Dagblaðið Vísir - DV - 13.06.1991, Blaðsíða 27

Dagblaðið Vísir - DV - 13.06.1991, Blaðsíða 27
35 FIMMTUDAGUR 13. JÚNÍ1991. Skák Jón L. Árnason Áskrifendur tlmaritsins Skákar kann- ast við Wagga Wagga í Ástralíu en svo langt suður á bóginn mun tímaritið hafa náð útbreiðslu. Skákbrot dagsins er úr tafli ástralska meistarans Trevors Hay sem fæddur er í Wagga Wagga 1945. Hér hefur hann hvitt og á leik gegn Gleave frá meistara- móti Sidney 1988: 1 A I 1 # Á *4l A 1 & 1 & A A A öi A A S n* ABCDEFGH 17. Bg6+! og við svo búið gafst svartur upp. Eftir 17. - Kxg6 18. R7xfB gxfB 19. Dg4 + Kh7 (eða 19. - KÍ7 20. Dg7 mát) 20. RxfB+ Kh8 21. Dh5+ Kg7 22. Rxe8+ og næst 23. Rxc7 er staðan gjörsamlega hrunin. Bridge í þessu spih frá heimsmeistaramótinu í sveitakeppni árið 1986 náði Frakkinn Michel Lebel frábærri vörn gegn þremur gröndum suðurs. Spilið kom fyrir í leik Frakka gegn Hollandi og sagnir gengu þannig, suður gjafari og enginn á hættu: ♦ K106 V ÁKG4 ♦ Á1095 + K7 * G972 ¥ -- ♦ G83 + Á109863 N V A S ♦ 854 ¥ D9863 ♦ K72 + D2 * ÁD3 ¥ 10752 ♦ D64 + G54 Suður Vestur Norður Austur Pass Pass 1+ 1? Dobl 2+ 3+ Pass 3 G p/h Útspil vesturs var lauftía og Hollending- urinn Rebattu setti lítið til að tryggja sér laufslag. Frakkinn Michel Lebel setti þá lítið spil! Lesendur geta séð að ef Rebattu hefði einnig sett lítið spil heföi hann stað- ið spilið. Hann hefði að vísu ekki fengið neinn slag á lauf en hann hefði í staðinn klippt á samgang varnarinnar. Rebattu gat ekki séð þetta fyrir og drap á gosa og var þar með óhjákvæmilega tvo nið- ur. Ef Rebattu hefði sett kónginn hefði Lebel að sjálfsögðu fleygt drottningunni undir. Á hinu borðinu spilaði Paul Chemla fjögur þjörtu í suður sem lítur ekki vel út úr því trompið liggur 5-0. En Chemla var fljótur að vinna spilið. Útspil- ið var spaði, drepið á kóng og slæmu tíð- indin komu þegar hjartaás var tekinn. Þá voru tveir slagir á spaöa teknir til viðbótar og síðan tígull á tíuna. Austur drap á kóng og spilaði tígli sem Chemla drap á drottningu. Síðan kom lauf á kóng, tigulás og tígull úr blindum sem austur trompaði og Chemla yfirtrompaði heima. Laufi spiiað, vestur drap á ás og spilaði meira laufi. Trompað í blindum og austur yfirtrompaði en varð að spila frá D9 upp í KG og 10 slagir í höfn. Krossgáta Lárétt: 1 karlfugl, 6 leit, 8 hegning, 9 fæða, 10 þjóta, 12 hangs, 14 tælir, 16 frá, 17 varpi, 19 fiskar, 20 hratt, 22 hljóða, 23 snæddi. Lóðrétt: 1 stybba, 2 tími, 3 borða, 4 get- ur, 5 blíðuhót, 7 forfaðir, 11 hagur, 13 illt, 15 hamsleysi, 18 eyða, 19 bogi, 21 oddi. Lausn á síðustu krossgátu. Lárétt: 1 hnýtur, 7 rof, 8 Amor, 10 otaði, 11 ká, 12 tala, 14 kið, 16 trú, 17 lind, 19 aftann, 21 rá, 22 Agnar. Lóðrétt: 1 hrottar, 2 notar, 3 ýfa, 4 taða, 5 rok, 6 bráð, 9 mikinn, 13 lúta, 15 inna, 17 sag, 18 dár, 20 fá. VfiéS •ReiNER é> s Fólk með of miklar magasýrur vill fá að gefa ° út bók með uppskriftunum þínum. Lalli og Lína Slökkvilið-lögregla Reykjavík: Lögreglan sími 11166, slökkvilið og sjúkrabifreið sími 11100. Seltjarnarnes: Lögreglan sími 611166, slökkvilið og sjúkrabifreið sími 11100. Kópavogur: Lögreglan sími 41200, slökkvilið og sjúkrabifreið sími 11100. Hafnarfjörður: Lögreglan sími 51166, slökkviliö og sjúkrabifreið sími 51100. Keflavík: Lögreglan sími 15500, slökkvilið sími 12222 og sjúkrabifreið sími 12221. Vestmannaeyjar: Lögreglan sími 11666, slökkvilið 12222, sjúkrahúsið 11955. Akureyri: Lögreglan símar 23222,23223 og 23224, slökkvilið og sjúkrabifreið sími 22222. ísafjörður: Slökkvilið sími 3300, bruna- sími og sjúkrabifreið 3333, lögreglan 4222. Apótek Nætm-- og helgidagaþjónusta apótekanna í Reykjavík 7. tíl 13. júni, að báðum dög- um meðtöldum, verður í Árbæjarapó- teki. Auk þess verður varsla í Laugar- nesapóteki kl. 18 til 22 virka daga og kl. 9 til 22 á laugardag. Upplýsingar um læknaþjónustu eru gefn- ar í síma 18888. Mosfellsapótek: Opið virka daga frá kl. 9-18.30, laugardaga kl. 9-12. Apótek Garðabæjar: Opið mánudaga- föstudaga kl. 9-18.30 og laugardaga kl. 11-14. Sími 651321. Apótek Kópavogs: Opið virka daga frá kl. 9-19, laugardaga kl. 9-12. Hafnarfjörður: Norðurbæjarapótek er opið mánudaga til fimmtudaga frá kl. 9-18.30, Hafnarfjarðarapótek frá kl. 9-19. Bæði apótekin hafa opið fóstudaga frá kl. 9-19 og laugardaga frá kl. 10-14 og tíl skiptis annan hvem helgidag frá kl. 10-14. Upplýsingar í símsvara apó- tekanna, 51600 og 53966. Apótek Keflavíkur: Opið frá kl. 9-19 virka daga, aðra daga frá kl. 10-12 f.h. Nesapótek, Seltjarnarnesi: Opið virka daga kl. 9-19 nema laugardaga kl. 10-12. Apótek Vestmannaeyja: Opið virka daga kl. 9-12.30 og 14-18. Lokað laugar- daga og sunnudaga. Akureyrarapótek og Stjörnuapótek, Akureyri: Virka daga er opið í þessum apótekum á afgreiðslutíma verslana. Apótekin skiptast á sína vikuna hvort að sinna kvöld-, nætur- og helgidaga- vörslu. Á kvöldin er opið í því apóteki sem sér um þessa vörslu til kl. 19. Á helgidögum er opið kl. 11-12 og 20-21. Á öðrum tímum er lyfjafræðingur á bak- vakt. Upplýsingar eru gefnar í síma 22445. Heilsugæsla Slysavarðstofan: Sími 696600. Sjúkrabifreið: Reykjavík, Kópavogur og Seltjamarnes, sími 11000, Hafnarfjörður, sími 51100, Keflavík, sími 12222, Vestmannaeyjar, sími 11955, Akureyri, sími 22222. Krabbamein - Upplýsingar fást hjá fé- lagsmálafulltrúa á miðvikudögum og fimmtudögum kl. 11-12 í síma 621414 Læknar Læknavakt fyrir Reykjavík, Seltjarn- arnes og Kópavog er í Heilsuverndar- stöð Reykjavíkur alla virka daga frá kl. 17 til 08, á iaugardögum og helgidögum allan sólarhringinn. Vitjanabeiðnir, símaráðleggingar og tímapantanir í sími 21230. Upplýsingar um lækna og lyfjaþjónustu eru gefnar í símsvara 18888. Borgarspítalinn: Vakt frá kl. 8-17 alla virka daga fyrir fólk sem ekki hefur heimilislækni eða nær ekki til hans (sími 696600) en slysa- og sjúkravakt (slysadeild) sinnir slösuðum og skyndi- veikum allan sólarhringinn (sími 696600). Læknavakt Þorfinnsgötu 14: Skyndi- móttaká rúmhelga daga kl. 10-16. Sími 620064. Seltjarnarnes: Heilsugæslustööin er opin virka daga kl. 8-17 og 20-21, laugar- daga kl. 10-11. Sími 612070. Hafnarfjörður, Garðabær, Álftanes: Neyðarvakt lækna frá kl. 17-8 næsta morgun og um helgar, sími 51100. Keflavík: Neyðarvakt lækna frá kl. 17-8 næsta morgun og um helgar. Vakthaf- andi læknir er í síma 14000 (sími Heilsu- gæslustöðvarinnar). Vestmannaeyjar: Neyðarvakt lækna i síma 11966. Akureyri: Dagvakt frá kl. 8-17 á Heilsu- gæslustöðinni í síma 22311. Nætur- og helgidagavarsla frá kl. 17-8, sími (far- sími) vakthafandi læknis er 985-23221'. Upplýsingar hjá lögreglunni í síma 23222, slökkviliðinu í síma 22222 og Akureyrarapóteki 1 síma 22445. Heimsóknartími Landakotsspítali: Alla daga frá kl. 15-16 og 18.30-19. Barnadeild kl. 14-18, aðrir en foreldar kl. 16-17 daglega. Gjör- gæsludeild eftir samkomulagi. Borgarspitalinn: Mánud.-fóstud. kl. 18.30-19.30. Laugard.-sunnud. kl. 15-18. Heilsuverndarstöðin: Ki. 15-16 og 18.30-19.30. Fæðingardeild Landspítalans: KI. 15-16 og 19.30-20.00. Sængurkvennadeild: Heimsóknartími frá kl. 15-16, feður kl. 19.30-20.30. Fæðingarheimili Reykjavíkur: Alla daga kl. 15-16.30 Kleppsspitalinn: Alla daga kl. 15-16 og 18.30- 19.30. Flókadeild: Alla daga kl. 15.30-16.30. Grensásdeild: Kl. 18.30-19.30 alla daga og kl. 13-17 laugard. og sunnud. Hvitabandið: Fijáls heimsóknartími. Kópavogshælið: Eftir umtali og kl. 15-17 á helgum dögum. Sólvangur, Hafnarfirði: Mánud.-laug- ard. kl. 15-16 og 19.30-20. Sunnudaga og aðra helgidaga kl. 15-16.30. Landspitalinn: Alla virka daga kl. 15-16 og 19-19.30. Barnaspítali Hringsins: Kl. 15-16 alla daga. Sjúkrahúsið Akureyri: Alla daga kl. 15.30- 16 og 19-19.30. Sjúkrahúsið Vestmannaeyjum: Alla daga kl. 15-16 og 19-19.30. Sjúkrahús Akraness: Alla daga kl. 15.30-16 og 19-19.30. Hafnarbúðir: Alla daga frá kl. 14-17 og 19-20. Vifilsstaðaspitali: Alla daga frá kl. 15-16 og 19.30-20. Geðdeild Landspitalans Vífilsstaða- deild: Laugardaga og sunnudaga kl. 15-17. Vísir fyrir 50 árum Fimmtudagur 13. júní: Bretar og bandamenn þeirra treysta samvinnubönd sín í friði og styrjöldagur ____________Spakmæli________________ Eru það nokkrir smámunir að hafa notið sólskinsins, lifað fögnuð vorsins og hafa elskað, hugsað og framkvæmt? M. Arnold. Söfnin Ásmundarsafn við Sigtún. Opið dag- lega kl. 13-16. Ásgrímssafn, Bergstaðastræti 74: Op- ið þriðjud., fimmtud., laugard. og sunnud. kl. 13.30-16. Árbæjarsafn: Opið eftir samkomulagi fyrir hópa í okt - maí. Safnkennari tek- ur á móti skólabörnum. Upplýsingar í síma 84412. Borgarbókasafn Reykjavíkur Aðalsafn, Þingholtsstræti 29a, s. 27155. Borgarbókasafnið í Gerðubergi 3-5, s. 79122, 79138. Bústaðasafn, Bústaðakirkju, s. 36270. Sólheimasafn, Sólheimum 27, s. 36814. Ofangreind söfn eru opin sem hér segir: mánud.-fimmtud. kl. 9-21, fóstud. kl. 9-19, laugard. kl. 13-16. Aðalsafn, lestrarsalur, s. 27029. Opið mánud.-laugard. kl. 13-19. Hofsvallasafn, Hofsvallagötu 16, s. 27640. Opið mánud.-fóstud. kl. 16-19. Bókabílar, s. 36270. Viðkomustaðir víðs vegar um borgina. Sögustundir fyrir börn: Aðalsafn, þriðjud. kl. 14-15. Borgarbókasafnið í Gerðubergi, fimmtud. kl. 14-15. Bústaðasafn, miðvikud. kl. 10-11. Sólheimar, miðvikud. kl. 11-12. Lokað á laugard. frá 1.5.-31.8. Kjarvalsstaðir: opið daglega kl. 11-18. Listasafn Islands, Fríkirkjuvegi 7: er opið daglega nema mánud. kl. 11-17. Listasafn Einars Jónssonar er opið alla daga nema mánudaga kl. 13.30-16. Höggmyndagarðurinn er opinn alla daga kl. 11—16. Listasafn Sigurjóns Ólafssonar • á Laugarnesi er opið laugard. og sunnud. kl. 14-18 og mánud.-fimmtud. 20-22. Náttúrugripasafnið við Hlemmtorg: Opið sunnud., þriðjud., fimmtud. og laugard. kl. 13.30-16. Norræna húsið við Hringbraut: Sýn- ingarsalir í kjallara: alla daga kl. 14-19. Bókasafn Norræna hússins: mánud. - laugardaga kl. 13-19. Sunnud. kl. 14-17. Sjóminjasafn fslands er opiö alla daga nema mánudaga 14-18. J. Hinriksson, Maritime Museum, Súðarvogi 4, S. 84677. Sjóminja- og vél- smiðjumunasafnið er opið frá kl. 13.-17 þriðjud. - laugard. Þjóðminjasafn fslands. Opiö alla daga nema mánudaga 11-16. Bilanir Rafmagn: Reykjavík, Kópavogur og Seltjamames, sími 686230. Akureyri, sími 24414. Keflavík, sími 15200. Hafnarfjörður, sími 652936. Vestmannaeyjar, sími 11321. Hitaveitubilanir: Reykjavík og Kópavogur, sími 27311, Seltjamarnes, sími 615766. V atnsveitubilanir: Reykjavík sími 621180. Seltjamarnes, sími 27311. Kópavogur, sími 41580, eftir kl. 18 og um helgar, sími 41575. Akureyri, sími 23206. Keflavík, sími 11552, eftir lokun 11555. Vestmannaeyjar, símar 11322. Hafnarfjörður, sími 53445. Símabilanir: i Reykjavík, Kópavogi, Seltjarnarnesi, Akureyri, Keflavík og Vestmannaeyjum tilkynnist í 05. Bilanavakt borgarstofnana, sími- 27311: Svarar alla virka daga frá kl. 17 síðdegis til 8 árdegis og á helgidögum er svarað allan sólarhringinn. Tekið er við tilkynningum um bilanir á veitukerfum borgarinnar og í öðrum tilfellum, sem borgarbúar telja sig þurfa að fá aðstoð borgarstofnana. Tilkyimingar AA-samtökin. Eigir þú við áfengis- vandamál að striða, þá er sími samtak- anna 16373, kl. 17-20 daglega. Leigjendasamtökin Hafnarstræti 15, Rvík., sími 23266. Liflinan, Kristileg símaþjónusta. Sími 91-676111 allan sólarhringinn. • Stjömuspá Spáin gildir fyrir föstudaginn 14. júni. Vatnsberinn (20. jan.-18. febr.): Viðskiptamál eru í brennidepli. Einbeittu þér að langtíma verkefn- um og hagnýtum störfum. Happatölur eru 11, 17 og 34. Fiskarnir (19. febr.-20. mars.): Erfitt verkefni kemur niður á félagslífi og tómstundastörfum þín- um. Einhver vonbrigði gætu orðið með eitthvað sem þú gerðir þér miklar vonir með. Hrúturinn (21. mars-19. apríl): Til að vera ekki utan við allt og alla, verður þú að sætta þig við að aðrir ráðskist með þig. Það gæti verið sannleiksmoli í ólík- legrþsögu sem kætir þig mjög. Nautið (20. apríl-20. mai): Það reýnist auðvelt fyrir þig að hreinsa smá hnökra sem verða á vegi þínum, til þess að gata þín sé greið fyrir hugmyndir þínar. Tvíburarnir (21. maí-21. júní): Þótt dagurinn byrji vel skaltu reikna með bakfóllum. Fáðu aðstoð við það sem þú þekkir ekki. Njóttu kvöldsins í rólegheitum. Happatölur eru 2, 22 og 27. Krabbinn (22. júní-22. júlí): Nú ert rétti tíminn til að fást við lagaflækjur og fjármálin. Farðu afar gætilega í vangaveltum þínum um viðskiptamál. Hafðu allt á tæru áður en þú skuldbindur þig. Ljónið (23. júlí-22. ágúst): Þú þarft þinn tíma til að koma þér af stað í dag, en þegar þú ert kominn á fljúgandi ferð fær þig ekkert stöðvað og þú afkastar miklu. Meyjan (23. ágúst-22. sept.): Það borgar sig fyrir þig að vera sáttfús og fjótur að gleyma í dag. Fjármálin eru ofarlega á baugi í augnablikinu. Kvöldið verður einstaklega skemmtilegt. Vogin (23. sept.-23. okt.): Aðstæðumar knýja á um að þú breytir áætlunum þínum sem eru líklega of kostnaðarsamar. Gerðu ekki eitthvað sem þú ert ekki sáttur við. Sporðdrekinn (24. okt.-21. nóv.): Ákveðnir hlutir valda ruglingi, sérstaklega þar sem um kostnað eða peninga er að ræða. Haltu þig innan vissra marka. Einhvers konar endurfúndir gætu reynst nauðsynlegir. Bogmaðurinn (22. nóv.-21. des.): Skipuleggðu tíma þinn vel og reyndu að klára hefðbundin verk- efni í tíma. Þú þarft ákveðið frjálsræði til að þú pjótir þín sem skyldi. Steingeitin (22. des.-19. jan.): Láttu ekki stolt þitt stöðva þig í því að þiggja góð ráð hjá einhveij- um sem ber hag þinn fyrir brjósti sér. Varastu að móðga fólk.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.