Dagblaðið Vísir - DV - 28.08.1991, Blaðsíða 9
MIÐVIKUDAGUR 28. ÁGÚST 1991.
9
Utlönd
Míkhaíl Gorbatsjov Sovétforseti hefur blásið til sóknar á ný eftir að hafa lýst vonlausa baráttuna fyrir að hindra
upplausn Sovétríkjanna. Símamynd Reuter
Gorbatsjov reynir að ná fyrri áhrifum í Sovétríkjunum:
Reynir að verja
ríkjasambandið
- hótar afsögn samþykki lýðveldin ekki nýjan sambandssáttmála
Míkhaíl Gorbatsjov Sovétforseti
reynir nú að ná fyrri stöðu sinni í
sovéskum stjórnmálum með því að
hóta afsögn fari leiðtogar Sovétlýð-
veldanna ekki að óskum hans um aö
samþykkja nýjan sambandssátt-
mála.
Haft var á orði eftir ræðu forsetans
í Æðsta ráðinu í gær að yfir hann
væri kominn sami baráttuandinn og
var áður en valdaránsmenn settu
hann af um stundarsakir á mánudag-
inn í síðustu viku. Einnig er sagt að
Gorbatsjov láti ýmist í ljós áhuga á
að gefa eftir eða hann blæs til sóknar
á ný.
„Eg hvet ykkur alla og leiötoga lýö-
veldanna - alla borgara þessa lands
- til að hugleiða enn á ný hvaö muni
gerast ef nýr sambandssáttmáli verð-
ur ekki undirritaður," sagði Gorba-
tsjov í ræðu sinni. Hann mælti siðan
fyrir því að lýðveldin endurnýjuöu
samband sitt og héldu því áfram. Að
öðrum kosti neyddist hann til að
segja af sér embætti forseta.
A mánudaginn virtist Gorbatsjov
reiðubúinn til að víkja frá fyrri skoð-
unum og viðurkenna þá staðreynd
að flest lýðveldanna eru þegar á góðri
leiö meö að yfirgefa Sovétríkin. Hót-
un Gorbatsjovs um afsögn nú hefur
ekki sömu þýðingu og áður þegar
hann hefur gripið til sama ráös.
Gorbatsjov hefur tapað miklu af
raunverulegum völdum sínum með
því að segja skilið við Kommúnista-
flokkinn og meðal landsmanna er
hann ekki lengur það sameiningar-
tákn sem hann var áöur þrátt fyrir
óvinsældir.
í nýjum sambandssáttmála er gert
ráð fyrir að lýðveldin geti sagt skilið
viö ríkjasambandið á fimm árum,
kjósi íbúarnir það. Gorbatsjov segir
að sjálfstæðiskröfur Eystrasaltsríkj-
anna og annarra lýðvelda séu ótíma-
bærar því rétt sé að skrifa undir
nýjan sáttmála fyrst og íhuga svo
lagalegar leiðir til að öðlast sjálf-
stæði. Reuter
Handtaka átti Borís Jeltsín viö upphaf valdaránsins:
Hryðjuverkasveit KGB
brást á úrslitastundu
Borís Jeltsín, forseti Rússlands,
segir að óhlýðni sérs.veitar innan
KGB hafi orðið til þess að hann hélt
velli á fyrstu klukkustundum valda-
ránsins í Moskvu aðfaranótt mánu-
dagsins 19. ágúst.
Það átti að verða eitt af fyrstu verk-
unum, næst á eftir handtöku Gorba-
tsjovs á Krím, að taka Jeltsín og nán-
ustu samstarfsmenn hans. Eftir
skjölum, sem Jeltsín segir aö fundist
hafi í höfuðstöðvum KGB, áttu sér-
sveitarmenn ekki að hika við að
drepa Jeltsín og menn hans ef til
mótspyrnu kæmi.
Sveitin, sem hér um ræðir, er köll-
uð Alfa og er sérþjálfuð í að fást við
hryðjuverkamenn. Alfa-menn eru
vel búnir vopnum og þeim var ætlað
að ráðast inn í höfuðstöövar Jeltsíns
í húsi rússneska þingsins og koma í
eitt skipti fyrir öll í veg fyrir and-
stöðu af hálfu Jeltsíns. Að loknu því
verki áttu hermenn að taka bygging-
una.
í viötali viö rússneska sjónvarpið
Sérsveit KGB-manna haföi heimild
til að drepa Boris Jeltsin aö morgni
valdaránsdagsins. simamynd Reuter
sagði Jeltsín að menn i sveitinni
hefðu neitað að fara eftir skipunum
valdaránsmanna þegar til kom. Þeim
var hótað dauðadómi og yfirmaður
sveitarinnar var kallaður fyrir hóp
forsprakka í valdaráninu og gerð
grein fyrir aíleiðingum þess að fara
ekki að skipunum. En allt kom fyrir
ekki og Alfa-sveitin fór aldrei á vett-
vang.
Upphaflega átti sveitin að vera
komin í þinghúsið klukkan 8 að
morgni mánudagsins. För hennar
varð að fresta til klukkan 10 meðan
verið var aö telja liðsmenn hennar á
að gegna skyldum sínum. Enn var
fórinni frestað til klukkan 11 og svo
13 og loks 15 og þá var búið að bæta
um 250 mönnum við í hópinn.
En þegar svo langt var liðiö á dag-
inn var of seint að reyna árás. Fólk
var byrjað að safnast saman við þing-
húsið og þar höfðu gamlir hermenn
úr stríöinu í Afganistan og lögreglu-
menn tekið sér stöðu, albúnir að
verja húsið.
M. Benz 230 E 1987, ek. 87 þús.,
álfelgur. Verö 1850 þús.
Toyota Corolla XL 1989, ek. 37
þús. Verð 880 þús.
Leitin endar hjá okkur
Saab 9000 CD 1988, ek. 47 þús.
Verð 1950 þús.
Subaru Legacy 1990, ek. 6 þús.
Verð 1930 þús.
Okkur vantar allar geröir af bílum, árg. '89 - '91, á skrá.
BILASALAN
BRAUT HF.
BORGARTUNI 26
SiMAR 681502 & 681510
Sparneytinn bíll á góðum greiðslukjörum.
Nú fæst Suzuki Swift á sérlega hagstæðu
verði og greiðslukjörum.
Dæmi um verð og Suzuki Swift l.Oi GA, 3 d.
greióslukjör: Verð kr.:........746.000,-
Útborgun kr.:....190.000,-
Afborganirkr.:....18.680,-
$ SUZUKI í 36 mánuði.