni. Fimmtudaginn 20. júní kl. 17.00 verður kynningar- fundur þar sem starfsmenn Borgarskipulags og borg- arverkfræðings kynna helstu þætti skipulagstillög- unnar. Myndgáta Andlát Jón Guðbjörnsson lést á Borgarspíta- lanum 7. júní. Finnbogi Þ. Þorbergsson frá Efri- Miðvík, Hátúni 10, lést í Landspítal- anum 9. júní. Jónas Sigurðsson bifvélavirki, Sold- otna, Alaska, lést 6. júní. Sigurlaug Guðmundsdóttir, Sól- heimum 32, lést á heimili sínu laug- ardaginn 8. júní. Bjarni Halldórsson bóndi, frá Neðri Tungu, Hlíðarvegi 16, ísafirði, andað- ist á heimili sínu sunnudaginn 9. júní. Kristín Guðmundsdóttir frá Gerðum í Garði lést að kvöldi 7. júní. Guðmundur Jóhannsson, Rituhólum 11, Reykjavík, lést í Landakotsspítala aðfaranótt 9. júní. Sigríður Ólafsdóttir, Kársnesbraut 76, Kópavogi, andaðist í Borgarspít- alanum sunnudaginn 9. júní. Pétur Sigurðsson frá Göröum andað- ist á Hrafnistu, Reykjavík, 10. júní. Hjörtur Þorsteinsson, Eyri í Kjós, lést á heimili sínu sunnudaginn 9. júní. Ingigerður Eggertsdóttir, Egilsgötu 16, Reykjavík, lést 8. júní. Erla Unnur Ólafsdóttir, frá Strönd í Vestmannaeyjum, Álftamýri 20, Reykjavík, lést í Vífilsstaðaspítala að morgni 9. júni. Jón Guðbjörnsson, Hátúni 6, lést í Borgarspítalanum 7. júní. Sigríður Jónsdóttir, Ferjubakka 16, Reykjavík, er látin. Hjörleifur Magnússon, fv. bæjarfóg- etafulltrúi, Siglufiröi, lést í Borgar- spítalanum laugardaginn 8. júní sl. Jarðarfarir Magnhildur Bender, Bólstaöarhlíð 46, lést á heimili sínu 8. júní sl. Jarð- aríorin fer fram frá Fossvogskirkju fóstudaginn 14. júní kl. 15. Erna Ásgeirsdóttir, Neðstaleiti 2, Reykjavík, sem andaðist í Landspít- alanum 5. júní sl., verður jarðsungin frá Fossvogskirkju fimmtudaginn 13. júní kl. 13.30. Karl Ásgrímur Ágústsson, Litla- Garði, Akureyri, sem andaðist 6. júní, verður jarðsunginn frá Akur- eyrarkirkju fimmtudaginn 13. júní kl. 13.30. Tilkyimingar Félag eldri borgara Opið hús í Risinu, Hverfisgötu 105, í dag frá kl. 13-17. Bridge og frjáls spila- mennska. Sigvaldi stjómar dansi í kvöld frá kl. 20-23. Tónleikar Óttablandin virðing á Púlsinum Ný hljómsveit, Óttablandln virðing, leik- ur á veitingastaðnum Púlsinum í kvöld. Hljómsveitin er skipuð úrvals tónlistar- mönnum, en þeir eru: Hjörtur Howser, sem leikur á hljómborð, Guðjón Berg- mann söngvari, Kristján Eldjárn gitar- leikari, Guðmundur Stefánsson trommu- leikari og Bergur Heiðar bassaleikari. Óttablandin virðing leikur tónlist ýmissa höfunda frá ýmsum tímum í bland viö sín eigin lög. Púlsinn verður opnaður kl. 22 en tónleikarnir hefjast kl. 22.35. Tapaðfundið Lyklar fundust Þrír lyklar á kippu, einn bíllykil og tveir húslyklar fundust í Nauthólsvik. Kippan er merkt Stefáni. Upplýsingar í síma 33998. Námskeið Námskeið hjá Tón- skóla FIH i dag, 11. júní, mun John Clayton og Tón- listarskóh FÍH gangast fyrir námskeiöi í húsakynnum félagsins að Rauðagerði 27, Reykjavík. Námskeiðinu er skipt í tvo hluta. Fyrri hluti sem verður kl. 16-18 er einkum ætlaður raf- og kontrabassa- leikurum en hþóðfæraleikarar sem leika á önnur hljóðfæri eru velkomnir enda fjallar John um tónlist í víðu samhengi sem allir ættu að geta nýtt sér. Seinni hluti námskeiðsins er frá kl. 20-22 og þá mun John Clayton stjórna æfingu stór- sveitar Tónlistarskóla FÍH og er öllum sem vfija boðlð að fylgjast með æfing- unni. Þátttökugjald er kr. 1500.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.