Dagblaðið Vísir - DV - 28.08.1991, Blaðsíða 27
27
MIÐVIKUDAGUR 28. ÁGÚST 1991.
SkáS
Júsupov tefldi meistaralega í bráða-
bananum gegn Ivantsjúk og komst verð-
skuldað áfram í undanúrslit. Hann teflir
við Timman á næsta ári en Short mætir
Karpov.
í fyrri skák bráðabanans fórnaði
Júsupov glæsilega hrók, riddara og bisk-
up og knúði fram mát. í seinni skákinni
- er honum nægði jafntefli - lét hann
einnig öllum illum látum. Lítum á stöð-
una eftir 35 leiki. Júsupov hafði hvitt og
átti leik:
8
7 I k
6 k k A Wk
5 A
4 A IIA
3 A k A
2 1 W A<á?
ABCDEFGH
36. Be5!! Lokar e-línunni og hótar 37. d7
Hxd4 38. cxd4 Hxd7 39. De8+ Kh7 40.
Dxd7 og máta. 36. - Hxe5? 37. d7 gengur
auðvitað ekki. 36. - Hxd4 37. cxd4 d2 38.
d7 Dxe5 39. dxe5 dl = D 40. e6! Peðin eru
hróksins virði og eftir 40. - Dd6 + 41. Dg3
Hxd7! 42. exd7 Dxd7 43. f6 b5 44. axb5
axb5 45. fxg7 Dxg7 46. Db3 + var samið
um jafntefli.
Bridge
Eftir að hafa tekist að stýra spilinu frá
þremur gröndum, sem voru vonlaus, þá
gerði sagnhafi sig sekan tim mistök 1 úr-
spilinu, því hann hélt sig vera í vonlitlum
samningi. Sagnir gengu þannig, norður
gjafari og allir utan hættu:
* K872
V D1093
♦ 95
+ D96
♦ D105
V ÁK852
♦ K3
+ G43
* ÁG964
V G6
♦ 72
+ K1075
♦ 3
V 74
♦ ÁDG10864
+ Á82
Norður Austur Suður Vestur
1» 14 2♦ 24>
pass pass dobl pass
2 G pass 3* pass
44 pass 5* p/h
Dobl suðurs á tveimur spöðum er
kannski óvenjulegt á hönd sem þessa en
virðist vera með skárri kostum á spilin.
Norður bauð upp á grandsamning sem
hefði ekki verið vænlegur til árangurs.
NS náðu að lokum skásta samningnum,
fimrn tiglum. Vestur spilaði út spaðasjöu
í upphafi, tían í blindum og gosi austurs
átti slaginn. Austur hélt áfram spaða-
sókn, en það hefði verið betra fyrir vöm-
ina að skipta yflr í lauf. Sagnhafi tromp-
aði og áleit nú að spilið byggðist á því að
hjörtun skiptust 3-3 og trompin 2-2. Með
það fyrir augum spilaði sagnhafi ÁK í
hjarta og trompaöi hjarta en þegar austur
fylgdi ekki slag komst sagnhafl ekki hjá
því aö gefa 2 slagi á lauf. Sagnhafi
gleymdi að hugsa sig um. Trompin verða
vissulega að hggja 2-2 en hjartað má
hggja 4-2. í þriðja slag átti sagnhafi að
spila lágu þjarta frá báðum höndum!
Hverju sem vömin spilar til baka, getur
sagnhafi ahtaf spilað hjarta á ás og
trompað hjarta hátt. Innkoman á tígul-
kóng nægir síðan til þess að henda tap-
slögum í laufi.
Krossgáta
7" |4 3 V r & ?
8 1
)0 \ " 5T*
n 1 ’4
)(p i7" 1
\8 l°i mmmé n Zi)
2/ □ &
Lárétt: 1 ólund, 6 róta, 8 tryllir, 9 lát-
bragð, 10 hækkun, 11 varga, 13 utan, 14'
veiðarfæri, 16 brauðsneið, 18 nabbi, 20
þjóta, 21 rödd, 22 varningur.
Lóðrétt: 1 svik, 2 eyddur, 3 skartgripur-
inn, 4 dyggur, 6 þættina, 7 mönduh, 10
hleypur, 12 bylgja, 15 mundar, 17 verkur,
19 kyrrð.
Lausn á síðustu krossgátu.
Lárétt: 1 dirfska, 7 æla, 8 árla, 10 slugsa,
12 at, 14 sætur, 15 hrata, 16 fá, 17 roða,
19 kið, 20 ósi, 21 raka.
Lóðrétt: 1 dæsa, 2 ih, 3 rausaöi, 4 fágæt,
5 SR, 6 klaufi, 9 afráða, 11 staka, 13 tros,
15 hró, 18 ar.
;v!
L
1 Xul ‘ir
Hoe5^&f<kiMeR
'IS
Nei, ég vil enga seinni brúðkaupsferð.
Ég vil seinni giftingu.
Lalli og Lína
Slökkvilið-lögregla
Reykjavík: Lögreglan sími 11166,
slökkvilið og sjúkrabifreið sími 11100.
Seltjarnarnes: Lögreglan sími 611166,
slökkvilið og sjúkrabifreið sími 11100.
Kópavogur: Lögreglan sími 41200,
slökkvihð og sjúkrabifreið sími 11100.
Hafnarfjörður: Lögreglan sími 51166,
slökkvilið og sjúkrabifreið sími 51100.
Keflavík: Lögreglan sími 15500,
slökkvilið sími 12222 og sjúkrabifreið
sími 12221.
Vestmannaeyjar: Lögreglan sími
11666, slökkvilið 12222, sjúkrahúsið
11955.
Akureyri: Lögreglan símar 23222,23223
og 23224, slökkvilið og sjúkrabifreið
sími 22222.
ísafjörður: Slökkvilið sími 3300, bruna-
sími og sjúkrabifreið 3333, lögreglan
4222.
Apótek
Nætur- og helgidagaþjónusta apótekanna
í Reykjavík 23. til 29. ágúst, að báðum
dögum meðtöldum, veröur í Garðsapó-
teki. Auk þess verður varsla í Lyfjabúð-
inni Iðunni kl. 18 til 22 virka daga og kl.
9 tii 22 á laugardag.
Upplýsingar um læknaþjónustu eru gefn-
ar í síma 18888.
Mosfellsapótek: Opið virka daga frá
kl. 9-18.30, laugardaga kl. 9-12.
Apótek Garðabæjar: Opið mánudaga-
föstudaga kl. 9-18.30 og laugardaga kl.
11-14. Sími 651321.
Apótek Kópavogs: Opið virka daga frá
kl. 9-19, laugardaga kl. 9-12.
Hafnarfjörður: Norðurbæjarapótek er
opið mánudaga til fimmtudaga frá kl.
9+18.30, Hafnarfjarðarapótek frá kl.
9-19. Bæöi apótekin hafa opið fóstudaga
frá kl. 9-19 og laugardaga frá kl. 10-14
og til skiptis annan hvem helgidag frá
kl. 10-14. Upplýsingar í símsvara apó-
tekanna, 51600 og 53966.
Apótek Keflavíkur: Opið frá kl. 9-19
virka daga, aðra daga frá kl. 10-12 f.h.
Nesapótek, Seltjarnarnesi: Opið virka
daga kl. 9-19 nema laugardaga kl. 10-12.
Apótek Vestmannaeyja: Opið virka
daga kl. 9-12.30 og 14-18. Lokað laugar-
daga og sunnudaga.
Akureyrarapótek og Stjörnuapótek,
Akureyri: Virka daga er opið í þessum
apótekum á afgreiöslutíma verslana.
Apótekin skiptast á sína vikuna hvort
að sinna kvöld-, nætur- og helgidaga-
vörslu. Á kvöldin er opið í því apóteki
sem sér um þessa vörslu til kl. 19. Á
helgidögum er opið kl. 11-12 og 20-21. Á
öðrum tímum er lyfjafræðingur á bak-
vakt. Upplýsingar eru gefnar í síma
22445.
Heilsugæsla
Slysavarðstofan: Sími 696600.
Sjúkrabifreið: Reykjavík, Kópavogur
og Seltjamarnes, sími 11000,
Hafnarfjörður, sími 51100,
Keflavík, sími 12222,
Vestmannaeyjar, sími 11955,
Akureyri, sími 22222.
Krabbamein - Upplýsingar fást hjá fé-
lagsmálafulltrúa á miðvikudögum og
fimmtudögum kl. 11-12 í síma 621414
Læknar
Læknavakt fyrir Reykjavík, Seltjarn-
arnes og Kópavog er í Heilsuverndar-
stöð Reykjavíkur alla virka daga frá kl.
17 til 08, á laugardögum og helgidögum
allan sólarhringinn. Vitjanabeiðnir,
símaráðleggingar og tímapantanir í
sími 21230. Upplýsingar um lækna og
lyfjaþjónustu eru gefnar í simsvara
18888.
Borgarspítalinn: Vakt frá kl. 8-17 alla
virka daga fyrir fólk sem ekki hefur
heimihslækni eða nær ekki til hans
(sími 696600) en slysa- og sjúkravakt
(slysadeild) sinnir slösuðum og skyndi-
veikum allan sólarhringinn (sími
696600).
Læknavakt Þorfinnsgötu 14: Skyndi-
móttaka rúmhelga daga kl. 10-16. Simi
620064.
Seltjarnarnes: Heilsugæslustöðin er
opin virka daga kl. 8-17 og 20-21, laugar-
daga kl. 10-11. Sími 612070.
Hafnarfjörður, Garðabær, Álftanes:
Neyðarvakt lækna frá kl. 17-8 næsta
morgun og um helgar, sími 51100.
Keflavík: Neyðarvakt lækna frá kl. 17-8
næsta morgun og um helgar. Vakthaf-
andi læknir er i síma 14000 (sími Heilsu-
gæslustöðvarinnar).
Vestmannaeyjar: Neyöarvakt lækna í
síma 11966.
Akureyri: Dagvakt frá kl. 8-17 á Heilsu-
gæslustöðinni í síma 22311. Nætur- og
helgidagavarsla frá kl. 17-8, sími (far-
sími) vakthafandi læknis er 985-23221.
Uppíýsingar hjá lögreglunni í síma
23222, slökkviliðinu í síma 22222 og
Akureyrarapóteki í síma 22445.
Heimsóknartími
Landakotsspítali: Alla daga frá kl.
15-16 og 18.30-19. Barnadeild kl. 14-18,
aðrir en foreldar kl. 16-17 daglega. Gjör-
gæsludeild eftir samkomulagi.
Borgarspítalinn: Mánud.-föstud. kl.
18.30-19.30. Laugard.-sunnud. kl. 15-18.
Heilsuverndarstöðin: KI. 15-16 og
18.30-19.30.
Fæðingardeild Landspitalans: Kl.
15-16 og 19.30-20.00.
Sængurkvennadeild: Heimsóknartími
frá kl. 15-16, feður kl. 19.30-20.30.
Fæðingarheimili Reykjavíkur: Alla
daga kl. 15-16.30
Kleppsspítalinn: Alla daga kl. 15-16 og
18.30- 19.30.
Flókadeild: Alla daga kl. 15.30-16.30.
Grensásdeild: Kl. 18.30-19.30 alla daga
og kl. 13-17 laugard. og sunnud.
Hvítabandið: Frjáls heimsóknartími.
Kópavogshælið: Eftir umtali og kl.
15-17 á helgum dögum.
Sólvangur, Hafnarfirði: Mánud.-laug-
ard. kl. 15-16 og 19.30-20. Sunnudaga
og aðra helgidaga kl. 15-16.30.
Landspítalinn: Alla virka daga kl. 15-16
og 19-19.30.
Barnaspitali Hringsins: Kl. 15-16 alla
daga.
Sjúkrahúsið Akureyri: Alla daga kl.
15.30- 16 og 19-19.30.
Sjúkrahúsið Vestmannaeyjum: Alla
daga kl. 15-16 og 19-19.30.
Sjúkrahús Akraness: Alla daga kl.
15.30-16 og 19-19.30.
Hafnarbúðir: Alla daga frá kl. 14-17 og
19-20.
Vífilsstaðaspítali: Alla daga frá kl.
15-16 og 19.30-20.
Geðdeild Landspitalans Vífilsstaða-
deild: Laugardaga og sunnudaga kl.
15-17.
Vísir fyrir 50 árum
Miðvikudagur 28. ágúst:
Stjórn íransfarin frá
Vopnaviðskiptum hætt.
Ný stjórn mun semja við Breta og Rússa.
Spakmæli
Jörðin er allt og miklu meira en nóg ef
mennirnir kynnu að lifa.
Hannes Pétursson
Söfnin
Ásmundarsafn við Sigtún. Opið dag-
lega kl. 13-16.
Ásgrímssafn, Bergstaðastræti 74: Op-
ið daglega nema mánudaga kl. 13.30-16.
Árbæjarsafn: Opið í júní, júlí og ágúst
aUa daga nema mánudaga kl. 10-18 og
um helgar í sept. á sama tíma. Upplýs-
ingar í síma 84412.
Borgarbókasafn Reykjavíkur
Aðalsafn, Þingholtsstræti 29a, s. 27155.
Borgarbókasafnið í Gerðubergi 3-5, s.
79122, 79138.
Bústaðasafn, Bústaðakirkju, s. 36270.
Sólheimasafn, Sólheimum 27, s. 36814.
Ofangreind söfn eru opin sem hér segir:
mánud.-flmmtud. kl. 9-21, föstud. kl.
9-19, laugard. kl. 13-16.
Aðalsafn, lestrarsalur, s. 27029. Opið
mánud.-laugard. kl. 13-19.
Hofsvallasafn, Hofsvallagötu 16, s.
27640. Opið mánud.-föstud. kl. '16-19.
Bókabílar, s. 36270. Viðkomustaðir víðs
• vegar um borgina.
Sögustundir fyrir böm:
Aðalsafn, þriðjud. kl. 14-15.
Borgarbókasafnið í Gerðubergi,
fimmtud. kl. 14-15.
Bústaðasafn, miðvikud. kl. 10-11.
Sólheimar, miövikud. kl. 11-12.
Lokað á laugard. rrá 1.5.—31.8.
Kjarvalsstaðir: opið daglega kl. 11-18.
Listasafn íslands, Fríkirkjuvegi 7:
er opið daglega nema mánud. kl. 12-18.
Listasafn Einars Jónssonar er opið
alla daga nema mánudaga kl. 13.30-16.
Höggmyndagarðurinn er opinn alla
daga kl. 11-16.
Listasafn Sigurjóns Ólafssonar á
Laugarnesi er opið laugar- og sunnu-
daga kl. 14-18 og mánud.-fímmtudaga
kl. 20-22.
Náttúrugripasafnið við Hlemmtorg:
Opið sunnud., þriðjud., fimmtud. og
laugard. kl. 13.30-16.
Norræna húsið við Hringbraut: Sýn-
ingarsalir í kjallara: alla daga kl. 14-19.
Bókasafn Norræna hússins: mánud. -
laugardaga kl. 13-19. Sunnud. kl. 14-17.
Sjóminjasafn íslands er opið alla daga
nema mánudaga 14-18.
J. Hinriksson, Maritime Museum,
Súðarvogi 4, S. 84677. Sjóminja- og vél-
smiðjumunasafnið er opiö frá kl. 13.-17
þriðjud. - laugard.
Þjóðminjasafn Islands. Opið alla daga
nema mánudaga 11-16.
Bilanir
Rafmagn: Reykjavík, Kópavogur og
Seltjamames, sími 686230.
Akureyri, sími 24414.
Keflavík, sími 15200.
Hafnarfjörður, sími 652936.
Vestmannaeyjar, sími 11321.
Hitaveitubilanir:
Reykjavík og Kópavogur, simi 27311,
Seltjamarnes, sími 615766.
Vatnsveitubilanir:
Reykjavík sími 621180.
Seltjamames, sími 27311.
Kópavogur, sími 41580, eftir kl. 18 og
um helgar, sími 41575.
Akureyri, sími 23206.
Keflavík, sími 11552, eftir lokun 11555.
Vestmannaeyjar, símar 11322.
Hafnarfjörður, sími 53445.
Símabilanir: í Reykjavík, Kópavogi,
Seltjarnarnesi, Akureyri, Keflavík og
Vestmannaeyjum tilkynnist í 05.
Bilanavakt borgarstofnana, siAi
27311: Svarar alla virka daga frá kl. 17
síðdegis til 8 árdegis og á helgidögum
er svarað allan sólarhringinn.
Tekið er við tilkynningum um bilanir á
veitukerfum borgarinnar og í öðrum
tilfellum, sem borgarbúar telja sig þurfa
að fá aðstoð borgarstofnana.
Tilkyimingar
AA-samtökin. Eigir þú við áfengis-
vandamál að stríða, þá er sími samtak-
anna 16373, kl. 17-20 daglega.
Leigjendasamtökin Hafnarstræti 15,
Rvík., sími 23266.
Líflínan, Kristileg símaþjónusta. Sími
91-676111 allan sólarhringinn.
Stjömuspá
Spáin gildir fyrir fimmtudaginn 29. ágúst.
Vatnsberinn<(20. jan.-18. febr.):
Þú lest eitthvað eða heyrir sem sviptir hulu af áhyggjufullum
leyndardómi. Óvenjuleg uppástunga eða boð vekur áhuga hjá þér.
Fiskarnir (19. febr.-20. mars.):
Það er nauðsynlegt fyrir þig að vera eins nákvæmur og þú getur
í því sem þú tekur þér fyrir hendur. Það er mikil hætta á mis-
skilningi. Happatölur eru 6,17 og 31.
Hrúturinn (21. mars-19. april):
Þú ert dálítið viðkvæmur og auðsærður, því ábyrgðartilfmning
þín er sterk. Reyndu að gefa þér tíma til þess að slaka á.
Nautið (20. apríl-20. maí):
Þú færð spennandi fréttir áður en Iangt um líður. Vantreystu
ekki sjálfum þér og hæfileikum þínum. Þú átt góðanlífskafla fram
undan.
Tvíburarnir (21. mai-21. júní):
Nýir félagar hafa meiri áhrif á hugsanir þínar en þú hélst að
væri mögulegt. Það gleður þig úrlausn sem kemur út úr ákveðnu
verkefni.
Krabbinn (22. júní-22. júlí):
Þú þarft að gefa þér tíma áður en þú ákveður mikilvæg málefni.
Hól við ákveðið verkefni eflir sjálfsöryggi þitt.
Ljónið (23. júlí-22, ágúst):
Þú nærð ekki miklum árangri heimafyrir í dag en ný verkefni
bæta það upp. Haltu áfram með það sem skiptir máli fyrir þig.
Meyjan (23. ágúst-22. sept.):
Það er ekki vist að vinnan þín sé skemmtileg en þú hefur mikið
að gera fyrri hluta dagsins. Taktu ákvörðun í peningamálum.
Happatölur eru 9,12 og 27.
Vogin (23. sept.-23. okt.):
Leggðu sérstaka áherslu á persónuleg málefni þín og skipuleggðu
hlutina vel. Smá hagræðing getur gefið þér mikinn tíma fyrir sjálf-
an þig.
Sporðdrekinn (24. okt.-21. nóv.):
Fréttir sem þú færð varandi yngri persónu vekja undrun þína.
Þú þarft að taka ákvörðun núna varðandi óútkljáð mál.
Bogmaðurinn (22. nóv.-21. des.):
Einhver þér náinn sýnir öfundsýki yfir velgengni þinni. Gerðu
ekkert því þetta líður hjá. Kvöldið býður upp á mikla samstöðu.
Steingeitin (22. des.-19. jan.):
Þú skemmtir þér vel í frekar hressilegum félagsskap. Það eru
breytingar á döfinni, þar sem ástarsambönd koma við sögu.