Dagblaðið Vísir - DV - 10.09.1991, Blaðsíða 15
ÞRIÐJUDAGUR 10. SEPTEMBER 1991.
15
Martröð niðurskurðarins
„Hverjir munu þá mennta sig í framtíðinni? Verða það eingöngu úrvals-
nemendur?"
Það glymur nú sem aldrei fyrr,
þvílíkur barlómur núverandi ríkis-
stjórnar að það nálgast heilaþvott.
Skyldi það vera tilviljun ein að
vart er talað um annað en hinn
mikla Qárlagahalla sem öllum virð-
ist koma á óvart, einnig þeim er
sátu í fyrrverandi ríkisstjórn og
sitja enn viö stjórnvöl? Eða getur
ástæðan hugsanlega verið sú að nú
eru lausir kjarasamningar?
Hvernig stendur á því að allt í
einu kemur í ljós að allir sjóðir sem
til eru í landinu eru galtómir? Það
læðist að manni sá grunur aö ekki
sé notuö sama formúlan við út-
reikning á þeim, heldur sú sem
hagstæðust er hverju sinni. Það er
oröið erfitt að treysta stjórnmála-
mönnum nú til dags, enda trúlega
fáir sem enn gera það.
Framtíðin og breiðu bökin
Þegar þjóðarsáttarsamningarnir
voru undirritaðir, trúðu launþegar
því að þeir væru að leggja grunn
að ákveðnum stöðugleika sem þeir
myndu uppskera síðar. Um þetta
voru flestir sammála, einnig þáver-
andi ríkisstjórn. Nú er það krafa
okkar að kaupmáttur verði aukinn
og hann tryggður. Hagur hinna
lægstlaunuðu verði bættur sér-
staklega í stað þess að vega að þeim
með þeim hætti sem nú er fyrirhug-
aður.
Það er einnig krafa okkar að það
velferðarkerfi, sem við höfum
byggt upp, verði ekki rifiö niður.
Sú krafa er ekki úr lausu lofti grip-
in heldur til komin vegna þess að
stöðugt er þjarmað að okkur með
ótrúlegasta hætti. Ráðist er að þeim
er síst skyldi.
Hver man ekki eftir kosningalof-
orðunum? Allir stjórnmálaílokk-
arnir höfðu það á stefnuskrá sinni
að hækka lægstu launin og töldu
slíka hækkun brýna nauðsyn. Nú-
verandi ríkisstjórn hefur hvorki
KjáUarinn
Jóhanna Júlíusdóttir
formaður Starfsmannafélags
Akureyrarbæjar
sýnt það í verkum né orðum að hún
hafi hug á þvf að efna slík loforð,
samanber orð fjármálaráðherra í
Morgunblaðinu 28/8 sl.
Aðgerða er þörf. segir ríkisstjórn-
in. Nýjustu slagorð hennar eru:
„Við skrifum ekki reikninga á
framtíðina." Þessum orðum vil ég
breyta og segja: „Látið breiðu bökin
axla þaö sem þeim ber." Breiðu
bökin eru ekki börn, sjúklingar og
aldraðir.
Sífelldar hækkanir og hótanir um
frekári hækkanir hellast nú yfir
okkur. Ein þeirra leiða sem ræddar
voru til niöurskurðar var sú aö
færa ellilífeyrisaldurinn úr 67 ára
í 68 ára. Hér á landi ríkir talsvert
atvinnuleysi og margir spá því aö
það eigi enn eftir að aukast. Hefur
ríkisstjórnin gert ráðstafanir til að
mæta þeirri þenslu á atvinnumark-
aðinum sem ráðstöfun sem þessi
hefði í för með sér?
Er þetta það ísiand ... ?
Hér ríkir okurvaxtastefna, búið
er að hæk';a lytjakostnað svo um
munar og bitnar það á þeim sem
höllustum fæti standa. Ekki nóg
með það heldur stendur til að inn-
heimta meira af hinum sjúku. Það
er nú til umræðu hjá ríkisstjórn-
inni að greiða verði inngangseyri á
sjúkrahús.
Þó að þeir háu herrar, sem að
þessari umræðu standa, séu komn-
ir það langt frá raunveruleikanum
að þeir geri sér ekki lengur grein
fyrir honum vil ég upplýsa þá um
að hér er örugglega til fólk sem
ekki hefði ráð á sjúkrahúsdvöl, því
miður.
Ekki er öll sagan sögð. Hækkun
skólagjalda stendur nú fyrir dyr-
um. A framhaldsskólastigi hækki
gjöld úr 5 þús. í 15 þús. og gjöld á
háskólastigi úr 8 þús. í 20-30 þús.
Erfltt er að sjá hvernig tekjulágir
foreldrar hafa þá efni.á að senda
börn sín í framhaldsskóla ef þessar
fyrirætlanir verða að raunveru-
leika.
Sérstaklega verður þetta erfitt
barnmörgum foreldrum eða ein-
stæðum. Þaö hlýtur að verða þung-
bær reynsla þegar þeir neyðast til
að segja börnum sínum að íjárhag-
ur þeirra leyfi ekki frekari skóla-
göngu. Hverjir munu þá mennta
sig í framtíðinni? Verða það ein-
göngu úrvalsnemendur? Nei, það
verða börn efnaðra foreldra, svo
einfalt er það. Hingað til hefur það
verið stefna okkar íslendinga að
allir ættu að hafa jafna möguleika
til menntunar. Þeirri stefnu eigum
við að halda, annaö er eins ósann-
gjarnt og hugsast getur. Er þetta
það ísland sem við viljum, ef fram
heldur sem horfir?
Það má satt vera að niðurskurðar
sé þörf. En niðurskurður af þeim
toga sem ríkisstjórnin nú ræðir er
líkastur martröð. Tökum nú hönd-
um saman og látum martröðina
ekki ná- til okkar. Það fólk sem
ykkur kaus í vor gaf ykkur ekki
atkvæði sitt til þess að rífa niður
velferðarkerfi okkar. Þetta er held-
ur ekki sú uppskera sem launþegar
áttu von á nú.
Mín skilaboð til núverandi ríkis-
stjórnar eru þessi: Hættið að ráðast
að þeim sem síst skyldi. annað er
ykkur til ævarandi skammar. Beit-
ið niðurskurðarhnífnum hjá þeim
sem mega við því, þeir eru nefni-
lega til.
Jóhanna Júlíusdóttir
„Hver man ekki eftir kosningaloforö-
unum? Allir stjórnmálaflokkarnir
höföu það á stefnuskrá sinni að hækka
lægstu launin og töldu slíka hækkun
brýna nauðsyn.“
Vér mótmælum allir
„Nú er hins vegar komið í ljós að Aust-
urríki, Svíþjóð og jafnvel Noregur og
Finnland muni sækja um aðild að EB.
- Þá eru bara Sviss og ísland eftir.
Mig langar í þessari grein að
víkja að því máli sem ég tel að
brenni heitast á íslensku þjóðinni
nú en það er samningamakk Jóns
Baldvins og Davíðs Oddssonar um
stofnun og inngöngu í EES-svæðið.
- Að mínu áliti er það mál komið
í stórhættulegan farveg.
í síðustu ríkisstjórn var unnið
mjög að undirbúningi þessa máls
en þá voru settir margir fyrirvarar
um inngöngu íslands í þetta efna-
hagssvæði. Þá lá ekki fyrir að flest
þessara ríkja, sem stóðu í EFTA-
viðræðunum við Evrópubandalag-
ið, myndu sækja um aðild að því.
Nú er hins vegar komið í ljós að
Austurríki, Svíþjóð og jafnvel Nor-
egur og Finnland muni sækja um
aðild að EB. - Þá eru bara Sviss og
ísland eftir.
Bakdyramegin í EB
Ég hygg að í ákafa sínum við að
koma íslandi bakdyramegin inn í
EB séu Jón Baldvin og Davíð búnir
að falla frá flestum eða öllum fyrir-
vörum og gott betur, þar sem þeir
ljá máls á að Spánverjar og jafnvel
fleiri þjóðir fái að veiða einhvern
fisk í íslenskri fiskveiðilögsögu.
Slíkt finnst mér furðuleg óskamm-
feilni, ekki síst þegar tekið er tillit
til nýjustu rannsókna flskifræð-
inga um að nauðsynlegur sé mikill
samdráttur í veiöum íslendinga
sjálfra.
Og hver ætti að fylgjast með því
hvort þessar þjóðir veiddu ekki
meira en leyft væri? Landhelgis-
gæslan er á engan hátt í stakk búin
til þess. Ég tel að innganga íslands
í .Evrópubandalagið sé hrein og
bein landráð við þjóöina. í yfir 300
KjáUarinn
Sigurður Lárusson
fyrrverandí bóndi
á Gilsá i Breiðdal
milljón manna hópi í a.m.k. 16 þjóð-
löndum hafl íslendingar ekkert að
segja. Hverjum dettur í hug i al-
vöru að nokkurt mark yrði tekið á
því þó 250 þúsund manna þjóð væri
eitthvað að röfla.
í mínum augum þýðir það að ís-
land yrði algerlega þurrkað út af
landakortinu sem sjálfstætt ríki.
Til hvers höfum viö barist fyrir
frelsi og fullveldi í nær 700 ár og
áratugi fyrir útfærslu landhelginn-
ar í 200 sjómilur og sigrað í báðum
tilfellum?
Ef við glutrum þessum réttindum
okkar niður á fáeinum árum fyrir
manndómsskort nokkurra misvit-
urra stjórnmálamanna, svo að ekki
sé fastar að orði kveðið, þá erum
við verr settir en nokkurn mann
hér á landi hefur grunað undanfar-
in ár.
Örlagaríkt skref
Þetta mál hefur aldrei verið
kynnt opinberlega hér á landi og
er það óforsvaranlegt.
Góðir íslendingar, kynnið ykkur
þetta stórmál miklu betur. Því hef-
ur verið haldið fram af talsmönn-
um þeirra, sem vilja stíga þetta
örlagaríka skref, að íslendingar
myndu hagnast um einn til tvo
milljarða á ári.
En hvað er það á móti því að af-
sala frelsi og sjálfstæði þjóðarinn-
ar? Því verður varla trúað að þeir
sem telja sig sjálfstæðismenn styðji
þetta valdaafsal.
Fullveldi dýrmætara
en tollaeftirgjöf
Ég skora á alla þjóðholla íslend-
inga að minnast nú frelsishetjunn-
ar góðu sem sagði: „Vér mótmæl-
um allir."
Munið að það er ekki víst að ykk-
ur geflst aftur slíkt tækifæri.
Ég leyfi mér því að segja: „Við
mótmælum öll."
Guð blessi ísland og íslensku
þjóðina og veiti henni þann styrk
að forða sér frá þeirri smán aö
þiggja þessa tollaeftirgjöf í skiptum
fyrir sjálfstæði og fullveldi íslands.
Sigurður Lárusson
„Og hver ætti að fylgjast með því hvort þessar þjóðir veiddu ekki meira en leyft væri?“