Dagblaðið Vísir - DV - 28.06.1991, Side 8

Dagblaðið Vísir - DV - 28.06.1991, Side 8
FÖSTl!l)A<;im 28. ,11'JNÍ 1991. Lífestm PAPRIKA +4% I ■o QQ I 599 272 SVEPPIR +6% I o CQ I 699 356 DV kannargrænmetismarkaðinn: Gúrkur hafa stór- lækkað í verði - töluverð lækkun á tómötum Könnun OY a gr;vnmptisvoröi tbr fram i gær. fimmtuciag. Holst var aö morkja aö gurkur hötbu lækkað mjög i vorði og or þaö rakiö til ’aukins framboös vörunnar á markaði. Töm- atar hat’a einnig lækkaö nokkuð og oru astæði|r af sama toga. Meöalverö annarra grænmotistogunda or svip- að fra þvi t síðustu viku. Könnunin naði til eftirfarandi verslana á höfuð- borgarsvæðinu: Fjarðarkaups í Hafnarfirði. Bönuss við Faxafen. Hagkaups t Skeifunni. Kjötstöðvar- innar t Glæsibæ og Miklagarös við Sund. í öllum verslununum er varan seld eftir vigt en Bónus selur flestar grænmetistegundir í stykkjatali. Samanburður fæst með því að um- reikna meðalþyngd yfir í kílóverð. Verð á tómötum hefur lækkað um 60"o að meðaltali rnilli vikna. Lægsta verð var að fmna hjá Bónusi en þar reiknaðist kílóveröið 110 krónur. Hæsta verð var að finna í Miklagarði en þar var kílóiö á 189 krónur. Hinar þrjár verslanirnar seldu kílóið á 169 krónur. Munur á hæsta og lægsta verði var 72V Gúrkuverð hafði lækkað mjög mik- ið og nam lækkunin rúmlega 180% ntilli vikna. Munur á nteðalverði var einnig töluverður. eða um 168%. Lægsta verð var Bónus með. var kíló- verðið 37 krónur. Hæsta verð var 99 krónur hjá Miklagarði. Hagkaup seldi gúrkurnar á 59 krónur. Fjarðar- kaup á 62 krónur og Kjötstöðin á 79 krónur. Þaö misritaðist í síðustu viku að kílóverð á gúrkum hjá Kjötstöðinni væri 398 krónur. Hið rétta var að kílóið seldist á 197 krónur. Ástæðan var sú að blaðamaður fór línuvillt og er beðist afsökunar á þessum mis- tökum. Sveppaverð var ekki ólíkt því sem það var í síðustu viku en hafði þó hækkað um 6%. Bónus var með lægsta verð á sveppum, eða 356 krón- ur kílóið. Hæsta verð var að finna hjá Kjötstöðinni en þar var verðið 699 krónur. Hagkaup seldi sína á 544 krónur kílóið en Fjarðarkaup og Mikligarður voru með sama verð, eða 545 krónur á hvert kíló. Töluveröur verðmismunur er á bláu vínberjunum og reyndist í þetta sinn vera 132%. Bónus reyndist vera með lægsta verðið en þar fékkst kíló- Gúrkur hafa storlækkad i verði frá þvi i síðustu viku. í verslunum er mikið af prýðisgóðum tómötum sem einnig hafa lækkað töluvert. ið á 198 krónur. Hæsta verð var að þessu sinni að finna hjá Kjötstöð- inni. 459 krónur kílóið. Fjarðarkaup seldi kílóið á 329 krónur, Hagkaup á 349 krónur og Mikligarður á 389 krónur. Meðalverð á paprikum var svipað milli vikna. Munur á hæsta og lægsta verði var þó töluverður. Paprikan græna var ódýrust hjá Bónusi og reyndist kílóverðið vera 272 krónur. Kjötstöðin var með hæsta verð og seldi kílóið á 599 krónur. 413 kostaði kílóið hjá Miklagarði, 544 hjá Fjarð- arkaupi og 545 hjá Hagkaupi. Kartöfluverð var einnig álíka milli vikna. Lægsta verð var að finna í Bónusi og kostaði kílóið þar 58 krón- ur. Hæsta verð var 89,50 krónur í Miklagarði. Hagkaup seldi kílóiö á 75 krónur, Fjarðarkaup á 75,50 krón- ur og Kjötstöðin á 89 krónur. Lægsta verð á blómkáli var aö finna í verslun Hagkaups og reyndist vera 197 krónur. Hæst var verðið, 247 krónur, hjá Kjötstöðinni. Meðalverð reyndist vera 225,50 krónur og 14% verðhækkun hafði orðið á því milli vikna. Fjarðarkaup seldi blómkálið á 221 krónu og Mikligarður á 237 krón- ur. Bónus var ekki með blómkál á boðstólum. Verð á hvítkáli var lægst í Bónusi og reiknaðist kílóverðið 90,50 krónur. Næst á eftir kom Fjarðarkaup með 125 krónur, Hagkaup með 179 krón- ur, Mikligarður með 189 krónur og hæst var verðið hjá Kjötstöðinni og reyndist það 252 krónur. Milli vikna var meðalverð svipað. Verð gulrótna var nokkuð erfitt að meta því þær virtust misjafnar að gæðum. Neytandinn þarf aö hafa það í huga. Veröið var enn lægst hjá Bón- usi, 101 króna. Hæsta verð var að finna hjá Kjötstöðinni en þar kostuðu þær 245 krónur, 174 krónur hjá Fjarðarkaupi, 179 krónur hjá Hag- kaupi og 223 krónur í Miklagarði. Hjá Fjarðarkaupi fengust einnig ís- lenskar gulrætur og voru þær á mun hærra verði, eða 392 krónur kílóið. Virtust þær hins vegar mun vinsælli þrátt fyrir verð þar sem neytendum þykja þær greinilega betri. -tlt Sértilboð og afsláttur: Grísahnakki, villt- xir lax og konfekt Kjötstöðin var að þessu sinni með nýjan, villtan lax á lækkuöu verði. Grísahnakki fæst á 790 krónur kílóiö en einnig er að finna hjá versluninni Lucerne kakómalt á 298 krónur (907 grömm). Að auki var aö finna Blutex þvottaefni. Eru 2,4 kíló seld á 299 krónur. Fyrir þá sem ekki hafa tök á því að versla á virkum degi má nefna að verslunin er opin á sunnu- dögum frá 11 til 16. Fjarðarkaup er að vanda með Til- boðstorgið á sínum stað. Var þar að finna plastfilmu á 43 krónur (30 metr- ar). Barilla pasta er á tilboðsverði en einnig vörur frá Uncle Ben’s. Má þar á meðal nefna hrísgrjón í poka ásamt krukku af súrsætri sósu á 298 krón- ur. Bamableiur frá Aplus (26 stykki, 9-18 kg) kostuðu 380 krónur. 800 gramma konfektkassi kostaði 490 krónur. MikUgarður var með tfiboðsverð á 195 minútna videospólum og kostaði hver þeirra 399 krónur. 4-6 manna Verslanir bjóða allt mögulegt á til- boðsverði og ekki úr vegi fyrir neyt- andann að fylgjast vel með hvað í boði er hverju sinni. fonduesett er hægt að kaupa í versl- uninni á 4.995 krónur. 8 manna mat- ar- og kaffistell er hægt að fá á 3.995 krónur. Verslun Miklagarðs í Garðabæ er opin til klukkan 18 á sunnudögum sem er prýðilegt fyrir þá neytendur sem ekki komast í verslun á öðrum tíma. í Hagkaupi var hægt að fá Wella hársnyrtivörur á tjlboðsverði. Sjampó og næring kostar 298. Sun- quick ávaxtaþykkni er á tilboðsveröi og kostar 298 krónur. RC-Cola er boðið á 109 krónur (1,5 lítrar). Tvær plötur af Milka súkkulaði var hægt að fá á 159 krónur. Bónus er með ýmislegt á hagstæðu verði og veröur hér nefnt nokkuð af því. 1 lítri uppkveikilögur kostar 95 krónur. 1 kíló af sykri kostar 46 krón- ur og Prince kex (3 saman í pakka með peningaveski) kostar 217 krón- ur. Burton’s lakkrískonfekt (454 grömm) er fáanlegt á 129 krónur. -tlt % Vínber 4001 Veröíkrónum 345 300 Nóv. Oes. Jan Feb. Mars Apríl Mai Júní # Tómatar Verð í krónum Nóv. Des. Jan. Feb. Mars Aprll Mai Júní

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.