Dagblaðið Vísir - DV - 13.06.1991, Blaðsíða 5
< <• r '1 . . I »
FIMMTUDAGUR 13. JÚNÍ 1991.
5
Fréttir
Reykvíkingar 125.000 árið 2010
í nýju Aðalskipulagi Reykjavíkur 1990-2010 er gert ráð fyrir að borgarbúum
fjölgi um 15-25 þúsund til 2010 eða um 1000 að meðaltali á ári. Þá er gert
ráð fyrir að byggðar verði 600-700 ibúðir á ári og um 70.000 fermetrar af
atvinnuhúsnæði.
Aðalskipulag Reykjavíkur 1990-2010:
Byggð í Borgarholti
og Geldinganesi
- nýhöfníEiðsvík
Samkvæmt Aðalskipulagi Reykja-
víkur 1990-2010 verða Borgarholts-
hverfin þrjú, norðan Grafarvogar
fullbyggð við lok skipulagstímans. í
Grafarvogs- og Borgarholtshverfun-
um verður því 16-18 þúsund manna
byggð. Á vesturhluta Geldinganess
er gert ráð fyrir 5.000 manna íbúða-
hverfi og á austurhluta nessins stóru
athafnahverfi.
í Eiðsvík er gert ráð fyrir nýrri
flutningahöfn sem tekur við aukinni
hafnarstarfsemi af Sundahöfn þegar
hún er fullbyggð. Sundabraut verður
lögð yfir Kfeppsvík og út á Gefdingar-
nes og þaðan áfram í framtíðinni. í
Hamrahlíð undir Úlfarsfelli er áætl-
að íbúðarhverfi fyrir um 5.000 íbúa
og stórt athafnasvæði við Vestur-
landsveg. Sunnan Korpúlfsstaða
verður næsta stóra íþróttasvæði á 10
hekturum og Korpúlfsstaðir verða
menningarmiðstöð.
Geirsgata fullgerð 1993
Sæbrautin tengist Mýrargötu í
gegnum gömlu höfnina með Geirs-
götu sem verður fullgerð 1993. Ósa-
braut, sem tengir saman Sæbraut og
Höfðabakka yfir Elliðaárhólma,
verður tekin í notkun 1992-1993. Þá
er gert ráð fyrir stofnbraut sunnan
Öskjuhlíðar og yfirbyggðri Fossvogs-
braut í Fossvogsdal.
Helstu stofnbrautir verða breikk-
aðar, s.s. Miklabraut, Kringlumýrar-
braut, Vesturlandsvegur að Korpu,
Höfðabakki, Sæbraut og Eiðsgrandi.
Á morgun hefst kynning á nýju
aöalskipulagstillögunum á 4. hæö í
Borgartúni 3.
-PÍ
Frjómælingar fyrir
ofnæmissjúklinga
Undanfarnar vikur hafa farið fram
frjómælingar á vegum Raunvísinda-
stofnunar Háskólans. Er þetta þriðja
árið sem shkar mælingar fara fram.
Þær eru geröar til þess að byggja
megi á þeim frjókomaspár sem kom-
iö geta þeim er hafa ofnæmi fyrir
frjókomum til góða. í þessum til-
gangi hefur svonefndri fijókorna-
gildru verið komið fyrir í mælireit
Veðurstofunnar.
„Við emm að safna upplýsingum
um þær tegundir fijókorna sem hér
eru á ferðinni, hvenær þeirra er von
og í hve miklum mæli,“ sagði Mar-
grét Hallsdóttir hjá Raunvísinda-
stofnun. „Á þessum upplýsingum
getum við síðar gert fijókornaspár
sem fólk með ofnæmi getur haft gagn
af. Slíkar spár eru gerðar í íjölmörg-
um erlendum borgum og birtar
reglulega. Við höfum aðeins unnið
að þessum rannsóknum í þijú ár og
hafa niðurstöður verið mjög mis-
munandi. Við höfum því ekki fengið
nógu traustan grunn til þess að
byggja spár á, enn sem komið er.“
Margrét sagði að nú væri komin á
samvinna innan flestra Evrópuland-
anna um fijómælingar. Niðurstöðum
væri safnað í sérstakan gagnabanka
í Vín. Þar væri unnið að gerð forrita
sem gerðu það kleift að koma upplýs-
ingum á myndmáli til sjónvarps-
stöðva í gegnum gervihnött. Með
þessu móti væri hægt að birta ftjó-
kornaspár í fréttatímum sjónvarps-
stöðvanna í viðkomandi löndum.
Slíkar upplýsingar væru ofnæmis-
sjúkum ómetanlegar. Þeir gætu þá
búið sig betur undir slæm tímabil og
forðast að vera á ferðinni á þeim
svæðum þar sem mikið væri um fijó-
kom í lofti. „Þetta kerfi verður próf-
að í sumar,“ sagði Margrét, „en áætl-
að er að það verði tekið í notkun í
ársbyijun 1992.“
Margrét sagði enn fremur að fijó-
kom þau sem einkum yllu ofnæmi
hjá fólki hér á landi væru birkifijó-
kom, súrufijókorn, svo sem af
hundasúram, og grasfijó. Væri áætl-
að að ríflega 7% þjóðarinnar væra
meðfrjóofnæmi. -JSS
Heillandi áfangastaður
á ótrúlega hagstæðu verði
FLUG AÐEINS FRÁ KR.
19800,-
Engin aukagold
„Á EIGIN VEGUM '
Bændagisting • Sveitahótel • Herragarðar • Kastalar
Stórkostleg náttúrufegurð og heillandi menning bíða þin á Irlandi í sumar.
VERÐ FRÁ KR.
TVÆR VIKUR
31.850,
* Verð m. v. hjón og 2 böm, 2-15 ára, 21. júni
Brottför: 21. júní — 5. júlí
19.júlí-2.ágúst
og 16. ágúst (vikuferð)
nuíMiÐsmiN
AUSTURSTRÆTI 17 - SÍMI 622200
LISTAHATIÐ
I HAFN ARFIRÐI
QUIREBOYS
20.20-21.20
y SLAUGHTER
19.00-19.50
jæm
17.40-18.30
GCD
i :
16.20-17.10
15.20-15.50
ARTCH
SVÆÐIÐ OPNAR
KL. 12.00.
1 BARN YNGRA
EN 10 ÁRA í
FYLGD MEÐ
FULLORÐNUM
FÆR FRÍTT INN.
VEITINGAR
SELDAR ALLAN
DAGINN
12 TÍMA
SKEMMTUN
FYRIR ALLA
FJÖLSKYLDUNA
MIÐAVERÐ KR.
5.500.-
14.30-15.00
SUNNUDAGINN 16.
KAPLAKRIKA HAFNARFIRÐI
FORSALA AÐGÖNGUMIÐA:
Reykjavík: Skífan. Kringlunni. Laugavegi 33 og Laugavegi 96; Bónus Videó.
Hraunbergi; Bónus Videó Strandgötu 28. Videóhöllin Þönglabakka 6. Videóhöllin
Hamraborg 11. Akranes: Bókaskemman. Borgarnes: Kaupfélag Borgfirðinga.
Isafjörður: Hljómborg. Sauðárkrókur Kaupfélag Skagfirðinga. Akureyri: KEA.
Neskaupstaður: Tónspil. Ólafsvik: Gistiheimiliö Höfði Höfn: KASK.
Vestmannaeyjar: Adam og Eva. Selfoss: Ösp. Keflavík: Hljómval.
Allar upplýsingar i sima 91 - 67 49 15.
HÆGT ER AÐ BORGA MIÐANN MEÐ GREIÐSLUKORTI
í SÍMA 91-674915
TlMASETNINGAR Á HLJÓMSVEITUM G/ETU RASKAST UTILLEGA
RÉTTUM STAÐ