Dagblaðið Vísir - DV


Dagblaðið Vísir - DV - 30.08.1991, Qupperneq 5

Dagblaðið Vísir - DV - 30.08.1991, Qupperneq 5
FÖSTUDAGUR 30. ÁGÚST 1991. 5 dv Fréttir Þorsteinn, sem er 28 ára gamall, hefur tekið þátt í fjölmörgum mótum með góðum árangri. Hann er hér til hægri á myndinni að glima við Bert Whitfi- eld frá Bandarikjunum. Evrópumeistaramótið í sjómanni: Islendingur vann silfurverðlaunin - hefurbúiðíNoregií8ár „Eg tók það skref núna að keppa sem íslendlngur fyrir hönd íslands og gekk bara alveg ágætlega," sagði Þorsteinn Karlsson, 28 ára gamall íslendingur sem hefur verið búsettur í Noregi síðastliðin átta ár. Þorsteinn tók þátt í Evrópumeist- aramóti í sjómanni sem haldið var í Fredriksstad í Noregi í byijun mán- aðarins og vann þar silfur. Hann hefur aldrei áður keppt fyrir hönd íslands þó hann hafi tekið þátt í tveimur heimsmeistaramótum og tvívegis orðið Noregsmeistari í sjó- manni, en hann hefur unnið bæði skiptin sem keppnin hefur verið haldin. „Ég keppti fyrir hönd Norðmanna á heimsmeistaramótunum þar sem íslendingar sendu ekkert lið á mótið. Héðan af ætla ég hins vegar að keppa sem íslendingur til þess að reyna að ryðja íslandi braut í þessari íþrótt," sagði Þorsteinn. Hann sagðist margsinnis hafa reynt að komast í samband við ein- hverja keppnismenn í sjómanni hér heima með litlum árangri. „Mig langar svo rosalega til þess að halda keppni á íslandi og lenda í einhveijum í mínum þyngdarflokki, en áhuginn virðist mjög dræmur." Þorsteinn, sem er 1,90 sm á hæð og 85 kíló, vinnur sem vinnupalla- smiður í Norðursjónum. Hann er kvæntur norskri konu og á með henni eitt bam. Hann segist hafa byijað að keppa við kunningja í sjómanni á böllum í gamla daga, en þetta byijaði þó ekki fyrir alvöra fyrr en eftir að hann fór út til Noregs. „Ég tók þátt í keppni hér í Stavang- er, þar sem ég bý, og vann hana. Það gaf mér svona smáfiðring og síðan atvikaðist það þannig að ég fór að taka þátt í þessu fyrir alvöru.“ Aðspurður sagðist Þorsteinn alls ekki gefa sig út fyrir að vera krafta- jötunn. Hann sagðist hafa þróað með sér ákveðna tækni og væri góður á því sviði, en sig vantaði töluvert upp á kraftana til þess að verða virkilega góður. „Það er óhemjumikil tækni á bak við þetta, einhvers konar samspil af sálfræðilegu hugarafli og réttum við- brögðum. Það er mjög auðvelt að gera mistök." Næsta heimsmeistaramót í íþrótt- inni verður haldið í Tel Aviv í Israel í nóvembermánuði og sagðist Þor- steinn vonast til þess að komast. „Það fer þó alveg eftir efnahagnum. Ég fer sem íslendingur og hef reynt að fá ýmsa aðila hér heima til þess að styrkja mig, því það er óhemju- dýrt að ferðast svona yfir hálfan heiminn. Enn sem komið er hefur það þó borið lítinn árangur." -ingo Sauðíjárbændur: Framleiðslan aðlöguð kröf um neytenda Sigrún Björgvinsdóttir, DV, Egilsstöðum; Á aðalfundi félags sauðfjárbænda á Hallormsstað í gær var samþykkt beiðni til landbúnaðarráðuneytisins um að ærkjöt verði fellt undan full- virðisrétti. Samþykkt var að stefna að aukinni markaðssókn og að að- laga framleiðsluna að kröfum neyt- enda. Þá var samþykkt að stefnt verði að því að á næsta ári verði slátrunartími lengdur og standi frá 15. júlí til 15. desember í þeim tilgangi að auka framboð á fersku lambakjöti sam- hliða því að gefa bændum aukið svigrúm til að mæta óskum markað- arins um lægra fituhlutfall. Jóhannes Kristjánsson, sem verið hefur formaður félags sauðfjár- bænda eins lengi og unnt er sam- kvæmt lögum félagsins eða í 6 ár, lét af því starfi og í hans stað var Arnór Karlsson, Arnarholti i Biskupstung- um, kjörinn formaður. ÞRIGGJA DAGA STANSLAUS NOTAÐIR BÍLAR Á VILDARKJÖRUM FIMMTUDAG OG FÖSTUDAG KL. 10-22 LAUGARDAG KL. 10 -17 AFGREIDDIR MEÐ FULLAN BEWS AFSLÁTTUR ALLT AÐ KR GREIÐSLUKJÖR VIÐ ALLRA HÆFI r NOTAÐIfí fí/lAfí LAUGAVEGI 174 - SÍMI 695660

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.