Dagblaðið Vísir - DV - 13.06.1991, Blaðsíða 25
FIMMTUDAGUR 13. JÚNÍ 1991.
33
Menning
Kontrabassalelkarmn, tónskáldið, útsetjarinn og hljómsveitarstjórinn John Clayton:
Stjórnar Sinfóníunni
og leikur í Púlsinum
John Clayton stjórnar hér Sinfóníuhljómsveit íslands á æfingu. Saxófónleikarinn er bróðir hans, Jeff Clayton.
DV-mynd GVA
í dag er annasamur dagur fram
undan hjá hinum hæfileikamikla
tónlistarmanni, John Clayton. Clay-
ton, sem hér er í boði Sinfóníuhljóm-
sveitar íslands, mun stjórna hljóm-
sveitinni á tónleikum hennar í Há-
skólabíói í kvöld. Þar mun djass-
sveiflan ráða ríkjum enda nefnast
tónleikarnir Sveifla með Sinfón-
íunni. Þegar þeim tónleikum er lokið
mun Clayton taka stefnuna á Púlsinn
og leika þar af fingrum fram ásamt
íslenskum djassleikurum og bróður
sínum, saxófónleikaranum JeffClay-
ton.
Á tónleikum Sinfóníunnar í kvöld
verða meðal annars leikin verk eftir
Henry Mancini, en með honum hefur
Clayton unnið mikið, Szymon Kuran
og Stefán Ingólfsson. Áuk Sinfón-
íuhljómsveitarinnar leikur hljóm-
sveitin Súld. Einleikarar verða Jeff
Clayton, Sigurður Flosason og Szy-
mon Kuran. Æfingar hafa staðið yfir
undanfarna daga og var ekki annað
að heyra en þessi létta og skemmti-
lega tónlist færi vel í meölimi Sinfón-
íuhljómsveitarinnar.
Á tónleikunum, sem verða í Púlsin-
um eftir að tónleikunum í Háskóla-
bíói lýkur, veröur John Clayton í
aðalhlutverki á kontrabassa. Meö
honum leika alhr sólóistar á fyrri
tónleikunum og auk þeirra Kjartan
Valdimarsson píanóleikari, Þórður
Högnason, sem leikur á kontrabassa,
og Marteen van der Valk á trommur.
Sérstakir boðsgestir í Púlsinum í
kvöld verða meðlimir Sinfóníu-
hlj ómsveitarinnar.
Var í námi hjá
Ray Brown
John Clayton var sextán ára þegar
hann nam bassaleik undir leiðsögn
Rays Brown og var þá heitasta ósk
hans að fá að leika með Oscar Peter-
son eins og Ray Brown gerði. Brown
sagði honum aftur á móti að vera
ekki að hugsa um Peterson heldur
leita sér að yngri píanóleikara. Clay-
ton fann Monte Alexander og með
tríói hans náði hann að skapa sér
nafn í tónlistarheiminum og lék inn
á plötur með mörgum þekktum
djassleikurum. Hugur hans stóð þó
tíl stærri hluta og eftir að hann hafði
leikið í tvö ár með Count Basie og
hljómsveit hóf hann sjálfur að semja
tónlist og útsetja fyrir Basie-sveitina
og er minnisstæðust úr því samstarfi-
platan On the Road sem fékk
Grammyverðlaunin sem besta plata
stórrar hljómsveitar. Á meðan á
dvölinni hjá Basie stóð skrifaði hann
kennslubók fyrir bassaleikara sem
er í miklu uppáhaldi hjá nemendum
í bassaleik.
Upp úr 1980 yfirgaf hann hljóm-
sveitina Count Basie og tók stöðu
fyrsta bassaleikara í Amsterdam-
fílharmóníusveitinni í Hollandi og
var þar næstu fjögur árin. Hann
fluttist til Los Angeles 1984 og hefur,
auk þess að stjórna eigin hljómsveit,
Clayton-Hamilton Jazz Orchestra,
kennt við University of Southern
California, leikið með ýmsum þekkt-
um djassleikurum og unniö mikið í
hljómverum þar sem hann hefur út-
sett lög og stjórnað hljómsveitum
fyrir söngvarana Carmen McRae,
Nancy Wilson, Joe Williams og Er-
nestine Anderson, svo einhverjir séu
nefndir.
John Clayton stjórnar Clayton-
Hamilton-hljómsveitinni ásamt
bróður sínum, Jeff, sem er í för með
honum hér, og trommuleikaranum
Jeff Hamilton. Fyrsta plata þessarar
sveitar, Groove Shop, kom út í fyrra
og fékk góða dóma og var eitt lag af
plötunni, Brush This, tfinefnt til
Grammyverðlauna. Á annarri plötu
sveitarinnar, sem nýkomin er út, er
gestasongvari Ernestine Anderson
og þriðja albúmið er á leiðinni.
Útsetningar Claytons eru ekki
ósvipaðar því sem hann gerði fyrir
Count Basie á sínum tíma og er ekki
laust við að áhrifa Basie gæti í tón-
list Claytons. Hann semur lög í öllum
töktum og breitt tónlistarsvið er
vörumerki hans.
John Clayton hefur undanfarið
fengið mjög vinsæla dóma fyrir plöt-
urnar með Clayton-Hamilton-hljóm-
sveitinni og þekktir djassskríbentar
á borð við Scott Yanow og Leonard
Feather hafa hælt honum og hljóm-
sveitinni.
Útsetti fyrir
Whitney Houston
Einhver mesta íþróttahátíð í
Bandaríkjunum er hinn árlegi úr-
slitaleikur í amerískum fótbolta. Má
segja að þjóðin öll hugsi ekki um
annað þegar þessi leikur fer fram. Á
síðasta úrslitaleiknum, sem fram fór
í Tampa, var John Clayton fenginn
til að útsetja bandaríska þjóðsönginn
fyrir Whitney Houston en hún átti
að syngja hann áður en leikurinn
hófst.
Úrslitaleikur þessi var á fyrstu dög-
um Persaflóastríðsins og því mikil
samkennd hjá bandarísku þjóðinni,
enda fór það svo að þjóðsöngurinn
sló í gegn í meðfórum Houstons og
tilþrifamikilli útsetningu Claytons
og var gefinn út á plötu sem seldist
geysimikið og ekki hefur verið minni
sala á myndbandi sem einnig var
sett á markaðinn.
Við skulum enda þessa umfjöllun
um John Clayton á orðum hins
þekkta tónlistarhöfundar og útsetj-
ara, Johnnys Mandel: „Clayton hefur
ótrúlega hæfileika. Á milli þess sem
hann semur tónlist, útsetur og
stjórnar leikur hann á bassa, bæði
með djasstríóum og sinfóníuhljóm-
sveitum. Ég held að ekkert sé honum
ómögulegt og ómögulegt að geta sér
til um hvaða stefnu hann tekur
næst.“
-HK
Sjóarinn, spákonan, blómasallnn, skóarinn, málarinn og Sveinn:
Sólarhringur í lífi nokkurra utangarðsmanna
Á hausti komanda verður frum-
sýnt í Sjónvarpinu nýtt sjónvarps-
leikrit eftir Matthías Johannessen.
Leikritiö heitir Sjóarinn, spákonan,
blómasalinn, skóarinn, málarinn og
Sveinn og reyni hver og einn að lesa
nafnið einu sinni og muna þaö strax
á eftir.
í leikritinu velur Matthías sér hóp
utangarðsmanna að viðfangsefni og
veitir verkið innsýn í hversdagslega
tilveru þeirrá og brostnar vonir.
Ekki er fylgt eiginlegri atburöarás
heldur brugðið upp svipmyndum af
einstaklingum úr hópnum. Fylgst er
með þeim einn sólarhring úr lífi
þeirra en á þeim tíma verða um-
skipti af ýmsu tagi í lífi þeirra allra.
Þá eru tíðar skírskotanir til fyrri
viðburða úr lífi persónanna. Atburö-
ir gerast víöa, á Suðumesjum, öldur-
húsum í höfuöborginni og í Grimsby
í Englandi.
Margir af kunnustu leikurum þjóð-
Hér hafa leikstjórinn, Hilmar Oddsson, og höfundurinn, Matthías Johannessen, komið sér vel fyrir í kaffistofu sem
tilheyrir sviðsmyndinni. DV-mynd GVA
arinnar fara með hlutverk í leikrit-
inu. Má þar nefna Róbert Arnfinns-
son, Gunnar Eyjólfsson, Bríeti Héö-
insdóttir, Gísla Halldórsson, Rúrik
Haraldsson, Eyvind Erlendsson og
Valdimar Öm Flygenring. Leikstjóri
er Hilmar Oddsson og myndatöku
annast Sigurður Sverrir Pálsson.
-HK
BÍLMHF
Nýbýlavegi 2 • Sími 42600
Jeep Cherokee 2,8 - 4,0, árg. ’84
og '89, BS og SS, 5 dyra.
Ford Bronco II 2,9, árg. ’86 og ’87,
SS, 3ja dyra.
MMC Pajero Long 2,5, ’86, BS, 5
dyra, silfur.
Peugeot 405 GR 1,9, árg. ’88 og
’89, BS og SS, 4ra dyra.
Dodge Aries Le 2,2, ’86 - ’87 - ’88,
SS, 2ja og 5 dyra.
Chrysler Le Baron GTS, 2,2-2,5,
árg. ’87 - '88, SS, 4ra dyra.
VW Jetta GL 1,6, árg. ’87 - ’88, SS
og BS, 4ra dyra.
Subaru stw 4x4 1,8 ’87, 5 dyra, BS,
hvitur.
Citroén AX II TRE 1,1 ’88, BS, 3ja
dyra, brúnn.
JÖFUR