Dagblaðið Vísir - DV - 28.08.1991, Blaðsíða 7
MIÐVIKUDAGUR 28. ÁGÚST 1991.
7
dv Sandkom
Ftokkurinn
í veislu
DavíðOddsson
hélt utanríkis-
ráðherrum
Eystrasalts-
landanna
miklaveisluá
sunnudags-
kvöldið, Þegar
slíkar veislur eru haldnar er farið
eftir ákveðinni forskrift mn hverjum
skuli boðið og hverjumekki. Þeir sem
eiga vís boðskort í slíkar veislur eru
til dæmis forsetar alþingis, handhaf-
ar forsetavalds og formenn stjórn-
málaflokkanna. I veislunni á sunnu-
dagskvöldið var allt samk væmt for-
skrifönni nema hvað að allt í einu
birtust í veislunni þeir Hannes Hóim-
steinn Gissurarson lektor, Þór
Whitehead sagnfrarðiprófessor og
Styrmir Gunnarsson, ritstjóri Morg-
unblaðsins. Menn voru svo eitthvað
að gantast með að þegar Flokkurinn
í So vét væri lagður niður mætti
Flokkurinn á Islandi til veíslu. Annað
sem menn voru að brosa að og velta
fyrir sér var hvort við hæfi heíði ver-
ið að láta Moggaritstjórann sitja við
hliðlektorsins.
Númunfull-
n-ym aðokki f
fæst notha>fur
dvergurí
dvergakastið
semHialii l'rs-
us Árnason
kraftiyftinga-
maður ætlaði að standa fyrir. Um-
boðsskrifstofa i Miami, sem leitað
hafði verið til, hafði bara einh verja
varamenn „sem voru ekki í ástandi
til að láta gera svona við við síg, flest-
ir eldri menn sem voru ckki tilbúnir
i þetta“, sagði Hjalti Úrsus í viðtali
við DV. Hins vegar mætti spyrja sem
svo hvers vegna í ósköpunum var
ekki rey nt að finna einhvern litinn
og léttan á íslandi sem væri reiðubú-
inn að láta kasta sér. Þetta er víst
ekkert voðalega vont, alla vega ekki
ef það er rétt sem kemur fram í fjöl-
miðlum, en dæmigerð lýsing á
dvergakasti er á þessa lund: Dverga-
kast fer þannig fram að handföng eru
sett á dverg og hann fær hjálm á
höfuðið. Siðan er honum kastað á
s vampdýnu og vegalengdin mæld.
Ætli sé borgað eitthvað fyrir þetta?
Þjóðviljinn
to^baukinn
inn hverfi úr islenskri dagblaðaflóru.
í grein, sem hann ritar í dagblaðið
Dag, segir hann meðal annars: Stað-
reyndin er nefnilega sú að hvað sem
yfirlýsingum ritstjóra og annarra
ráðamanna Þjóðviljans líður þá er
blaðið ekki lengur mikilvægur um-
ræðuvettvangur vinstrimanna. í
höndum stjórnenda blaðsins hefur
grundvöllur útgáfunnar verið
þrengdur svo mjög að blaðið getur
ekki gert tilkall til að vera málsvari
vinstrimanna.
Jón og
GuðmundurÁrni
Fjarðarpósrur-
innbregðursér
undirgaflog
veltirfyrirsér
bvencer Guö
mundur Árni
ba.jarstjóri l'ari
áþing:„Þaðer
mikiðspáðogspekúleraðþessadag- -
ana um tímasetningu samnings Guð-
mundar Árna bæjarstjóra og Jóns
Sigurðssonar iðnaðarráðherra. Eins
og kunnugt er sömdu þeir fyrir síð-
ustu kosningar um að ef Guðmundur
Árni tæki fiórða sætið á framboðs-
lista kratanna í Reykjanesi og léti Jón
í fyrsta sætið, þá myndi Jón standa
upp fyrir honum semþingmaður á
miðju kjörtímabiii. Nú er spurt: Hve-
nær? Ennfremur eru menn mjög
spenntir að vita hver tekur sér sæti
i stól bæjarsijóra. Nýjustu fréttir
herma að það veröi líklega Ámi Hjör-
leifsson bæjarfulltrúi."
Umsjón: Jóhanna Margrct Eínarsdóttir
Fréttir
Bresk skúta í Reykjavíkurhöfn:
Leigð fyrir tökur á
íslenskri kvikmynd
„Viö erum að taka upp atriði í
kvikmyndinni Svo á jörðu sem á
himni eftir Kristínu Jóhannesdóttur
og þurftum því að leigja skútu frá
Bretlandi. Skipið kom hingað fyrir
tveimur dögum eftir tólf daga sigl-
ingu frá Bristol og verður hér næstu
tíu dagana," sagði Sigúrður Pálsson
hjá kvikmyndagerðinni Tíu-tíu hf.
sem er framleiðandi kvikmyndar-
innar.
„Það verður bæði kvikmyndað um
borð, undir þiljum og úti á sjó, auk
þess sem tekin verða sjóslysaatriði
við hafnarbakkann. Fyrirhugað er
að ljúka myndinni í apríl en hún er
íslenska verkefnið í fimm mynda
átaki 'Norðurlandanna sem sýnt
verður á Cannes-hátíðinni á næsta
ári,“ sagði Sigurður.
„Við leigðum skipið frá fyrirtæki í
Bretlandi sem sérhæfir sig í því að
leigja út skip fyrir kvikmyndir. Skip-
ið heitir Kaskelot og er rúmlega 50
ára gamalt. Það hefur m.a. verið not-
að í mynd um Onedin-skipafélagið.
Því fylgir 16 manna áhöfn sem er vön
að stjórna skipinu.“
Sigurður sagði að eftir mikið þóf
hefðu náðst mjög hagstæðir samn-
ingar um leigu skipsins, en heildar-
verð myndarinnar verður eitthvað í
kringum 125 milljónir króna.
-ingo
Formaður skólamálaráðs KI:
Verið að hamla gegn
kennarastarfinu
„Með þessari tilskipun mennta-
málaráðuneytisins, að lenging kenn-
aranáms við Kennaraháskóla íslands
komi ekki til framkvæmda í haust,
er verið að hamla gegn kennarastarf-
inu og setja bremsu á eitthvað sem er
í fullum gangi,“ sagði Birna Sigur-
jónsdóttir, formaður skólamálaráðs
Kennarasambands íslands, KÍ.
„Það er búið að vera að skipuleggja
og undirbúa þetta fiögurra ára kenn-
aranám og það er þvi í raun og veru
farið af stað. Það er búið að búa til
námsskrá, skipuleggja námið í vetur
og ráða kennara til þess að kenna
miðað við fiögurra ára nám.
Síðan gefur menntamálaráðuneyt-
ið út tilskipun um að það eigi bara
að vera gamla þriggja ára námið, þaö
gengur auðvitað ekki,“ sagði Birna.
KI hefur mótmælt þessari ákvörð-
un menntamálaráðherra harðlega,
en Kennarasambandið hefur frá upp-
hafi lagt áherslu á að efla beri kenn-
aramenntun og því talið nauðsynlegt
að lengja kennaranámið.
„Auðvitað getur það komið sér illa
þegar engir kennarar útskrifast
haustið 1994, en við leysum ekki
kennaraskortinn með svona ráðum.
Það þarf auðvitað að bregðast við og
hugsa fyrir þessu eina ári sem engir
kennarar útskrifast með því aö reyna
að fá fleiri kennara til starfa,“ sagði
Birna.
„Það er jú vitað að hluti hvers ár-
gangs, sem útskrifast, fer aldrei í
kennslu, það mætti því reyna að
bæta aðstæöur eða launin til þess að
laða fleiri kennara að starfinu."
Fulltrúaþing KÍ hefur beint þeim
tilmælum til stjórnvalda að veita
aukið fé til menntunar kennara þar
sem fiárfesting í menntun þjóðarinn-
ar muni skila sér margfalt í framtíð-
inni. -ingo
Kaskelot hefur margsinnis verið notað við tökur á kvikmyndum, en það var
m.a. notað í mynd um Onedin-skipafélagið. DV-mynd S
Áskorendaeinvígin:
Karpov gegn
Short
Dregið hefur verið í undanúrsht
áskorendaeinvígjanna í skák. Ana-
toly Karpov, Sovétríkjunum, fyrrum
heimsmeistari, teflir við Englending-
inn Nigel Short en Jan Timman,
Hollandi, mætir Artúr Jusupov, Sov-
étríkjunum.
Jusupov sigraði annan stigahæsta
skákmann heims, ívantsjúk, í bráða-
bana í fiórðungsúrslitunum. Þeir
tefldu tvær skákir sl. laugardag.
Jusuppv vann þá fyrri en hinum
unga ívantsjúk tókst ekki að knýja
fram sigur í síðari skákinni á hvítt.
Jafntefli varð í 46 leikjum.
-hsím
Hassfannstá
ökumanni
og farþega
Lögreglan í Reykjavík stöðvaði bif-
reið á Hverfisgötu um klukkan tvö í
nótt þar sem grunur var á að öku-
maðurinn væri ölvaður. Við athugun
kom í ljós að sá grunur reyndist rétt-
ur. Þegar farið var að kanna málið
betur kom í ljós að ökumaðurinn var
með eitt gramm af hassi á sér en far
þeginn með tvö grömm í sínum fór-
um. Bæði málin fara í viðeigandi
meðferð hjá lögregluembættinu.
Lögreglan fór einnig að Langholts-
vegi um tíuleytið í gærkvöldi þar sem
ölvaður maður olli ónæði við götuna.
Áður en lögreglubíll kom á staðinn
hafði maðurinn náð að sparka í kyrr-
stæðan bíl og skemma hann. Maður-
innfannstekki. -ÓTT
8Í2?‘ M rafc,sOLUBOK JAMEC
HOFUND shogun og noble
OUKB
Hann sækist ekki aðeinseftirf jármunum|
Á MYNDBANDALEIGUR í DAG