Dagblaðið Vísir - DV - 28.08.1991, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 28.08.1991, Blaðsíða 4
4 MIÐVIKUDAGUR 28. ÁGÚST 1991. Fréttir Systkinin Sirrý og Jón Kristinn með pysjur. DV-mynd Ómar á hvequ ári. Þegar vel árar skipta þær þúsundum. Þessi siður á sér ekki hliðstæðu á landinu og þama komast Eyjamenn í snertingu við lundann, þjóðartákn þeirra, strax á unga aldri. Pysju sleppt í fjörunni. DV-mynd Ómar Þingeyrakirkja: Hátíðarmessu verður sjónvarpað um öll Norðurlönd f Núverandi kirkja á Þingeyrum var byggð á árunum 1864 til 1877. Hún er hlaðin úr grjóti sem límt er saman með kalki. Margir stórmerkir gripir eru í Þingeyrakirkju. Altarisbríkin er frá tímum klaustursins og er tahn gerð í Nottingham á 15. öld en sumir áhta hana eldri. Þá er í kirkjunni merki- legur predikunarstóll, gefinn af Lauritz Gottdrup árið 1696. -J.Mar up sem nýtekinn er við embætti á er erfitt að meta til fjár. Hátíðarmessu, sem tekin er upp í Þingeyrakirkju í Húnaþingi, verður sjónvarpað um öll Norðurlöndin þann 15. september næstkomandi. Þetta er í annað sinn sem íslendingar sjá um framkvæmd þessarar sam- norrænu messu en fyrri messan var í Strandarkirkju árið 1986. Messan fer fram með hefðbundnu formi og með gregorísku tónlagi. Prestar verða séra Ami Sigurðsson, sóknarprestur við Þingeyrakirkju, og séra Bolh Gústavsson vígslubisk- Hólum í Hjaltadal en þar er eitt fræg- asta kirkjusetur á íslandi. Við messuna mun séra Ami þjóna fyrir altari fyrir prédikun en séra Bolli predikar. Þeir munu síðan báð- ir þjóna fyrir altari að predikun lok- inni. Þingeyrar em sögufrægur staður. Þar var stofnað fyrsta íslenska klaustrið árið 1133. Staðurinn var frægt lærdómssetur í margar aldir og þar vom á miðöldum skrifaðar kálfsskinnsbækur sem nú á tímum Pysjuvertíð bama í Eyjum stendur nú sem hæst: Oft farið að birta af degi þegar haldið er í háttinn - fuglamir, sem krakkamir bjarga, skipta þúsundum Ómar Garðarsson, DV, Vestmannaeyjum; Þessa dagana stendur pysjuvertíð bama í Vestmannaeyjum sem hæst. Þau em í tuga- og hundraöatah um allan bæ að leita að þessum ungum lundans sem fljúga á ljósin í bænum þegar þeir yfirgefa holur sínar í fjöll- unum umhverfis k apstaðinn Það er meiri háttar björgunarstarf sem krakkarnir sinna. Þeir fá leyfi tíl að vera úti langt fram á kvöld og oft er jafnvel farið að birta af degi áður en haldið er í háttinn. Pysjum- ar era algjörlega bjargarlausar þegar þær lenda í bænum og þeirra einasta lífsvon er aö krakkamir finni þær, komi þeim í kassa og sleppi í sjóinn daginn eftir. Fréttamaður DV hitti systkinin Jón Kristin og Sirrý sem voru meö pabba sínum úti á Eiði að sleppa þremur lundapysjum sem þau höfðu fundið kvöldið áður. Ekki fannst þeim það mikih afli en vom samt ánægð. Allt- af er samt mest fjörið að sleppa pysj- unum, sérstaklega þegar þær ná góðu flugi. En þama stóð vindur af landi og því komust pysjumar ekki nema rétt í flæðarmáhð og vom síð- an svohtla stund að komast gegnum brimgarðinn en allt fór vel og nú em pysjumar þijár komnar í ömgga höfn í sjónum kringum Eyjar. Erfitt er að gera sér grein fyrir hve mörgum pysjum Eyjakrakkar bjarga I dag mælir Dagfari Á óleyf ilegum hraða Heimsmeistarakeppnin í fijálsum íþróttum er háð í Tokyo þessa dag- ana. Þar gátu sjónvarpsáhorfendur fylgst með Carl Lewis setja nýtt heimsmet í hundrað metra hlaupi. Lewis fór nánast á ólöglegum hraöa fram úr keppinautum sínum þegar hann kom fyrstur í mark. En það er víðar háð kapphlaup en í Tokyo. Utanríkisráðherrar Vesturlanda eru í kapphlaupi um að vera á undan öðrum að skrifa undir sáttmála um stjórnmálasam- band við Eystrasaltsþjóðimar. Ut- anríkisráðherrar Eistlands, Lett- lands og Litháens em líka á harða- hlaupum á milh stórborganna til að taka í höndina á kollegum sínum og skrifa undir sáttmála um hvað- eina sem að þeim er rétt. Það má engan tíma missa, enda gerast hlut- imir svo hratt austur í Sovét að það sem er sagt að morgni getur verið úrelt að kveldi. Þetta vita fuh- trúar Eystrasaltsríkjanna og það er aldrei að vita nema Kommúni- staflokkurinn og KGB verði komn- ir aftur th valda áður en varir og þess vegna um að gera að skrifa undir nógu marga samninga með- an enginn veit hver stjórnar í Moskvu. Uffe Ellemann-Jensen varð fúh þegar hann frétti að utanríkisráð- herrar Eystrasaltsríkjanna væru komnir til íslands th undirskriftar. Uffe vhdi verða fyrstur og þegar hann hafði misst af undirskriftun- um á undan Jóni Baldvin sendi hann skeyti til Eystrasaltsins um viðurkenningu á stjórnmálasam- bandi. Hélt síðan blaöamannafund til að tilkynna að Danir hefðu sleg- ið íslendingum við. Uffe sagðist að hafa orðið fyrstur til að slíta snúr- una. Jón Baldvin hafði frétt af þessu upphlaupi Uffe. Hann var á leiðinni suður á flugvöll til að taka á móti kollegum sínum. Hann vissi ekki betur en hann yrði fyrstur til að koma í mark. Þegar Uffe kom með gambítinn með skeytið gaf Jón Baldrin fyrirmæli th bílstjóra ráð- herrabhsins að gefa í botn. Ekkert hangs, sagði Jón Baldvin og þegar hraðinn hafði aukist upp í hundrað og fjörtíu á kílómetrann kom lög- reglan með sírenu og vildi stöðva ráöherrabílinn fyrir óleyfilegan hraðakstur. Ekki stöðva sagði Jón, enda sá hann fram á að kohegarnir frá Eystrasaltinu mundu kannske frétta af skeytinu og þakka Uffe á undan sér. Lögreglan lét hins vegar ekki segjast, enda er Keflavíkurlögregl- an ekki með á nótunum þegar ráð- herrabílar fara í rallakstur og lögg- an vissi heldur ekki betur en að heimsmeistarakeppnin færi fram í Tokyo en ekki í Keflavík. Hún stöðvaði bæði bílstjórann og ráð- herrann og heimtaði ökuskírteinið. Það átti sem sagt að svipta á staðn- um og Jón Baldvin hefði misst af heimssögulegri undirskrift og glat- að tækifærinu th að slá bæði Dön- um og öðrum stórþjóðum við í kapphlaupinu ógurlega. Svona get- ur lögreglan í Keflavík verið utan- gátta í heimsviðburðunum og hinu sögulega hlutverki bílstjórans, sem hafði fengið það verkefni að skha Jóni Baldvin í mark á undan skeyt- inu frá Uffe. Fyrir thstilh dómsmálaráðuneyt- isins var þetta alvarlega umferðar- lagabrot tekið úr höndum Kefla- víkurlögreglunnar og sent th Reykjavíkur th meðferðar. Fyrir vikið komst Jón Baldvin fyrstur í mark í þessu kapphlaupi og gat skrifað undir stjómmálasamband og viðurkenningu á Eystrasalts- þjóðunum og brotið þann ís sem gerir þjóðunum þremur kleift að endurheimta sjálfstæði sitt. Hitt er ekki til frásagnar aö sjálf- stæði Eystrasaltsríkjanna kostar bílstjórann hjá Jóni ökuskírteinið og kannske vinnuna því það er erf- itt th lengdar að hafa bhstjóra sem ekki má aka. Nema réttindalausi bílstjórinn fari að æfa spretthlaup og hlaupi á persónulegu meti í hvert skipti sem Jón þarf að koma skilaboðum eða sjálfum sér suður á Völl. Þá má Carl Lewis fara að vara sig, því bílstjórinn í ráöherra- bhnum hans Jóns Baldvins lætur ekki segja sér tvisvar að geysast áfram á óleyfilegum hraða þegar ráðherrann skipar svo fyrir um. Niðurstaða þessa heimssögulega atburðar er sem sagt sú að Litháen, Lettland og Eistland endurheimta sjálfstæði sitt meðan ráðherrabíl- stjórinn glatar ökuskírteininu. En hvað er eitt skírteini miðað við þann sigur að verða á undan Uffe? Dagfari

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.