Dagblaðið Vísir - DV - 28.08.1991, Blaðsíða 13

Dagblaðið Vísir - DV - 28.08.1991, Blaðsíða 13
)/<[ MIÐVIKUDAGUR 28. ÁGÚST 1991. LífsstQl Smærri apótekin mega illa við sam- drætti í lyfsölu - segir lyfsalinn í Stykkishólmi „Rekstrargrundvöllurinn hjá smærri apótekunum var ekki beys- inn fyrir og versnaði mjög við reglu- gerðarbreytinguna 1. júlí. Samdrátt- ur hjá apótekunum í lyfsölu er allt að 40% eftir breytinguna. Það sér það hver heilvita maður, sem er að reka fyrirtæki, að það hefur afskaplega mikið að segja fyrir reksturinn," sagði Hanna María Siggeirsdóttir, apótekari á Stykkishólmi, í samtali við DV. í fjölmiðlum hafa undan- farna daga verið að birtast fréttir um að rekstur nokkurra af smærri apó- tekum landsins sé nú mjög erfiður og berjist þau reyndar í bökkum. Apótekið í Stykkishólmi er eitt þeirra sem hafa átt í erfiðleikum. „Samdrátturinn á lyfsölunni hjá mér er eitthvað nálægt 40 prósent- um. Hins vegar er ég með heilmikla aðra sölu sem dregur úr þeim sam- drætti sem ég verð fyrir. Sú sala er hins vegar ekki neitt sem á að borga niður tyfjadreifingarkerfi lands- manna. Auk þess myndi ríkið aldrei reka slíka sölu ef það tæki að sér lyfsöluna á staðnum. Sparnaðurinn kostar peninga Ráðherra talar um mikinn sparnað eftir breytinguna á reglugerðinni, en hann talar aldrei um eyðsluna á bak við hana. Hann gleymir því alveg að þessi sparnaður er búinn að kosta mjög mikið. Til dæmis má nefna að áður voru sjúklingar á 100 daga lyfja- skömmtum en nú þurfa sjúklingar að fara á 60 daga skammta. Það gerir það eitt að verkum að læknirinn fær meira í sinn vasa. Læknirinn fær sérstakt gjald fyrir hverja komu sjúklings. Þetta er því í raun enginn sparnaður, heldur ílutningur á fé milli vasa, frá apótek- urum yfir til læknanna. Auk þess varðandi lyfjakortin þá fá læknarnir greitt fyrir hverja beiðni um lyfja- kort. Ég veit ekki hve mörg þúsund ný lyfjakort læknar hafa skrifað upp á. Það sagði mér einn læknir að hann fengi 5.000 krónur fyrir hverja beiðni um lyfjakort. Það eru ágætis uppgrip hjá læknunum. Hinu má ekki gleyma hvað Tryggingastofnnn þurfti að leggja á sig með auknum kostnaði við útgáfu nýrra lyfjaskírteina. Ráðning nýs starfsfólks eða aukin yfirvinna kostar heilmikið fé. í haust er ráðgert að taka upp hlut- fallsgreiðslur með þaki á lyfjum. Ég er nú ekki búin að sjá það kerfi í framkvæmd en það hefur verið reynt í Danmörku með slæmum árangri. Ég get ekki gert mér fullkomlega grein fyrir því hvernig það kerfl kæmi út fyrir lyfsalana. Eg á ekki von á því að það breyti afkomu smærri apótekanna til batnaðar. Það þýðir lítið að miða afkomu litlu apótekanna við afkomu apóteka í stærri löndum þar sem eru 15-30 þúsund manns á bak við hvert apó- tek. Á bak við mitt apótek starida Neytendur 2.000 manns á tveimur aðskildum stöðum. Meðalapótek á íslandi þjón- ar um 7.000 manna svæði. Það er því augljóst að stóru apótekin í Reykja- vík þjóna mun hærri tölu. Ég er með 1.200 manna þjónustusvæði í Stykk- ishólmi og 800 manns á Grundar- firði. Á Grundarfirði þarf ég að vera með lyfjalager og starfsfólk og það er auðvitað aukinn kostnaður. Ef ég gæti verið með alla þjónustuna á ein- um stað gæti ég unnið helmingi meira starf. Með aðgeröunum nú er verið að höggva á örfáa mjög stóra menn, en þær bitna fyrst og fremst á okkur litlu aðilunum. Stóru apótekin finna einnig fyrir samdrættinum en mega ef til vill frekar við honum. Mig óar við því að bylta þurfi heilu kerfi að- eins til þess að ná sér niður á ein- hverjum 4-5 mönnum í Reykjavík," sagði Hanna María. Ekki erfitt að fá lyfsala „Það er gert ráð fyrir því að ef lyf- sali skilar lyfsöluleyfi sínu sé það auglýst með venjulegum hætti. Eitt af litlu apótekunum var auglýst fyrir skömmu, apótekið í Hveragerði, og umsóknir um þáö apótek voru fjöl- margar. Það bendir nú ekki til þess að apótekarar séu að gefast upp á rekstrinum," sagði Páll Sigurðsson hjá Tryggingastofnun ríkisins í sam- tali við DV. „Þegar talað er um rekstrarerfið- leika einstakra apóteka, eftir að reglugerðin tók gildi, er verið að tala um rekstur í einn mánuö og eru ein- hver þeirra strax að fara á hausinn? Á þeim rúmu 20 árum sem ég hef verið hjá Tryggingastofnun er aðeins einn staður þar sem erfitt hefur ver- ið að fá lyfsala. Það var á Seyðisfirði og þar eru þúsund íbúar. Það leið samt sem áður ekki langur tími þar til lyfsali kom þar. Reynsla okkar er því ekki sú að erfitt sé að fá menn til að taka að sér lyfsölu. Hins vegar er svo stutt síðan reglugerðarbreytingin var sett að það er of skammur tími til þess að marktæk reynsla sé komin á hana. Hins vegar hefur álagning á lyf verið lækkuð á undaníornum þremur árum, bæði heildsölu og smásöluá- lagning. Mér fmnst líklegt að sam- dráttur í lyfsölu sé minni hjá litlu apótekunum heldur en þeim stóru. Þar eru engir sérfræðingar til að skrifa lyfseölana heldur einungis heimilislæknarnir á staðnum. Það eru ekki komnar upplýsingar um þaö hvernig samdrátturinn skiptist á milli landsvæða eftir því hve margir læknarnir eru. Ég efast því um það að þessir apótekarar, sem eru að tala um samdrátt, viti mjög mikið um það hvernig tölum er hátt- að um hvern einstakan stað. Ef það sýnir sig að þessir lyfsalar ekki treysta sér til að reka apótekin með þessum breyttu lyfsalaútskrift- um er ég sammála því sem kemur fram í máli Magnúsar Jónssonar, apótekara í Grindavík, að til greina kemur að setja jöfnunargjald á milli apóteka. Til þess að geta sagt um það verða menn hins vegar að vita miklu meira um rekstur einstakra apóteka, bæði í dreifbýli og fjölbýli. Þegar teknar verða upp hlutfalls- greiðslur með þaki, eins og ráðgert er í haust, á ég von á því að áhrifin verði þau að læknar fara að hugsa meira um það hvað lyfin kosta. Ef að sú breyting verður gerð má reikna með því að læknar skrifi frekar út lyf sem eru kostnaðarminnst fyrir sjúklingana. Það myndi ekki auka útgjöld á lyfjum og það er af hinu góða,“ sagði Páll. 13 Nauðungaruppboð á eftirtöldum fasteignum fer fram í dómsal embættisins, Skógarhlíð 6, 3. hæð, á neðangreindum tíma: Kleifarsel 18, hluti, þingl. eig. Hjálmar Eyjólfur Jónsson, föstud. 30. ágúst ’91 kl. 10.15. Uppboðsbeiðandi er Islands- banki. Lóuhólar 2-6, hluti, þingl. eig. Gunnar Snorrason, föstud. 30. ágúst ’91 kl. 14.30. Uppboðsbeiðandi er Gjaldheimtan í Reykjavík. Austurbrún 34, þingl. eig. Hjörtur Öm Hjartarson, föstud. 30_. ágúst ’91 kl. 11.45. Uppboðsbeiðandi er íslandsbanki. Lyngháls 9, hluti, þingl. eig. Húsbygg- ingasjóður Framsóknarfél., föstud. 30. ágúst ’91 kl. 11.30. Uppboðsbeiðandi er Gjaldheimtan í Reykjavík. Funafold 23, þingl. eig. Haraldur Bjöms- son, föstud. 30. ágúst ’91 kl. 10.00. Upp- boðsbeiðandi er Gjaldheimtan í Reykja- vík. Mávahb'ð 30, ris, þingl. eig. Sigríður Steingrímsdóttir, föstud. 30. ágúst ’91 kl. 13.30. Uppboðsbeiðandi er Veðdeild Landsbanka íslands. Gerðhamrar 26, þingl. eig. Sigurður Jó- hannsson, föstud. 30. ágúst ’91 kl. 10.00. Uppboðsbeiðendur em Veðdeild Lands- banka Islands og Gjaldheimtan í Reykja- vík. Njálsgata 92, 1. hæð t.v„ tal. eig. Ingi- björg Kristinsdóttir, föstud. 30. ágúst ’91 ld. 11.45. Uppboðsbeiðendur em Veð- deild Landsbanka Islands og Gjald- heimtan í Reykjavík. Hverafold 128, þingl. eig. Sigurður Rún- ar Sigurðsson, föstud. 30. ágúst ’91 kl. 11.15. Uppboðsbeiðendur em Veðdeild Landsbanka íslands og Gjaldheimtan í Reykjavík. Rauðalækiu- 22, íb. 01-01, tal. eig. Einar Nikulásson, föstud. 30. ágúst ’91 kl. 10.45. Uppboðsbeiðandi er Veðdeild Lands- banka íslands. Ránargata 10, hluti, þingl. eig. Plastvör- ur hf., föstud. 30. ágúst ’91 kl. 13.30. Uppboðsbeiðendur em Gjaldheimtan í Reykjavík, Veðdeild Landsbanka Is- lands og Éggert B. Ólafsson hdl. Jórusel 5, þingl. eig. Sverrir Karlsson, föstud. 30. ágúst ’91 kl. 15.00. Uppboðs- beiðandi er Veðdeild Landsbanka ís- lands. B0RGARFÓGETAEMB.4?mÐ í REYKJAVÍK Nauðungaruppboð annað og síðara á eftirtöldum fasteignum fer fram í dómsal embættisins, Skógarhlíð 6, 3. hæð, á neðangreindum tíma: Seilugrandi 1-3, bílageymsla, 36 stæði, tal. eig. Byggung, föstud. 30. ágúst ’91 kl. 13.30. Uppboðsbeiðendur eru Eggert B. Ólafsson hdl. og Gjaldheimtan í Reykjavík. Seljugerði 12, þingl. eig. Jón Ragnarsson og Haíharbíó hf., föstud. 30. ágúst ’91 kl. 10.30. Uppboðsbeiðandi er Eggert B. Ólafsson hdl. Síðumúli 8, hluti, þingl. eig. Ágústa Sig- ríður Jónsdóttir o.fl., föstud. 30. ágúst ’91 kl. 14.15. Uppboðsbeiðendur em Gjald- heimtan í Reykjavík og Islandsbanki hf. Skipholt 33, þingl. eig. Tónlistarfélagið í Reykjavík, föstud. 30. ágúst ’91 kl. 13.45. Uppboðsbeiðendur em Ólafur Gústaís- son hrl. og íslandsbanki hf. Asparfell 2, 5. hæð C, þingl. eig. Eiríkur Tryggvason, föstud. 30. ágúst ’91 kl. 14.00. Uppboðsbeiðendur em Ami Ein- arsson hdl., tollstjórinn í Reykjavík, Ásgeir Thoroddsen hrl., Fjárheimtan hf. og Steingrímur Eiríksson hdl. Deildarás 19, þingl. eig. Valgerður M. Ingimarsdóttir, föstud. 30. ágúst ’91 kl. 11.15. Uppboðsbeiðandi er Steingrímur Eiríksson hdl. Skógarás 4, 2. hæð t.h., tal. eig. Kristján P. Gestsson, föstud. 30. ágúst ’91 kl. 14.30. Uppboðsbeiðandi er bæjarfógetinn í Kópavogi. Skólavörðustígur 38, hluti, tal. eig. Eg- gert Ólafur Jóhannsson, föstud. 30. ág- úst ’91 kl. 10.45. Uppboðsbeiðandi er Veðdeild Landsbanka íslands. Suðurlandsbraut 4, 1. hæð, austurhl., tal. eig. Laugardalur hf„ föstud. 30. ág- úsP’91 kl. 14.30. Uppboðsbeiðendur em Gjsldheimtan í Reykjavik og tollstjórinn í Reykjavík. Efetasund 73, hluti, þingl. eig. Jón Þór Ólafeson, föstud. 30. ágúst ’91 kl. 14.00. Uppboðsbeiðandi er Veðdeild Lands- banka íslands. Eldshöfði 17, hluti, þingl. eig. Guðmund- ur Aðalsteinsson, föstud. 30. ágúst ’91 kl. 14.00. Uppboðsbeiðendm- em toll- stjórinn í Reykjavík og Gjaldheimtan í Reykjavík. Vesturgata 16B, þingl. eig. Eugenia Niel- sen, föstud. 30. ágúst ’91 kl. 14.45. Upp- boðsheiðendur em Ólafur Gústafsson hrl. og Ari Isberg hdl. Elliðaárdalur, félagsheimib á lóð, þingl. eig. Hestamannafélagið Fákur, fóstud. 30. agúst ’91 kl. 11.00. Uppboðsbeiðandi er Islandsbanki. Víðimelur 19, 2. hæð t.v„ þingl. eig. Stef- anía Kristín Ámadóttir, föstúd. 30. ágúst ’91 kl. 14.45. Uppboðsbeiðandi er Jón Ingólfsson hrl. Frostafold 65, tal. eig. Snorri Þórsson og Kristín Þorsteinsd., föstud. 30. ágúst ’91 kl. 14.15. Uppboðsbeiðendur em Skúli J. Pálmason hrl„ Gjaldheimtan í Reykja- vík, Ásgeir Thoroddsen hrl. og Veðdeild Landsbanka íslands. Völvufell 50, íb. 02-01, þingl. eig. Hulda Dóra Friðjónsdóttir, föstud. 30. ágúst ’91 kl. 11.00. Uppboðsbeiðendur em Veð- deild Landsbanka íslands og Guðjón Armann Jónsson hdl. Grettisgata 52, hluti, þingl. eig. Magnús Ingólísson, föstud. 30. ágúst ’91 kl. 11.30. Uppboðsbeiðendur em Sigurmar Al- bertsson hrl., Gjaldheimtan í Reykjavík og Ólafur Gústafsson hrl. Þórufell 10, 4. hæð t.v„ þingl. eig. Guð- rún Bjamadóttir, föstud. 30. ágúst ’91 kl. 10.45. Uppboðsbeiðandi er Veðdeild Landsbanka Islands. Haðaland 6, þingl. eig. Ásgeir Hjörleifs- son, föstud. 30. ágúst ’91 kl. 10.30. Upp- boðsbeiðendur em Landsbanki Islands, Gjaldheimtan í Reykjavík, Róbert Ami Hreiðarsson hdl. og Fjárheimtan hf. Iðufell 8, 4. hæð t.v„ þingl. eig. Auður Jónsdóttir, föstud. 30. ágúst ’91 kl. 10.30. Uppboðsbeiðendur em Veðdeild Lands- banka íslands og Gjaldheimtan í Reykja- vík. Þúfusel 2, kjallaraíbúð, þingl. eig. Ástþór Runólfsson, föstud. 30. ágúst ’91 kl. 15.00. Uppboðsbeiðendur em Guðjón Armann Jónsson hdl. og Innheimtustofhun sveit- arfélaga. BORGARFÓGETAEMBÆTTH) f REYKJA\lK Stutt námskeið í módelstörfum fyrir dömur og herra hefst 4. sept. nk. Ganga og snúningar, sviðsframkoma, ljósmyndataka, hárgreiðsla og snyrting. Námskeiðinu lýkur með prófsýningu í Naustkjallaranum þann 12. september. Ath. Aðeins þetta eina námskeið fyrir áramót. Upplýsingar frá kl. 16-19 í símum 36141 - 687480 Unnur Arngrímsdóttir

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.