Dagblaðið Vísir - DV - 28.08.1991, Blaðsíða 32

Dagblaðið Vísir - DV - 28.08.1991, Blaðsíða 32
Hafir þú ábendingu eða vitneskju um frétt, hringdu þá í síma 62-25-25. Fyrir hvert fréttaskot, sem birtist eða er notað í DV, greiðast 2.000 krónur. Fyrir besta fréttaskotið í hverri viku greiðast 5.000 krónur. Fullrar nafn- leyndar er gætt. Við tökum við frétta- skotum allan sólarhringinn. Ritstjórn - Auglýsingar - Áskrift - Dreifing: Sírni 27022 Frjálst,óháð dagblað MIÐVIKUDAGUR 28. ÁGÚST 1991. Voruaðvesen- astíinnbroti - segir sýslumaöur „Ástæðan fyrir því hvað menn voru seinir á staðinn var líklega sú að þeir voru að vesenast í innbroti. Viö erum með svo fáa menn,“ sagði Jón ísberg, sýslumaður á Blönduósi, við DV. Eins og greint er frá á blaðsíðu 2 í blaöinu iVdag var álftadráp á Kili kært til lögreglunnar á Blönduósi um síðustu helgi. Lögreglan var sein á staðinn og þá var skotmaöurinn á bak og burt með fuglana. „Þá ber þess einnig að geta að aðal- varðstjórinn var í fríi þessa viku þeg- ar atburðurinn átti sér stað. En ég mun tala við mennina og vita hvað veldur þessu, það er engin hætta á öðru. ^ Það er svívirðilegt að skjóta á frið- ' aða fugla og það verður tekið á mál- -JSS mu. Kj arasamningar: Rætt hvaða leið eigiaðfara „Við ræddum markmið nýrra samninga, fórum yfir stöðuna og hvernig síðustu samningar hefðu tekist. Fyrir hönd Verkamannasam- bandsins ræddum við um breytta •fékjuskiptingu og hvernig mætti koma lífskjörunum þannig fyrir að þeir sem eru verst settir í slæmu árferöi þurfti ekki að bíða skaða af heldur öðru nær,“ segir Karl Steinar Guðnason, varaformaður Verka- mannasambandsins. En fulltrúar þess funduðu með fulltrúum Vinnu- veitendasambandsins í gær. „Það er nú rætt innan verkalýðs- hreyflngarinnar hvort eigi að fara gömlu leiðina í kjarasamningum eða nýju leiðina. Þykir mönnum að nýja leiðin hafi gefið öllu betur af sér en sú gamla. Þaö hefur verið hægt að halda verðbólgunni lágri og genginu stöðugu en það hefur aukiö kaup- máttinn sem er ný vitneskja í lok íSamningatimabils.“ -J.Mar Innbrotin á Norðurlandi: RLR kominásporið Rannsóknarlögregla ríkisins hefur fengið vísbendingar um innbrots- þjófa sem grunaðir eru um að hafa brotist inn á að minnsta kosti fimm stöðum á Norðurlandi aðfaranótt mánudagsins. Eins og fram kom í DV í gær tóku þjófarnir meðal annars peningaskáp með sér úr kaupfélaginu í Varmahlíð í Skagafirði og brutu annan upp á bílaverkstæði á Akureyri. Þjófarnir eru einnig grunaðir um að hafa brot- ist inn í söluskála Esso á Blönduósi. ^sömu nótt. Að sögn RLR í morgun hafa gögn verið að berast að norðan vegna innbrotanna. -ÓTT LOKI Til að fyrirbyggja misskiln- ing, þá eru þetta ekki skattahækkanir. Ömurlegt að heyra í dýranum í fjósinu „Það var hringt hingað skömmu fyrir miðnætti frá Steinhólaskála sem er bær hér á móti. Ég hafði sofnað 10-15 mínútura áður. Það var sagt í símanum að kviknað væri í fjósinu hjá okkur. Ég leit þá út. Þetta var orðið eitt eldhaf á svip- stundu. Ég þusti upp eftir og ætlaði að reyna aö hleypa út einhverju af gripum. En það var ekki viðlit. Ég gat ekki komið nærri þessu fyrir reyk,“ sagði Sverrir Magnússon, bóndi á Gullbrekku í Eyjafjarðar- sveit, í samtali við DV í morgun. 47 nautripir brunnu inni í fjósinu hjá Sverri og 1.200 hestar af heyi í fjóshlöðunni. Þarna brann einnig mjólkurhús, tankar og mjaltavélar. Fjárhúshlaða, sem stendur 60-70 metrafráfjósinu, branneinnigmeð 500 hestum af heyi. „Neistaflugið stóð hér á húsin. Það var hvasst á sunnan en íbúðar- húsiö stendur norðan við fjárhúsiö og fjósið. Þetta gat fuðrað upp á hverri stundu. Neistaflugiö var gíf- urlegt og það fór yfir að fjárhús- hlöðunni. Það var ekki við neitt ráðið. Fjárhúshlaðan brann með 500 hestum af heyi en slökkviliðinu tókst að verja sjálf fjárhúsin sem eru samliggjandi," sagði Sverrir. „i fjósinu voru 47 gripir, nánast allt geldneyti, en þarna voru fjórar nýbomar kýr. Þetta var lifandi þeg- ar ég kom að fjósinu. Ég heyrði hljóðin í þeim og það var ömurlegt að geta ekkert gert. En það var bót í máli að þetta tók fljótt af. Slökkvi- lið kom eftir um hálftíma og fiöldi manns kom frá Ifiálparsveitinni Dalbjörgu úr nágrenninu og vann ómetanlegt starf," sagði Sverrir. Sverrir sagðist í morgun ekki vera farinn aö huga alvarlega að endurbótastarfi. „Eg ætla núna að reyna að mjólka þær 37 kýr sem eru úti,“ sagði hann. Hann sagði aö bændur i nágrenninu væru boðnir og búnir til að hjálpa hon- um. Eignirnar sem brunnu voru tryggðar. -ÓTT Spítalagjald: 5000krónur á sjúkling Selurinn Loðvik 14. hefur haldið til í Reykjavikurhöfn upp á síðkastið. Hann fyigir bátum inn sjómenn verið dugiegir að gefa honum fisk i svanginn. höfnina enda hafa DV-mynd S Skiptar skoðanir eru meðal þing- manna Sjálfstæðisflokksins varð- andi svokölluð þjónustugjöld. Á fundi þingflokksins í gær kynnti Friðrik Sophusson fiármálaráðherra sparnaðar- og aöhaldshugmyndir í ríkisfiármálum sem hafa verið á vinnuborði ráðherranna undanfarna daga. Þar á meðal er innritunargjald sjúklinga á sjúkrahús upp á 5000 krónur og skólagjöld upp á 15.000- 30.000 krónur yfir veturinn. Telja menn að þeir séu komnir langleiðina í 14 milljarðana, með þeim hugmyndum sem uppi eru. Þar má nefna þjónustugjöld, svo sem 5000 króna innritunargjald á sjúkrahús, sem greiðist einu sinni á ári. Einnig gjaldtöku á heilsugæslustöðvum og skólagjöld í framhaldsskólum, sem verða 15.000 krónur á ári. Þá er gert ráð fyrir að skólagjöld á háskólastigi hækki úr 7000 krónum í 30.000. Á þingflokksfundinum í gær var rædd ítarlega gjaldahlið fiárlaganna, en enn er ekki farið að ræða tekju- hlið þeirra. Gert er ráð fyrir að þing- flokkurinn verði kallaður aftur sam- an til fundar á mánudaginn næst- komandi. Þá er áætlað að ganga end- anlega frá drögum að fiárlagafrum- varpi. -JSS Veörið á morgun: Svaltenvíðast þurrt Gert er ráö fyrir norðan- og norðvestangolu en kalda á Norð- austurlandi. Súld verður við norður- og norðausturströndina en að mestu bjart í öðrum lands- hlutum. Þykkna mun upp sunn- anlands með suðaustanátt er líð- ur á daginn. Hiti er áætlaður á bilinu 6-14 stig. ÞJÓFAVARNIR FYRIR FYRIRTÆKI OG HEIMILI Vönduð og viðurkennd þjónusta I 0 @ 91-29399 Allan sólarhringinn VARI Öryggisþjónusta síðan 1 969

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.