Dagblaðið Vísir - DV - 30.08.1991, Síða 10
10
FÖSTUDAGUR 30. ÁGÚST 1991.
Útlönd
Króatía:
Friðarf undir boð-
aðir í næstu viku
Mikið mannfall varð í nýjum bar-
dögum í Króatíu í gær. Júgóslav-
neska fréttastofan Tanjug hafði það
eftir serbneskum skæruliðum að
tuttugu og fimm króatískir þjóð-
varðliðar hefðu verið drepnir í bar-
dögum í bænum Topusko, nærri
landamærunum að Serbíu.
Á öðrum átakasvæöum var lítið
um bardaga í gær. Enn ríkti þó um-
sátursástand í Vukovar, fimmta dag-
inn í röð.
Evrópubandalagið, RÖSE ráðstefn-
an um öryggi og samvinnu í Evrópu
og forsætisráð Júgóslavíu tilkynntu
í gær að fundir yrðu haldnir á þriðju-
dag til að reyna aö koma deiluaðilum
aftur að samningaborðinu.
Embættismenn í bandaríska utan-
ríkisráðuneytinu hvöttu til þess að
komið yrði á tafarlausu og skilyröis-
lausu vopnahléi og að deiiuaðilar
færu að tiUögum EB um aö binda
enda á vopnaskakið.
Evrópubandalagið veitti deiluaðil-
um á þriðjudag frest til mánudags til
að svara áætlun þess um að halda
friðarráöstefnu sem fæli í sér geröar-
dóm fimm manna næstu tvo mánuð-
ina.
Króatía og Slóvenia hafa þegar
samþykkt áætlunina og Makedónía
og Bosnía-Hersegóvína hafa gefið já-
kvætt svar. Forseti Serbíu, sem var
í París í vikunni, sagði að þaö væri
Króata að sjá til þess að vopnahléinu
væri framfylgt. Hann sagöi að friö-
aráætlun EB væri lögð fram í góöri
trú en hann þyrfti að skoða hana
betur.
Reuter
Vopnaöir Serbar standa vörð við þorp sitt í Króatíu. Simamynd Reuter
DANSSKOLIAUÐAR HARALDS
SKEIFUNNI 11B
Helena og Hanna eru
nýkomnar heim frá London
með fulltaf nýjum funk
og hip hop sporum, allt
frá MC Hammer til Paul Abdul.
10 tima námskeið, mæting 2
sinnum í viku. Strákar og stelp-
ur, mætum hress!
Aldursflokkur
10-12 ára
13-15 ára
16 ára og eldri.
★ SAMKVÆMISDANSAR
★ GÖMLU DANSARNIR
BYRJENDUR OG FRAMHALD
★
GESTAKENNARAR SKÓLANS FYRIR JÓL VERÐA CONSTANZA KRAUSS OG
WOODY KRAUSS FRÁ ÞÝSKALANDI
★
BARNADANSAR, 3-5 ÁRA
★
ROCK’N ’ROLL
10 tíma námskeið - eldhressir tímar
Byjjendur og framhald, mæting einu sinni í viku.
Kennslustaðir: Skeifan 11 b, Gerðuberg í Breiðholti, KR við Frostaskjól.
Innritun og uppl. í síma 39600 og 686893 kl. 13-19 daglega.
DANSS
Díana prinsessa kemur sorgmædd frá jarðarför vlnar sfns, Adrina Ward-
Jackson ballettstjóra, í fylgd meö Nicolas Serota, forstjóra Tate-safnsins.
Simamynd Reuter
Díana Bretaprinsessa hefur nú fylgt Adrian Ward-Jackson, fyrrum for-
stjóra Konunglega ballettsíns í Lundúnum, til grafar. Ward-Jackson lést
í síðustu viku úr eyðni og var Díana við sjúkrabeðið þegar hann lésL
Allt frá þvi eyðnifaraldurinn barst til Englands hefur Díana látið sér
mjög annt um hag sjúklínganna og ásakað yfirvöld um afskiptaleysi í
málum þeirra. Margir Bretar eru þó lítt hrifnir af þessu áhugamáli prins-
essunnar en blöð þar í landi birta oft myndir af henni með eyðnisjúkling-
um.
Gáf u íþróttakonum karlhormón
Saksóknari í Berlin hefur ákveðið að efna tíl víðtækrar rannsóknar á
því hvort austur-þýskir iæknar hafi gefið afreksiþróttakonum karlhorm-
ón til að bæta frammistöðu þeirra í keppni. Rannsóknin beinist eínkum
að Charite sjúkrahúsinu í Austur-Berlín en granur leikur á aö yfirlyfja-
fræðingurinn þar hafi gert tilraunir með karlhormón á íþróttakonum.
Harald Mau, forstjóri sjúkrahússins, neitar ásökunum um aö slíkar til-
raunir hafl fariö fram með skipulegum hættí á sjúkrahúsinu en þvertek-
ur ekki fyrir að einhveriir af læknunum þar hafi kannað áhrif karlhorm-
óna á konur.
Einig er veriö að rannsaka hvort liffæri hafi verið tekin úr sjúklingum
til ígræöslu í aðra áður en þeir voru úrskurðaöir látnir. Forstjórinn neit-
ar að það hafi veríð gert en viöurkennir þó að í einhverjum tilvikum
hafi brtigöiö út af almennum reglum í þessum efnum.
Skjöla skjölshúsi yf ir Aoun
Roland Dumas, utanríkisráð-
herra Frakklands, hefur fagnað
ílótta hershöfðingjans Michels
Aoun frá Befrút og segir að hann
sé kominn til Frakklands þar sem
hann fái hæli í framtíðinni. Líkiegt
er talið að Aoun dvelji í villu nærri
Marseille á suðurströnd Frakk-
lands.
Aoun var í tíu mánuði í franska
sendiráðinu i Beirút eftir að hann
varð að gefast upp fyrir stjórnar-
hernum í Líbanon og hersveitum
Sýrlendinga. Stjórnin krafðist þess
aö fá hann framseldan en Frakkar
neituðu. í gær var hann íluttur öll-
um aö óvörum frá sendiráðinu að Frakkar segja að þessi vflla nærri
flotastöð nærri Beirút. Þaðan fór Marseílle verði heimili Mlchels
hann með hraöbát um borð í Aoun og fjölskyidu hans i framtíð-
franskan kafbát á Miðjaröarhafi og inni þótt ekkert hafi verið látið
komst heilu og höldnu til Frakk- uppi um dvaiarstað hans.
lands. Símamynd Reuter
Ifffe styður hvalveiðar Grænlendinga
Uffe EUemann-Jensen, utanríkisráðherra Danmerkur, lýsti því yfir á
Grænlandi í gær að hann væri hlynntur því að Grænlendingar veiddu
hér eftir hvali eins og þéir hafa gert til þessa. Grænlendingum þótti sem
stuðningur Dana væri ekki nægur á ráðstefnu Alþjóða hvalveiðiráösins
í Reykjavík nú í vor.
Uffe sagði að ekkert mælti gegn því að Grænlendingar veiddu hvali til
eigin nota. Hann benti líka á að hvalkjöt væri hollara en innílutt svína-
kjöt eða kjúkiingar frá Danmörku. Grænfriöungar saka Grænlendinga
um að veiða fleiri hvaii en þeim er heimUt samkvæmt svokölluöum frum-
byggjakvótum fyrir íbúa á norðurslóðum.
A blaöamannafundi í Nuuk í gær sagði Uffe að Grænlendingar yrðu
að fara að settum reglum en þótt einhveijir menn veiddu hvah ólöglega
þá væri þaö ekki sök allrar þjóöarinnar, Uffe hefur verið á Grænlandi
siðustu daga og rætt við landstjómarmenn um utanríkismál.
Lestarsfjórínn var timbraður
Nú liggur fyrir að fimm létu lífið og 175 slösuðust í lestarslysinu á
Manhattan í New York í gær. Stjómandi lestarinnar viðurkennir að hann
hafi setiö að sumbU áður en hann hóf vinnu og síðan sofnað við akstur-
inn. Slysið er eitt hið alvariegasta sem orðið hefur í neðanjarðarlestum
í New York. Lestarstjórinn, Robert Ray að nafni, viðurkenndi afglöp sín
þegar máhð var tekiö fyrir i gær. Hann á yfir höíði sér ákæru fyrir mann-
dráp. Reuterog Ritzau