Dagblaðið Vísir - DV - 10.09.1991, Blaðsíða 12
12
ÞRIÐJUDAGUR 10. SEPTEMBER 1991.
Spumingin
Finnst þér ísland hafa
margt upp á að bjóða sem
ferðamannaland?
Tómas Sturlaugsson framkvæmda-
stjóri: Já, mjög margt, þaö er engin
spurning um þaö, hér er hreint loft
og fagurt land.
Valdimar Bjarnfreðsson listamaður:
Já, landið er stórkostlegt og miðin
líka, held ég.
Álfheiður Bjarnadóttir húsmóðir: Já,
mjög margt, eins og til dæmis fallega
náttúru.
Anna Albertsdóttir, sendill Alþingis:
Já, það finnst mér, landið er svo
hreint og fallegt.
Haukur Haraldsson deildarstjóri: Já,
það hefur mjög margt upp á að bjóða,
eins og stórkostlega náttúru og
hreint loft.
Dagur Ingason nemi: Nei, það finnst
mér ekki, þaö er allt of dýrt að ferð-
ast hér.
Lesendur dv
Landbúnaður
á villigötum
„Með þessari framleiðslu felja margir framleiðslu vera komna niður í það
magn sem neytendur geta torgað.“
Konráð Friðfmnsson skrifar:
Með nýja búvörusamningnum,
sem undirritaður var fyrr á árinu,
er gert ráð fyrir verulegum sam-
drætti í sauðfjárræktinni. Með þess-
ari fækkun sauðQár telja margir
framleiðslu vera komna niður í það
magn sem neytendur geta torgað.
Bændur fengu frest til 1. september
1991 til að taka ákvörðun um það
hvort þeir byðu ríkisvaldinu full-
virðisrétt sinn til kaups eða ekki. Og
frá sumum svæöum landsins bárust
þau ánægjulegu tíðindi að ágætlega
hefði gengið að fá bændur til þess. Á
öðrum svæðum, þar sem ekki náðist
slík samstaða, þ.e. menn sáu sér ekki
fært að velja nægilega mikinn kvóta,
blasir við fátt annað en „flöt skerð-
ing“. - Sem sé; versti kosturinn í
stöðunni.
Þessi uppkaup ríkissjóðs á fullvirð-
isrétti eru talin nema um 1000 tonn-
um. Og það er ljóst aö þau fara ekki
á diska hins íslenska neytanda af
ástæðum sem ég held að þurfi ekki
aö útskýra frekar. Það lá fyrir að
annaðhvort yrði að urða þetta kjöt
fyrir 25 milljónir úr ríkissjóði eöa
gera tilraun til að selja það til út-
landa. Síðari kosturinn var valinn,
enda ódýrara fyrir hinn marghrjáða
skattgreiðanda. Bandarískt fyrirtæki
hreppir ærkjötið okkar á 50 kr. kílóið
og selur svo áfram til Mexíkó. Einnig
hefur bandaríska fyrirtækið sýnt
áhuga á að kaupa héðan 800 tonn af
ársgömlu lambakjöti á 80-85 krónur
kílóiö.
Þorsteinn Einarsson skrifar:
Ég las grein fyrr á þessu ári um
að formaður tryggingaráðs hefði
skrifað yfirtryggingalækni hjá
Tryggingastofnun bréf þar sem kraf-
ist var skýringa á aukavinnu læknis-
ins í embætti sínu. Svarið var sagt
hafa verið eins rýrt og frekast gat
verið. - Hann taldi sig ekki þurfa að
svara, því hann hefði ráðherraleyfi
til að sinna aukavinnu sinni, sem er
fólgin í því að gera svokallað örorku-
mat fyrir hin ýmsu tryggingafélög,
t.d. eftir bílslys og önnur svipuð
óhöpp.
Nú er þetta mál enn í umræðunni
og þá kemur í ljós að fyrrverandi
ráöherra, sem stýrði tryggingamál-
um, hafi á þeim tíma veitt þessa
heimild til handa yfirtryggingalækn-
inum. í fréttinni er látið í veðri vaka,
með réttu eða röngu, að þetta „vinar-
Að vísu er verðið ekki til að hrópa
húrra yfir. Samt vona ég að af frek-
ari sölu verði vegna þess að nauðsyn-
legt er að „hreinsa til“ í frystigeymsl-
unum til að geta framvegis boðið
fólki kjöt sem ekki er eldra en frá
haustinu áöur og draga þar með úr
hinum gífurlega geymslukostnaði
sem lagst hefur á þennan vöruflokk
bragð“ sé til komið frá fyrri tíð þegar
ráöherrann barðist um að ná þing-
sæti á Vestfjörðum þar sem núver-
andi yfirtryggingalæknir var þá hér-
aðslæknir og átti þátt í því að þing-
maðurinn náði sæti sínu.
Ennfremur er búið að upplýsa að
ekki sé óalgengt aö yfirtrygginga-
læknirinn framkvæmi tryggingamat
á bilinu 200 til 500 sinnum árlega og
fyrir hvert þeirrá sé greitt 25 þús.
Einnig er greint frá því að samkvæmt
opinberri skattaskrá hafi trygginga-
læknar ekki mikla aukavinnu og þó
sérstaklega ekki yfirtryggingalækn-
ir. Spurning hlýtur því að vakna,
hvort ekki þurfi að gefa upp til skatts
þær tekjur sem aflað er vegna ör-
orkumats fyrir utanaðkomandi að-
ila. Það eru ekki litlar aukatekjur ef
rétt er að fyrir 200 möt árlega greið-
ist 5 millj. króna fyrir 300 möt því 7,5
í gegnum tíðina. Kostnaður sem er í
raun ekki hægt að líða.
Að endingu þetta. Ég styð hátt-
virtan landbúnaðarráðherra í þessu
máli en bið hann jafnframt að hug-
leiða að hvers kyns tilslökun á inn-
flutningi búvara mun skaða íslensk-
an landbúnaö.
millj. og fyrir 500 möt um 12,5 milljón
krónur.
Hvaö sem rétt er í þessu máli er
engin ástæða að ætla að koma í veg
fyrir að svona frétt, sem varðar hinn
almenna skattgreiöanda líka, sé
rannsökuð til hlítar. Því ef þessi
umfjöllun er alfarið röng verður að
hreinsa yfirtryggingalækni af þeim
grun að hann hafi tekjur upp á fleiri
milljónir króna í vinnutíma fyrir hið
opinbera án þess að upp sé gefið.
Núverandi formanni tryggingar-
áðs væri sæmra að taka þetta mál
fyrir frá byijun en að vitna til sam-
þykkis fyrrverandi ráðherra og full-
yrða að málinu ljúki þar með af hálfu
tryggingaráðs! Þetta eru því einnig
hneysklanleg vinnubrögð af hálfu
formanns tryggingaráðs og ekki lík-
leg til að efia traust almennings á
þessari fiárfreku ríkisstofnun.
Heilsugæsla í fjárþröng:
Þvíþáekklinn-
rítunargjald?
Kristín Sigurðardóttir hringdi:
Maður hefur verið að heyra um
hina miklu fiárþröng í heilsu-
gæslumálum. í sjónvarpsfréttum
var rætt við hjúkrunarforstjóra
um þennan vanda. Konan stað-
hæfði að verstur væri fiárskort-
urinn en bætti við að launamálin
í heilsugæslu væru þó einn vand-
inn sem leysa þyrfti.
Þetta er allt farið að stangast
allverulega á, finnst mér. Sömu
hópar hér í þjóðfélaginu, sem af-
neita með Öllu að lagt sé á innrit-
unargjald sjúklinga aö upphæð
5000 kr. fyrir hvað langan tíma
sem dvalið er á spítölum, tala svo
aftur um að fiármuni skorti til
að greiða starfsfólki laun. - Hvaö
er eðlilegra en að innheimta lág-
marksgjald þegar lagst er inn á
spitala? Skyldi af veita í allri fiár-
þrönginni!
FrúThatcher
fráAkureyri
Einar Bjarnason hringdi:
Þjóðarsálinni sl. fimmtudag var
útvarpað beint frá Akureyri.
Prestur einn ræddi vandamál
hjónaskilnaöa og einstæðra for-
eldra. - Állt var þetta efni fullboð-
legt og umhugsunarvert. - En það
var fleira 1 þættinum sem ég lagði
sérstaklega eyrun við.
Vitnað var í Margaret Thatcer,
fýrrum forsætisráðherra Breta,
sem iét orð falla í Japan um aö
sú þjóð væri til fyrirmyndar fyrir
samheldni fiölskyldunnar. - Um-
sjónarmaður þáttarins á Akur-
eyri nefndi fyrrverandi ráöherra
aldrei annað en „frú Thatcher".
Þetta finnst mér vera óvenjulegt
hér en mjög til fyrirmyndar er
rætt er um óviðkomandi fólk.
Þarna sannast enn og aftur að
allmiklu meiri menningarblær er
jyfir Akureyri en öðrum stöðum
jhér á landi.
Ótrúlegtsukk
Njáll hringdi:
Það er eflaust mörgum farið að
blöskra hve mikil spilling ríkir
hér hjá okkur og það í svona fá-
mennu landi. Þaö virðist sem all-
ir sem tök hafa á reyni að maka
krókinn, hafa af því opinbera eða
komast bjá að gegna því verki
sem þeir eru ráðinir tO, nema
meö tilburðum við að auka sér
tekjur eða frftíma, sem verður til
þess að einhver verður að blæða.
Dæmin um eftirlitsleysið við
byggingu Perlunnar, óstjórnina
hjá KSÍ, ómældar tekjur innan
Tryggingastofnunar og hvers
konar vafasamar framkvæmdir
og fiáraustur hins opinbera sýna
ljóslega að hér er ekki heilbrigt
þjóðfélag. Síður en svo. Þaö er
reyndar með ólikindum allt þetta
sukk í svo fámennu landi.
Óhugnanleg
þróun
Reykvikingur skrifar:
Nú gerast glæpir hér í borginni
æ tíðari og alvarlegri. Við lesum
itrekaö um aö veist er að sjálfri
lögreglunni við störf. Sumir
fiölmiðlar a.m.k. hafa ýjað að ós-
anngirni lögreglu er hún rýmdi
Lækjargötuna einn morguninn
vegna hreinsunarstarfa borgar-
starfsmanna.
Nú er það nýjasta að beinlinis
er setið fyrir lögreglumönnum
sem eru að gera upptæk vimuefni
sem glæpamenn hafa smyglað til
landsins. Þetta er þróun sem er
óhugnanleg og borgarar hér eru
alls ekki óhultir lengur fremur
en í erlendri stórborg. Það er eng-
in afsökun til lengur í umgengni
við þessa afbrotamenn, hvort sem
þeir eru gamalreyndir eða „nýliö-
ar“ í niðurrifsstarfsemi þjóðfé-
lagsins.
Ingvar Carlsson forsætisráðherra. - Bréfritari segir hann
vísa vandamálunum til íslendinga.
Tökum ekki
ögrun Svía
Friðrik skrifar:
Brátt hefst úrslitalotan í viðræðum EB og EFTA-ríkj-
anna. Svíar hafa löngum verið hliðholhr okkur íslending-
um, eða hitt þó heldur. Nú skora þeir á íslendinga að
„höggva á hnútinn" eins og þeir orða það. Segja að við
eigum ekki aö líta á fiskveiðar okkar og afsal þeirra sem
vandamál. - „Það er ekki mikið sem Svíar geta gert, þeir
standa ekki í vegi fyrir að samkomulag náist", segir
sænski forsætisráðherrann. Og lætur beinlínis liggja að
því að það velti nú allt á sveigjanleika íslendinga og svo
Norðmanna um niðurstöðu.
Nei, það er ekki mikið sem Svíar geta gert, það er rétt
hjá forsætisráðherranum. - Við skulum samt ekki láta
Svía ögra okkur með frýjunarorðum yfir hálft Atlants-
hafið. - Viö skulum halda öllu því til haga sem við höfum
hingað til sagt í viöræðum um Evrópskt efnahagssvæði.
Tryggingamat 1 vinnutíma hins opinbera:
Enginn skattur af aukavinnu?