Dagblaðið Vísir - DV - 28.08.1991, Blaðsíða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 28.08.1991, Blaðsíða 15
MIDVIKlJDAdlJll 2H. ACÚST lílíll. ló Breyting á högum aldraðra: Þetlaer hægt að gera Fólkl líöur betur á hjúkrunarheimilum þegar kostur er á endurhæfingu og lækningum í auknum mæli, segir m.a. i greininni. Þaö vantar 260 hjúkrunarrými fyrir aldraöa samkvæmt yfirliti í nýlegum heftum Fréttabréfs lækna en ég fjallaöi nokkuö um þaö mál í DV sl. þriðjudag. Hér er um aö ræða skortinn í Reykjavík einni. í greinum læknanna er sýnt fram á aö ástandið í þessum efnum er langverst í Reykjavík. Hér vantar fleiri hjúkrunarrými en nokkurs staöar annars staðar. Hér þarf því skipulegt átak í mál- efnum aldraðra fremur en nokkurs staöar annars staöar. En það er ekki nóg að byggja hjúkrunarheimili. Fleira þarf aö koma til. Eftir viðtöl viö aöila sem sinna þessum málum sýnist mér augljóst aö grípa veröi til marg- þættra aðgerða; ekki dugi að ein- blína á einn þáttinn. í þessari sam- antekt er fariö yfir helstu yerkéfni sem nauðsynleg virðast og er mjög stuðst viö erindi sem Þór Halldórs- son öldrunarlæknir flutti nýveriö auk upplýsinga sem fram hafa komið í samtölum viö ýmsa aðila. Hjúkrunarrými: Fram- kvæmdir og betri nýting Nauðsynlegt er að gera tafarlaust könnun á nýtingunni á þeim pláss- um sem þegar eru til á hjúkrunar- heimilum. Rökin fyrir sameigin- legu mati eru tvíþætt. í fyrsta lagi fagleg: Með því móti er hægt aö hafa betri yfirsýn og þar með stuðla að betri líðan aldraðra en ella. En í öðru lagi eru rökin fjárhagsleg. Fyrir hvert pláss á hjúkrunar- heimili eru greiddar 5000 kr. á dag eða svo. Það er því nauðsynlegt að tryggja að þeir einir vistist á þess- um heimilum sem þurfa óhjá- KjaUarinn Svavar Gestsson þingmaður fyrir Alþýðubanda- lagið í Reykjavik og fulltrúi i heilbrigðis- og trygginganefnd Alþingis kvæmilega á þjónustunni að halda, - þegar kostnaðurinn er orðinn hátt í 2 milljónir króna á árí fyrir einstaklinginn. Öldrunar- og endurhæfing- ardeildirnar En um leið og hjúkrunarplássum fjöigar - og nú verður fjölgun eftir ekki langan tíma á heimilinu í Grafarvogi - verður sparnaður annars staðar því stór hluti aidr- aðra lasburöa einstaklinga er nú á hjúkrunar- og öidrunardeildum spítalanna. Plássin þar eru miklu dýrari en á hjúkrunarheimilunum, enda eru þau ætluð til lækninga og endurhæfingar eins og nafnið bendir til. Nú eru um 120 rými á þessum deildum sem væri í rauninni nóg fyrir öldrunar- og endurhæfmgar- lækningar. En vandinn er sá aö tveir þriðju hlutar plássanna á þessum deildum eru lokaðir með langlegufólki og þess vegna verða deildirnar ekki eins virkar og þær ella gætu orðið. Það er því fullvíst að með fjölgun hjúkrunarrýma ynnist margt: í fyrsta lagi líður fólkinu betur á hjúkrunarheimil- um þegar kostur er á endurhæf- ingu og lækningum í auknum mæli. í öðru lagi veröur kostur á því aö taka fleira fólk í öldrunarlækn- ingar og endurhæfmgu. Og í þriðja lagi sparast flármunir frá því sem ella væri bæði fyrir ríkið, sveitarfélagið og einstakling- ana. Tvíþætt þjónusta í heima- húsum Næsti þjónustuþáttur við aldraða er í heimahúsum. Þar má segja aö þörfm sé alltaf tvíþætt: í fyrsta lagi er um að ræða þörf fyrir hjúkrun, lækningu og aðhlynningu sem byggist á forsendum heilbrigðis- þjónustunnar. En í öðru lagi er um að ræða félagsleg vandamál sem verður að taka á sérstaklega. Yfír- leitt fara þessi félagslegu og-heil- brigöislegu vandamál alltaf saman hjá þessum einstaklingum. Þaö er því algjörlega óhjákvæmi- legt að þessir aðilar, félags- og heil- brigðisþjónustan, starfi hlið við hlið. Á því hefur hins vegar verið misbrestur og þarna rekumst við á vanda sem er stærri í Reykjvík en víða annars staðar. Lausnin er nefnilega samtenging félagslegra þjónustusvæða viö heilsugæslu- umdæmin. í Reykjavík hafa ekki verið til heilsugæslustöðvar, nema fyrir hluta íbúanna, og þjónustu- svæði aldraðra eru miklu færri en heilsugæsluumdæmin eiga að vera og mörk svæðanna eru ekki sam- hæfð. Niðurstaðan hefur verið sú til skamms tíma að þjónustan við aldraða er flóknari en vera þyrfti og losaraleg í Reykjavik. Stefnuskrá í málefnum aldr- aðra Þór Halldórsson öldrunariæknir setti fram sjö stefnuskráratriði í þjónustu við aldraða í erindi er hann flutti fyrir nokkru. Hann nefndi þar eftirfarandi meginatriði: 1. 270 ný pláss á hjúkrunarheimil- um. 2. Samræming á mörkum heilsu- gæslustöðva og félagslegra þjón- ustusvæða. 3. Koma þarf skipulagi á þjónustu- hópa fyrir aldraða á hverju ' svæði félagsmálastofnunar. 4. Samræmt matskerfi inn á allar stofnanir aldraðra. 5. Heimaþjónusta frá öldrunar- deildum sjúkrahúsa. 6. Regluleg heúsufarsskoðun aldr- aðra rétt eins og ungbarnaeftir- lit og mæðraeftirlit. 7. Fjölga þarf plássum fyrir svo- kallaðar hvíldarinnlagnir. Loks er svo þess að geta að taka verður sérstaklega á vandamálum aldraðra sem búa við heilabilun. Nokkrir þessir þættir hafa þegar verið ræddir í tveimur greinum um málefni aldraðra. í næstu grein verður rætt um fleiri þætti, ekki sist málefni heilabiiaðra aldraðra einstaklinga. Svavar Gestsson í Reykjavík hafa ekki veriö til heilsu- gæslustöðvar nema fyrir hluta íbúanna og þjónustusvæði aldraðra eru miklu færri en heilsugæsluumdæmin eiga að vera.. Eldsumbrot og „dauði“ lífríkis Mývatns Sumir sveitunga minna hafa skrifað tilflnningaþrungnar blaða- greinar á undanfomum árum um að kjamorkuvetur sé yflrvofandi í Mývatnssveit af völdum kísil- vinnslu. Aðrir mótmæla, láta jafn- vel sem ekkert sé, kísilvinnsla sé af hinu góða og muni bjarga vatn- inu frá glötun og helst skuli fjölga ferðafólki í ofanálag. Víðara samhengi Báðir hópamir hcifa tilhneigingu til þess að líta ekki á málin í víðara samhengi en því hvort kísilvinnsl- an ein hafi valdiö þeim miklu sveiflum sem hafa orðið á silungs- veiði og andavarpi. Sannleikurinn er sá að á sl. 35 árum hafa orðið ýmsar breytingar aðrar en námu- vinnslan af botni hluta vatnsins. Ein slík breyting er notkun bænda á tilbúnum áburði. Tún- rækt var mjög mikil á meðan land- búnaður jókst á milli 1945 og 1970. Mestallan þennan tíma jókst notk- un tilbúins áburðar. Bæði jukust efni bænda til að kaupa slíkan áburð og aukin túnrækt krafðist meiri áburðar en þess sem til féll af húsdýraáburði. Um 1970 var svo farið að rannsaka áburðarnotkun til að gera hana áhrifaríkari og var dregið úr notkun fosfórs um þær mundir. En eftir stendur sú stað- reynd að einhverju af þessum áburði skolar fram í vatnið þar sem hann hefur áhrif á lífríkið og jafn- vel þótt minna sé notað nú en var á tímbili getur verið að skaðinn sé skeður. Kjallaiinn Ingólfur Á. Jóhannesson uppeldisfræðingur og fyrrv. landvörður í Mývatnssveit Silungsveiði bænda í lagnet hefur vaxið. I stað þess að hafa dráttar- net í vatninu í hálftíma og draga það til lands, nota bændur nú eink- um lagnet úr næloni og girni. Þetta eru net sem geta ekki fúnað og má geta nærri hversu miklu veiðnari slík net eru en dráttarnetja- og dorgveiðar sem áður voru aðal- veiðiaðferðirnar. Þá má ekki gleyma minknum sem mun hafa numið land við Mývatn um 1960 og haft alvarleg áhrif á fuglalíf. Ferðafólki, inn- lendu og erlendu, hefur Qölgað stórkostlega og ekki má gleyma Kröfluvirkjun með jarðraski og auknum íbúaúölda. Með aukinni mannvist hefur og notkun þvottaefna aukist. Er á eng- an máta ljóst hversu mikil áhrif aukin mannvist og breyttar lífs- venjur fólks hafa á lífríki Mývatns. Sérstaklega er mikilvægt að hafa í huga að minnihluti íbúa Mývatns- sveitar stundar nú hefðbundinn búskap með kindur og kýr svo að nærtækara er að líta á staðinn sem þéttbýlisstað með öllu því sem lífs- háttum á slíkum slíkum stað fylgir. Öll þau atriði sem ég hef rætt um hér að ofan, fyrir utan aukna mannvist, tengjast kísilvinnslunni lítið. Hitt er svo annað mál að námugröfturinn hefði aldrei átt að hefjast af þeirri einföldu ástæðu að slíkur gröftur raskar náttúrulegri „Það skyldu þó aldrei vera Leirhnjúks- gosum að kenna sveiflur 1 silungsveiði og andalífi við Mývatn síðan 1976? Eða voru þetta búmannsraunir bænda sem vildu komast undan því að greiða skatt... ?“ „Eldsumbrot og jarðhræringar hafa verið fastur liður í fréttum um Mý- vatn og Mývatnssveit sl. hálfan annan áratug." þróun vatnsbotnsins og er þar af leiðandi andstæður náttúruvernd. Þessu er auðvelt að leiða rök að og hefur oft verið gert og kemur raun- ar fram .í nýútkominni skýrslu þrátt fyrir afneitun sumra höfund- ar hennar. Mývatnseldar hinirfyrri Eitt er ótalið sem ýmsu hefur raskað: Eldsumbrot og jarðhrær- ingar hafa verið fastur liður í frétt- um um Mývatn og Mývatnssveit sl. hálfan annan áratug. í jarð- skjálftum á miðjum áttunda ára- tugnum lyftist meira að segja vatnsbotninn dálítið við norðaust-’ urströndina. Þetta er ekki alveg nýtt fyrir- brigði í sögunni. Á árunum 1724-9 voru stöðug eldgos við Mývatn. Rann hraun m.a. yfir bóndabæi haustið 1729 en hlífði Reykjahlíðar- kirkju sem frægt er. Jökulsá í Öx- arfirði flæddi og yfir bakka sína, svipað og í jarðhræringunum 1976. Skv. frásögnum af gosunum 1724-9, rituðum af sr. Jóni Sæmundssyni, presti til Mývatnsþinga, lyftist botn Mývatns verulega og austurhluti vatnsins þornaði í hálft annað misseri svo að ekki var skipgengt fram í sumar eyjarnar sem var bændum sem þar heyjuðu lífsnauð- syn. Einnig mengaðist gróður og grasnytjar spilltust af þurrki. Þá hafði uppþornun vatnsins alvarleg áhrif á silungsveiði sem var Mý- vetningum mikilvæg búbót og raunar lífsnauðsyn á þessum tím- um fátæktar og harðræðis. Enn- fremur þornaði Laxá um stuttan tíma, ef marka má frásagnir sr. Jóns. Loks varð stutt gos á árinu 1746 og í frásögn af því tekur sr. Jón það sérstaklega fram að sil- ungsveiði sé að „miklu leyti ... horfin". Það skyldu þó aldrei vera Leir- hnjúksgosum að kenna sveiflur í silungsveiði og andalífi í Mývatni síðan 1976? Eða voru þetta bú- mannsraunir bænda sem vildu komast undan því að greiða skatt (ein heimild um gosin 1729 er rök- semdarfærsla fyrir skattaafslætti)? Við þessum spurningum hef ég ekki svör en e.t.v. getur náttúruvís- indafólk sem vinnur að rannsókn- um á lífríki Mývatns greitt úr þess- um málum. Ingólfur Á. Jóhannesson

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.