Dagblaðið Vísir - DV - 28.06.1991, Side 25

Dagblaðið Vísir - DV - 28.06.1991, Side 25
KÖSTUDAdUlt 28. JÚNÍ 1991. 33 Afmæli Björgvin Heiðarr Ámason Björgvin Heiöarr Árnason vél- virkjameistari, Tungutúni, H vann- eyri, varð llmmtugur í gær. Starfsferill Björgvin er fæddur á Hrærekslæk í Hróarstungu í N-Múlasýslu en bjó í Heiðarseli til 6 ára aldurs er hann fluttist til Hveragerðis. Hann var búsettur í Keflavík 1975-87. Björgvin tók landspróf frá Barna- og miöskóla Hveragerðis 1957. Hann lærði vélvirkjun í vélsmiðju KÁ á Selfossi 1959-63 og tók sveinspróf 1964. Björgvin var í Vélskólanum veturinn 1964-65, vann á verkstæði ísarn 1966-67, í Búrfellsvirkjun 1968-69 og hjá Hitaveitu Hveragerð- is 1969-74. Hann var aöstoðarverk- stjóri hjá Vélsmiöju KÁ 1974-75 og starfaði hjá íslenskum aðalverktök- um á Keflavíkurflugvelli 1975-87 en hefur unnið á vélaverkstæði Bændaskólans á Hvanneyri frá 1987. Björgvin fékk meistararéttindi í vélvirkjun 1977. Hann var í Slökkvil- iöi Hveragerðis frá 1958-1975. Björg- vin var í stjórn Iönsveinafélags Suö- umesja 1978-87 og ritari þess 1978-83. Hann var enn fremur formaöur málmiönaðardeildar og varaformað- ur ISFS1983-87. Björgvin var fulltrúi vélvirkjasveina í Iðnráði Suðurnesja 1984-87 og sat í miöstjórn MSÍ 1983-87. Fjölskylda Björgvin kvæntist 3.2.1968 Steinn- unni Birnu Magnúsdóttur, f. 22.1.1947, húsmóður og verkakonu. Kjörforeldrar hennar: Magnús Sig- urbergsson, f. 2.6.1902, d. 17.6.1975, og Hjördís Guðmundsdóttir, f. 5.6. 1907, vistkonaá Hrafnistu í Hafnar- firði. Björgvin og Steinunn eiga fimm börn. Hjördís, f. 11.12.1967,_þroska- þjálfanemi, í sambúð með Asgrími Ágústssyni, f. 24.11.1967, leigubíl- stjóra; Anna, f. 7.4.1970, búfræðing- ur, gift Guöna Hörödal Jónassyni, f. 23.3.1967, búfræðingi; Magnús Heiöarr, f. 20.4.1972, búfræöingur; Sigurðar Heiðarr, f. 9.10.1979; Björg- vin Heiðarr, f. 7.4.1983. Björgvin á eina uppeldissystur, Guðbjörgu Jónu Sigurðardóttur, f. 25.9.1943, sem gift er Valdimar Ingvasyni.f. 3.8.1944, ogeigaþau þrjú börn, Sigurð Heiðar, f. 17.9. 1965, d. 9.2.1991; Soffíu, f. 18.4.1968, í sambúð með Ingþóri Óla Thorla- cius, f. 23.12.1966, ogeigaþau einn son, Valdimar, f. 15.8.1988; Önnu Erlu.f. 13.12.1973. FósturforeldrarBjörgvins: Sig- urðurÁrnason, f. 26.6.1903, d. 18.1. 1989, og Anna Guðjónsdóttir, f. 13.3. 1907, en þau bjuggu í Heiðarseli til 1947 er þau fluttust til Hveragerðis þar sem þau gerðust garðyrkju- bændur. Móðir Björgvins er Svava Jónsdóttir, f. 13.6.1915, frá Hræreks- læk, nú vistkona á Dvalarheimili aldraðra á Egilsstöðum. Afmælisveislunni er frestaö um Björgvin Heiðarr Árnason. óákveðinn tíma vegna veikinda eig- inkonu. Til ham- ingju með afmælið 28. júní 85 ára Steingrímur Sveinsson, Logafold 86, Reykjavík. Sigurður Karlsson, Höfðahlíð 7, Akureyri. Stefán Guðmundsson, Hringbraut 50, Reykjavík. Björgvin Finnsson, Laufásvegi 11, Reykjavík. 80 ára Erlendur Jónsson, Kleppsvegi 136, Reykjavík. 75 ára Magnús Kristjánsson, Norötungu 1, Þverárhlíðarhr. 70 ára Geir Guðmundsson, Laugarásvegiöl, Reykjavík. Ragnar Jónsson, Holtsgötu 39, Reykjavík. María Ragnarsdóttir, Skógargötu 1, Sauðárkróki. 60 ára Skúli Jónsson, Lambastöðum, Álftaneshr. Jón Ósmann Magnússon, Smáragrund 7, Sauðárkróki. Soffia Jóhannsdóttir, Skipasundi 35, Reykjavík. 50 ára Ingibjörg Hauksdóttir, Sandholti 26, Ólafsvík. Magnús Kristinn Herjólfsson, Kvíabólsstíg 3, Neskaupstað. Guðrún ElinBjarnadóttir, Grandavegi 37, Reykjavík. Þórunn Jensen, Eyjabakka 18, Reykjavík. Ástdis Valdemarsdóttir, Hliðarendavégi 4B, Eskifirði. 40 ára Ingimundur Eyjólfsson, Kársnesbraut37, Kópavogi. Margrét Jódís Sigurðardóttlr, Fannarfelli 4, Reykjavík. Guðrún Þórsdóttir, Jakaseli 31, Reykjavík. Sigurlaug Helga Maronsdóttir, Helgavatni, Sveinsstaðahr. Unnur Magnúsdóttir, Miðvangi 123, Hafnarfirði. Ólafur Tehódórsson, MarKianai iz, KeyKjaviK. Jenný Marelsdóttir Þorgerður Hermannsdóttir. Þorgerður Hermanns- dóttir Þorgerður Hermannsdóttir, fyrrv. ræstingakona við Landspítalann í Reykjavík, til heimilis að Fannborg 1 í Kópavogi, er sjötug í dag. Hún verður að heiman á afmælis- daginn. Jenný Marelsdóttir, húsmóðir og starfsstúlka á Sjúkrahúsi Suður- lands, Lóurima 14 á Selfossi, verður fimmtug í dag. Starfsferill Jenný er fædd að Hólshúsum í Gaulverjabæjarhreppi en flutti ung að árum að Selfossi og ólst þar upp. Hún vann við verslunarstörf hjá Kaupfélagi Árnesinga í átján ár ásamt húsmóðurstörfum. Nú starf- ar Jenný sem starfsstúlka á Sjúkra- húsi Suðurlands. Fjölskylda Jenný giftist 7. júlí 1962 Kjartani Vigni Bjarnasyni, f. 28.12.1935, verkamanni. Foreldrar hans eru Bjarni Bjarnason og Guðmunda Sig- ríður Jónsdóttir sem nú er látin. Börn Jennýjar og Kjartans eru Elín María, f. 6.6.1959, gift Herði Friðþjófssyni og eiga þau þijú börn, Björk f. 23.1.1979; Helga, f. 2.6.1988 og Kjartan, f. 27.8.1990; Kjartan Vignir, f. 1.10.1965; Sigríður Jóna, f. 12.9.1969, sambýlismaður hennar er Guömundur R. Ágústsson. Systkini Jennýjar eru: Sigrún Jóna, f. 1944, gift Einari Páli Sig- urðssyni og eiga þau íjögur börn, Sigríði Helgu, Elínu, GunnarMarel og Áslaugu; Óskar Haraldur, f. 1946, d. sama ár; Guðrún Elsa, f. 1950, gift David Clive Vokes og eiga þau þrjú börn, Guðrúnu Lísu, Atla Marel og Sally Önnu; Óskar Jón, f. 1954, kvæntur Guðrúnu Guðmundsdótt- ur og eiga þau þrjú börn, Svein Við- ar, Kolbrúnu Eir og Arnar Frey. Jenný á einn hálfbróður, Ingi- mund Marelsson. Foreldrar Jennýjar eru Marel Jónsson, f. 14.5.1913, fyrrv. mjólkur- bílstjóri hjá Mjólkurbúi Flóamanna, og Elín Elíasdóttir, f. 7.2.1920, hús- móðir og fyrrv. starfsmaður hjá Mjólkurbúi Flóamanna. Þau búa á Selfossi. Ætt Marel er sonur Jóns Ólafssonar frá Uxahrygg á Rangárvöllum og Jenný Marelsdóttir. Guörúnar Andrésdóttur frá Hemlu. Elín er dóttir Elíasar Árnasonar frá Vöðlakoti í Gaulveijabæjar- hreppi og Guðrúnar Þórðardóttur frá Hólshúsum í Gaulveijabæjar- hreppi. Jenný verður að heiman á afmæl- isdaginn. Andlát Jón H. Guðmundsson Jón H. Guðmundsson, frv. skóla- stjóri, bæjarfulltrúi og ritstjóri Al- þýðublaðs Kópavogs, lést 20. júní sl. Útfór hans fer fram í Kópavogs- kirkjuídag kl. 13.30. Starfsferill Jón fæddist 3. desember 1913 á Brekku á Ingjaldssandi við Önund- arfjörð. Hann flutti til ísafjarðar árið 1942 og bjó þar til 1963 er hann flutti til Kópavogs og bjó þar ásamt konu sinni til dauöadags. Hann stundaði nám við Héraðs- skólann á Núpi 1932-1934 og lauk kennaraprófi frá Kennaraskólanum í Reykjavík árið 1938. Jón kynnti sér skólamál í Svíþjóð og Noregi vetur- inn 1963-1964. Hann kenndi við Héraðskólann á Núpi 1938-1939, barnaskóla Innri- Njarðvíkur og unglingaskólann í Keflavík 1939-1940 og bamask. ísa- fiarðar frá 1942. Jón var settur skólastjóri Barnaskólans á ísafirði 1954-1955 og var skólastjóri frá 1957-1964. Hann var einnig stunda- kennari gagnfræðaskólans, Sjó- mannaskólans, Iðnskólans og Hús- mæðraskóla ísafjarðar á þessum árum. Jón var skólastjóri Digranes- skóla í Kópavogi 1964-1981. Jón var formaður Sjómannafélags ísfirðingafrá 1944-1%2, Bygging- arsamvinnufél. 1947-1963, fulltrúa- ráðs Alþýðuflokksins á ísafirði 1950-1963. Hann var bæjarfulltrúi á ísafirði 1949^-1963 og endurskoðandi Kaupfélags ísfirðinga 1947-1963. Hann var varabæjarfulltrúi Al- þýðufl. í Kópavogi 1966-1974. Jón var í flokksstjórn Alþýðufl. frá 1966 til dauðadags. í Húsnæðismála- stjórn frá 1971-1983 og í stjórn Sjúkrasamlags Kópavogs frá 1974. Hann sá að mestu leyti um útgáfu Skutuls á ísafirði 1946-1%3. Jón var ritstjóri Alþýðublaðs Kópavogs frá 1%6 til dauðadags. Fyrir utan fjölmargar blaðagreinar sem hann ritaði þýddi hann barna- bókina Bátur á reki árið 1%9. Fjölskylda Jón kvæntist 13. september 1938 Sigríði Magnúsínu Jóhannsdóttur, f. 31.8.1918, húsmóður. Hún er dótt- ir Jóhanns Andréssonar, sjómanns á Flateyri, og konu hans, Jónu Ág- ústu Sigurðardóttur. Börn Jóns og Sigríðar eru Sverrir, f. 9.7.1939, tæknifr. á rekstrarsviði íslandsbanka, kvæntur Rannveigu Guðmundsdóttur alþingismanni, f. 15.9.1940. Jóhannes Guðmundur, f. 9.5.1944, húsasmiður í Kópavogi, kvæntur Sigrúnu Sigurðardóttur skrifstofu- manni, f. 7.1.1947. JónaElísabet, f. 10.2.1946, farar- stjóri og skíðakennari, gift Ulrik Arthurssyni arkitekt, f. 27.4.1936. Önundur, f. 5.10.1947, prentari og lögregluþjónn í Reykjavík, kvæntur Gróu Stefánsdóttur húsmóöur, f. 11.2.1961. Guðrún Helga, f. 2.1.1949, útibús- stjóri íslandsbanka í Reykjavík, gift Baldvini Jóhanni Erlingssyni sölu- manni, f. 9.9.1946. Erlingur Andres, f. 15.10.1950, rit- stjóri Eiðfaxa, kvæntur Sigrúnu Sigurðardóttur skrifstofumanni, f. 10.6.1953. Halldóra Jónsdóttir, f. 30.10.1953, gift Edvard Kjartani Sverrissyni, f. 20.4.1950, þau hjón reka saman fyr- irtækiíKópavogi. Kristín Sigríður, f. 21.6.1960, gift Jóni Sigurði Ólasyni, lögregluþjóni í Reykjavík, f. 9.10.1960. Jón átti eina dóttur með Ingi- björgu Finnsdóttur, Ingibjörgu, f. 18.9.1963, þroskaþjálfi, sambýlis- maður hennar er Ámi Ármann Árnason lögfræðingur, f. 23.4.1963. Jón átti tuttugu systkini, þar af sextán alsystkini ogfjögur hálf- systkini, og eru sjö á lífi. Foreldrar Jóns voru Guðmundur Einarsson, f. 19.7.1873, d.22.7.1964, bóndi og refaskytta, og kona hans, Guðrún Magnúsdóttir, f. 2.7.1877, ■ d. 9.5.1%7, húsmóðir. Þaubjuggu Jón H. Guðmundsson. lengst af á Brekku á Ingjaldssandi við Önundarfjörð. Ætt Faðir Guðmundar var Einar Guð- mundsson, bóndi á Heggsstöðum í Andakíl í Borgarflrði, Guðmunds- sonar, Einarssonar, Kortssonar, bóndi á Tjarnhúsi á Seltjarnarnesi. Kona hans hét Guörún Gísladóttir. Móöir Guðmundur var Steinþóra Einarsdóttir. Faðir Guðrúnar var Magnús Egg- ertsson, bóndi á Eyri í Flókadal og Tungufelli í Lundareykjadal. Móðir hennar var Halldóra Guðmunds- dóttir.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.