Dagblaðið Vísir - DV - 13.06.1991, Blaðsíða 14
14
FIMMTUDAGUR 13. JÚNl 1991.
Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF.
Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÖLFSSON
Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON
Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON og ELLERT B. SCHRAM
Aðstoðarritstjórar: HAUKUR HELGASON og ELlAS SNÆLAND JÖNSSON
Fréttastjóri: JÓNAS HARALDSSON
Auglýsingastjórar: PÁLL STEFÁNSSON og INGÓLFUR P. STEINSSON
Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiðsla, áskrift,
ÞVERHOLTI 11,105 RVlK.SlMI (91 )27022 - FAX: (91)27079
Setning, umbrot, mynda- og plötugerð:
PRENTSMIÐJA FRJÁLSRAR FJÖLMIÐLUNAR HF„ ÞVERHOLTI 11
Prentun: ARVAKUR HF. - Askriftarverð á mánuði 1100 kr.
Verð i lausasölu virka daga 105 kr. - Helgarblað 130 kr.
Þreföld ráðherraspilling
Þegar Jón Sigurðsson iðnaðarráðherra lét skattgreið-
endur borga hálfrar milljónar króna veizlu, sem hann
hélt körfuboltamönnum suður með sjó fjórum dögum
fyrir síðustu kosningar, fór hann langt út fyrir alla
ramma, sem gilt hafa um leyfilega spillingu ráðherra.
í fyrsta lagi var málefni veizlunnar alls ekki á sviði
iðnaðarráðuneytis hans. Ef einhver opinber aðili á að
halda slíka veizlu, er það menntaráðherra, sem fer með
íþróttamál í ríkisstjórninni og kemur fram fyrir hönd
hins opinbera gagnvart íþróttahreyfingunni.
í öðru lagi er ekki venja, að menntaráðuneyti eða
iðnaðarráðuneyti haldi sigurliðum veizlur í tilefni loka
íslandsmóts í körfubolta. Með því að halda veizluna fór
Jón Sigurðsson ekki aðeins út fyrir verksvið sitt, heldur
rauf þar á ofan hefðir um tilefni veizluhalda.
Ef Jón Sigurðsson hefði verið menntaráðherra og ef
venja hefði verið að halda slíkar veizlur fyrir sigurlið í
körfubolta, er enn eftir þriðji mælikvarðinn á, hvort
rétt hafi verið að halda slíka veizlu í kjördæmi ráðherr-
ans fjórum dögum fyrir alþingiskosningar.
Almenna siðferðisreglan er, að gráa svæðið milli
góðra siða og siðleysis þrengist, þegar kringumstæður
verða grunsamlegar, svo sem var í þessu tilviki, er
veizlugestir voru kjósendur í kjördæmi ráðherrans og
áttu eftir að ganga að kjörborðinu eftir fjóra daga.
Iðnaðarráðherra gerðist með veizlu sinni brotlegur á
þrefaldan hátt. Hann fór í fyrsta lagi út fyrir verksvið
sitt sem ráðherra. Hann fór út í nýja tegund veizlu-
halda, sem ekki er hefð fyrir. Og hann rauf í þriðja lagi
r.eglur um meðferð slíkra mála í kosningaundirbúningi.
Með því að láta skattgreiðendur borga veizluna gerði
iðnaðarráðherra ekki greinarmun á sér sem umboðs-
manni framkvæmdavaldsins og sem frambjóðanda Al-
þýðuflokksins í Reykjaneskjördæmi. Það er ein algeng-
asta tegund spillingar í þjóðfélaginu um þessar mundir.
Hin tegund spillingar, sem ráðherrar detta stundum
í, er að gera ekki greinarmun á sér sem umboðsmanni
framkvæmdavaldsins og sem einstaklingi. Sami ráð-
herra fór út af siðferðiskortinu, þegar hann bauð skóla-
systkinum til freyðivínsveizlu á Breiðafirði í fyrra.
í alvöruríkjunum umhverfis okkur er gerður greinar-
munur á því, er menn gera sem ráðherrar, sem flokks-
menn og sem einstaklingar. Ríkið borgar fyrir þá sem
ráðherra, flokkurinn fyrir þá sem frambjóðendur og
sjálfir borga þeir fyrir sig sem bekkjarbræður.
Starfsmannasfjóri Bandaríkjaforseta fór út af sporinu
eins og hinn íslenzki iðnaðarráðherra. Hann notaði flug-
vélar hersins í þágu flokks síns og sjálfs sín. Nú hefur
flokksreikningurinn verið sendur viðkomandi flokki og
hertar hafa verið reglur um meðferð mála af þessu tagi.
Ekkert slíkt gerist hér á landi, af því að íslenzka rík-
inu er stjórnað af siðleysingjum. Þessir siðleysingjar eru
valdir til áhrifa af siðlausum kjósendum, sem gera sér
litla sem enga rellu út af þessu og dilla rófunni, ef ruð-
ur af spillingunni falla þeim í skaut sem veizlugestum.
Þegar upp kemst um ráðherraspillingu í nágranna-
ríkjum okkar beggja vegna Atlantshafs, er gripið til
gagnaðgerða til að treysta siðaramma og minnka gráu
svæðin. Hér á landi láta menn sér fátt um fmnast, af
því að hér ríkir þriðja heims siðferði hjá almenningi.
Þegar almenningur og stjórnmálamenn líta á ríkis-
sjóð sem herfang, er óhjákvæmilegt að flármálastjórn
verður lakari en venja er hjá vestrænum þjóðum.
Jónas Kristjánsson
Norræn ráðstefna um umhverfismennt i Reykjavik 12.-14. júní 1991.
Miljö 91:
Umhverfis-
mennt
á íslandi
Það er mikið ánægjuefni hvað við
íslendingar erum farnir að hugsa
til framtíðar og taka umhverfis-
málin alvarlega. Flestum ber sam-
an um að menntun og fræðsla gegni
lykilhlutverki ef okkur á að takast
að bæta umgengni okkar um móð-
ur jörð og skila henni í þokkalegu
ástandi til komandi kynslóða.
Mikil vakning er í skólum, ekki
síst leikskólum, og er víða verið að
brydda upp á athyglisverðum nýj-
ungum. Mikil umræða í fjölmiðl-
um, stofnun umhverfisráðuneytis,
öflugt starf ýmissa félaga, stofnana
og fyrirtækja og norræna umhverf-
isárið - en því verður formiega slit-
ið á ráðstefnunni á morgun - allt á
þetta sinn þátt í að hvetja fólk til
dáða.
Batnandi manni
er best að lifa
Margir stjórnmálamenn hafa
haldið því fram að viö íslendingar
ættum að vera til fyrirmyndar í
umhverfismálum. Það ættum viö
að geta því okkar góða og strjálbýla
land gefur forskot á mörgum svið-
um. En viö höfum í mörgu verið
slóðar og þurfum að taka sjálf okk-
ur til bæna.
Norðurlöndin hafa í 15 ár haft
með sér samstarf um að efla um-
hverfisfræðslu, fyrst samráð um
námsefnisgerð en síðan með stór-
um 1000 manna ráðstefnum á 2 ára
fresti síðan 1983. Miljö 91, sem nú
stendur yfir, er síðasta ráöstefnan
af þessu tagi og er fyrirhugað ann-
ars konar samstarf landanna
næstu ár til að styrkja umhverfis-
mennt, einkum í skólum.
Aðalmarkmiðið með Miljö 91 er
að efla umhverfismennt á íslandi
og hinum Norðurlöndunnum
þannig að viö skynjum að við erum
gestir jarðar, aö við nýtum um-
hverfi okkar og auðlindir á skyn-
samlegan hátt, verðum ábyrg og
hófsöm í einkaneyslu, lærum að
njóta óspilltrar náttúru og varð-
veitum hana fyrir komandi kyn-
slóðir.
Umhverfismennt miðar að því að
fólk gefi umhverfi sínu gaum og
beri umhyggju fyrir því. Leitast er
viö að efla þekkingu, leikni og vilja
til að leysa mál sem varða náttúru-
legt og manngert umhverfi og að
koma í veg fyrir ný vandamál. Leit-
ast er við að tengja umhverfis-
mennt sem flestu í starfi skóla, svo
sem náttúrufræði, samfélagsfræði,
íslensku, skapandi list - og sýning-
ar Miljö 91 bera vott um hvernig
það tekst - sjón er sögu ríkari.
Aðsókn okkar að miljö-ráðstefn-
Kjállarmn
Þorvaldur Örn Árnason
form. undirbúningsnefndar
Miljö 91
unum sýnir að við erum að hress-
ast. Enginn íslendingur (svo vitaö
sé) sótti fyrstu ráðstefnuna í Stokk-
hólmi 1983, í Ósló 1985 voru aðeins
3, í Helsinki 1987 voru 6, í Kaup-
mannahöfn 1989 vorum við 13. Nú
eru hins vegar 220 íslendingar full-
gildir þátttakendur í slíkri ráð-
stefnu í Reykjavík! Að auki hafa
hundruð manna átt mikilvægan
þátt í að undirbúa ráðstefnuna og
ekki síst þær viðamiklu sýningar
sem tengjast henni, beint eða
óbeint.
Sýning í Hagaskóla
og Melaskóla
Sýning ráðstefnunnar er opin eft-
ir hádegi í dag, á morgun og á laug-
ardag. Hún er opin öllum, jafnt for-
eldrum og bömum sem fóstrum,
kennurum og öðru fagfólki. Að-
gangur er ókeypis.
Sýning þessi er opinberun á því
hvaö 70 ólíkir aðilar eiga við með
umhverfismenntun og fræöslu.
Hún ber vitni um það hvar við er-
um stödd og hvert við viljum halda.
Hér sést m.a. hvers unga kynslóðin
er megnug undir handleiöslu
áhugasamra fóstra og kennara,
kynslóöin sem öðrum fremur mót-
ar 21. öldina.
Sýnendur eru 70 talsins, flestir
frá íslandi. Þar eru leikskólar fjöl-
mennastir, en einnig margir
grunnskólar, framhaldsskólar,
stofnanir og félög. Einnig er vegleg
sýningardeild frá Noregi, Svíþjóð,
Finnlandi og Danmörku og hefur
hvert land 2-3 skólastofur til um-
ráða. Aðallega er um að ræða
kynningu á því hvernig unnið er
að umhverfismennt en einnig
verða kynnt ný námsgögn og ýmis
söluvara sem tengist málefninu.
Nokkur fyrirtæki leigja sýningar-
bása og kynna þar framlag sitt til
umhverfismenntar.
Ljóst er að mörg þúsund manns
á öllum aldri hafa skapað þessa
sýningu. Skólasýningarnar eru t.d.
sprottnar úr námsvinnu aragrúa
nemenda sem kennarar og fóstrur
hafa stýrt og flest af því sem hér
er sýnt er hluti af viðameiri sýn-
ingu í viðkomandi skóla sl. vetur.
Aðeins lítið brot af því sem gert
hefur verið kemst alla leið á þessa
sýningu. Að baki sýningarbáss eins
áhugafélags getur legiö áratugar
þróunarstarf og veruleg kvöld-
vinna valins hóps við að útbúa sýn-
ingargögnin Hér eru stofnanir og
fyrirtæki sem eiga með starfsemi
sinni ríkan þátt í að móta umhverf-
ið og líf okkar og sýna hér endur-
vinnsluafurðir og notadrjúg náms-
gögn, svo dæmi séu tekin.
Umhverfiskvikmyndahátíð
Norræna húsið í Reykjavík og
aðstandendur Miljö 91 halda um-
hverfiskvikmyndahátíð í Norræna
húsinu og Háskólabíói og verða
sýningar e.h. á laugardag og á
sunnudagskvöld. Sýndar verða
umhverfiskvikmyndir og kennslu-
myndbönd frá Danmörku, Finn-
landi, íslandi, Noregi, Svíþjóð og
Eistlandi og verður tækifæri til
umræðna í hléum á sýningu. Að-
gangur er ókeypis í Norræna hús-
inu og ódýrt í Háskólabíó.
Þorvaldur Örn Árnason
„Margir stjórnmálamenn hafa haldið
því fram að við íslendingar ættum að
vera til fyrirmyndar í umhverfismál-
um. Það ættum við að geta því okkar
góða og strjálbýla land gefur forskot á
mörgum sviðum.“