Dagblaðið Vísir - DV - 13.06.1991, Blaðsíða 26
34
FIMMTUDAGUR 13.JÚNÍ, 199;.
Afmæli
Andrés Guðjónsson
Andrés Guðjónsson, skólameistari
Vélskóla íslands, Hvassaleiti 33,
Reykjavík, er sjötugur í dag.
Starfsferill
Andrés fæddist í Hafnarfirði og
ólst þar upp. Hann lærði rennismíöi
í Vélsmiöju Hafnarfjarðar og lauk
þaðan sveinsprófi 1942 en iðnskóla-
prófi frá Iðnskóla Hafnarfjarðar.
Hann lauk vélstjóraprófi frá Vél-
skóla íslands 1944 og prófi í raf-
magnsfræði frá Vélskóla íslands
1945. Þá lauk hann æðsta vélstjóra-
prófi frá Kobenhavns Maskinmest-
erskole 1949 og tæknifræðiprófi frá
Odenses Maskinbygningsteknikum
1950, auk þess sem hann sótti nám-
skeið í m.a. meðferð á ketilvatni í
New Castle á Englandi og i meðferð
á smurolíu og efnagreiningu á henni
hjá Shell í London. Þá fór hann
námsferðir til Norðurlandanna til
að kynna sér vélskólamenntun þar
1970 og til Danmerkur 1982.
Andrés var kyndari og vélstjóri á
síldveiðibátum, gufuskipum og tog-
urum. Þá var hann vélstjóri í síldar-
verksmiðju á Djúpuvík, verk-
smiðjustjóri á Kletti í Reykjavík og
tæknifræðingur á teiknistofu Vél-
smiðjunnar Héðins í Reykjavík.
Andrés var kennari við mót-
omámskeið Fiskifélags íslands,
kennari í mótorfræði við Bréfaskóla
SÍS og ASÍ frá 1961, kennari við
Vélskóla íslands frá 1955-71 og hefur
verið skólastjóri þar og síðan skóla-
meistari frá 1971. Hann var eftirlits-
maður hvalveiöiskipa Hvals hf. og
yfirvélstjóri á þeim í viðlögum, hef-
ur oft verið meðdómari í sjórétti og
skipaskoðunarmaður fyrir Ameri-
can Bureau of Shipping frá 1967.
Andrés var meðal stofnenda
Skátafélags Hafnarfjarðar 1937,
formaður Iðnfræðingafélags íslands
1955-56, var skipaður í nefnd til að
endurskoða lög um atvinnuréttindi
vélstjóra 1978.
Til hamingju með afmælið 13. júní
85 ára 60 ára
Karl Óskar Jónsson, Hrafnistu við Kleppsveg, Reykjavlk. Thomas Fredrick Eccles, Óseyrarbraut 24, Þoriákshöfn. Olga Snorradóttir, Stekkjargerði 2, Akureyri. Bára Marsveinsdóttir, Áifaskeiði 94, Hafharfirði. HUmar Sigurður Ásgeirsson, Njáisgötu 52, Reykjavík.
80 ára
Þórunn Jóna Þórðardóttir, Skipasundi 38, Reykjavík. Dagmar Jóhannesdóttir,
Hamragerði 15, Akureyri. Sigrún Jónsdóttir, Eskihlíð 10A, Reykjavík. Ragney Eggertadóttir, Þóróllsgötu 6A, Borgarnesl, 50 ára
Kristján G. Kristjánsson, Kárastíg 16, Hofshreppi. Örn Siguröarson, Búðarstig 14B, Eyrarbakka. Viðar G. Waage, Brekkubæ 21, Reykjavík. Grétar Geirharður Chinotti, Týsgötu 1, Reykjavík.
75 ára
Guðmundur Magnússon, Logafold 87, Reykjavík. Guðmundur Jóhannesson,
Gunnarsbraut 8, Búðardal. Ethel Arnórsson, Njálsgötu 57, Reykjavík. Aðalheiður Björnsdóttir, Írafossí 5, Grimsnesi Helga Erlendsdóttir, Laugarholti, Lýtingsstaðahr. Marianna Eliasdóttir, Skjólvangi, Hrafhistu, Hafnarfirði. Einar Hinriksson, Hverfisgötu 87, Reykjavík. 40 ára
Sólborg Pétursdóttir, Litlubæjarvör 11, Bessastaðahr. Sigurhans V. Hlynsson, Laugarásvegl 24, Reykjavík. Eggert Sigúrðsson, Borgarholtsbraut 36, Kópavogi. Ólafur Örn JÓnsson, Biiröavogi 17, Reykjavík. Sigmundur E. Sigurðsson, Héraðsdal, Lýtingsstaðahr. Siguijón Sigurjónsson, Logafold 161, Reykjavík. Rún Elfa Oddsdóttlr, Viðigrund 22, Akranesi. Þórunn Drifa Oddsdóttir, Steingrímsstöð, GrafningshreppL Guðrún Sveinbjarnardóttir, Garðbraut 30, Garði.
70 ára
Ragnar Bjarnason, Grenigrund 16, Kópavogí. Helga Gunn|)órsdóttir, Fossheiði 56, Selfossi. Ástvaldur Hjólmarsson, Ðeplum, Fljótahreppi. Hrefna Skagfjörð, Braut 2, Hofshreppi.
Ford pickup 4x4
Ford pickup 4x4, 4 dyra, 7,3, dísil, XLT, árg. ’88,
m/öllu, selst með eða án nýs ferða camper húss
m/öllu, mikið af aukahlutum, m.a. spil.
BÍLASALA MATTHÍASAR
Miklatorgi, símar 24540 & 19079
Fjölskylda
Andrés kvæntist 9.12.1950 Ellen
Margrete Guðjónsson, f. 20.2.1925,
hjúkrunarfræðingi, en hún er dóttir
Jens Ludviks Jensen, fyrrv. b. á
Fjóni í Danmörku, og Önnu Jensen
húfreyju sem nú er látin.
Synir Andrésar og Ellenar Mar-
grete: Jens Andrésson, f. 9.4.1952,
vélfræðingur, en böm hans eru
Óskar, ívar og Ellen Margrethe;
ívar Andrésson, f. 11.11.1953, d. 8.8.
1977, vélstjóri, en sonur hans er
Andrés; Grímur Andrésson, f. 27.8.
1955, við tækninám í Danmörku,
kvæntur Maríu Friðriksdóttur og
eru þeirra börn Rósa og Friörik.
Systkini Andrésar: Guðrún Þ.
Guðjónsdóttir, f. 20.2.1925, d. 4.7.
1990, og Guðmundur Halldór Guð-
jónsson, f. 22.3.1929, vélfræðingur,
kvæntur Sigríði Björnsdóttur en
börn þeirra eru Guðjón, Björn og
Sigurður.
Foreldrar Andrésar voru Guðjón
Þorkelsson, f. 12.7.1893, d. 13.5.1958,
vélstjóri í Hafnarfirði, og kona hans,
Guðjónsína Andrésdóttir, f. 22.8.
1893, d. 9.12.1963, húsmóðir.
Ætt
Guðjón var sonur Þorkels, sjó-
manns í Hafnarfirði, Jónssonar í
Núpskoti á Álftanesi. Móðir Guö-
jóns var Guðrún Þorgeirsdóttir, b. í
Eystri-Dalbæ á Síðu, bróður Guð-
rúnar, móður Bergs í Bergshúsi viö
Skólavörðustíg. Guörún var amma
Bergs, afa Þórhildar Þorleifsdóttur,
leikstjóra ogfyrrv. alþingismanns,
og langamma Kristjáns Sigurðsson-
ar, fyrrv. forstöðumanns Unglinga-
heimihs ríkisins. Þorgeir var sonur
Þorgeirs, b. í Eystri-Dalbæ, Árna-
sonar, og Þorgerðar Jónsdóttur, b.
á Efri-Steinsmýri, Sveinssonar.
Móðir Guðrúnar í Hafnarfirði var
Sunneva Jónsdóttir, b. í Efri-Mörk,
Þorkelssonar.
Eiríkur Gíslason
Eiríkur Gíslason, starfsmaður hjá
íslandsbanka hf., Heiðarholti 32 í
Keílavík, er fimmtugur í dag.
Starfsferill
Eiríkur fæddist í Reykjavík en ólst
upp í Hafnarfirði og bjó þar til árs-
ins 1968 er hann fluttist til Vest-
mannaeyja. Árið 1973 fluttist hann
til Eyrarbakka og bjó þar til ársins
1986 er hann futtist til Keflavíkur.
Eiríkur lauk gagnfræðaprófi frá
Flensborgarskóla 1958, Sótti fisk-
matsnámskeið 1970, svo og verk-
stjómamámskeið. Eiríkur er lög-
giltur matsmaður á allar fiskafurðir.
Eiríkur stundaði almenna fisk-
vinnu og sjómennsku í Hafnarfirði
og Vestmannaeyjum til ársins 1970.
Eiríkur var yfirfiskmatsmaður í
Vestmannaeyjum 1973. Hann starf-
aði sem verkstjóri við Sigölduvirkj-
un 1975 og 1976.
Frá 1987 hefur hann starfað hjá
Útvegsbanka íslands, seinna ís-
landsbanka hf., sem eftirlitsmaður
meö fyrirtækjum í eigu bankans á
Suðumesjum.
Fjölskylda
Eiríkur kvæntist 14. nóvember
1961 Eiríku Pálínu Markúsdóttur, f.
19.6.1942, verkstjóra frá Vest-
mannaeyjum. Foreldrar hennar
voru hjónin Auður Ágústsdóttir,
sem lést 1963, og Markús Jónsson,
skipstjóri frá Vestmannaeyjum.
Markús býr nú ásamt seinni konu
sinni, Önnu Margréti Friðbjarnar-
dóttur, í Reykjavík.
Börn Eiríks og Eiríku eru: Ágúst
Ármann, f. 6.3.1961, vélstjóri í Vest-
mannaeyjum. Hann er kvæntur
Maríu Traustadóttur og eiga þau tvö
börn.
Guðlaug Ásgerður, f. 23.3.1962,
fóstra í Þorlákshöfn. Hún er gift
Magnúsi Þór Haraldssyni vélstjóra
og eiga þau þrjú börn.
Gísh, f. 29.9.1963, verslunarstjóri,
á Akranesi. Sambýhskona hans er
Erla Ólafsdóttir og eiga þau tvö
böm.
Markús Auðunn, f. 27.11.1964,
bátsmaður í Keflavík. Sambýlis-
kona hans er'Jóna Birna Krist-
mundsdóttir. Markús á einn son
með Þóru Bjamadóttur í Þorláks-
höfn.
Eiríkur átti fimm hálfsystkini og
uppeldisbróður en nú eru á lífi tveir
bræður og uppeldisbróðir hans.
Konráð f. 10.10.1903, kompássmið-
ur, kvæntur Guðrúnu Svövu Guö-
mundsdóttur og eiga þau fjögur
böm. Þau eru búsett í Reykjavík.
Málfríður Sigurbjörg, f. 30.9.1911,
d. 20.6.1986. Hún var tvígift. Fyrri
maður hennar var Magnús Helga-
son vélstjóri en seinni Benedikt
Gabríel Guðmundsson skipstjóri.
Málfríður eignaðist tvo syni með
hvorum eiginmanni.
Sigurður, f. 30.9.1911, fyrrv.
slökkvihðsstjóri, kvæntur Jóhönnu
Hinriksdóttur og eiga þau eina dóttur.
Gunnar, f. 9.6.1914, d. 29.7.1968,
Amór Árnason
Arnór Ámason, b. að Vöölum í
Mosvahahreppi í Vestur-ísafjarðar-
sýslu, er sjötíu og fimm ára í dag.
Starfsferill
Arnór fæddist í Leynimýri við
Öskjuhlíð í Reykjavík en ólst upp í
foreldrahúsum á Kotnúpi í Dýra-
firði. Hann lærði bókband hjá fóður
sínum en Arnór er afburða hag-
leiksmaður. Þá byggði Amór raf-
stöð á Vöðlum. Hann býr nú á Vöðl-
um í félagi við bróður sinn.
Fjölskylda
Bróðir Arnórs er Brynjólfur
Árnason, f. 12.7.1921, b. á Vöðlum,
kvæntur Brynhildi Kristinsdóttur
frá Vífilsmýmm í Mosvallahreppi
en börn þeirra eru Gunnhildur, gift
Þorsteini Jóhannssyni á Flateyri;
Árni Guðmundur, b. og oddviti á
Vöölum, kvæntur Ernu Rún
Thorlacius; Rakel, stúdent á Sauö-
árkróki, er býr með Sólmundi Friö-
rikssyni.
Foreldrar Amórs voru Ámi Kr.
Friðriksson, f. 10.9.1887, d. 1.3.1978,
b. og bókbindari á Kotnúpi í Dýra-
firði, og Hansína Guðrún Guðjóns-
dóttir, f. 3.11.1887, d. 1966, húsfreyja
ogljósmóðir.
Ætt
Árni var sonur Brynjólfs Brynj-
ólfssonar, b. á Granda í Dýrafirði,
Einarssonar, og Jónínu Þóru Árna-
dóttur.
Systir Hansínu Guðrúnar var
Hjaltlína, móðir Hlyns veðurstofu-
stjóra og Þrastar skipherra Sig-
tryggssona. Hansína var dóttir Guð-
jóns, b. á Brekku á Ingjaldssandi,
Amórssonar, b. á Höfðaströnd,
Hannessonar, prests og skálds á
Stað í Grunnavík, bróður Sigríðar,
ömmu Hannibals Valdimarssonar,
fóður Jóns Baldvins utanríkisráð-
herra og Arnórs heimspekings.
Hannes var sonur Amórs, prófasts
í Vatnsfirði, Jónssonar, bróður Auð-
uns, langafa Jóns, foður Auðar Auð-
uns, fyrrv. ráðherra og Jóns Auðuns
dómprófasts. Móðir Arnórs í Vatns-
firöi var Sigríður, systir Jóns yngri,
sýslumanns í ísafjarðarsýslu, sem
sá um saltvinnsluna í Reykjanesi
við Djúp, og systir Jóns eldri, sýslu-
Andrés Guðjónsson.
Guðjónsína var dóttir Andrésar,
verkamanns í Hafnarfirði, Guð-
mundssonar og Helgu, systur Katr-
ínar, ömmu Arinbjarnar Kolbeins-
sonar læknis. Bróðir Helgu var Jón
í Heiöabæ í Þingvallasveit, langafi
Ólafs Ragnars Grímssonar. Helga
var dóttir Gríms, b. á Nesjavöllum
í Grafningi, Þorleifssonar, b. þar og
ættföður Nesjavallaættarinnar,
Guðmundssonar.
Andrés tekur á móti gestum í Odd-
fellow-húsinu í Vonarstræti milli
klukkan 17.00 og 19.00 á afmælisdag-
inn.
Eiríkur Gislason.
kompássmiður, eiginkona hans var
Else Jörgensen Gíslason.
Valgeir Óli, f. 9.4.1920, d. 20.10.
1976, afgreiðslumaður.
Uppeldisbróðir er Gísli Gunnar
Magnússon, f. 2.6.1932, varðstjóri í
Slökkvihði Hafnarfjarðar. Eigin-
kona hans er Oddný Jóna Bárðar-
dóttir og eiga þau fimm böm. Þau
eru búsett í Hafnarfirði.
Foreldrar Eiríks voru Gísli Gunn-
arsson, f. 14.11.1876, d. 20.12.1962,
kaupmaður og slökkviliðsstjóri, og
Guðlaug Eiríksdóttir, f. 12.2.1895,
d. 19.6.1977, húsmóðir.
Ætt
Foreldrar Gísla voru Gunnar
Þórðarson frá Rofunum í Vestur-
Skaftafehssýslu og Guöríöur Guð-
laugsdóttir.
Foreldrar Guðlaugar vom Kristín
Guðmundsdóttir frá Kjarnholtum í
Biskupstungum og Eiríkur Jónsson
frá Setbergi við Hafnarfjörð.
Eiríkur verður að heiman.
Arnór Árnason.
manns á Snæfellsnesi. Sigríður var
dóttir Amórs, sýslumanns í Belgs-
holti, Jónssonar. Móðir Arnórs á
Höföaströnd var Þórunn, systir Þor-
leifs, langafa Hákonar Bjarnasonar
skógræktarstjóra. Þórunn var dóttir
Jóns, prófasts í Hvammi í Hvamms-
sveit, Gíslasonar og konu hans,
Hallgerðar Magnúsdóttur, prests á
Kvennabrekku, Einarssonar. Móðir
Guðjóns var Elísabet Kristjánsdótt-
ir, b. á Sandeyri, Helgasonar og
konu hans, Kristínar Árnadóttur,
umboðsmanns í Æöey, Jónssonar,
sýslumanns í Reykjafirði, Arnórs-
sonar, bróður Sigríðar. Móðir Krist-
ínar var Ehsabet Guðmundsdóttir,
b. í Arnardal, Báröarsonar, b. í Am-
ardal, Illugasonar, ættföður Arnar-
dalsættarinnar.