Dagblaðið Vísir - DV - 28.08.1991, Blaðsíða 5

Dagblaðið Vísir - DV - 28.08.1991, Blaðsíða 5
MIÐVIKUDAGUR 28. ÁGÚST 1991. 5 Fréttir Innbrot í verslun með köfunarbúnað í Örfirísey: Óánægður með að götunni skuli lokað á kvöldin segir Jóhannes Jóhannesson eigandi Brotist var inn í fyrirtæki við Eyj- arslóð 9 í Örfirisey í fyrrinótt en það sérhæfir sig í sölu á köfunarbúnaði. Stórum grjóthnullungi var kastað i sýningarglugga og ýmsum tækjum stolið. Talið er að verknaðurinn hafi veriö framinn á tímabilinu frá mið- nætti á mánudagskvöld þar til klukk- an sjö á þriðjudagsmorgun. Að sögn Jóhannesar Jóhannesson- ar, eiganda verslunarinnar, er þetta í fjórða skiptið frá 1985 sem brotist er inn á þessum stað. Jóhannes kvaðst í samtali við DV vera óánægð- ur með þá þróun að götunni skuli hafi verið lokað fyrir mannaferðum á síðustu misserum í kjölfar þéss að oliufélög eru með athafnasvæði sitt á þessum slóðum. Hann telur að þannig hafi þjófar meira rými til að aðhafast óséðir þrátt fyrir að svæðið sé að einhveiju leyti vaktaö. Búnaðurinn, sem stolið var, er köf- unartæki, gleraugu og lofthylki af tegundinni U.S. Divers og Spiro Aqualong. Rannsóknarlögregla rík- isins eru með málið til rannsóknar. Jóhannes sagði að í öll þau skipti, sem brotist hefur verið inn í verslun hans, hafi lögreglurannsókn aldrei leitt neitt í ljós sem upplýst hefur málin. -ÓTT Harma frestun á 4 ára kennaranámi I ályktun frá skólaráði Kennarahá- skóla íslands er hörmuð sú ákvörðun menntamálaráðuneytisins að hætta við að hrinda í framkvæmd í haust fjögurra ára kennaranámi í staö þriggja ára náms eins og nú er. í ályktuninni segir að undirbún- ingur að fjögurra ára kennaranámi hafi staðið yfir síðastliðin þrjú ár og einungis sé hægt að bregðast við til- skipuninni með neyðarúrræðum þar sem örfáir dagar séu í skólasetningu. -BÓl Jóhannes Jóhannesson segir að innbrotið í fyrrinótt hafi verið það fjórða i verslun hans á nokkurra ára tímabili. Stórum grjóthnullungi var hent i sýningargluggann, hann mölbrotinn og köfunartæki tekin. DV-mynd S ÖNNUR PRENTUN KOMIN METSÖLUBÓKIN FRÆGA lömbin þagna the silence of the lambs I ** hefur verió metsölubók austan hafs og vestan sióan hún kom fyrst út áriö 1988. Samnefnd kvikmynd hefur ekki fengið síöri móttökur og fyrstu dagana sem hún var sýnd í Háskólabiói sló hún öll aðsóknarmet. Lömbin þagna er nú komin út í íslenskri útgáfu Úrvalsbóka. Geöveikur morðingi gengur laus. Annar er í haldi, Lecter geðlæknir, dæmdur til lífstíðardvalar á geðveikrahæli. Hann býr yfir vitneskju sem getur orðið til að binda endi á atferli hins. En það er ekki fyrir hvern sem er að ná sambandi við Lecter. Clarice Starling, nemi í lögregluskóla FBI, ung og óhörðnuð, veröur til þess að brjóta ísinn. Samskiptin milli Clarice Starling og Hannibals Lecters og sagan ^sem þau leiða okkur inn i eru magnþrungin átök milli góðs og ills. Bókin lömbin þagna færir okkur ennþá æsilegri og sögulegri veröld en kvikmyndin getur nokkurn tima gert. Lömbin þagna er, eins og allar Úrvalsbækur, bók handa kþeim sem hafa yndi af vel skrifuðum, listrænum og æsij spennandi spennubókum. Aðeins kr. 790,- ÚRVALSBÆKUR Á NÆSTA SÖLUSTAÐ EÐA í ÁSKRIFT í SÍMA 62 60 10

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.