Dagblaðið Vísir - DV - 13.06.1991, Blaðsíða 17
16
FIMMTUDAGUR 13. JÚNÍ 1991.
FIMMTUDAGUR 13. JÚNÍ 1991.
25
íþróttir____________________
Sport-
stúfar
Magni tapaði fyrir
Reyni frá Árskógs-
strönd, 2-3, í 3. deild-
inni í knattspyrnu á
Grenivík í fyrrakvöld. Sverrir
Heimisson og Jón S. Ingólfsson
skoruðu fyrir Magna en Siguróli
Kristjánsson, Júlíus Guðmunds-
son og Þorvaldur Kristiánsson
fyrir Reyni. Staðan eftir tvær
umferðir í 3. deild er þá þannig:
Leiftur.....2 2 0 0 &-l 6
BÍ..........2 110 6-2 4
Reynir, Á...2 1 1 0 6-5 4
Skallagrímur.2 110 4-3 4
KS..........2 10 12-4 3
ÍK..........2 0 2 0 2-2 2
Ðalvík......2 0 112-3 1
Þróttur.N..2 0 111-21
Völsungur...2 0 112-6 1
Magni.......2 0 0 2 3-8 0
Þriðja umferð verður um helg-
ina, Dalvík mætir ÍK og Leiftur
Völsungi á föstudagskvöldið en á
laugardag leika BÍ og Þróttur N.,
Reynir Á. og KS og loks Skalla-
grimur og Magní.
Lineker með fjögur
mörk gegn Malasíu
Gary Lineker bætti heldur betur
við markareikning sinn með
enska landsliðinu í knattspymu
í gær þegar hann skoraði öll íjög-
ur mörkin í 2-4 sigri Englendinga
á Malasíu í Kuala Lumpur. Hann
skoraði þrjú mörk á fyrsta hálf-
tímanum og kom Bnglandi síðan
í 1-4 í síðari hálfleik. Matlan gerði
bæði mörk heimamanna í síðari
hálíleik, lagaði stöðuna i 1-3 og
2-4. Englendingar unnu því alla
leiki sína í ferðinni en áður höfðu
þeir sigrað Ný-Sjálendinga tvisv-
ar og Ástrali einu sinni. Áhorf-
endur á leiknum i gær vom 45
þúsund.
Birgir ekki með
Stjörnunni í kvöld
Birgir Sigfússon úr Stjömunni
verður ekki með Garðabæjarlið-
inu í kvöld þega þaö tekur á móti
Víöi í l. deildar keppninni í knatt-
spyrnu. Birgir var rekinn af v.elli
gegn KA á sunnudaginn og þarf
að taka út eins leiks bann. Fiórir
leikmenn úr 4. deild vom úr-
skurðaðir í eins leiks bann á
fundi aganefndar í fyrrakvöld,
Sævar Sigurösson úr UMSE-b,
Gunnar Larsson úr Leikni F.,
Gisli Eínarsson úr Þrym og Pétur
Arason úr Hvöt. Þeir áttu allir
að taka út bannið í leikjum í gær-
kvöldi. Þá var einn leikmaður úr
2. flokki ÍR, Halldór Hjartarson,
úrskurðaður í fjögurra leikja
bann.
Valsmenn leika víð
Hugin á Seyðisfirði
Föstudagskvöldið 21. júní verður
mikið um dýrðir á Seyðisfirði því
að þá leikur 4. deildar lið Hugis
við sjálfa bikarmeistara Vals á
Seyðisfjaröarvelli. Valsmennfara
austur á föstudaginn og dveljast
þar til laugardagskvölds og er
viðamikil dagskrá meö þátttöku
þeirra fyrirhuguð á laugardegin-
um. Þar gefst Seyöfirðingum
meðal annars kostur á að fylgjast
meðæfinguhjá 1. deildarliðinu.
Fellibylurinn af
stað í ágúst
Alex Higgins, „Fellibylurinn",
má byrja að keppa f snóker á
nýjan leik í ágúst eftir eins árs
bann. Fyrsti leikur hans hefur
verið ákveðinn og verður gegn
Stacey Hillyard, fyrmm heims-
meistara í kvennaflokki. Higgins,
sem varö heimsmeistari karla
1972 og 1982, var dæmdur í bann
í fyrra eftir að hafa verið kærður
fjóram sinnum, meðal annars
fyrir að hóta að láta skjóta einn
af mótheijum sínum! Leikur
Higgins og Hillyard verður i und-
ankeppni fyrir Dubai-Classic
mótið sem fram fer í Stoke á Eng-
landi.
• Vialli skoraði siðara mark ítala
gegn Dönum í gær.
Ítalía vann
Danmörku
ítalir sigruðu Dani, 2-0, í fjögurra
landa móti í knattspyrnu sem hófst
í Svíþjóð í gær. Hinar tvær þjóðirn-
ar, sem leika á mótinu, eru Svíþjóð
og Sovétríkin og leika liöin í kvöld.
Staðan eftir venjulegan leiktíma í
leik var 0-0 en í framlengingunni
skoruðu ítalir tvisvar, Ruggiero
Rizzitelli á 107. mínútu og Gianluca
Vialli á 108. mínútu en þeir komu
báðir inn á sem varamenn í leiknum.
Það er því ljóst að ítalir leika til úr-
shta á þessu móti gegn sigurvegaran-
um í leik Svía og Sovétríkjanna.
Danska liðið var skipaö nær ein-
göngu leikmönnum úr dönsku 1.
deildinni og gáfu þeir hinum frægu
leikmönnum ítala ekkert eftir en It-
alir léku með sitt sterkasta lið.
-GH
Landshlaup
FRÍ hefst
á mánudag
Mánudaginn 17. júní hefst svokall-
að Landshlaup FRÍ. Þetta er í annað
skipti sem það er skipulagt en 1979
framkvæmdi Frjálsíþróttasamband-
ið slíkt verkefni. Þetta er nokkurs
konar boðhlaup þar sem félagar í
héraðssamböndum eða aðildarfélög-
um leika aðalhlutverkið.
Hlaupið hefst eins og áður sagði á
mánudaginn í Reykjavík, nánar til-
tekið í Hljómskálagarðinum, þaðan
er hlaupið suður í Kópavog, Garðabæ
og Hafnarfjörð, þá verður Krísuvík-
urleið farin, eftir það fylgt meginleið-
um austur suðurlandið og áfram all-
an hringinn. Hlaupið verður allan
sólarhringinn og reiknað er með að
komið verði aftur til Reykjavíkur 27.
júní en hlaupinu lýkur á Laugardals-
velli.
í hlaupinu árið 1979 tóku um það
bil 6 þúsund manns þátt og þá voru
hlaupnir 2500 kílómetrar. Nú verða
kílómetramir um 2900 og vonast for-
svarsmenn hlaupsins til þess að
minnsta kosti sami fjöldi og fyrir 12
árum verði með.
-GH
Siglingar:
Dögun sigldi á
besta tímanum
Dögun, með Steinar Gunnarsson
sem skipstjóra, varð sigurvegari í
þriðju þriðjudagskeppninni í sigling-
um sem fram fór á vegum Brokeyjar
í Reykjavík sl. þriðjudag.
Siglt var í kringum Engey að venju
og fékk Dögun tímann 1:23,37 klst.
en umreiknaður tími Dögunar var
43,44 mín. í öðm sæti varð Flóin,
skipstjóri Jón Hjaltalín Ólafsson, á
1:24,32 klst. og umreiknaður tími var
45,26 mín. Urta, skipstjóri Niels Chr.
Nielsen, varð í þriðja sæti á 1:29,20
klst. og umreiknaður tími 46,06 mín.
Eins og áður sagði var þetta þriðja
þriðjudagskeppnin í sumar en Svala
haföi sigrað í tveimur þeim fyrstu.
-SK
Toppslagur á
Hlíðarenda
- þegar Valur tekur á móti KR
Það verður mikið í húfi á Hlíðar-
enda í kvöld þegar tvö af toppliðum
1. deildarinnar 1 knattspyrnu og
gamlir erkiíjendur, Valur og KR,
mætast þar í 4. umferð deildarinnar.
Bæði lið hafa byrjað vel, einkum
þó Valsmenn, sem eru búnir að vinna
þrjá fyrstu leiki sína og hafa enn
ekki fengiö á sig mark. Bjarni Sig-
urðsson landsliðsmarkvörður sótti
síðast boltann í netið í lokaleik Vals-
ara í 1. deildinni í fyrrasumar og
hefur „haldið hreinu“ samfellt í 277
mínútur.
KR-ingar hafa unnið tvo leiki og
gert eitt jafntefli og markvörður
þeirra, Ólafur Gottskálksson, hefur
einungis verið sigraður með einni
vitaspymu til þessa í deildinni. Úr-
slitin í kvöld hafa geysilega mikla
þýðingu fyrir þróun toppbaráttunn-
ar í sumar.
Ekki verður spenningurinn mikið
síðri í Garðabænum á sama tíma
þegar þar mætast Stjarnan og Víðir.
Það er þó af öðrum ástæðum því að
bæði lið hafa byrjað heldur illa,
Stjarnan sigraði þó meistara Fram
en hefur tapað hinum tveimur leikj-
unum og nýliðar Víðis hafa tapað
öllum þremur leikjum sínum. Liðin
eiga það sameiginlegt að hafa aðeins
skorað eitt mark hvort til þessa og
spurningin er hvort þeim tekst að
bæta úr því.
Báðir leikirnir hefjast klukkan 20.
Fjórðu umferð lýkur síðan annað
kvöld þegar Breiðablik og FH leika í
Kópavogi og Fram mætirKA á Laug-
ardalsvellinum. -VS
• Guðmundur Steinsson skoraði annað mark Víkinga gegn IBV í gær og er orðinn markahæstur í deildinni ásamt Stein-
dóri Elissyni, UBK. Hér er Guðmundur að skora gegn FH-ingum í fyrsta leik íslandsmótins. DV-mynd Brynjar Gauti
Sanngjarn sigur
hjá Víkingum
- þegar liöiö sigraöi ÍBV, 1-3, í Eyjum í gær
• Michael Jordan treður knettinum með tunguna á réttum stað. Jordan
var frábær í úrslitakeppninni og í nótt skoraði hann 30 stig gegn Lakers. -
Berglind Ómarsd., DV, Vestmannaeyjum;
„Þaö var nauðsynlegt fyrir okkur
að vinna þennan leik. Við komum
hingað alveg dýrvitlausir og vomm
ákveðnir í að sigra. Við misstum nið-
ur tveggja marka forystu hér í fyrra
og fengum líka rautt spjald en við
vorum ákveðnir í að endurtaka ekki
leikinn,“ sagði Atli Helgason, fyrir-
liði Víkings, við DV eftir sigur á ÍBV
í gærkvöldi.
Víkingar stóðu svo sannalega und-
ir nafni í Vestmannaeyjum í gær-
kvöldi. í hálfleik höfðu þeir skorað 3
mörk gegn 1 marki Eyjamenna en í
síðari hálfleik spiluðu þeir einum
leikmanni færri og tókst að halda
jöfnu með frábærri baráttu og upp-
Chicago sigraði
- LA Lakers 101-108 í nótt og vann NBA-deildina í fyrsta skipti
„Þetta hefur verið mikil barátta
í sjö ár. Ég hef fylgst með þessu hjá
okkar liöi, smátt og smátt hefur
okkur farið fram og ég missti aldr-
ei trúna á að okkur tækist að lokum
að vinna meistraratitil," sagði Mic-
hael Jordan eftir að Chicago Bulls
varð í nótt meistari í NBA-deildinni
í körfuknattleik í fyrsta skipti.
Bulls sigraði Lakers 101-108, 4-1,
og var þetta þriðji sigur Chicago í
röð á heimavelli Lakers.
Magic Johnson, sem fimm sinn-
um hefur orðið meistari, sagði eftir
leikinn í nótt: „Við gerðum hvað
við gátum en komumst ekki alla
leið. Það var hins vegar okkar
lukka að fá að leika í úrslitunum.
Það er jú það sem þetta snýst um
að hafa möguleika á að sigra og það
er aðeins hægt með því að leika til
úrslita. Okkur tókst þetta ekki
núna en betra og heilbrigðara liðið
sigraði." Um Jordan sagði Magic:
„Hann hefur átt ótrúlegt keppnis-
tímabil og var besti leikmaður úr-
slitakeppninnar. Hann hafði nú
tækifæri til að vinna titilinn og stóð
undir þeim væntingum sem til
hans voru gerðar."
Leikur liðanna var í einu orði
sagt frábær og er einhver besti
körfuboltaleikur sem lengi hefur
verið leikinn. Hann var hnífjafn
svo til allan tímann og þegar tæpar
sex mínútur voru eftir var staðan
93-90 Lakers í vil. Þá var komið að
John Paxon hjá Chicago og hann
skoraöi hverja körfuna á fætur
annarri með langskotum og tryggði
Chicago titilinn eftirsótta. Annars
voru þeir Michael Jordan og
Scottie Pippen langbestu menn
leiksins. Pippen skoraði 32 stig,
Jordan 30 og Paxon 20.
í liö LA Lakers vantaði tvo leik-
menn úr byrjunarliðinu, þá James
Worthy og Byron Scott. Nýhðamir
Elden Campbell og Tony Smith
fylltu skörð þeirra vel og sér í lagi
Campbell sem skoraöi 21 stig. Að-
eins Sam Perkins skoraði meira
fyrir Lakers, 22 stig. Magic John-
son skoraði 16 stig og Tony Smith
11.
-SK
skáru því sanngjarnan sigur, 1-3.
Víkingar fengu sannkallaða óskabyrjun í
leiknum og skoruðu strax á 3. mínútu leiksins.
Tomislav Bosjnek skoraði þá eftir góðan sam-
leik við Atla Einarsson. Komst hann einn inn
fyrir vörn Eyjamanna og var eftirleikurinn
auðveldur. Eftir markið skiptust liðin á sóknum
og áttu bæði lið ágæt marktækifæri.
Annað mark Víkinga kom á 17. mínútu og var
það maðurinn á bakvið sigur Víkings Atli Ein-
arsson sem vann knöttinn á miðjunni, lék upp
allan völlinn gaf á Guðmund Inga Magnúson
og fékk boltann aftur og skoraöi Atli glæsilegt
mark, 0-2.
Á 26. mínútu leit þriðja mark Víkings dagsins
ljós. Atli Einarsson átti þá sendingu á Guðmund
Steinsson sem var vel staðsettur og átti hann
ekki í erfiðleikum meö að skora með skoti 'efst
í markhornið, 0-3.
Aðeins einni mínútu síðar náöu Eyjamenn
að minnka muninn þegar Elías Friðriksson
skoraði ágætt skallamark eftir góða sendingu
Hlyns Stefánssonar.
Fleiri urðu mörkin ekki í þessum leik en það
sem eftir lifði fyrri hálfleiks var mikil barátta
og fátt markvert gerðist þar til 4. mínútur voru
til leikhlés en þá fékk Víkingurinn Janni Zilnik
að líta rauða spjaldið eftir að hafa brotið illa á
Elíasi Friðikssyni en hann hafði áður fengið
gula kortið í leiknum.
í síðari hálfleik sýndu Víkingar frábæru bar-
áttu og tókst þeim að brjóta niður sóknir Eyja-
manna sem voru ekki nógu sannfærandi. Vík-
ingar komu mjög ákveðnir til leiksins^og áttu
Eyjamenn í miklum vandræðum með eldfljóta
framherja liðsins. Atli Einarson var yfirburða-
maður í Víkingsliðinu og þá áttu Guðmundur
Steinsson og Helgi Björgvinson góðan leik.
í liði Eyjamanna var Nökkvi Sveinsson bestur
og þeir Heimir Hallgrímsson og Hlynur Stefáns-
son áttu báðir ágætan leik en víst er að hðið
getur leikið mun betur en það gerði í þessum
leik.
„Þetta var alveg hörmung og ekkert annað.
Það khkkaði allt, leikur okkar var baráttulaus
og við nýttum færin illa. Það vantar baráttuna
sem einkenndi liöið í fyrra,“ sagði Heimir HaU-
grímsson, fyrirhði ÍBV, við DV eftir leikinn.
Samskipadeild
ÍBV-Víkingur
0-1 Bosnjak (5.), 0-2 Atli Ein. (18.),
0-3 Guðmundur S (26.), 1-3 Elías-
(27.). .
Lið IBV: Þorsteinn, Heimir, Frið-
rik, Sigurður (Ingi 45.), Elías,
Hlynur, Nökkvi, Sigurlás, Amljót-
ur (Bergur 67.), Leifur, Sindri.
Lið Víkings: Guðmundur H.,
Helgi Bj., Helgi B., Þorsteinn, Ziln-
ik, Guömundur Ingi, Atli H.,
Bosnjak (Björn 60.), Atli Ein., Guð-
mundur, Hólmsteinn (Ólafur 60.).
Gul spjöld: Zilnik (Vík.), Guð-
mundur Ingi (Vík.), Bjöm (Vík.),
Guðmundur S.(Vík.), Heimir
(ÍBV), Nökkvi (ÍBV), Friðrik (ÍBV),
Rauð spjöld: Zilnik (Vík.)
Áhorfendur: 900.
Dómari: Sveinn Sveinsson,
dæmdi vel.
Skilyrði: gott veður og góður gra-
svöllur.
Staðan
Valur.....
KR........
UBK.......
ÍBV.......
Víkingur..
KA........
Stjarnan..
FH........
Fram......
Víðir.....
Markahæstir:
Steindór Ehson, UBK...........4
Guðmundur Steinsson, Vík......4
Leifur Hafsteinsson, ÍBV......3
Anthony K. Gregory, Val.......2
Grétar Steindórsson, UBK......2
Hörður Magnússon, FH..........2
Ragnar Margeirsson, KR........2
Tomislav Bosqjek, Vík.........2
íþróttir
Belgíska félagið FC Uege er nú Ekki er þó öh von úti fyrir Borde- að henni verður, og fullyrða að
á höttunum eftir Arnóri aux. Félagið kærði úrskurðinn Bordeaux eigi enn eftir aö gera
Guðjohnsen og vilja forráöamenn og þann 25. júní veröur endanleg upp allt kaupverðið en Amór lék
hðsins ólmir krækja í hann frá ákvörðun tekin um hvort Borde- með Anderlecht áöur en hann
franska félaginu Bordeaux. Am- aux verði dæmt niöur eða ekki gekk til hðs við Bordeaux.
ór er staddur í Belgíu og hefur og því ætlar Arnór ekki að semja Club Liege gekk ekki vel í deild-
átt í viðræöum við forráöamenn við neitt annað félag fyrr en eftir arkeppninni í vetur og hafnaöi
FC Liege síðustu daga en engin 25. júní. fyrir neðan miðja dehd. Á dögun-
ákvörðun hefur veriö tekin um Dagblöð í Belgíu sögðu frá því um seldi félagiö þrjá af sínum
félagaskipti. á íþróttasíöum í gær að Arnór bestu mönnum, allt landshös-
Amór leikur með Bordeaux í væri líklega á leið til FC Liege og menn, til Anderlecht og kom sú
Frakklandi en félagjö hefur verið það eina sem gæti komið 1 veg sala nokkuö á óvart. Skagamenn
dæmttilaðleikaí2.deildánæsta fyrir félagaskiptin væra félögin léku gegn Club Liege í Evrópu-
keppnistímabili.HeftirArnórlýst Anderlecht og Bordeaux. For- keppni félagsliða áriö 1989 og
því yfir að hann hafi ekki áhuga ráðamenn Anderlecht segjast voru slegnir út í 1. umferð.
á að leika með liðinu í 2. deild. vilja fá hluta af sölu Amórs, ef -GH/KB
f D-riöli 4. deildar tapaði Neisti á
heimavelli fyrir liöi Kormáks, 1-3.
Ólafur Ólafsson skoraði mark Neista
en Rúnar Guðmundsson 2 og Albert
Jónsson mörk Kormáks.
• Hvöt vann UMSE-b, 6-2. Bjarni
Sigurðsson 3, Páll Jónsson 2 og
Gunnar Jónsson skoraðu mörk
Hvatar en Guðmundur Jónsson og
Sigurður Bjarkarsson mörk UMSE.
• HSÞ vann Þrym, 9-1. Mörk HSÞ:
Viðar Sigurjónsson, 2, Stefán Guð-
mundsson 2, Skúli Hallgrímsson 2,
Ari Hallgrímsson, Erlingur Guð-
mundsson og eitt sjálfsmark en
Garðar Jónsson skoraði eina mark
Þryms.
• í E-riðli voru þrír leikir. Valur
sigraði Leikni, 2-0, með mörkum frá
Ingvari Jónssyni og Þórarni Stefáns-
syni.
• Huginn vann sigur á Austra, 3-1.
Sveinbjörn Jóhannsson 2 og Halldór
Róbertsson skoruðu mörk Hugins
en mark Austramanna gerði Eiríkur
Bjarnason úr víti.
• Á Vopnafirði skildu Einherji og
KSH jöfn, 2-2. Einar Kristbergsson
og Hallgrímur Guðmundsson skor-
uðu fyrir Einherja en Páll Björnsson
og Hlynur Ármannsson fyrir KSH.
-KH/MJ/GH
Útivístarparadísín
Hvammsvík - Kjós
OPIN GOLFMÓT FYRIR BYRJENDUR
Vinsælu háforgjafarmótin fyrir byrjendur á golfvell-
inum í Hvammsvík í sumar hegast sunnudagínn 16.
júní nk. Kylfingar þurfa ekkí að vera félagar í golf-
klúbbum.
Mótaskrá sumarsíns: forgjöf 24 og hærrí.
Sunnudagur 16. júní
Laugardagur 29. júní
Sunnudagur 7. júlí
Laugardagur 13. júlí
Sunnudagur 28. júni
Laugardagur 10. ágúst
Laugardagur 17. ágúst
Laugardagur 31. ágúst
Laugardagur 7. sept.
Laugardagur 21. sept.
18 holur m/án forgj.
18 holur m/án forgj.
18 holur m/án forgj.
18 holur m/án forgj.
Meistaramót byrjenda
18 holur m/án forgj.
18 holur m/án forgj.
Framfarabíkarinn
18 holur m/án forgj.
18 holur m/án forgj.
Mótin hefjast kl. 10. Skráning keppenda i síma
667023.
Ath.: Sumarkort á golfvöll-
ínn kr. 9.000. Afsláttur fVrír
starfsmannafélög og hópa.
Pantið í síma 91-667023.
Ath.: Hægt er að leika til
forgjafar í Hvammsvik.
HVAMMSVIK
Geymið aaglýsinguna
VHIDI • COLl • HhSTALKICA • UTIVKRA