Dagblaðið Vísir - DV - 28.08.1991, Blaðsíða 10
10
MIÐVIKÚDAGUR 28. ÁGÚST 1991.
Utlönd
Verdur Wallenberggátan leyst?
Ýmislegt þykir nú benda til þess að ein af ráðgátum heimsstyrjaldarinn-
ar síðari, sú um afdrif sænska stjómarerindrekans Raouls Wallenbergs,
verði leyst. Wallenberg hvarf í Sovétríkjunum eftir að hann hafði bjargað
þúsundum ungverskra gyöinga frá fangabúðum nasista.
Irwin Cotler, lögíræðingur frá Kanada og sá sem fer fyrir alþjóðlegri
rannsókn á afdrifum Wallenbergs, sagði í gær að málið leystist hugsan-
lega á næstu vikum þar sem nýr yfirmaður KGB hefði heitið því að leysa
það.
Cotler sagðí að hann byggist við því aö Vadím Bakatín, yfirmaður
KGB, mundi opna leyniskjöl öryggislögreglunnar þar sem fram kæmi
hvort Wallenberg væri lifs eða liöinn.
Þeir Cotler og Bakatín áttu náið samstarf í fyrra þegar Bakatín fór fyr-
ir sovéska innanríkisráðuneytinu og Bakatín hét því þá að gera allt sem
í hans valdi stæði til aö komast aö sannleikanum.
Innanríkisráðuneytið heimilaði Cotler og samstarfsmönnum hans að
rannsaka skjöl í sovéskum fangelsum vikum saman en KGB neitaði hins
vegar að veita nokkra aðstoð.
Wallenbergbjargaði tugþúsundum ungverskra gyðinga frá útrýmingar-
búöum nasista með því aö láta þá fá fölsuð skilríki. Hann var handtekinn
af sovéskum hermönnum þegar Búdapest var frelsuð og fluttur til
Moskvu. Sovétmenn héldu því lengi fram að hann hefði dáið úr hjarta-
slagi í fangelsi 1947 en fangar sem lifðu af vistina í sovéskum fangelsum
sögöust hafa séð hann 1959. Fréttir um að Wallenberg væri lífs voru á
kreiki allt þar til fyrir fáum árum. Hann væri nú 79 ára ef hann lifði.
Kjarnavopnin voru óhult
Nýi varnarmálaráðherrann í
Sovétríkjunum sagði í viðtali við
þýska sjónvarpsstöð i gær að
kjarnavopnabírgöir Sovétríkjanna
hefðu veriö í öruggmn höndum á
meðan á valdaránstilrauninni stóð
í siöustu viku.
„Ég vil aöeins segja ykkur eitt:
kjarnavopnin voru í öruggum
höndum og það var engin ástæða
fyrir almenning um heim allan að
hafa áhyggjur," sagði Jevgeníj Sja-
posjníkov.
Varnarmálaráðherrann sagði
hins vegar ekki hverjir hefðu haft
stjórn þcirra á höndum á meöan
valdaránstilraunin fór fram.
Bandariskir embættismenn segjast
ekki vera vissir um hverjir það Jevgeníj Sjaposjnikov, nýr varnar-
voru. málaráðherra Sovétrikjanna, segir
Dick Cheney, varnarmálaráð- að kjamavopnabúr landsins hafi
herra Bandaríkjamia, sagði í sjón- verið í öruggum höndum á meðan
varpsviðtali á sunnudag að Gorb- á valdaránstilrauninni stóð.
atsjov hefði Símamynd Reuter
ekki getað komið í veg fyrir að samsærismennirnir næðu kjamavopnun-
um á sitt vald.
Háttsettur ráögjafi Gorbatsjovs leggur til að alþjóðlegri nefnd verði fal-
iö að hafa eftirlit með kjarnavopnum Sovétríkjanna á meðan ólga væri
í landinu. Hann sagði þetta í viðtali við bandaríska blaðið Washington
Post í dag. Blaöið sagði aö ráðgjafinn hefði ekki verið að tala fyrír munn
Gorbatsjovs!
Alþjóðabankinn samþykkir lánasjóð
Alþjóðabankinn skýrði frá því í gær aö hann hefði samþykkt um tveggja
milljarða króna sjóð til að aðstoða Sovétríkin og lýðveldin við að hressa
upp á efnahagslif sitt og bæta kjör almennings.
Sjóðinn á að nota til að borga fyrir ráðgjöf um allt milli himins og jarð-
ar, svo sem einkavæðingu og húsnæðismál nú þegar Sovétríkin eru að
færa sig frá miöstýrðu hagkerfi yfir f markaðshagkerfi.
Stjórn bankans átti að íhuga stofnun sjóðsins í síðustu viku en frestaði
umræðunum um hann þar til í gær vegna valdaránstilraunar harðlínu-
manna.
Sjóðurinn verður fjármagnaður með hagnaði bankans af lánum til þró-
unarlandanna en embættismenn sögðu að framlög auðugra þjóða yrðu
tekin fegins hendi.
Sovétríkin sóttu um aðild aö AÍþjóðabankanum og Alþjóðagjaldeyris-
sjóðnum í síðasta mánuði. Aðild aö þeim mundi veita þeim aðgang að
miklum lánum til að bæta efnahag sinn.
Vilja af létta útgáf ubanni
Frönsku blaðamannasamtökin Blaðamenn án landamæra hvöttu Borís
Jeltsín, forseta rússneska lýðveldisins, í gær til aö taka ákvörðun sína
um bann við útgáfu dagblaða kommúnistaflokksins til endurskoðunar.
Vísuðu þeir í mannréttindayfirlýsingu Sameinuðu þjóðanna, máli sínu
til stuðnings.
Jeltsín bannaði Prövdu og fimm önnur dagblöö kommúnistaílokksins
á fóstudag og gerði eignir þeirra í Rússlandi upptækar. Hann lét einnig
reka yfirmann Tass-fréttastofunnar.
Serbneskir skæruliðar koma fallbyssu fyrir í skotstöðu í bardögunum i Króatiu í gær.
Símamynd Reuter
Króatía
Deiluaðilar hvetja
enn til vopnahlés
Leiðtogar Króatíu og júgóslav-
neska sambandshersins hvöttu til
þess eftir fund sinn á eynni Brioni í
gær að aukin áhersla yrði lögð á að
koma á almennilegu vopnahléi í
Króatíu.
„Báðir aðilar eru sammála um
nauðsyn þess að koma á raunveru-
legu vopnahléi,“ sagði í yfirlýsingu
eftir tveggja klukkustunda langan
fund þeirra.
„Á sama tíma er nauðsynlegt að
gera allt sem hægt er til að fmna
pólitíska lausn á vandamálum Júgó-
slavíu svo fljótt sem auðið er. Þar
sem allar leiðir hafa ekki verið kann-
aðar er nauðsynlegt að láta ekki deig-
an síga og fmna aðrar leiöir til að
varðveita friðinn."
Ekkert lát var á bardögunum í
Króatíu á meðan fundurinn fór fram.
Útvarpið í Zagreb sagði að herinn og
serbnesku skæruliðarnir heföu
misst 300 manns fallna og særða í
hörðustu bardögunum til þessa um
bæinn Vukovar í austurhluta Króat-
íu.
Útvarpið skýrði einnig frá því að
herinn sem hefur haldið uppi árásum
á varnarsveitir sem eru innikróaðar
í Vukovar úr lofti og af landi hefði
misst meira en þrjátíu skriðdreka og
sex flugvélar. Áreiðanlegar tölur um
mannfall og eyðileggingu mann-
virkja eru ekki fáanlegar og herinn
hefur aðeins viðurkennt að hafa
misst eina flugvél.
Forsætisráð Júgóslavíu frestaði til
miðvikudagsins fundi sem boðað var
til svo ræða mætti leiðir til aö hrinda
vopnahléinu frá 7. ágúst í fram-
kvæmd.
Heimildir innan forsætisráðsins
sögðu að ákveðið hefði verið að bíða
eftir niðurstóðum fundarins í Brioni.
Franjo Tudjman, forseti Króatíu,
sagöi aö viðræður sínar við varnar-
málaráðherrann og yfirmann hers-
ins hefðu gefið einhverja von um að
koma mætti í veg fyrir að stríöið í
Króatíu breiddist út. Hann sagði þó
að það yrði bara að koma í ljós hvort
eitthvað breyttist eftir fundinn.
Tudjman hittir Mitterrand Frakk-
landsforseta í París í dag og sagði
Tudjman að það væri góðs viti fyrir
Króatíu. „Ég held að alþjóðleg viður-
kenning sé á næsta leiti,“ sagði hann.
Talsmaöur franska utanríkisráðu-
neytisins sagði í gær að Frakkar og
Þjóðverjar vildu koma á fót gerðar-
dómi á vegum Evrópubandalagsins
til að reyna að leysa deilu þjóðarbrot-
anna í Júgóslavíu. Dóminn mundu
skipa fimm menn, einn frá Serbíu,
Króatíu og júgóslavnesku sambands-
stjórninni og tveir frá EB.
Á fundi Evrópubandalagsins í gær
var var tillögum Þjóðverja um viður-
kenningu á sjálfstæði Króatíu og
Slóveníu ýtt til hliðar að sinni. Reuter
Sovétlýðveldin óttast yfirgang Rússlands:
Landakröf ur Rússa
leiða til vandræða
Fjórír létust neðanjarðar
Fjórir létu lífið og að minnsta kosti eitt hundrað slösuðust þegar neöan-
jarðarlest fór út af sporinu undir Uniontorgi í New York í nótt.
Fyrsti vagninn brotnaði í tvennt þegar hann rakst á súlu og að minnsta
kosti fjórir aðrir fóru út af sporinu.
„Við erum heppnir að ekki skuli allir vera dauðir," sagði Noel Firth,
lögregluþjónn í samgöngukerfi New York.
Hann sagði við Reuters-fréttastofuna að ringlaöir farþegar hefðu spurt
sig hvort þeir væru særöir þegar björgunarsveitarmenn voru aö skera
vagnana í sundur til að komast að innilokuðum farþegum.
Tveimur klukkustundum eftir slysið var enn verið að koma með far-
þega út úr flökum jámbrautarvagnanna.
„Þetta hljómaði eins og sprengja," sagði John DeBenedetto lögreglu-
þjónn sem var að bíða eftir lest þegar slysiö varð. „Ég hef aldrei séö neitt
þessu líkt.“
Útvarpsstöð birti siðar frétt af því að allt að sjö manns hefðu látið lífið
í slysinu og að 150 hefðu slasast.
Reuter
Leonid Kravtsjúk, forseti Úkraínu,
hefur lýst sérstökum áhyggjum
vegna yfirlýsingar Borís Jeltsín
Rússlandsforseta aö Rússar geti ekki
sætt sig við að lönd byggð Rússum
að miklum meirihluta verði innan
landamæra nýfrjálsra lýðvelda.
Yfirlýsing Jeltsíns hefur vakið upp
ótta við að sambúð gömlu Sovétýö-
veldanna verði ekki friðsamleg fari
svo að Sovétríkin liðist endanlega í
sundur. Nú um stund virðist fátt geta
komið í veg fyrir að flest lýðveldin
breytist í sjálfstæð ríki.
„Landakröfur Rússa eru hættuleg-
ar og gætu leitt til vandræða," sagði
Kravtsjúk á blaðamannafundi vegna
málsins. Víða í Sovétríkjunum má
sjá fyrir vandamál vegna þjóðabrota
sem lenda myndu utan sinna heima-
ríkja ef öll landamæri verða eins og
þau eru nú.
Úkraínuforseti segir að ekki verði
teknar upp viðræður við Rússa um
breytt landamæri fyrr en í fyrsta lagi
eftir 1. desember þegar áætlað er að
haida þjóðaratkvæði um sjálfstæðis-
yfirlýsingu stjórnar lýðveldisins frá
því í síðustu viku.
Jafnframt var þvi lýst yfir af hálfu
þingsins í Úkraínu að lýðveldið ætl-
aði engar landakröfur að gera á
hendur Rússlandi eða nokkru öðru
lýðveldi.
Það var á mánudaginn að sú yfir-
lýsing var gefin út í nafni Borís Jelts-
ín að Rússar áskildu sér rétt til að
endurskoða landamæri sín og þeirra
lýðvelda sem segðu skilið við Sovét-
ríkin. Talsmaður Jeltsíns segir að
hér sé um að ræða landsvæði í norð-
urhluta Kasakhstan, iðnaðarhéraðið
Donbass í austurhluta Úkrainu og
Krímskaga. í Úkraínu búa um 11
milljónir Rússa eða um fimmtungur
íbúa lýðveldisins.
í Kasakhstan hafa menn einnig
brugðist öndverðir við landakröfum
Rússa. Forseti lýðveldisins segir að
það geti kostað stríð ef Rússar reyna
að ná undir sig hluta þess. Hann
sagðist einnig óttast aö ný stjórn
Sovétríkjanna myndi lúta ofurvaldi
Rússa eftir atburði síðustu viku.
Reuter