Dagblaðið Vísir - DV - 28.08.1991, Blaðsíða 2
2
MIÐVIKUDAGUR 281 ÁGÚST 1991.
Fréttir
Óprúttinn skotmaður drap friðaða fugla á Kili:
Álft hraktist með tvo
unga undan skothríðinni
hópur erlendra ferðamanna horfði upp á á aðfarirnar
„Útlendingarnir voru svo sjokker-
aöir aö viö sáum okkur ekki annað
fært en að halda áfram með þá, án
þess aö ræða viö skotmanninn,"
sagði Áslaug Marinósdóttir farar-
stjóri viö DV í gær.
Áslaug varð vitni aö ljótum atburöi
þar sem hún var á ferð með nítján
franska ferðamenn á Kili um síðustu
helgi. Henni segist svo frá:
„Viö vorum stödd á nýja veginum
sunnan við stífluna hjá Blöndu þegar
þetta gerðist. Tveim bílum, fólksbíl
og jeppa, hafði veriö lagt við veginn.
Allt í einu kom ég auga á álftahjón
með tvo unga, líklega ófleyga. Við
hægöum ferðina og ég fór að segja
ferðafólkinu deili á þessum fuglum.
Ég sneri mér reyndar öfugt og var
að tala við fólkið meðan rútan var
að stoppa. Þá sáu farþegarnir allt í
einu að maður stökk út úr öðrum
bílnum og fleyði sér í grasið. Það
skipti engum togum að hann skaut á
fuglana. Þeir hröktust undan skot-
hríðinni og komust hvergi í var. Ég
var raunar nýbúin að segja að þessir
fuglar væru alfriðaðir hér þegar ég
sá þrjá þeirra falla. Það var fullorðni
fuglinn og báðir ungarnir. Hins veg-
ar sá ég manninn ekki að ganga úr
skuggn u;n að þeir væru dauðir. Hins
vegar stökk maður út úr hinum bíln-
um og talaði eitthvað við skotmann-
inn. Ég vissi ekki hvort þeir voru
sarnan."
Áslaug vildi fara út úr rútunni og
ræða við skotmanninn. Bílstjórinn
vildi hins vegar aka áfram vegna
þess að farþegarnir voru mjög miður
sín eftir þennan atburð. Úr varð að
bílstjórinn hringdi í lögregluna á
Blönduósi og gaf henni upp númer
bílsins og lýsingu á honum. Kvaðst
lögreglan mundu taka málið í sínar
hendur.
„Við þurftum að aka um klukku-
stund í áttina að Blönduósi en aldrei
mættum við lögreglunni. Þá fór okk-
ur að gruna að hún hefði ekki sinnt
þessu. Við hringdum því aftur í
morgun til þess að hreka þetta. Ég
ætla að gefa skýrslu um leið og ég
kem til byggða. Ég fer að öllum lík-
indum á lögreglustöðina á Vopna-
firði en ég er á leiðinni þangað núna.“
-JSS
Hér sýnir ungur og hreykinn veiðimaður afla sinn eftir veiðar í Hvammsvík, sfóra og fallega regnbogasilunga.
DV-mynd Anna
Þj óðhagsstofnun:
Útgerðin stendur vel
- segirÁsgeirDaníelssonhagfræðingur
„Ég tel að útgerðin standi nokkuð
vel um þessar mundir. Þjóðhags-
stofnun hefur ekki metið stöðu veið-
anna síðan um mánaðamótin
mars/apríl og þá stóöu þær mjög vel.
Hagnaðurinn af botnfiskveiöunum
var þá um 4,5 prósent," segir Ásgeir
Daníelsson, hagfræðingur hjá Þjóð-
hagsstofnun.
í grein, sem Jónas Haraldsson,
skrifstofustjóri Landssambands ís-
lenskra útvegsmanna, ritar í Morg-
unblaðið fyrir skemmstu, kemst
hann svo að orði:
„Aíkoma útgerðarinnar hefur á
síðustu misserum verið almennt all-
þokkaleg. Þetta hefur leitt til þess aö
einstaka útgerðir sjá fram á að geta
myndað sæmilega eiginfjárstöðu,
sem er grundvallarforsenda hag-
ræðingar í rekstri."
„Þeir þættir sem ráða aíkomuþátt-
um veiðanna eru olíuverð sem hefur
verið hagstætt á þessu ári og raunar
allar götur síðan 1986, utan smátíma
í kringum Persaflóastríðið. Síðan er
þaö afurðaverðið sem er búið að vera
mjög hagstætt síðan haustið 1989.
Það má segja að það hafi stöðugt orð-
ið hagstæðara og hagstæðara þótt
þaö hafl örlítið lækkað síðustu mán-
uði en það hefur þó ekki verið nema
brot af verðhækkun undangenginna
tveggja ára.
Fiskverð ákveður hvernig skipt-
ingin verður á milli veiða og vinnslu
og stofnunin hefur ekki haft svo
miklar áhyggjur af því þó vinnslan
fái minna en veiðarnar miðað við
meðaltalsfyrirtæki eða öfugt á ein-
hverjum ákveðnum tímapunkti því
mörg þessara fyrirtæja eru meö
blandaðan rekstur.
ísfiskútflutningurinn hefur
minnkað á þessu ári sem þýðir að
aíkoma útgerðarinnar verður betri
en vinnslunnar. Það er fiskverðið
sem ræður mestu í skiptingunni.
Aíkoma útgerðarinnar er því að öðru
jöfnu betri en vinnslunnar, því hljóta
botnfiskveiðar og vinnsla að vera
með sæmilega afkomu nú, þrátt fyrir
aflasamdrátt, sem segir einnig að
skiptingin milli veiða og vinnslu sé
veiðunum í hag.“
-J.Mar
Fuglarnir á bak og burt
- og skotmaðurinn fannst hvergi
„Það verður rætt við þann eða þá
sem voru þarna að verki um leið og
skýrsla liggur fyrir um málið. Farar-
stjórinn mun gefa hana á næstu lög-
reglustöð í dag eða á morgun,“ sagði
Gunnar Sigurðsson, lögregluþjónn á
Blönduósi.
Gunnar sagöi að lögreglan á
Blönduósi hefði farið á staðinn þar
sem álftirnar voru drepnar. Þeir
hefðu ekki fundið skotmanninn og
fuglarnir hefðu einnig verið á bak
og burt.
„En málið er sumsé í þeim farvegi
að við bíðum eftir skýrslunni og hefj-
umst svo handa. Þarna er náttúrlega
um að ræða brot á friöunarlögum og
það verður væntanlega tekið á því
sem slíku.“
-JSS
Skemmdarverk á Fljótsdalslínu:
Hælar rifnir upp á
15 kílómetra kaf la
- hundruð þúsunda króna tjón
„Við héldum nú kannski ekki að
þetta væri svo umdeilt svæði, það er
nú frekar þar sem komið er vestar,"
sagði Þorgeir J. Andrésson, yfirverk-
fræðingur hjá Landsvirkjun, en það
geröu sér einhverjir lítið fyrir í síð-
ustu viku og rifu upp hæla sem
mælingamenn Landsvirkjunar
höfðu mælt út fyrir á 10-15 kílómetra
löngu svæði á Brúaröræfum, fyrir
ofan Jökulsá á Brú.
„Þetta eiu miklir heiöursmenn.
Þeir komu hælunum snyrtilega fyrir
við hús þar sem mælingamennirnir
hafa aðsetur við Þríhyrningsvatn svo
hælarnir eru til og fara bara á sinn
stað aftur,“ sagði Þorgeir.
Aðspurður sagðist Þorgeir ekki
hafa hugmynd um hver hér var að
verki. Hann taldi fremur ólíklegt að
nokkuð yrði gert í málinu annað en
að koma hælunum á sinn stað aftur
þegar tími ynnist til.
„Þetta er ekki óbætanlegur skaði
fyrir okkur, kannski tjón upp á nokk-
ur hundruð þúsund. Við verðum fyr-
ir þessu annað slagið því það eru
ekki allir sáttir við það sem við erum
að gera.“
Mælingamennirnir vinna í þriggja
manna hópum og Þorgeir taldi það
taka um það bil eina viku að mæla
10-15 kílómetra kafla eins og þennan,
þetta er því augljóslega töluvert
vinnutap fyrir fyrirtækið.
Þorgeir sagði að þó þetta hefði gerst
áður hefði það aldrei verið gert eins
skipulega og nú, en hælunum var
safnað mjög snyrtilega saman, og
heldur ekki í eins miklum mæli.
„Þetta er nú ekki fjölfariö svæði
svo það er ekkert skrýtið þó enginn
hafi séð til mannanna. Svo er þetta
ekki nema kannski svona klukku-
tíma verk ef þeir hafa notað bifreið
við að keyra á milli og bara kippt
hælunum upp á bílinn," sagði Þor-
geir. -ingo
Landssmiðjan og Sindra-
Stál í eina sæng
Útgerðarfélagið Freyr hefur . af ríkissjóði. Árið 1984 seldi ríkið
keypt 85% hlutabréfa I Lands-
srniðjunni hf. Freyr er eignarhalds-
félag sem á Sindra-Stál hf.
„Reyndar keypti Sindra-Stál
hlutabréfin fyrst, en þau hafa verið
seld inn í Frey sem verður með
eignarhaldið," sagði Bergþór Konr-
áðsson, framkvæmdastjóri Sindra,
í viðtali við DV. Hann kvaðst ekki
vilja tjá sig um hve miklar upphæö-
ir væri að ræða.
„Rekstur Sindra og Landssmiðj-
unnar verður algjörlega aðskilinn og
veröur hann óbreyttur," sagði Berg-
þór enn fremur. „Bæði fyrirtækin
munu verða undir stjórn Freys.“
Landssmiöjan var stofnuð 1930
starfsmönnum svo vélsmiðjuna.
Fyrir rúmu ári komu inn í fyrir-
tækið nokkrar síldarverksmiðjur
og loðnubræðslur og þar á meðal
Síldarverksmiðjur ríkisins sem
keyptu 32% í því. Sindra-Stál
keypti síöar hlutinn af SR. Að sögn
Bergþórs var síðan ákveðið aö
bjóöa öðrum hluthöfum í Lands-
smiðjunni að ganga inn í samning-
inn og selja hlutabréf sín, sem flest-
ir þeirra gerðu.
„Landssmiðjan og Sindra-Stál
eru ekki í neinni samkeppni. Bæði
fyrirtækin eru aö vísu tengd málm-
iðnaði, en þau eru sitt á hvoru
sviði," sagði Bergþór. -JSS