Dagblaðið Vísir - DV - 28.08.1991, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 28.08.1991, Blaðsíða 14
14 MIÐVIKUDAGUR 28. 'ÁGÚST 1991. Útgáfufélag: FRJÁLS FJOLMIÐLUN HF. Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN.R. EYJÓLFSSON Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON Ritstjórar: JÓNAS KRISTJANSSON og ELLERT B. SCHRAM Aðstoðarritstjórar: HAUKUR HELGASON og ELlAS SNÆLAND JÓNSSON Fréttastjóri: JÓNAS HARALDSSON Auglýsingastjórar: PÁLL STEFÁNSSON og INGÓLFUR P. STEINSSON Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiðsla, áskrift, ÞVERHOLTI 11,105 RVlK.SÍMI (91 >27022 - FAX: (91 )27079 Setning, umbrót, mynda- og plötugerð: PRENTSMIÐJA FRJÁLSRAR FJÖLMIÐLUNAR HF„ ÞVERHOLTI 11 Prentun: ÁRVAKUR HF. - Áskriftarverð á mánuði 1100 kr. Verð í lausasölu virka daga 105 kr. - Helgarblað 130 kr. Upplausn Sovétríkjanna Jafnvel Gorbatsjov, forseti Sovétríkjanna, sér, að ekk- ert getur stöðvað upplausn Sovétríkjanna, úr því sem komið er. Það hefur þó veitzt Gorbatsjov örðugt að gera sér fulla grein fyrir raunveruleikanum, og í gær dró hann enn í land og sagði, að halda þyrfti ríkjasam- bandi. Þannig hélt hann því fram fyrir skömmu, að rangt og óskynsamlegt væri af einstökum lýðveldum í Sovét- ríkjunum að leita sjálfstæðis. Hann beitti sér af mikilli hörku gegn sjálfstæðisviðleitni Eystrasaltsríkjanna fyr- ir aðeins nokkrum mánuðum, eins og menn muna. Nú var svo komið í fyrradag, að Gorbatsjov sagði á fundi Æðsta ráðsins, að lýðveldin hefðu rétt til sjálfstæðis, ef þau kysu það. Gorbatsjov reyndi að halda í kommúni- staflokkinn, jafnvel eftir að harðlínumennirnir í flokkn- um höfðu gert samsæri gegn honum. Gorbatsjov reyndi eftir valdaránið að verja kommúnistaflokkinn, en gafst síðan upp á þeirri afstöðu, þegar honum var ljóst, í hvílíkri skömm kommúnistaflokkurinn var. Þá loks sagði Gorbatsjov af sér sem aðalritari kommúnista- flokksins, og hann er því fyrsti leiðtogi Sovétríkjanna, sem ekki er jafnframt flokksleiðtogi. Gorbatsjov hefur þannig ekki haft neitt frumkvæði í þessari þróun heldur drattast með. Honum var greini- lega býsna sárt um kommúnistaflokkinn. Hann hafði skipað samverkamenn og aðstöðarmenn harðlínumann- anna í stöður, að harðlínumönnunum gengnum, í trássi við Jeltsín og hans menn. Gorbatsjov reyndi þannig að viðhalda hinu gamla á öllum sviðum og gaf það ekki frá sér, fyrr en það reyndist vonlaust. Vafalaust hefur vak- að fyrir Gorbatsjov, að hættulegt kynni að vera að ganga of hart gegn hinu gamla. En þróunin varð ekki stöðv- uð. Kommúnistaflokkurinn er hruninn, og um leið hrundi sjálft heimsveldi kommúnismans. Sú þróun hafði staðið lengi, og misheppnað valdarán harðlínu- manna herti á. Spyrja má, hvað verði um Gorbatsjov. Sumir stjórn- málaskýrendur telja hann klókan stjórnmálamann, sem muni spjara sig. En vitað er, að Gorbatsjov er óvinsæll í Sovétríkjunum. Honum hefur verið kennt um matar- skortinn. Hann hefur verið sakaður um þann vanda, sem frelsið hefur leitt til, svo sem meira áberandi upp- lausn í samfélaginu, án þess að unnt hafi verið að bæta efnahag almennings. Margir munu hafa nokkra samúð með Gorbatsjov fyrir að hafa verið fangi valdaráns- manna og þá vafalaust í lífshættu. En þetta dugir áreið- anlega ekki til að eyða gagnrýninni á forseta Sovétríkj- anna. Hins vegar nýtur Jeltsín, forseti Russlands, mik- ils stuðnings og er tvímælalaust þjóðhetja um þessar mundir. Engum blöðum er um það að fletta, hvor þess- ara manna yrði sterkari, ef fólkið ræður ferðinni, sem vonandi verður. Það kann að virðast ákveðin skynsemi í tilraunum Gorbatsjovs til að fara mjög hægt í allar breytingar, en sú stefna fær þó ekki staðizt. Margir óttast, að harðlínu- menn eigi enn eitthvert útspil. En þróunin verður ekki stöðvuð, þróunin er geysihröð og verður það á næst- unni. Hafi hægagangur Gorbatsjovs getað gengið fyrir valdaránið, þá gengur hann ekki lengur. Átta af lýðveldum Sovétríkjanna, meira en helming- ur, hafa lýst yfir áhuga sínum á að segja skilið við ríkja- sambandið eða eru þegar búin að rjúfa tengslin við stjórnina í Moskvu. Sovétríkin eru öll. Þetta eru mikil tíðindi, svo mikil, að við höfum tæplega séð þau meiri. Haukur Helgason s £ ' „Lýðveldisstjórnarskrá Islendinga var af nær öllum atkvæðisbærum Islendingum samþykki með 95% at- kvæða árið 1944.“ Vaki þér íslendingar vitna gjarnan í sögu landsins, enda sagt aö sagan endur- taki sig. Á næsta þingi eftir Kópavogs- fundinn sagöi Árni Oddsson af sér lögmannsstarfi og \iðhafði eftir- tektarverð áminningarorð tii Þing- heims: „Kostið því vakandi að vera alla tíma og biðja svo þér mættuð verðugir vera að umflýja allt þetta, hvað eftir komandi er. Hvað ég segi yður segi ég öllum: Vaki þé'r.“ íslánd var í raun eitt sjálfstæð- asta ríki í Danaveldi þegar einveldi var þröngvað upp á þjóðina 1662. Talið var að í Danmörku og Noregi hefði borgarastéttin fagnað breyt- ingunni vegna mikils ofríkis aðaís- ins. Slík stjórnarfarsbreyting var okkur til mikils skaðræðis og með öllu ástæðulaus því að hér var lít- ill stéttamunur. íslendingar tregðuðust við að skrifa undir einveldisskuldbind- inguna og settu sem skilyrði aö þeir fengju að halda fomum ríkis- rétti landsins og voru skilyrðin send í bréfum til konungs. Öll munnleg fyrirheit Henriks Bjelke höfuðmanns voru svikin en þau réðu mestu að um Árni Oddsson skrifaði að lokum síðastur grátandi undir skjalið. Gamli sáttmálinn ísland var ríki með fullveldi í öll- um sínum málum frá því allsherj- arríkið hófs 930 til 1262 þegar viö samþykktum Gamla sáttmálann. Fjölmargar ástæður voru fyrir þessari breytingu á stjórnskipun- inni. Framkvæmdavald í landinu var ekkert, völdin voru í höndum fárra goða og þeir vom í stöðugum innbyrðis deilum. Einnig ríkti hér mikil siðspilling á nær öllum svið- um. Ekki er hægt að neita því að ýmis efnisatriði Gamla sáttmálans tóku á þessum vanda, svo sem að utanstefnur voru bannaðar, sex hafskip skyldu sigla árlega til landsins og konungur hét þjóðinni langþráðum friði. Gegn þessu gengumst við undir að gjalda kon- ungi skatt. Að lokum var heitið gagnkvæmum trúnaði en báðir lausir ef rofnar væru sættargerðir, að bestu manna yfirsýn. Hér var því ekki ríkjasamband heldur per- sónusamband viö konung einan. Leitast var við að fá sáttmálann samþykktan á fjölmennum fund- umm í öllum landshlutum. Af hverju þjóðar- atkvæðagreiðsla? í langri og strangri sjálfstæðis- baráttu okkar við Dani var lögð KjaUarinn Sigurður Helgason viðskipta- og lögfræðingur áhersla á að Gamli sáttmálinn væri enn við lýði. Aðalástæðan var aö afsal landsréttinda væri alls ekki löglegt nema það hefði verið gert á líkan hátt og við samþykkt Gamla sáttmálans, sem í raun var orðinn ígildi grundvallarlaga. Allt öðru- vísi var staðið að málum á Kópa- vogsfundinum eins og greint hefur verið frá hér að framan. - Hefur þessi samanburður einhverja þýð- ingu í dag? Mikið er rættt um það þessa dag- ana aö knýjandi nauðsyn sé að ganga endanlega frá EES-sam- komulagi í september nk. Drög að þessu samkomulagi eru þegar fyrir hendi og hafa verið rækilega kynnt í greinaflokki mínum að undan- fórnu. Við athugun hefur komið í ljós að löggjafarvaldinu verður skorinn þröngur stakkur, dóms- vald í þýðingarmiklum málum verður framselt til EES-dómstóls- ins og mikilvæg verkefni, sem í dag tilheyra framkvæmdavaldinu, verða flutt til eftirlitsnefndar. Lýðveldisstjórnarskrá íslands var af nær öllum atkvæðisbærum íslendingum samþykkt með 95% atkvæða árið 1944. Skerðingu á undirstöðum lýðveldisins er ekki hægt að samþykkja á Alþingi með almennri lagasetningu. Ég vil þessu sjónarmiði til stuðnings vísa til tveggja mjög virtra fræðimanna. í bókinni Ríkisréttindi íslands eftir Einar Arnórsson segir hann það algilda reglu að það vald eitt sem gefi eða setji lög geti breytt þeim lögum eða afnumið þau. I bókinni „Statsforfatningen í Norge" eða Stjórnskipan Noregs eftir Johs. Andenæs er fjallað um þetta sama efni, þegar hann ræðir ástæður fyrir setningu 93. gr. í stjórnarskrá l^oregs. Samkvæmt henni þarf % hluta Stórþingsins til þess að samþykkja alþjóðasamn- inga sem hafa í fór með sér afsal valds til yfirþjóðlegra stofnana en að öðrum kosti yrði að fara fram þjóðaratkvæðagreiðsla. Ekki er um það deilt í Noregi að væntanlegur EES-samningur fellur undir þetta ákvæði. Andenæs er talinn einn mesti fræðimaður á þessu sviði á Noröurlöndum. Bækurum utanríkismál Ég hefl í greinum mínum aflað heimilda í fjölda bóka, rita og greina um þetta efni, sem ekki verður nú rakiö nánar. Ég vil þó vekja athygli á ritinu Evrópumark- aðshyggjan eftir Hannes Jónsson, fyrrv. sendiherra. Hann hefur og ritað gagnmerkar bækur um utan- ríkismál auk flölda greina um þetta málefni. Athyglisvert er og ritið íslenskur sjávarútvegur og Evrópubandalag- ið eftir Magnús Gunnarsson. Að lokum vil ég benda á fróðlega bók, Evrópurétt, eftir Stefán Má Stef- ánsson prófessor en þar er að finna ítarlegar upplýsingar um helstu réttarreglur og stofnanir EB. Greinum mínum hefur verið ætl- að að vekja málefnalegar umræöur og stuðla að aukinni þekkingu. Ég fagna því alveg sérstaklega að hafa fundið að áhugi á máhnu hefur far- ið vaxandi. Sigurður Helgason „Mikið er rætt um það þessa dagana að knýjandi nauðsyn sé að ganga end- anlega frá EES-samkomulagi 1 sept- ember nk. Drög að þessu samkomulagi eru þegar fyrir hendi... “

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.