Dagblaðið Vísir - DV - 13.06.1991, Blaðsíða 11
FIMMTUDAGUR 13. JÚNÍ 1991.
11
Utlönd
NewYork:
Hmburmenn eftir
skrúðgönguna miklu
„Móðir allra skrúðgangiia" og
veisluhöldin sem henni fylgdu í New
York um siðustu helgi heyra nú sög-
unni til. Það eina sem eftir stendur
eru timburmennirnir. Borgin er aft-
ur komin í sitt fyrra horf þar sem
menn rífast meira að segja um
hversu margir létu sjá sig og hvers
vegna öll lætin skildu eftir sig svona
lítið rusl.
Lögregluyfirvöld borgarinnar
halda því fram að 4,7 milljónir borg-
arbúa hafi fyllt götugljúfrin á suður-
hluta Manhattaneyju til að fylgjast
með 24 þúsund þátttakendum í
skrúðgöngunni og þar við situr þótt
ýmsum þyki það hljóma afkáralega.
Talsmaður lögreglunnar sagði í gær
að þeir sem vildu bera brigður á þá
tölu ættu bara að fara út á götu næst
og telja.
Maður skyldi ætla að svona mann-
fjöldi skildi eftir sig óhemju magn
af rusli. Á sjálfum skrúðgöngudegin-
um tilkynntu embættismenn að tæp-
um sex þúsund tonnum af pappírs-
strimlum og gulum borðum hefði
verið hent út um glugga húsanna á
leið göngunnar. Svo var þó ekki.
Búið er að vigta allt rushð sem sorp-
hreinsunardeildin hirti og það
reyndist ekki vera nema 87 tonn.
Samkvæmt New York Times kæmist
gangan því ekki einu sinni i hóp tutt-
ugu stærstu skrúðgangna hvað rusl
varðar.
En hvers vegna þessi munur? Jú,
ruslið eftir fyrri göngur var aldrei
vigtað nákvæmlega heldur aðeins
beitt ágiskunaraðferðinni.
Hvað um það, David Dinkins borg-
arstjóri verður nú að halda áfram
að glíma við vandair|ál borgarinnar
eins og hvernig eigi að stoppa upp í
fjárlagagat upp á 3,5 milljaröa doll-
ara. Reuter
Þetta þykir New York-búum ekki mikið rusl eftir skrúðgöngu. Borgaryfir-
völd bjuggust við sex þúsund tonnum eftir „móður allra skrúðgangna" en
fengu bara 87 tonn. Simamynd Reuter
London:
Dýragarðinum lokað
Dýragarðinum í London, þeim
elsta í heiminum, verður lokað í
september vegna fjárhagsöröug-
leika þar sem rikisstjómin neitar
að koma honum til bjargar.
Breska dagblaðið The Ðaily Te-
legraph skýrði frá þvi morgun að
stjórnendur dýragarðsins hefðu
sent ríkisstjórninni áætlun um að
koma þeim átta þúsund dýrum sem
þar em fyrir annars staðar á næstu
þremur árum.
Þegar það var tilkynnt í apríl að
dýragarðurinn þyrfti 13 milljónir
punda til að halda rekstrinum
áfram, ella yrði að farga dýrunum,
varð uppi fótur og fit meðal al-
mennings. Efnt var til fjársöfnunar
en ekki kom inn nema hálf miiljón
punda.
Meðal vinsælla dýra í garðinum
eru pandan Chi Chi og Gæi górilla.
Reuter
Norskir tollverðir grandalausastir
Norskir tollverðir eru granda-
lausastir allra tollvarða á Norður-
löndum. Þetta er niðurstaða nýrrar
sænskrar rannsóknar sem einnig
sýnir fram á aö hvert Norðurland-
anna missir af nær tveimur til fjór-
um milljörðum íslenskra króna
vegna rangra eða falsaðra toll-
skýrslna. Samkvæmt rannsókninni,
sem gerð var að beiðni ráðherra-
nefndar Norðurlandaráðs, er um
helmingur allra innflutnings-
skýrslna á Norðurlöndum rangt út-
fylltur.
Þær vörur, sem norskir innflutn-
ingsaðilar reyna helst að komast hjá
aö greiða tolla af, eru hljóðfæri og
hljóðsnældur en einnig vefnaðarvör-
ur og fatnaður.
Algengt er að ekið sé með varning-
inn yfir landamærin án þess að
stöðva við tollstöð. Minna tolleftirlit
er í Noregi en á hinum Norðurlönd-
unum. ntb
Suzuki Swift Sedau
MINNI MENGUN
Fullkomnasti mengunar-
útbúnaður sem völ er á
Aflmikill - bein innspýting
Lipur í akstri
Beinskiptur/sjálfskiptur
Eyðsla frá 4 I á 100 km
Til afgreiðslu strax.
Verð frá 878.000 kr. V m
SUZUKIBÍLAR HF
SKEIFUNNI 17 SlMI 685100
SKÓVERSLUN KÓPAVOGS
Hamraborg 3, sími 4 17 54
KangaROOS-
SKÓR I
GÆÐI - ENDING
LÁTTU EKKI 0F MIKINN HRAÐA A
VALDA ÞÉR SKAÐA! $=
Allt að 30%
afsláttur
af notuðum
lada
bifreiðum
Lada Sport ’87, 5 g., ek. 47.000.
V. áður 460.000, v. nú 330.000.
Lada Sport '88, 5 g., ek. 50.000.
V. áður 550.000, v. nú 380.000.
Lada Sport ’89,4ra g., ek. 32.000.
V. áður 600.000, v. nú 450.000.
Lada Sport '88, 4ra g., ek. 58.000.
V. áður 490.000, v. nú 330.000.
Lada Sport '87, 5 g., ek. 60.000.
V. áður 460.000, v. nú 320.000.
Lada Sport ’85, ek. 42.000. V.
áður 300.000, v. nú 210.000.
Góð greiðslukjör.
Opið vlrka daga 9-18 og laugardaga 10-14