Dagblaðið Vísir - DV - 13.06.1991, Blaðsíða 32
w
Hafir þú ábendingu eða vitneskju um
frétt, hringdu þá í síma 62-25-25. Fyrir
hvert fréttaskot, sem birtist eða er notað
í DV, greiðast 2.000 krónur.
Fyrir besta fréttaskotið í hverri viku
greiðast 5.000 krónur. Fullrar nafn-
leyndar er gætt. Við tökum við frétta-
skotum allan sólarhringinn.
Ritstjórn - Auglýsingar - Áskríft - Dreifing: Slmi 27022
Minna fram-
boðaf
húsbréfum
Mikil afFólI húsbréfa, sem skila sér
í 8,8 prósent ávöxtun kaupenda bréf-
anna, eru nú farin að hafa veruleg
áhrif á framboð húsbréfa á fjár-
magnsmakaðnum.
Á sama tíma og framboð hefur
minnkað hefur ásókn fjárfesta,
spariíjáreigenda, aukist í bréfm. Svo
virðist því sem gott jafnvægi sé að
nást á milli framboðs og eftirspurnar
og að ávöxtunarkrafan sé í hámarki.
Sigurbjörn Gunnarsson hjá Lands-
bréfum segir að Landsbréf séu að
kaupa húsbréf á hverjum einasta
degi og selji einnig mikið af bréfum.
„Það hefur verið mjög góða sala í
húsbréfum í júní.“
-JGH
Reykjanesbraut:
Kindur miklir
slysavaldar
Mikill fjöldi íjár gengur laus meö-
fram Reykjanesbrautinni við.
Straumsvík og hefur á undanfornum
árum valdið mörgum slysum. Það
eru sauðfjáreigendur í Lónakoti, Ótt-
arsstöðum og fleiri bæjum sem eiga
féð en hafa ekki hirt um að girða það
af.
Að sögn lögreglunnar í Hafnarflrði
er þetta stórkostlegt vandamál og
hefur lögreglan mörgum sinnum
kvartað við bæjaryfirvöld vegna
þessa. Talað hefur verið um að Hafn-
arfjarðarbær kaupi þessi lönd og lög-
reglan segir að þegar það gengur í
gegn muni þessari áþján loks ljúka.
-ns
Istess
hættir
Gyffi Kristjánsson, DV, Akureyri:
Hluthafafundur í fóðurvöruverk-
smiðjunni ístess hf. á Akureyri sam-
þykkti í gær að fyrirtækið hætti
störfum og yrði gert upp „með gjald-
þrotaskiptum eða einhverjum öðrum
hætti“, eins og þaö var orðað.
Eftir að norska fyrirtækið Skrett-
ing dró sig út úr fyrirtækinu þar sem
Skretting var stærsti hluthafinn eru
ístess allar bjargir bannaðar vegna
þess aö ákvæði í samningi segja að
Istess megi ekki fara í samkeppni við
Skretting. Hins vegar er stofnun nýs
fyrirtækis í burðarliðnum og er ætl-
unin að það fyrirtæki taki á leigu
framleiðslu ístess sem allra fyrst.
Frjálst,óháð dagblað
FIMMTUDAGUR 13. JÚNÍ 1991.
LOKI
Verða ekki hinir grennstu
fremstir?
1«
Telur árásarmennina
stunda skipulagt of beldi
„Eg var heima hjá fólki sem ég
þekki. Seint um kvöldið komu þrjú
vöðvatröll inn og drógu mig út á
hárínu. Félaga minum var haldið
og skipað að skipta sér ekki af
þessu, Þetta horfðu lítil börn upp
á. Síðan var ég tekinn út og barinn.
Kvöldið áöur hafði ég í lent í rifr-
ildi og ryskingum við pilt sem síðan
var vísað út úr húsinu. Þegar hann
fór lýsti hann því yflr að ég skyldi
fá að blæða fyrir þetta,“ sagði karl-
maður um þrítugt sem segir að
þrír menn hafl ráðist á sig síðastlið-
ið fóstudagskvöld og misþyrmt sér.
Maöurinn telur að þarna hafi
verið um skipulagðar hefhdarað-
gerðir að ræða og hafi árásarmenn-
imir hugsanlega verið „leigðir" til
verksins. Maðurinn slapp við bein-
brot en er illa útleikinn í andliti.
Hann hefur lagt frám kæru á hend-
ur árásarmönnunum. Rannsókna-
deild lögreglunnar í Reykjavík hef-
ur málið til meðferðar.
„Þegar mennimir komu með mig
út stóö pilturinn frá kvöldinu áður
og sagði til um hvernig ætti að
berja mig. Þeir drógu mig út alveg
eins og þeir væru að sýna honum
að þeir væru að vinna fýrir launun-
um sínum. Þeir gengu í skrokk á
mér, börðu mig í andlitið, stönguðu
í nefið, skelltu mér í götuna og
spörkuöu meðal annars í nýrun
sem er mjög sársaukafullt. Þeir
vissu greinilega hvað þeír voru að
gera,“ sagði maðurinn.
Hann segir að sér sé kunnugt um
að „gengi“ sem þessi tíðkist hér á
landi - sem sjá aðallega um að inn-
heimta skuldir eða ef einhver vill
láta jafna um fólk. Mér er kunnugt
um að sama kvöld tóku þremenn-
ingarnir annan mann fyrir.
Að sögn yfirmanns rannsókna-
deildar lögreglunnar er það ekkert
nýtt að sögur hafi farið að skipu-
lögðu ofbeldi á höfuðborgarsvæð-
inu. Hins vegar hefur slíkt að miklu
leyti tíðkast innan „fíkniefna-
heimsins". Slík mál eru sjaldnasi
kærð til lögreglu þar sem fórn-
arlömbin hafá óttast hefndarað-
gerðir að hálfu árásaraðilanna.
DV er ekki kunnugt um að fram-
angreind árás tengist fíkniefhum.
-ÓTT
Slæmt ástand á Vestíjörðum:
Lögreglan klippir og
löng bið eftir skoðun g
2mt ástand hefur skaDast varð- laaðri áætlun. Þetta býðir að Vest- r
andi skoðunarmál bifreiða á Vest-
flörðum, þó einkum á ísafirði. Vegna
vanrækslu á aðalskoðun hefur lög-
reglan á ísafirði klippt skráningar-
númer af um 40 bifreiðum að undan-
fómu. Óánægju hefur gætt hjá þess-
um bíleigendum þar sem að minnsta
kosti þarf að bíða í viku eftir að fá
bílinn skoðaðan. Þessir bfleigeigend-
ur hafa eigi að síður fengið að
minnsta kosti 2 mánaða frest til að
færa bíl sinn til aðalskoðunar.
Aðeins einn maður annast bifreiða-
'skoðun fyrir Vestfirði. Hann hefur
aðstöðu á ísafirði en flytur sig á milli
flarða samkvæmt fyrirfram skipu-
firskir bfleigendur verða að bíða frá
nokkrum dögum og upp í vikur eða |
mánuði eftir skoðunarmanninum.
Ástandið á ísafirði hefur versnað
mjög á síðustu vikum. Álagið er orð-
ið þannig að skoðunarmaðurinn hef-
ur ekki við.
Að sögn Jónasar Eyjólfssonar, yfir-
lögregluþjóns á ísafirði, er verið að ,
byggja nýja skoðunarstöð þar í bæ. j
Mun þá aðstaðan skoðunarmannsins I
batna. Engu að síður hefur ekkert
verið gefið út um flölgun í skoðunar-1
manna. Ekki náðist í Karl Ragnars j
hjá Bifreiðaskoðun íslands í morg
^rgun.
-ÓTT
Sláturfélagið vill skaðabætur
Það er mikið um að vera í Nauthólsvikinni þessa dagana. Bátur við bát á
vikinni enda besti timi ársins til að stunda þetta skemmtilega sport.
DV-mynd Brynjar Gauti
Sláturfélag Suðurlands hefur
stefnt Goða hf. fyrir að nota vígorðið
„grennstir fyrir bragðið" í auglýsing-
um. Vígorðið telja forsvarsmenn SS
vera of keimlíkt vígorðinu „fremstir
fyrir bragðið" sem þeir hafa notað
síðastliðin tvö ár. SS krefst þess að
Goða verði dæmt óheimilt að nota
umrætt slagorð. Einnig vilja þeir
hálfa milljón í skaðabætur og að
Goði borgi málskostnað.
Að sögn Árna S. Jóhannssonar,
framkvæmdastjóra Goða, er hann
sannfærður um að SS muni tapa
málinu. Ekki sé um að ræða neina
samsvörun milli þessara slagorða.
Því muni Goði nota sitt áfram.
„Þetta er nú frekar spaugilegt mál.
Lundin hjá þeim myndi sjálfsagt létt-
ast ef þeir fengju sér eitthvað af létt-
bylsunum okkar. Fyrir okkur er
þetta góð auglýsing," segir Árni.
Að sögn Steinþórs Skúlasonar, for-
stjóra SS, hefur hann ekkert á móti1
heiðarlegri samkeppni við Goða. Með
eftiröpun á slagorði SS hafi Goði hins |
vegar brotið ríkjandi siðareglur.
„Þetta er svo augljós eftiröpun og ’
ber vott um að þeir séu búnir að gef-
ast upp á samkeppninni við okkur. [
Því grípa þeir til þess ráðs að reyna I
að blekkja neytendur en því unum
við ekki,“ segir Steinþór. -kaa |
Veðrið á morgun:
Þurrt og víð-
ast léttskýj-
að syðra
Á morgun verður norðaustan-
átt um allt land, 4-5 vindstig
verða norðanlands en hægari
syðra. Skýjað og kalsarigning
.verður norðanlands en þurrt og
víðast léttskýjað syðra. Hiti 3-7
stig norðanlands en 8-16 stig
syðra.
tB»LASrö(
ÞRðSTIIR
68-50-60
VANIR MENN
*
i
i
*
i
i