Dagblaðið Vísir - DV - 28.06.1991, Page 24

Dagblaðið Vísir - DV - 28.06.1991, Page 24
32 FÖSTUDAGUR áÖ.'JÚNÍ 1991. Fréttir Vigfús Andrésson, Austur-Eyjafjallahreppi: Fullnaðarsigur gagnvart valdníðslu hreppsins segir hann 1 kjölfar álitsgerðar umboðsmanns Alþingis „Umboðsmaður Alþingis hefur staðfest að kvörtun mín vegna valdn- íðslu hreppsnefndarinnar var rétt- mæt. Ég hef því unnið fullnaðarsig- ur. Annaðhvort stendur meirihluti hreppsnefndarinnar nú við það lof- orð að endurgreiða mér ólöglega inn- heimt fasteignagjöld og aðstöðugjald eða ég fer í mál við hreppsnefndina. Sannast sagna er ég hins vegar þeirr- ar skoðunar að alhr hreppsnefndar- fulltrúamir ættu að segja af sér vegna þeirrar valdníðslu sem þeir hafa beitt,“ segir Vigfús Andrésson sem býr að Berjanesi, Austur-Eyja- fjallahreppi. Gaukur Jörundsson, umboðsmað- ur Alþingis, hefur sent hreppsnefnd Austur-Eyjafjallahrepps bréf þar sem hann tekur fram að sveitarfélag- inu hafi verið óheimilt að innheimta fasteignagjöld og aðstöðugjöld af ein- um íbúa hreppsins, Vigfúsi Andrés- syni, með því að láta draga þau frá launum hans án hans samþykkis. Gaukur vill þó ekki staðhæfa að um ólögmæta innheimtu hafi verið að ræða þar sem gögn frá hreppsnefnd- inni bentu til að samþykki Vigfúsar heíði legið fyrir. Þá tekur Gaukur sérstaklega fram í bréfinu að gera verði þær kröfur til stjórnvalda að hafa jafnan tiltækar upplýsingar um greiðslu- og skuldastöðu einstakra gjaldenda - annað sé ekki í samræmi við vandaða stjórnsýslu. Hann telur að á þetta hafi skort í tilfelli Vigfúsar. Tildrög þessa máls eru þau að í nóvember 1989 barst umboðsmanni Alþingis bréf frá Vigfúsi þar sem hann kvartaði undan viðskiptum sínum við oddvita hreppsnefndar- innar. Annars vegar taldi Vigfús að of hart væri að sér gengið við inn- heimtu á gjaldföllnum skuldum en einnig taldi hann á sér brotið þar sem hann hefði ekki getað fengið upp- gefna greiðslu- og skuldastöðu sína. Síðan þá hefur umboðsmaður haft þetta mál til meðferðar og meðal annars leitað aðstoðar félagsmála- ráðuneytisins. Að sögn Vigfúsar er hann nokkuð sáttur við niðurstöðu umboðsmanns Alþingis. Um hafi verið að ræða ólög- lega innheimtu upp á á þriðja hundr- að þúsund krónur, enda hafi hann aldrei heimilað að umrædd gjöld yrðu dregin af launum hans. „Oddvitinn fór hins vegar með rangt mál fyrir umboösmanni þann- ig að afstaðs hans varð ekki eins af- dráttarlaus og ella. Málið er að ég gerði aldrei neitt samkomulag um að skuldir mínar við sveitarsjóð yrðu dregnar af laununum mínum. Ég vissi sem var að þessi gjöld yrðu felld niður þar sem þau voru tilkomin vegna áætlunar. Slíkt samþykki af minni hálfu hefur því aldrei út úr mínum kjafti farið, hvað þá á papp- ír.“ Guðrún Inga Sveinsdóttir oddviti vildi sem minnst um þetta mál segja opinberlega þar sem henni hafði ekki enn borist áhtsgerð umboðsmanns Alþingis. Aðspurð hvort hreppurinn hefði innheimt umrædd gjöld af launum Vigfúsar án samþykkis hans kvaðst hún ekki vita til þess að um það heföi staðið ágreiningur. „Ég ht á það sem núll og nix sem Vigfús segir og meira hef ég ekki um máhð að segja að sinni,“ sagði hún. -kaa Það er ekki amalegt að vinna útivið í góða veðrinu sem verið hefur i höfuð- borginni að undanförnu. Þessar stúlkur undu sér vel þar sem þær voru að laga til á Arnarhóli. Og það er kannski ekki siður að þeir sem eldri eru uni sér vel á sama stað, horfandi á æsku landsins taka til hendinni. DV-mynd Brynjar Gauti Sigurður Líndal prófessor: Engar endanlegar niðurstöður „Það er rétt að ég hef unnið að því að skoða reglur um búvörufram- leiðslu. Ég hef unnið að þessu verki í vetur en ekki í tvö ár. Engar endan- legar niðurstöður liggja fyrir enn- þá,“ sagði Sigurður Líndal prófessor við DV. í blaðinu í gær var sagt frá lagaáhti sem Sigurður hefur unnið fyrir hóp bænda. „Ummæli um að lögin um stjóm búvöruframleiðslu frá 1985 standist ekki 2. og 67. grein stjórnarskrárinn- ar eru alveg ótímabær. Ég er ekki kominn að neinni endanlegri niður- stöðu um það. Síðan segir: „í lagaálitinu kemur fram sú skoðun Sigurðar að úthlutun fullvirðisréttar um miðjan síðasta áratug hafi í senn verið ranglát og handahófskennd. Þau sjónarmið hafi ekki verið í heiðri höfð sem ganga skal út frá þegar hróflað er við eign- arréttindum fólks.“ Ég fer ekkert út í framkvæmdina. Ég segi hvorki að hún hafi verið ranglát né handahófskennd. Ég ætla mér ekkert að fara út í það atriði því það er sérstakt athugunarefni. í stuttu máli, það er engin endanleg niðurstaða í þessum skrifum mínum enn sem komið er. Allar yfirlýsingar um stjórnarskrárbrot og annað em gjörsamlega ótímabærar." -JSS Slysavamafélag íslands: Fær fyrstu gervitunglabaujuna í dag mun Slysavamafélag íslands taka á móti fyrstu gervitunglabauj- unni sem sett verður í íslenskt skip. Það er Radíómiðun hf. sem afhendir baujuna. Gervitunglabauja, öðru nafni neyðarradíóbauja, er þannig úr garði gerð að hún losnar sjálfkrafa frá sökkvandi skipi. Hefur hún þegar neyðarsendingar sem gervihnettir taka á móti. Þeir staðsetja baujuna og senda staöarákvörðun til sér- stakra móttökustööva. Alþingi samþykkti þann 8. febrúar síðastiðinn reglugerð þar sem neyð- arsendibaujur af gerðinni EPIRB voru samþykktar. í framhaldi af því hafa nokkrar gerðir af baujum verið samþykktar og er Jotron-baujan ein þeirra. það er Radíómiðun hf. sem er umboðsaðih fyrir þá gerð. Umræddar baujur hafa nú sannað gildi sitt erlendis. Þær hafa stytt björgunartíma verulega og gefið ná- kvæmari upplýsingar um staðsetn- ingu þess sem er í sjávarháska. Þessi búnaður er skyldaöur um borö í skipum margra þjóöa, svo sem í Nor- egi, Bretlandi og Bandaríkjunum. -JSS Nauðungaruppboð á eftirtöldum fasteignum og skipi fer fram í dómsal embættisins, Skógarhlíð 6, 3. hæð, á neðangreindum tíma: Lynghagi 10,1. hæð, þingl. eig. Guð- mundur Ingimundarson, mánud. 1. júh 1991 kl. 10.45. Uppboðsbeiðandi er Fjárheimtan hf. Mb. Andey BA-125, skn. 1170, þingl. eig. Háanes hf., útgerð, mánud. 1. júlí 1991 kl. 11.00. Uppboðsbeiðandi er Hróbjartur Jónatanisson hrl. Reynimelur 84,3. hæð f.m., þingl. eig. Walter Antonsson, mánud. 1. júlí 1991 kl. 11.30. Uppboðsbeiðandi er Veð- deild Landsbanka íslands. Stapasel 10, þingl. eig. Ásta Björt Thoroddsen, mánud. 1. júlí 1991 kl. 10.15. Uppboðsbeiðandi er Gjald- heimtan í Reykjavík. Stuðlasel 15, þingl. eig. Ólafur Auð- unsson, mánud. 1. júlí 1991 kl. 10.30. Uppboðsbeiðandi er Landsbanki ís- lands. Valshólar 6, 1. hæð t.v., þingl. eig. Einar Sigurþórsson og Edda Runólfs- dóttir, mánud. 1. júh 1991 kl. 13.30. Uppboðsbeiðandi er Veðdeild Lands- banka íslands. Vesturvallagata 7, hluti, þingl. eig. Haraldur Einarsson, mánud. 1. júlí 1991 kl. 10.30. Uppboðsbeiðendur eru íslandsbanki hf. og Eggert B. Ólafsson hdl___________________________ BORGARFÓGETAEMBÆTH) í REYKJAVÍK Nauðungaruppboð annað og síðara, á eftirtöldum fasteignum fer fram í dómsal embættisins, Skógarhlíð 6, 3. hæð, á neðangreindum tíma: Bárugata 29, kjallari, þingl. eig. Sig- urður Grímsson, mánud. 1. júh 1991 kl. 14.30. Uppboðsbeiðandi er Gjald- heimtan í Reykjavík. Bárugata 29, 1. hæð, kj. og 'A bflsk., þingl. eig. Sigurður Grímss. og Hólm- fríður Sigurðard., mánud. 1. júlí 1991 kl. 14.45. Uppboðsbeiðendur eru Is- landsbanki, Tryggingastofhun ríkis- ins og Róbert Ami Hreiðarsson hdl. Beykihbð 25, þingl. eig. Jóna Sigr. Þorleifsdóttir, mánud. 1. júh 1991 kl. 11.45. Uppboðsbeiðendur eru Ólafur Gústafsson hrl. og Gjaldheimtan í Reykjavík. Dalsel 10,3. hæð t.h., þingl. eig. Krist- ín Björg Hákonardóttir, mánud. 1. júh 1991 kl. 14.45. Uppboðsbeiðendur eru Gjaldheimtan í Reykjavík og Magnús Norðdahl hdl. Gaukshólar 2, 7. og 8. hæð G, þingl. eig. Bryndís Jónsdóttir, mánud. 1. júlí 1991 kl. 14.00. Uppboðsbeiðandi er Sveinn H. Valdimarsson hrl. Grettisgata 38B, þingl. eig. Sigríður Jónsdóttir, mánud. 1. júh 1991 kl. 13.45. Uppboðsbeiðandi er Trygginga- stofiiun nkisins. Háaleitisbraut 30, 04-01, þingl. eig. Birgir Hermannsson, mánud. 1. júlí 1991 kl. 11.15. Uppboðsbeiðendur eru Ólafur Axefeson hrl. og Veðdeild Landsbanka íslands. Kringlan 61, -hluti, tal. eig. Ásbjöm Ketih Ólafeson, mánud. 1. júh 1991 kl. 14.00. Uppboðsbeiðandi er Lands- banki íslands. Torfufell 33, hluti, þihgl. eig. Jóhann Ingi Reimarsson, mánud. 1. júlí 1991 kl. 13.45. Uppboðsbeiðendur em Gjaldheimtan í Reykjavík, Veðdeild Landsbanka íslands og Skúh J. Pálmason hrl. Torfufell 46,1. hæð, þingl. eig. Krist- leifur Kolbeinsson, mánud. 1. júlí 1991 kl. 14.30. Uppboðsbeiðendur em Tryggingastofiiun ríkisins, Sigríður Thorlacius hdl. og Gjaldheimtan í Reykjavík. Vesturberg 6,1. hæð t.v. B, þingl. eig. Einar Þórðarson og Helga Sigurðar- dóttir, mánud. 1. júh 1991 kl. 14.30. Uppboðsbeiðendur em Tolfetjórinn í Reykjavík og Sigurmar Albertsson hrl. Þangbakki 8, íb. 07-08, þingl. eig. Bjöm Steinar Hauksson, mánud. 1. júlí 1991 kl. 14.15. Uppboðsbeiðandi er Veðdeild Landsbanka íslands. borgarfógetaembæ™ í REYKJAVÍK Nauðungamppboð þriðja og síðasta á eftirtöldum fasteignum: Gljúfrasel 8, þingl. eig. Guðmundur Franklín Jónsson, fer fram á eigninni sjálfri mánud. 1. júh 1991 kl. 17.00. Uppboðsbeiðendur em Gjaldheimtan í Reykjavík og íslandsbanki hf. Hólaberg 20, þingl. eig. Rafh Gests- son, fer fram á eigninni sjálfri mánud. 1. júlí 1991 kl. 16.30. Uppboðsbeiðandi er Veðdeild Landsbanka Islands. Frostafold 79, hluti, tal. eig. Gyða B. Svansdóttir, fer fram á eigninni sjálfri mánud. 1. júlí 1991 kl. 15.30. Uppboðs- beiðendur em Tollstjórinn í Reykja- vík, Veðdeild Landsbanka íslands, Gjaldheimtan í Reykjavík, Hafeteinn Hafeteinsson hrl., Lögmenn Hamra- borg 12, Jón Þóroddsson hdl. og Veð- deild Landsbanka íslands. BORGARFÓGETAEMBÆTTH) í REYKJAVÍK

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.