Dagblaðið Vísir - DV - 04.07.1991, Blaðsíða 32
Hafir þú ábendingu eða vitneskju um
frétt, hringdu þá í síma 62-25-25. Fyrir
hvert fréttaskot, sem birtist eða er notað
í DV, greiðast 2.000 krónur.
Fyrir besta fréttaskotið í hverri viku
greiðast 5.000 krónur. Fullrar nafn-
leyndar er gætt. Við tökum við frétta-
skotum allan sólarhringinn.
Ritstjórn - Auglýsingar - Áskrift - Dreifing: Sími 27022
FIMMTUDAGUR 4. JÚU 1991.
Sverrir Hermannsson:
Má ekki, vil
ekki,getekki
* „Ég vil ekkert segja til um það
hvort Landsbankinn geti hugsað sér
að leigja rekstur þrotabúa Álafoss
og Hraðfrystihúss Ólafsvíkur til
nýrra rekstraraðila. Ég var að koma
í bæinn í gærkvöldi og hef ekki getað
sett mig sem skyldi inn í þessi mál.
Ég má ekkert, vil ekkert og get ekk-
ert um þetta sagt,“ sagði Sverrir
Hermannsson bankastjóri í morgun.
Landsbankinn hefur nú í hendi sér
hvort starfsemi frystihússins og Ála-
fossverksmiðjanna leggst af eða ekki.
Ólafsvíkingar hafa þegar komið þeim
skilaboðum til bankans að þeir séu
tilbúnir að kaupa þrotabúið og þá
flóra báta sem frystihúsið missti fyr-
ir um ári síðan og sameina hið nýja
,a» fyrirtæki Útherja sem á eina togara
staðarins.
„Þetta ætti að skýrast eitthvað í dag
eða á morgun en um framhaldið þori
ég ekkert að spá. Ég er ekkert alltof
bjartsýnn á þaö að gangi saman á
þeim forsendum sem maður hefur
heyrt og séö þarna að vestan," segir
Sverrir.
Að sögn Péturs Fenger, bæjaritara
Mosfellsbæjar, hafa bæði bæjar-
stjórnir Akureyrar og Mosfellssveit-
ar samþykkt að setja fjármagn í slík-
an rekstur sé hægt að sýna fram á
''Ir að hann gangi. Enn hafi þó ekki ver-
ið reiknað út hversu mikla peninga
þurfi - það gæti legið á bilinu 50 til
100 milljónir. Hann segir að hug-
myndin sé að fleiri aðilar, og þá íjár-
sterkir, komi inn í reksturinn ef af
þessu verður. Honum er þó ekki
kunnugt um að neinir slíkir hafi enn
sýnt þessu áhuga.
-kaa
heimildum
Fjórtán bátar voru sviptir útflutn-
ingsheimildum Aflamiðlunar í gær.
Níu þessara báta eru frá Vestmanna-
eyjum, þeir eru: Andvari, Baldur,
Björg, Bylgja, Dala-Rafn, Danski Pét-
ur, Gjafar, Sigurborg og Sigurfari.
Þrír eru skráðir í Árnessýslu; Frið-
rik Sigurösson, Jón Klemens og Sæ-
rún, auk þess voru bátarnir Þórs-
hamar frá Hafnarfirði og Otto
Wathne frá Seyðisfirði sviptir út-
flutningsleyfum.
Bátarnir eru sviptir heimildum
mislengi og vara útflutningssvipting-
arnar frá 1 og upp í 6 vikur. Sá sem
mest hefur flutt út umfram heimildir
er Dala-Rafn. Báturinn hafði leyfi til
að flytja út 4 tonn en sendi 40 tonn
.. -vumfram það á markað. Fékk hann
lengstu sviptinguna, 6 vikur.
-J.Mar
Mitóll viðbúnaður á ísafirði þegar 140 tólóum af dínamíti var eytt:
11 wm w g w m x
NitroalftiQQAriniA
W ti
farið að leka niður
- allar rúður bæjarins í hættu, segir sprengjusérfræðingur
„Það hefðu ekki verið margar
rúður heilar á isafiröi ef þetta hefði
sprungið. Ástandiö þama ínni var
vægast sagt slæmt. Þarna voru 140
kiló af dínamíti. Túpurnar voru
farnar að „svitna“ og nítróglusser-
ínið lekið niður í botninn á stórum
stálkassa sem þetta var geymt í.
Þessi vökvi má ekki við neinu
hnjaski. Ef einn dropi hefði dottið
á gólfið hefði orðið sprenging. Það
hefði ekki orðið mikið eftir af hús-
inu. Ef við vorum ekki í stórhættu
þarna veit ég ekki hvenær það ger-
ist,“ sagði sprenausérfræðingur
þjá Landhelgisgæslunni í samtali
við DV i morgun.
Mikill viöbúnaður var viðhafður
í nágrenni áhaldahúss ísafjarðar-
bæjar undir kvöld í gær þegar lög-
reglan og sérfræðingar Landhelgis-
gæsiunnar sáu til þess að mikið af
gömlu og stórhættulegu sprengi-
efni var flutt með vörubíl út að
Arnarnesi við ísafjarðardjúp þar
sem því var brennt. Áhaldahúsið
og stórt svæði í kringum það var
rýmt. Hér var um að ræða úrelt
sprengiefni sem nota átti í þágu
vita- og hafframála fyrir mörgum
árum.
Sprengjusérfræðingurinn sagði
ennfremur: „Við þurftum að taka
hverja túpu fyrir sig og koma fyrir
í sandgryfju sem viö útbjuggum á
vörubíl sem bakkaði inn í húsið.
Þegar við losuðum þetta i fjöru-
borðinu við Arnarnes varð að
handlanga þetta allt aftur með mik-
illi varúð.
Nítróglusserínið er nfrög hættu-
legt þegar það er farið að leka
svona. En það sem verst er er að
ástandið er svona út um allt land.
Það sem þarf að gera er að gefa út
nákvæma reglugerð um sölu og
meðferð slíkra etfra. Lögregiuemb-
ættin verða að hafa nákvæma skrá
yfir þá aðila sem hafa leyfi fil að
vera meö sprengiefni undir iiönd-
um og eftirlitsaðilar eiga síðan að
kanna ástandið hverju sinni,“ sagði
sprengjusérfræðingurinn.
Jónas Eyjóifsson, yfirlögreglu-
þjónn á ísafirði, sagði í morgun að
á næstunni yrði gerð nákvæm út-
tekt á ástandi þessara mála í um-
dæminu. Hann sagöist ennfremur
vita dæmi þess að börn hefðu kom-
ist í dínamíttúpur og leikið sér meö
þær.
-ÓTT
Það er engu líkara en þær Eyrún Hjörleifsdóttir og Elísabet Gunnlaugsdóttir séu hæstánægðar með
rigninguna sem höfuðborgarbúar fengu að kynnast í gær. Annars er búist við því að helgin geti orð-
ið vætusöm sunnan- og suðvestanlands. Hins vegar er spáð betra veðri á Norður- og Norðaustur-
landi, þurru og jafnvel sólskini. DV-mynd Hanna
Undirskriftasöfnun:
Gegn aðild
aðEES
„Við höfum fundið að það er gífur-
legur fjöldi fólks í landinu hræddur
við aðild að evrópska efnahagssvæð-
inu,“ segir Bjarni Einarsson, fram-
kvæmdastjóri hjá Byggðastofnun og
einn helsti hvatamaðurinn að stofn-
un samtaka gegn aðild íslands að
evrópska efnahagssvæðinu.
Samstarfshópur um stofnun
samtakanna kom saman í Norræna
húsinu í gær og mættu 200 manns á
fundinn. Samtökunum er ætlað að
hrinda af stað undirskriftasöfnun
um allt land gegn aðild að evrópska
efnahagssvæðinu. Þegar er hafin
undirskriftasöfnun í Þingeyjar-
sýslu.
„Við erum á móti aðild að evrópska
efnahagssvæðinu vegna þess að hún
er fordyri að Evrópubandalaginu
sjálfu, hún leiðir til aðildar," segir
Bjarni.
Margt þekkt fólk er í samstarfs-
hópnum gegn aðild að evrópska efna-
hagssvæðinu. Auk Bjarna má nefna
Hannes Jónsson, fyrrverandi sendi-
herra, Ingibjörgu Sólrúnu Gísladótt-
ur alþingismann, Jakob Jakobsson,
forstjóra Hafrannsóknastofnunar-
innar, og Árna Bergmann, ritstjóra
Þjóðviljans. -JGH
LOKI
Það má sem sé þakka fyrir
að isafjörðurerenn
á sínum stað!
Veðrið á morgun:
Bjartviðri
norðan-og
vestanlands
Á morgun verður hæg sunnan-
átt um allt land. Þokumistur eða
súld verður við suður- og vestur-
ströndina en bjartviðri annars
staðar. Hiti verður á bilinu 10-18
stig, hlýjast austanlands.
Laugardaga 10-17
Sunnudaga 14-17
TMHUSGÖGN
SÍÐUMÚLA 30 SÍMÍ 686822
i
Í
i
i
$
i
i
i
i
i
i
i
i
i
i
i
i
i
i
i
i
i
i
i
i
i
i