Dagblaðið Vísir - DV - 30.08.1991, Blaðsíða 28
36
FÖSTÚDAGUR 30. ÁGÚST 1991.
Afmæli
Gísli Teitur Kristinsson
Gísli Teitur Kristinsson, vélvirki
og vélstjóri, Suðurgötu 43, Akra-
nesi, varð sjötugur í gær.
Starfsferill
Gísli fæddist á Akranesi og ólst
þar upp. Hann stundaði sjómennsku
á sínum yngri árum en 1939 tók
hann vélstjórapróf hjá Fiskifélagi
íslands og stundaði síðan viðhót-
amám í vélstjómun hjá Fiskifélag-
inu 1942^43. Gísli hóf störf hjá Vél-
smiðjunni Loga á Akranesi 1951 þar
sem hann lauk prófi í vélvirkjun.
Hann hóf síðan störf hjá Sements-
verksmiðju ríkisins 1957 og starfar
þar enn.
Gísli hefur verið prófdómari í
sveinsprófi í vélvirkjun í Vestur-
landsumdæmi sl. þrjátíu ár og for-
maður prófnefndar sl. tuttugu ár.
Hann hefur starfað með Lions-
klúbbiAkraness.
Fjölskylda
Gísli kvæntist 14.10.1944 Petreu
Kristínu Líndal Karlsdóttur, f. 30.8.
1925, húsmóður, en hún er dóttir
Karls Gíslasonar sjómanns og Lilju
Kristjánsdóttur húsmóður.
Börn Gísla Teits og Petreu Kristín-
ar eru Emilía Líndal Gisladóttir, f.
4.8.1944, ekkja eftir Hallbjöm Sig-
urðsson, f. 1.8.1938, d. 29.7.1991 en
þeirra börn eru Kristín Líndal,
Helga Líndal og Logi Líndal;Krist-
rún Líndal Gísladóttir, f. 12.12.1945,
gift Þjóðbirni Hannessyni, f. 18.2.
1945, og eru þeirra börn Inga Lín-
dal, Ásdís Líndal, Eydís Líndal og
Hannes Líndal; Lilja Líndal Gísla-
dóttir, f. 4.4.1947, gift Hirti Sveins-
syni, f. 6.9.1956, en þeirra böm eru
Gísli Baldur, Jóhanna Líndal, Krist-
inn Líndal, Márus Líndal og Olafur
Elí Líndal.
Systir Gísla er Kristín Kristins-
dóttir, f. 31.12.1924, gift Ólafi Guð-
brandssyni, f. 9.9.1923.
Foreldrar Gísla voru Kristinn
Gíslason, f. 19.11.1895, d. 24.3.1977,
skipstjóri á Akranesi, og Guðrún
Erlendsdóttir, f. 17.8.1896, d. 26.11.
1975, húsmóðir.
Ætt
Kristinn var sonur Gísla, b. á
Kúludalsá, Teitssonar, b. á Kúlu-
dalsá, Brynjólfssonar. Móðir Gísla
var Kristín Gísladóttir. Móðir Krist-
Gísli Teitur Kristinsson.
ins var Vilborg, dóttir Odds Helga-
sonar og Hallberu Þorsteinsdóttur.
Guðrún var dóttir Erlends Krist-
ins, formanns á Akranesi og b., lengi
í Geirmundarbæ, Tómassonar á
Bjargi Erlendssonar. Móðir Erlends
Kristins var Kristrún Hallgríms-
dóttir. Móðir Guðrúnar var Kristín
Sigurðardóttir á Akri Erlendssonar
og Guðrúnar Guðmundsdóttur.
Gísli tekur á móti gestum á heim-
ili sínu laugardaginn 31.8. frá klukk-
an 15.00-19.00.
Jón Snæbjömsson
Jón Snæbjörnsson, búfræðingur
og fyrrv. bóndi, Kríuhólum 4,
Reykjavík, varð fimmtugur í gær.
Starfsferill
Jón fæddist á Stað í Reykhólasveit
og ólst þar upp. Hann lauk búfræði-
prófi frá Hvanneyri 1962. Jón var
ráðsmaður við Tilraunastöðina á
Reykhólum 1964-67 og bóndi í Mýr-
artungu II á árunum 1967-88 en þá
flutti hann til Reykjavíkur af
heilsufarsástæðum og hefur búiö
þar síðan.
Fjölskylda
Jón kvæntist 17.6.1964 Aðalheiði
Hallgrímsdóttur, f. 30.12.1945, en
hún er dóttir Hallgríms Ólafssonar
og Helgu Halldórsdóttur, bænda á
Dagverðará á Snæfellsnesi.
Börn Jóns og Aðalheiðar eru Snæ-
björn, f. 1.12.1964, flugmaður og
vélstjóri í Reykjavík; Inga Hrefna,
f. 7.5.1966, sálfræðinemi, búsett í
Borgarfirði, gift Áma Garðari Svav-
arssyni bónda og er sonur þeirra
Svavar Jón, f. 5.8.1987; ÓlínaKrist-
ín, f. 19.12.~1975, nemi; Unnur Helga,
f. 23.3.1979.
Systkini Jóns:Árni, f. 1.3.1946,
ráðunautur BFÍ í Reykjavík, kvænt-
ur Sigríði Héðinsdóttur og eiga þau
tvö böm; Friðgeir, f. 6.6.1947, búsett-
ur í Reykjavík, kvæntur Kristínu
Eddu Jónsdóttur og eiga þau fjögur
börn; Eiríkur, f. 21.4.1953, b. að Stað,
kvæntur Sigríði Magnúsdóttur og
eiga þau þrjú börn; Sigurvin Ólafs-
son, f. 27.9.1934, kvæntur Svandísi
Sigurðardóttur og eiga þau fimm
börn.
Jón Snæbjörnsson.
Foreldrar Jóns: Snæbjöm Jóns-
son, f. 8.11.1909, d. 21.8.1982, bóndi
að Stað, ogUnnur Guðmundsdóttir,
f. 7.7.1914, húsfreyja.
Jón tekur á móti gestum í Þing-
hóli, Hamraborg 11, Kópavögi, laug-
ardaginn 31.8. eftir klukkan 19.30.
Myndgáta
Andlát
Tryggvi Guðjónsson, Hjarðarholti 10,
Akranesi, lést í Landspítalanum 29.
ágúst.
Jardarfarir
Fanney Gunnarsdóttir, Mýrargötu
18, Neskaupstað, sem andaðist á
Fjórðungssjúkrahúsinu í Neskaup-
stað 24. ágúst, verður jarðsungin frá
Norðíjarðarkirkju laugardaginn 31.
ágúst kl. 14.
Ágúst Guðlaugsson, Kamsvegi 19,
andaðist í Landakotsspítala 26. ág-
úst. Jarðarförin fer fram frá Kross-
kirkju laugardaginn 31. ágúst kl. 14.
Útfór Hallvarðar Valgeirssonar,
Hrauntungu 85, fer fram frá Dóm-
kirkjunni mánudaginn 2. september
v kl. 10.30. '
Gísli Vilhjálmur Gunnarsson frá
Tungu í Fáskrúðsfirði, Víðivöllum
12, Selfossi, veröur jarðsunginn frá
Selfosskirkju laugardaginn 31. ágúst
kl. 13.30.
Jón Þ. Sveinbjarnarson bóndi, Mið-
skála, Vestur-Eyjafjöllum, verður
jarðsunginn frá ísólfsskálakirkju
laugardaginn 31. ágúst kl. 14.
Sverrir Elentinusson, Baugholti 15,
Keflavík, verður jarðsunginn frá
Keflavíkurkirkju laugardaginn 31.
ágúst kl. 13.30.
Tónleikar
Tónleikar í
Listasafni Sigurjóns
Á síðustu þriðjudagstónleikum sumars
ins 1 Listasafni Sigurjóns þann 3. sept
ember flytja Bjöm Th. Ámason fagott
leikari og Hrefna Eggertsdóttir píanóleik
ari verk eftir F. Devienne, L. Spohr, G
Piemé, A. Tansmann og H. Neumann
hið síðastnefnda tifeinkað Bimi. Tónleik
arnir hefjást að venju kl. 20.30.
Tilkynningar
Félag eldri borgara
Leikhópurinn Snúður og Snælda hefur
vetrarstarfsemi sína þriðjudaginn 3. sept-
ember kl. 17 í Risinu, Hverfisgötu 105.
Ema Amgrímsdóttir • fer með Göngu-
Hrólfa frá Risinu á laugardagsmorgun
kl. 10.
komið út
Komið er út á íslensku ungbarnablaðið
Bambi með fjölbreyttum og fallegum
pijónauppskriftum á yngstu börnin.
Blaðið fæst í bóka- og bamaverslunum
um land allt. Útgefandi er Gambúðin
Tinna, Reykjavíkurvegi 68, Hafnarflrði,
sími 91-54610.
Skólakynningar í Kringlunni
Dagana 31. ágúst til 14. september nk.
verða kynningar í Kringlunni sem tengj-
ast skóla- og fræðslumálum. Kjörorð ann-
arrar kynningarinnar er „Það er leikur
að læra“ en hin er nefnd „Á frönsku inn
í framtíðina" Dagskráin „Það er leikur
að læra" stendur frá 31. ágúst til 7. sept-
ember. í göngugötum Kringlunnar verða
þá veittar ýmsar upplýsingar fyrir skóla-
fólk og einnig verða kynnt námskeið sem
almenningi standa til boða. Umferöarráð
verður með umferðarfræðslu og Mjólk-
ursamsalan stendur fyrir sérstakri neyt-
eyboK—
Myndgátan hér að ofan
lýsir orðasambandi.
Lausn gátu nr. 115:
Brunnklukka
endakönnun á nýjum drykk. Einnig
munu nemendur frá nokkmm dansskól-
um koma fram. Kynningin „Á frönsku
inn í framtíðina" er á vegum menningar-
deildar franska sendiráösins og nokk-
urra fyrirtækja. Dagskrá þessari er ætlað
að vekja athygli fólks á nytsemi frönsku
sem tungumáls, franskri menningu og
tækni. Kynningin stendur frá 7.-14. sept-
ember. Nú er hafin vetrarafgreiðslutími
í Kringlunni. Verslanir em nú opnar
mánudaga til fóstudaga kl. 10-19 en til
kl. 16 á laugardögum. Flestir veitinga-
staðanna em enn fremur opnir á kvöldin
og á sunnudögum.
Leikhúslína tekin til starfa
Frá og með fostudeginum 30. ágúst gefst
leikhúsgestum og öðm áhugafólki um
leiklist kostur á að hringja í „leikhúslin-
una“ sem rekin er af upplýsingasímanum
991000. Á leikhúslínunni verður fyrst um
sinn að flnna upplýsingar um starfsemi
Leikfélags Reykjavíkur. Sagt verður frá
viðfangsefnum leikársins, höfundum
leikverka, leikumm og öðmm sem taka
þátt í sýningunum. Einnig verða á leik-
húslinunni upplýsingar um sýningar-
tíma og sölu áskriftarkorta. Þá mun leik-
húslínan fylgjast með aðsókn á leikritin,
viöbrögö gagnrýnenda og öðm er snertir
leikhúslífið. Símanúmer leikhúslínunnar
er 991015 og er þjónustan opin allan sólar-
hringinn. Kristján Franklín Magnús hef-
ur umsjón með leikhúslínunni en fram-
kvæmdastjóri upplýsingasímans 991000
er Páll Þorsteinsson.
Dansskóli Jóns Péturs
og Köru að hefjast
Dansskóli Jóns Péturs og Köm er að fara
af stað með þriðja starfsár sitt. Miklar
breytingar hafa verið gerðar á hús-
næðinu, m.a. hefur verið tekinn í notkun
æflngasalur sem verður opinn alla daga
vikunnar. Nemendur skólans geta því
komið og æft sig fyrir utan sína fóstu tíma
þegar þeim hentar. Almennar dansæflng-
ar verða reglulega um helgar í vetur þar
sem kennarar skólans stjóma tónlist-
inni. Sérstakir unglingahópar á aldrinum
15 ára til rúmlega tvítugs verða starf-
ræktir í vetur ásamt hinum almennu
bama- og fullorðinshópum. Kenndir
verða samkvæmisdansar (standarddans-
ar og suður-amerískir dansar), barna-
dansar og gömlu dansamir. Skólinn býð-
ur þeim sem áhuga hafa upp á danssýn-
ingar í vetur þar sem bæði kennarar og
nemendur sýna. Kennarar í vetur verða
Jón Pétur Ulfljótsson, Kara Amgríms-
dóttir, Hinrik Valsson og Auðbjörg Arn-
grímsdóttir. Innritun á dansnámskeið
skólans fyrir komandi vetur stendur yfir
1.-8. september og hefst kennsla 11. sept-
ember 1991.
Tombóla
. Nýlega héldu þessar ungu stúlkur tom-
bólu til styrktar hjálparsjóði RKÍ. Alls
söfnuðu þær kr. 799. Stúlkurnar heita:
Elisabet Hauksdóttir, Helena Líbæk Guð-
mundsdóttir, Birna Dröfn Jónasdóttir,
Eria Arnbjörnsdóttir, Sesselía Margrét
Árnadóttir og Ingibjörg Jónasdóttir.
Fundir
Stofnfundur Styrktarfélags
krabbameinsfélags barna
verður haldinn að Skeifunni 11 (Fönn)
mánudaginn 2. september kl. 20.30. Dag-
skrá: Venjuleg aðalfundarstörf. Allir vel-
komnir.
Tapað fundið
Reiðhjól tapaðist
úr Seljahverfi
Nýlegt Trek fjallareiðhjól, 21 gírs, tapað-
ist úr Seljahverfi um síðustu helgi. Ef
einhver hefur orðið var við hjólið er hann
vinsamlegast beðinn að hringja í síma
76827. Fundarlaun.
Fress hvarf frá
Hrísateigi
Gulbröndóttur fress, ómerktur, hvar frá
Hrísateigi 25 fyrir viku. Ef einhver hefur
séð hann eða veit hvar hann er niður-
kominn er hann vinsamlegast beðinn að
hafa samband í síma 30365 á kvöldin.
Kvenhjól tapaðist
við Laugaveg
Vínrautt, 5 gira Classic kvenhjól, með
áfastri körfu, tapaðist úr porti við Lauga-
veg 15 mánudaginn 15. ágúst. Finnandi
vinsamlegast skili því á sama stað eða
hringi í síma 20287.